Morgunblaðið - 11.08.2006, Qupperneq 16
Við höldum með þér!
Komdu v
ið á næs
tu Olís-s
töð
og fáðu
stimpil í
Ævintýr
akortið
– og æv
intýragl
aðning í
leiðinni
.
Vertu m
eð í allt
sumar!
Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna
Vogar | Helgi Davíðsson, íbúi í
Vogum á Vatnsleysuströnd, get-
ur verið stoltur af gullregninu í
garðinum hjá sér. Helgi er kom-
inn nokkuð á níræðisaldur og
hugsar enn sjálfur um garðinn
sinn og snyrtir hann reglulega. Í
hverjum garði hlýtur gullregnið
alltaf að vekja mikla athygli
enda er tréð afar fagurt í fullum
blóma.
Flestir vita þó að oft leynist
flagð undir fögru skinni og geta
menn farið flatt á því ef þeir
hyggjast bragða á fegurð gull-
regnsins. Allir hlutar trésins
eru eitraðir en sérstaklega vilja
þó fræbelgir þess freista barna.
Hafa börn dáið í útlöndum eftir
að hafa neytt fræja gullregns-
ins.
Baðaður gulli í Vogunum
Garðagróður
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Guðmundur G. Hall-dórsson á Húsavíkfrétti af átökum í
Samfylkingunni.
Misjafnlega á mönnum ber
margir þó að teljist góðir;
enginn veit hver Össur er
eða Ingibjörg Sólrún hér um slóðir.
Hann frétti einnig af
miklum tekjum manna.
Þenkja lítt um þjóðarhag
á þræla krumlum bandandi;
menn sem hafa milljón á dag
mígið geta standandi.
Loks um flokksþing:
Vakna blóm á vori nýju
vond var Halldórs kuldahríð
eins og þegar kjói kríu
kúgaði hann Guðna alla tíð.
Vakna blóm
á vori nýju
pebl@mbl.is
♦♦♦
TIL að mæta vaxandi þörf erlendra for-
eldra leikskólabarna fyrir upplýsingaefni
hefur menntasvið Reykjavíkurborgar gef-
ið út bæklinga á átta tungumálum um
leikskólann og tvítyngi barna á leikskóla-
stigi. Í bæklingnum Tvö – þrjú –fjögur
tungumál? eru fjöltyngdum fjölskyldum
gefin góð ráð um hvernig efla megi mál-
þroska og málskilning og í bæklingnum
Leikskólinn – upplýsingar fyrir erlenda
foreldra er m.a. fjallað um þýðingu leik-
skólanáms fyrir tvítyngda barnið.
Bæklingarnir eru á íslensku, ensku, taí-
lensku, víetnömsku, rússnesku, serb-
nesku, spænsku og pólsku og liggja
frammi í þjónustumiðstöðvum Reykjavík-
ur. Þá eru þeir í rafrænu formi á heima-
síðu menntasviðs Reykjavíkurborgar,
www.leikskolar.is, með öðru efni fyrir
nýja Íslendinga, s.s. endurskoðaðri fjöl-
menningarstefnu borgarinnar fyrir leik-
skóla.
Um 10% leikskólabarna
af erlendum uppruna
Börnum af erlendum uppruna í leik-
skólum Reykjavíkur fjölgar ár frá ári og
voru þau 667 um síðustu áramót eða um
10% leikskólabarna í borginni. Flest
þeirra eiga heimili í Breiðholti eða 196.
Börnin eru af 81 þjóðerni og tala a.m.k.
60 ólík tungumál.
Alls áttu 239 börn báða foreldra af er-
lendum uppruna, en 437 áttu annað for-
eldri íslenskt. Flest þeirra leikskólabarna
sem eru af erlendu bergi brotin eiga
pólska, filippseyska og taílenska foreldra.
Efni fyrir
erlenda
foreldra
Skagafjörður | Einn af viðburðum í tilefni
900 ára afmælis Hólastaðar er Hólahlaup-
ið, sem fram fer laugardaginn 12. ágúst
næstkomandi. Hlaupið hefst klukkan 11
við Sleitustaði en hlaupið er fram Kol-
beinsdal og heim til Hóla, alls 15 kílómetra
eftir vegarslóða alla leið og er endamark
við Hóladómkirkju.
Hlaupið er aldursflokkaskipt, 16–39 ára,
40–49, 50–59 og 60 ára og eldri. Veitt verða
verðlaun í öllum flokkum.
Skráning fer fram á netinu og er net-
fangið malfridur@holar.is, en afhending
gagna og lokaskráning fer fram í anddyri
Hólaskóla frá klukkan 9 til 10.30 á laug-
ardag.
Rútuferð verður með þátttakendur frá
Hólum til Sleitustaða.
