Morgunblaðið - 11.08.2006, Page 20
Þetta er hugsjón hjá mér. Mér finnstað það eigi ekki aðeins að vera áfæri þeirra efnameiri að kaupahljóðfæri handa börnum sínum eða
sjálfum sér. Með því að flytja inn einstaka
hluti hljóðfæra og setja þau saman sjálfur, þá
get ég náð verðinu niður,“ segir Rúnar Sig-
urðsson hljóðfærasmíðameistari sem nýlega
opnaði hljóðfæraverslun á netinu, þar sem
hann selur hljóðfæri undir íslenska vörumerk-
inu R.Sigurðsson. „Ég hef fengið ótrúleg við-
brögð. Ég opnaði vefinn fyrir viku síðan og nú
þegar eru komnar 2.000 heimsóknir inn á
hann og ég er búinn að fá þó nokkrar pant-
anir. Ég býð fólki upp á að koma og skoða
hljóðfærin á verkstæðinu hjá mér, því það
skiptir máli að fá að handleika hljóðfæri sem
til stendur að kaupa. Ég lána líka tónlist-
arskólum hljóðfæri til að prófa í vikutíma.“
Ég get alls ekki sleppt þessu
Hljóðfærasmíðin er hliðarstarf hjá Rúnari
en hann er í fullu starfi sem vefstjóri Kópa-
vogsbæjar. „Ég var í fullu starfi við að gera
við hljóðfæri og rak Gítarsmiðjuna í fjögur ár,
þar sem ég bæði smíðaði hljóðfæri og gerði við
þau. En það hefur gefið betur af sér að hafa
þetta með fram öðru. En ég get alls ekki
sleppt þessu, því það skiptir mig miklu máli að
starfa við eitthvað sem er skapandi og lifandi.
Og það er alveg sérstök tilfinning sem fyglir
því að búa til hljóðfæri. Hljóðfæri er á ein-
hvern hátt lifandi. Þegar ég hef lokið við að
smíða það, þá lifnar það við þegar leikið er á
það. Mér finnst ég skilja eitthvað eftir mig,
þegar ég smíða hljóðfæri. Alls ólíkt því sem
gerist þegar ég smíða húsgagn. Mér finnst
stóll eða borð sem ég hef smíðað vera stein-
dautt,“ segir Rúnar sem lærði fyrst hús-
gagnasmíði, til að búa sig undir hljóðfæra-
smíðanámið.
Spilar með bílskúrsbandi
„Ég lauk námi í hljóðfærasmíði frá Leeds
Collage Of Music fyrir átta árum en erendi
mitt var sjö ár hjá Menntamálaráðuneytinu
um að fá mig metinn sem hljóðfærasmið og
þess vegna hlaut ég ekki meistaragráðu fyrr
en í vor. Þegar ég var í hljóðfæraviðgerðunum
þá var ég fyrst með aðstöðu í skúr hjá pabba
mínum í Blómatorgi á horni Hringbrautar og
Birkimels. Ég er eiginlega alinn upp í þeirri
blómabúð, vann þar í 17 ár, en afi minn byrj-
aði með hana 1949.“ Rúnar er fyrst og fremst
með strengjahljóðfæri í hljóðfæraverslun
sinni, enda er hann gítarleikari og til að kom-
ast í hljóðfærasmíði þarf að læra á klassískan
gítar og fiðlu, en Rúnar var á sínum tíma í
Tónlistarskóla Sigursveins og fór auk þess í
Tónlistarháskóla í Bretlandi. „Ég spila með
ónafngreindu bílskúrsbandi í Grafarvoginum,
eingöngu mér til ánægju og ynd-
isauka, en ég spilaði mikið þegar ég
var yngri,“ segir Rúnar sem legg-
ur mikið upp úr því að þjónusta
sína viðskiptavini vel með við-
gerðir. „Það er miklu meira ná-
kvæmnisverk að gera við hljóð-
færi heldur en smíða það.“
NETIÐ | Hljóðfærasmiður hefur opnað íslenska hljóðfæraverslun á netinu
Hljóðfæri eru lifandi
Reuters
Morgunblaðið/ÞÖK
Rúnar hugar að fiðlu en á borðinu liggur rafmagnsgítar sem hann hefur nýlokið við að smíða.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Slóð hljóðfæraverslunarinnar er:
www.hljodfaeri.is
Daglegtlíf
ágúst
VINNAN er mikilvægasti þátturinn í því
að skapa lífshamingju, ef marka má könn-
un meðal launþega í sex Evrópulöndum.
