Morgunblaðið - 11.08.2006, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Magnús Gunn-laugsson fædd-
ist að Grund á
Langanesi 10. nóv-
ember 1939. Hann
lést á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 3. ágúst
2006. Foreldrar
Magnúsar voru
hjónin Gunnlaugur
Sigurðsson, f. á
Grund 4.8. 1908, d.
24.7. 1973 og Guð-
björg Huld Magnús-
dóttir, f. að Dölum í
Fáskrúðsfirði 2.7. 1910, d. 29.4.
2006. Börn þeirra eru auk Magn-
úsar: Björg, f. 1934, maki Sverrir
Ólafsson; Aðalbjörn Sigurður, f.
1936, d. 1990, maki Erla Óskars-
dóttir; Aðalbjörg, f. 1943, maki
Stefán Óskarsson; Hulda, f. 1944,
maki Gunnar Einarsson; Hildur, f.
1947, maki Páll Steinþórsson;
drengur, f. 1948, d. 1948; Valdís
Gunnhildur, f. 1950, maki Vignir
Sveinsson.
Þann 28. október 1967 kvæntist
f. 15.6.1973, maki Pétur Yngvi
Yamagata, f. 31.3. 1974. Dætur
þeirra eru Erna Mist, f. 1998 og
Katla, f. 2003. 3) Halla, f.
19.6.1975, maki Hlífar S. Rúnars-
son, f .22.8. 1973. Börn þeirra eru
Selma Líf, f. 1997 og Kári Steinn,
f. 1999.
Magnús fluttist á fyrsta ári með
foreldrum sínum og systkinum að
Bakka í Kelduhverfi þar sem hann
ólst upp. Hann tók landspróf frá
Laugaskóla í Suður-Þingeyjar-
sýslu og lauk íþróttakennaraprófi
frá Laugarvatni 1960.
Magnús kenndi víða um land,
m.a. á Patreksfirði og Akranesi en
stærsta hluta starfsævinnar
kenndi hann við Breiðagerðis-
skóla og Hvassaleitisskóla í
Reykjavík.
Auk kennslu vann Magnús flest
sumur í byggingarvinnu og hin
síðari ár hjá Skógræktarfélagi
Kópavogs. Hann tók virkan þátt í
félagsstörfum, meðal annars inn-
an fagfélaga kennara, í Skíðadeild
Breiðabliks og Skógræktarfélagi
Kópavogs.
Árið 1968 fluttu Magnús og Rí-
key í Kópavoginn og hafa lengst af
búið í Vogatungu 28.
Útför Magnúsar verður gerð frá
Digraneskirkju í Kópavogi í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Magnús Guðfinnu Rí-
keyju Einarsdóttur
handavinnukennara,
f. á Ísafirði 16.1.
1945. Foreldrar
hennar voru Ríkey
Örnólfsdóttir frá
Súgandafirði, f. 1.10.
1903, d. 17.1. 1945 og
Jón Einar Jóhanns-
son, frá Dynjanda í
Arnarfirði, f. 26.5.
1906, d. 15.4. 1983.
Fósturforeldrar Rí-
keyjar voru móður-
systir hennar, Krist-
jana Júlía Örnólfsdóttir, f.
2.7.1909, d. 21.3 1969 og maður
hennar, Þorlákur Jón Jónsson, f.
23.12.1907, d. 22.1. 1998.
Ríkey á fjögur alsystkin, þrjá
fósturbræður og eina hálfsystur
samfeðra.
Magnús og Ríkey eiga þrjár
dætur: 1) Kristjana Ríkey, f. 10.8.
1968, maki Sigurgeir Höskulds-
son, f. 26.09. 1968. Börn þeirra eru
Hildur, f. 2000, Ríkey, f. 2002 og
Magnús Máni, f. 2005. 2) Guðbjörg,
Það er svo undarleg tilfinning að
missa ástvin. Allt verður svo tómt
og allt er svo óskaplega endanlegt
og fjarlægt. Það skarð sem höggvið
hefur verið í hjarta mitt nístir svo
sárt að ég á erfitt með að trúa að
lífið geti orðið bærilegt á ný. Ég á
svo ótal margar góðar minningar
um þig, pabbi minn, og það er sárt
til þess að vita að nú hafi ég þær
minningar einar að ylja mér við
þegar mig langar að finna fyrir
þeirri ómældu föðurást sem þú
hafðir að gefa.
Ofarlega í huga mér eru allar
þær kvöldstundir þegar ég var lítil
stelpa og þú hafðir endalausan
tíma til að segja mér söguna af Bú-
kollu eða að syngja fyrir mig með
þínu lagi. Sumrin voru yndisleg
með tilheyrandi garðslætti á fal-
legum sumarmorgnum og ferðalög-
um um landið með fjölskyldunni.
Þá eru mér svo kærar minning-
arnar um eggjaleit þína og rjúpna-
veiði og stoltið í litla hjartanu mínu
þegar ég mátti telja upp úr eggja-
töskunni og rjúpnavestinu. Það var
svo sannarlega gott að vera litla
stelpan þín.
Svo liðu árin og ég varð fullorðin
og minningarnar urðu enn fleiri.
Ég man ennþá stoltið í augunum
þínum þegar þú leist í fyrsta sinn á
frumburðinn minn, sem var þitt
fyrsta barnabarn, og svo gleðina
þegar litli strákurinn minn fæddist,
sá fyrsti í fjölskyldunni. Og svo
man ég svo vel göngutúrinn okkar
stutta þegar þú leiddir mig upp að
altarinu á brúðkaupsdaginn okkar
Hlífars, sem þú frá fyrstu tíð tókst
opnum örmum þó ég væri ung að
árum þegar við kynntumst. Það var
líka gott að vera stóra stelpan þín.
