Morgunblaðið - 11.08.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.08.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 15 ERLENT Í DARFUR eru enn 2–3 milljónir manna á flótta og uppreisnarmenn berjast innbyrðis þrátt fyrir að frið- arsamkomulag á milli þeirra hafi ver- ið undirritað í maí. Fólk er tregt til að yfirgefa flóttamannabúðir því það óttast árásir uppreisnarmanna eða glæpahópa. Í sumum tilvikum er ekk- ert til að snúa heim til, þorp hafa ver- ið brennd og vatnsból eyðilögð. Þetta segir Margaret Chilcott, framkvæmda- stjóri mann- úðarverkefnis í Darfur sem neyð- arhjálp mótmæl- enda- og rétttrún- aðarkirkna, ACT, og kaþólskra kirkna, CARIT- AS, standa að, en Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að ACT. Chilcott, sem er stödd hér á landi, kemur frá Ástralíu og hefur unnið að hjálparstarfi á átakasvæðum víðs vegar í heiminum í áratugi. Hún segir átökin í Darfur gríð- arlega flókin og fólkið í flótta- mannabúðunum komi úr öllum hóp- um. Í héraðinu mætist arabíski menningarheimurinn úr norðri og sá afríski úr suðri. „Þetta er afar flókið og margir hópar hafa verið að berjast hver við annan. Arabísku hóparnir berjast ekki bara við afríska upp- reisnarmenn heldur líka við aðra araba og sama má segja um afrísku hópana, t.d. hafa blossað upp átök á milli afrískra hirðingja og bænda þar sem barist er um land,“ segir hún og bætir við að stjórnvöld hafi í sumum tilvikum kynt undir átökin. Hún bendir á að hjálparstofnanir verði að gæta hlutleysis og passa hvað þær segja, ástandið sé við- kvæmt. Stjórnvöld í Kartúm fylgist með öllu og að allt hjálparstarf sé að sjálfsögðu unnið í samvinnu við þau. Hætta á að vera nauðgað Á vegum verkefnisins hefur verið unnið í flóttamannabúðum í sjö sýslum héraðsins. Fyrst þegar fólkið kom gekk aðstoðin út á að dreifa plastdúkum, teppum, flugnanetum og eldhúsáhöldum. Nú snýst starfið um uppbyggingu: finna vatnslindir, byggja upp hreinlætisaðstöðu, bráða- birgðaskóla og heilsugæslu, og veita áfallahjálp og ráðgjöf. Hún segir stærsta vandamálið vera að vernda konur og börn fyrir upp- reisnar- og glæpamönnum. Örygg- isleysið komi verst niður á þeim. „T.d er ekki óhætt fyrir konur að fara út fyrir búðirnar að safna eldiviði vegna hættu á að þeim verði nauðgað,“ segir hún og bendir á að þá gildi einu hvort þær fari margar í hóp. Frið- argæsluliðar á vegum Afríku- sambandsins eigi að sjá um vernd en þeim sé oft ekki treyst, og þeir geti ekki farið inn í búðirnar vegna tor- tryggni flóttafólksins í þeirra garð. Orðrómur veldur ofsahræðslu „Tortryggnin er mikil hjá fólki sem hefur upplifað hörmungar og lært að treysta engum. Það er t.d. auðvelt að koma af stað orðrómi sem getur skapað ofsahræðslu og endað með skelfingu.“ Hún nefnir mál sem kom upp í flóttamannabúðum í Zalingei í vesturhlutanum fyrir nokkrum vik- um en þá var ráðist á starfsmenn stjórnarinnar sem voru að hreinsa drykkjarvatn eftir sá orðrómur tók að berast að þeir hefðu sett eitur í vatnið. Þrír þeirra voru drepnir. Aðeins nokkrum dögum síðar kom upp svipað mál í flóttamannabúðum í Garsila, þar sem sá kvittur komst á kreik að hjálparstarfsmenn væru að reyna að eitra fyrir fólki með kexi. „Þetta varð til þess að við kölluðum allt okkar fólk þaðan,“ segir Chilcott. Þá eru dæmi um að settur hafi verið litur í drykkjarvatn til að reyna að skapa skelfingu. En hver gerir slíkt og hvers vegna? „Það er spurning. En það er ljóst að sumir vilja ekki að hjálparstarfsmenn séu í búðunum að veita aðstoð,“ segir hún sposk á svip. Þörfin á aðstoð ekki minnkað Chilcott segir Darfur allt í einu hafa farið úr kastljósi fjölmiðla þar sem athyglinni hafi verið beint að hörmungum annars staðar í heim- inum. „Þá fara peningarnir þangað og minna til Afríku. Það er auðveld- ara að safna peningum til svæða þar sem fólk er vestrænna í útliti. Afríka vill gleymast. Þörfin á aðstoð er þó síst minni nú en þegar fjallað var um svæðið í hverjum fréttatíma.“ „Afríka vill gleymast“ Reuters Konum er ekki óhætt að fara út fyrir flóttamannabúðirnar. Þrátt fyrir að hið stríðshrjáða Darfur-hérað í Súdan sé ekki lengur í kast- ljósi fjölmiðla fer því fjarri að ástandið þar hafi batnað. Bryndís Sveins- dóttir ræddi við Margaret Chilcott sem stjórnar hjálparstarfi á svæðinu. Margaret Chilcott bryndis@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.