Þá fer einnig fram skemmtiskokk í Hóla-
skógi, um þrír kílómetrar að lengd, og
verður ræst í það klukkan 11.30. Skráning í
það er á staðnum.
Þátttökugjald er 1.500 krónur í Hóla-
hlaupið en ókeypis í skemmtiskokkið.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.hlaup.is.
Hlaupið hratt
heim að Hólum
Heildstæð jarðgangagerð | Hinn 2. ágúst
sl. lét bæjarráð Seyðisfjarðar bóka að það
legði mikla áherslu á að augljóst hlyti að
vera hversu nauðsynlegt það væri að líta á
jarðgöng frá Eskifirði, um Seyðisfjörð til
Héraðs sem eina framkvæmd.
Bæjarráð minnir jafnframt á breyttar
forsendur með því að ferjan Norræna er nú
farin að sigla vikulega allt árið til Seyð-
isfjarðar. Slíkt kalli enn frekar á það að
létta vetrarferðir að og frá Seyðisfirði enda
liggi í vikulegum siglingum til Evrópu gríð-
arlegir möguleikar sem fleiri og fleiri fyr-
irtæki og landsmenn séu að átta sig á.
Jarðgangagerð af þessu tagi verður að
telja stærsta byggðamál framtíðarinnar á
þessu svæði, segir í bókuninni.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Timbur til húshitunar | Dagana 21.–23.
ágúst verður haldin ráðstefna á Hallorms-
stað í tengslum við alþjóðlegt þróunarverk-
efni er snýr að nýtingu viðar sem orkugjafa
til húshitunar. Verkefnið hófst árið 2004 og
það eru Ísland, Finnland og Skotland sem
standa saman að því, en verkefnið er hluti
af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins
(NPP).
Samstarfsnefnd um norrænar skógrann-
sóknir (SNS) er einnig aðili að verkefninu
en sú nefnd er á vegum Norrænu ráðherra-
nefndarinnar.
Hákarl í kaupbæti | Ferðamenn og íbúar á
Suðurnesjum hafa undanfarna daga getað
séð beinhákarla í nokkru návígi. Farþegar
hvalaskoðunarbátsins Moby Dick hafa rek-
ist á nokkra saman í hópum og hafa þeir
stundum komið alveg að bátnum, fólki til
mikillar kátínu en stundum hræðslu enda
hafa hákarlar sjaldnast þótt mikil gæludýr.
Lóna þeir þá á yfirborðinu í leit að æti með
bakuggann uppi á yfirborðinu. Þykir þetta
afar sjaldgæft en jafnvel hefur sést til há-
karlanna frá Reykjanesbæ sjálfum. Hafa
stundum sést allt að sjö beinhákarlar saman
í hóp.
Beinhákarlinn er næststærsta fisktegund
í heiminum og sú stærsta hér við land. Hann
nær 12 til 15 metra lengd og getur orðið 3 til
4 tonna þungur. Hans verður helst vart hér
á sumrin og þá mest í hinum hlýja sjó við
Vestur- og Suðurland. Hann lifir nánast ein-
göngu á dýrasvifi og syndir um sjóinn með
opinn kjaftinn og síar í sig svif.
Efla GSM í Dalvík | Og Vodafone hefur eflt
GSM-þjónustu sína í Dalvík fyrir fjöl-
skylduhátíðina Fiskidaginn mikla sem fer
fram um helgina. Markmiðið er að tryggja
hnökralaus samskipti hjá GSM-notendum
þar sem gera má ráð fyrir fjölda gesta á
svæðinu yfir helgina, segir í fréttatilkynn-
ingu.
ASKJA afhenti á dögunum
Rauða krossi Íslands tvo
sjúkrabíla af gerðinni Benz
Sprinter. Sex bílar til við-
bótar sömu gerðar verða
afhentir á næstu mánuðum
og fara þeir í notkun vítt og
breitt um landið en fyrstu
bílarnir fóru til Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Nýju sjúkrabílarnir eru
sjálfskiptir með fjór-
hjólabúnað frá Iglhaut
Bílarnir eru einungis
um 2,5 tonn að eigin
þyngd og munu leysa af
hólmi eldri Ford-bíla.
Á myndinni má sjá Pál
Halldór Halldórsson, sölu-
stjóra hjá Öskju, til vinstri,
og Benedikt Harðarson
frá Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins.
GmbH í Þýskalandi. Það
fyrirtæki sá einnig um af-
laukningu á mótor, sem er
nú 186 hö. Breytingar-
vinna og smíði inn í bílana
var unnin af Sigurjóni
Magnússyni á Ólafsfirði í
samstarfi við Rauða kross-
inn og sjúkraflutn-
ingamenn.
Askja af-
hendir átta
sjúkrabíla
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn