Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 215. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Linkind þrífst
ekki á fjöllum
Engin lognmolla í hestaferð
í Rangárþingi | Hestar
B́ílar og Íþróttir í dag
Bílar | Ítalskur og munúðarfullur Lífræn dísilolía Ríku-
legri Santa Fe Íþróttir | Blikar góðir í Austurríki 19 mörk í
Landsbankadeildinni Björn úr leik á EM í frjálsum íþróttum
BRESKA lögreglan telur sig hafa
klófest helstu leiðtoga samsærisins
um að granda allt að 10 bandarískum
farþegaþotum á leið til Bandaríkj-
anna frá Bretlandi en hún álítur að
þræðirnir liggi víða um heim. Miklar
tafir og truflanir urðu á flugvöllum
vegna herts eftirlits í gær, einkum í
Bretlandi og Bandaríkjunum og
hundruðum flugferða var aflýst.
Embættismenn í Bretlandi segja að
svo geti farið að hertar öryggisregl-
ur um handfarangur verði látnar
gilda áfram og er ljóst að það myndi
merkja miklar breytingar í flugsam-
göngum. Olíuverð lækkaði talsvert á
mörkuðum í gær, að nokkru leyti
vegna þess að margir töldu líklegt að
umsvif flugfélaga myndu minnka á
næstunni.
Bandarísk stjórnvöld báðu í gær
Evrópuþjóðir um að herða eftirlit
með farþegum sem ætluðu flugleiðis
vestur um haf. George W. Bush
Bandaríkjaforseti sagði að ljóst væri
að þjóðin ætti í stríði við „íslamska
fasista“. Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, sem er í leyfi á Kar-
íbahafi, hrósaði bresku lögreglunni
og leyniþjónustunni fyrir vel unnin
störf.
Talið er líklegt að hryðjuverka-
mennirnir hafi ætlað að láta til skar-
ar skríða á næstu dögum og sagði að-
stoðarlögreglustjórinn í London,
Paul Stephenson, að um væri að
ræða „tilraun til að fremja fjölda-
morð af ótrúlegri stærðargráðu“. 24
meintir samsærismenn hafa þegar
verið yfirheyrðir en fullyrt var í
bandarískum fjölmiðlum að enn
gengju a.m.k. fimm lausir og væri
þeirra ákaft leitað. Væru tveir þeirra
búnir að útbúa myndbönd sem senda
átti fjölmiðlum eftir sjálfsmorðstil-
ræðin gegn farþegaþotunum, að
sögn bandarísku sjónvarpsstöðvar-
innar ABC. Einnig kom fram að 22
af 24 manns í haldi væru af pakist-
önskum ættum en breskir þegnar,
einn frá Bangladesh og einn frá Íran.
Fylgst hefur verið með samsæris-
mönnunum um nokkurt skeið, að
sögn heimildarmanna. „Þeir voru
búnir að koma sér upp búnaðinum og
getunni sem þurfti til og voru að
leggja lokahönd á undirbúninginn,“
sagði Michael Chertoff, ráðherra
heimavarnamála í Bandaríkjunum.
Komið hefði í ljós fyrir tveim vikum
að skotmörkin yrðu bandarískar þot-
ur. Embættismenn í Pakistan sögðu
að Bretar, Bandaríkjamenn og Pak-
istanar hefðu átt samstarf um að
hindra árásirnar. Handtaka þriggja
al-Qaeda-manna nýlega í Pakistan
hefði skipt miklu og auðveldað
bresku lögreglunni að koma upp um
samsærið.
Blaðamaður Morgunblaðsins var
einn af mörgum sem varð stranda-
glópur í London í gær þegar hryðju-
verkaógnin setti allt úr skorðum á
Heathrow-flugvelli og stöðvaði flug.
Hann ræddi m.a. við stöðvarstjóra
Flugleiða, Angie Condos, þegar farið
var að innrita farþega til Íslands í
gærkvöldi. Hún sagði þetta hafa ver-
ið mjög annasaman dag. „En það var
gott að okkur var greint snemma frá
stöðunni, eða fimm í morgun, því að
þá komumst við hjá því að senda vél
frá Íslandi til Heathrow.“
„Vil fá að ferðast óáreittur“
Hjónin Valdís Ívarsdóttir og Vig-
fús Bjarni Albertsson biðu eftir inn-
ritun ásamt börnum sínum tveimur.