Könnunin leiddi í ljós að flestir laun-
þeganna telja að mikilvægast sé að hafa
ánægju af vinnunni og það skipti meira
máli en þættir eins og fjölskyldan, heils-
an, fjárhagurinn eða félagslífið. Tóm-
stundirnar og umhverfið voru enn neðar
á listanum, að því er fram kom á norska
vefnum forskning.no.
Niðurstaðan er að leiðinleg vinna sé lík-
leg til að kæfa lífshamingjuna. „Þar sem
vinnan er mjög stór hluti af lífi okkar
flestra er það sem við fáum út úr vinnunni
mikilvægur þáttur í því hversu ánægð við
erum sem einstaklingar,“ hafði vefurinn
eftir Ioannis Theodossiou, sem stjórnaði
rannsókninni, en hann er prófessor við
Aberdeen-háskóla.
Rannsóknin náði til launþega í Bret-
landi, Danmörku, Frakklandi, Grikk-
landi, Hollandi og á Spáni.
Hún bendir einnig til þess að fólk með
mikla menntun hneigist til þess að vera
óánægðara með vinnuna en fólk með litla
menntun.
Flestir launþeganna töldu mikilvægast að
hafa ánægju af vinnunni og það skipti
meira máli en þættir eins og fjölskyldan,
heilsan, fjárhagurinn eða félagslífið.
Leiðinleg
vinna kæfir
lífsgleðina
KÖNNUN
NÚ þegar erfðamengi mannsins hefur
verið raðgreint hafa vísindamenn í Bret-
landi einsett sér að leysa eitt af snúnustu
vandamálum heimsins: hvernig sjóða á
fullkomin egg.
Lions Quality Eggs, bresk stofnun sem
tryggja á gæði eggja, ákvað að fela hópi
sérfræðinga að leysa þetta vandamál
vegna fjölmargra beiðna frá mæddum
neytendum.
Lausnin felst í hitanæmu bleki sem er
ósýnilegt þar til eggið í pottinum er orð-
ið nákvæmlega eins og neytandinn vill:
lin-, miðlungs- eða harðsoðið.
„Við fengum fjölmargar fyrirspurnir
frá fólki og það vakti áhuga eggja-
framleiðenda. Við sögðum: Gott og vel,
þetta er stórmál – fólk getur ekki einu
sinni soðið egg,“ hafði fréttavefur CNN
eftir talsmanni Lions Quality Eggs.
Þegar þessi tækni hefur verið full-
komnuð verða eggin seld í bökkum sem
verða merktir eftir því hvernig fólk vill
hafa eggjarauðuna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fullkomin
eggjasuða
gulltryggð
NÝJUNG
RÚNAR hefur starfsheitið luthier, sem strangt til tekið merkir lútusmiður en í dag nær það
yfir þá sem smíða strengjahljóðfæri.
Márar spiluðu á lútu en þegar þeir töpuðu völdum voru allir lútusmiðir kallaðir saman og
ákveðið að gera nýtt þjóðarhljóðfæri fyrir Spán og þá var gítarinn hannaður. En lútusmiðir
hættu ekki að bera starfsheitið luthier þó svo að þeir tækju til við að smíða gítara.
Lútan er móðir gítarsins
Mér finnst
ég skilja
eitthvað eft-
ir mig, þegar
ég smíða
hljóðfæri