„Þetta breytir ekki miklu fyrir okk-
ur, en okkur brá í morgun. Þegar
tengdapabbi vakti mig með þessum
tíðindum í morgun hélt ég að hann
væri að plata,“ sagði Valdís.
Á Reagan-flugvelli í Washington
mynduðust biðraðir snemma í gær-
morgun, en margir sem þangað voru
komnir höfðu ekki haft vitneskju um
handtökurnar og breyttar öryggis-
reglur.
Á alþjóðaflugvellinum í Fort
Lauderdale mátti sjá tilkynningar
um breyttar reglur og starfsfólk bað
farþega um að gæta vel að því, að
þeir væru ekki með neinn vökva í
handfarangri sínum, ekki einu sinni
tannkremstúpur. Blaðamaður Morg-
unblaðsins var staddur þar um miðj-
an dag í gær, á leið til Reagan-flug-
vallar í Washington, en ekki var að
sjá að viðbúnaðurinn kæmi fólki úr
jafnvægi.
Einn farþegi, sem tekinn var tali,
reyndist þó býsna reiður yfir ástand-
inu. „Ég vil fá að geta ferðast
óáreittur,“ sagði Howard Braver-
man, en hann var að bíða eftir flugi
til Dallas.
Breska lögreglan handtók yfir tvo tugi manna sem ætluðu að sprengja allt að 10 bandarískar þotur
Reuters
Farþegar á Gatwick-flugvelli við London í Bretlandi urðu fyrir miklum töfum vegna ástandsins í gær eins og flugfarþegar víðar í landinu og í Bandaríkj-
unum. Samsærismenn ráðgerðu að sprengja tíu bandarískar farþegaþotur á leið til Bandaríkjanna og ljóst að þúsundir manna hefðu þá týnt lífi.
Tilræðismenn hefðu getað
banað þúsundum manna
Nokkrir samsærismanna sagðir leika enn lausum hala Hugsanlegt að hertar reglur um handfar-
angur muni gilda áfram Bush Bandaríkjaforseti segir þjóðina eiga í stríði við „íslamska fasista“
TALIÐ er líklegt að samsæris-
mennirnir í Bretlandi hafi ætlað að
nota sprengiefni í vökvaformi til að
granda farþegaþotunum eða
smygla inn sakleysislegum efnum
sem síðan er hægt að setja saman í
næði á salerninu og búa til
sprengju. Hægt er að blanda saman
t.d. ammoníum-nítrati í duftformi
og brennisteinssýru og valda þann-
ig sprengingu. Leitartæki á flug-
völlum greina að jafnaði ekki um-
rædd efni, þau greina fyrst og
fremst málm.
Um er að ræða algeng efni sem
oft er að finna á heimilum en með
réttri samsetningu geta orðið vopn
í höndum sjálfsmorðssprengju-
manna. Umbúðir sem taka minnst
30 millilítra af vökva má nota til að
smygla hættulegum efnum, nefna
má hylki, flöskur og túpur undir
tannkrem, hárgel, munnskol, lyf og
talkúm fyrir smábörn. Fyrir 11 ár-
um tókst á síðustu stundu að koma í
veg fyrir tilræði al-Qaeda gegn 12
bandarískum þotum sem áttu að
fljúga frá Filippseyjum. Fela átti
nitro-glycerin í kristallaformi í
hylkjum fyrir augnlinsuvökva.
Sé notaður kveikibúnaður á
sprengjuna þarf rafhlöðu og því
gæti svo farið að flugfélög banni
með öllu að farþegar fari með arm-
bandsúr um borð, sama er að segja
um fartölvur og farsíma.
Sprengjan
sett saman
um borð
Eftir Kristján Jónsson,
Pétur Blöndal í London
og Davíð Loga Sigurðsson
í Fort Lauderdale
Hugðust sprengja | 14
Af hverju vill fólk | 4