Elsku pabbi minn, það er svo
skrítið að rifja upp hugsanir mínar
frá því ég var lítil stelpa og vonaði í
barnaskap mínum að ég yrði orðin
fullorðin þegar foreldrar mínir
kveddu þennan heim. Nú er ég orð-
in fullorðin og þú hefur kvatt okkur
í hinsta sinn en ég finn að ég er
enn og verð alltaf litla stelpan þín
og græt yfir óendanlegri fjarlægð-
inni á milli okkar. En minning-
arnar um þig lifa um ókomna tíð í
hjarta mínu, minningar um besta
pabba sem hægt er að hugsa sér.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Þín
Halla
Þegar ég rita þessi orð og hugsa
um allar minningarnar sem ég á
um pabba veit ég að engin orð fá
lýst þeirri væntumþykju og virð-
ingu sem ég bar fyrir honum. Það
voru forréttindi að fá að alast upp
undir hans leiðsögn. Sem barn var
alltaf svo notalegt að fara að sofa
því alltaf var hann til í að segja
okkur systrum sögur frá Bakka,
söguna um Búkollu eða syngja fyr-
ir okkur á sinn einstaklega laglausa
máta þær ófáu vísur sem hann
kunni. Þolinmæði hans var alveg
einstök því við vildum sömu sög-
urnar aftur og aftur og aftur.
Þegar unglingsárin mín komu
var hann akkerið mitt því ég fékk
nú, eins og margir unglingar, ýms-
ar flugur í höfuðið við að bralla hitt
og þetta. Á hans yfirvegaða og
sannfærandi hátt náði hann oftast
að telja mér hughvarf með vel rök-
studdum og sanngjörnum rökum.
Pabbi var mikið náttúrubarn og
hann kenndi mér að meta íslenska
náttúru með því að ferðast með
okkur fjölskyldunni um landið á
hverju sumri og þylja upp fyrir
okkur nöfnin á ám, fjöllum og bæj-
um sem við fórum framhjá. Áhug-
inn var mikill og smitaði til okkar
hinna. Að þessum áhuga bý ég enn
þann dag í dag.
Pabbi var góður eiginmaður og
fjölskyldufaðir og bar ætíð hag
okkar fyrir brjósti. Hann var dug-
legur að hringja, bara rétt til að
tékka hvernig við hefðum það og
hvort eitthvað væri að frétta. Hann
sýndi öllu áhuga sem við systur
tókum okkur fyrir hendur og vildi
fylgjast grannt með því sem fram
fór í kringum okkur.
Pabbi var alla tíð rólegur og yf-
irvegaður og hafði afskaplega
þægilega nærveru. Hjá honum var
mikið öryggi að finna og traust
handtak hans bar vott um þá fúsu
hjálparhönd sem ég gat ætíð reitt
mig á og á einhvern óskiljanlegan
hátt vissi hann alltaf hvenær henn-
ar var þörf.
Hann hafði góðlátlegan en
lúmskan húmor og skemmti sér
t.a.m. mikið þegar ég kynnti hann
fyrir Pétri. Eins og góðum föður
sæmir spurði hann m.a. um við
hvað hann starfaði. Pétur fór að
segja honum frá myndasögubrans-
anum sínum af miklum áhuga en
hann svaraði honum spekingslega í
þeim dúr að hann væri nú mun
jarðbundnari og ræktaði meira að
segja sínar eigin kartöflur. Þetta
var í fyrsta en jafnframt síðasta
skiptið sem Pétur varð hræddur
við hann.
Dætur mínar Erna Mist og Katla
áttu frábæran afa sem alltaf tók á
móti þeim glaður í bragði, tilbúinn
til að leika við þær, leyfa þeim að
bralla eitt og annað með sér og
hugga þegar eitthvað bjátaði á.
Já, það er margs að minnast en
efst er mér þó í huga innilegt
þakklæti fyrir samfylgdina og allt
sem hann gaf af sér.
Elsku pabbi, ég mun sakna þín
mikið og hugsa til þín um alla
framtíð, allt þar til við hittumst á
ný þegar þú leggur á borð fyrir
mig skyr og flatkökur og spyrð
mig: „Jæja, hvað er svo títt?“
Guðbjörg
Magnúsi kynntist ég fyrir tæp-
um átta árum er leiðir okkar Krist-
jönu, elstu dóttur hans, lágu sam-
an. Það var ljóst frá upphafi að þar
fór afar traustur og viðkunnanleg-
ur maður. Magnús var mikill fjöl-
skyldumaður og varla leið sá dagur
að hann hringdi ekki til okkar
norður í land til að kanna „hvað
væri títt“.
Magnús var afar handlaginn og
óhætt er að segja að við tengda-
synirnir höfum átt hauk í horni er
kom að viðhaldi eða nýbyggingum,
innan dyra sem utan. Á hverju
sumri komu þau Mangnús og Rí-
key til okkar á Húsavík og dvöldu
um tíma. Ekki er hægt að segja að
Magnús hafi setið auðum höndum í
þessum heimsóknum, því segja má
að um leið og rennt var í hlað hafi
framkvæmdir hafist við húsið okk-
ar. Hvort sem var í sólskini eða
rigningu héngum við í vinnupöllum
eða skriðum um á jörðu niðri
ákveðnir í því að láta verkin ganga.
Við þessar aðstæður áttum við okk-
ar bestu stundir saman. Við rædd-
um um heima og geima um leið og
hann miðlaði til mín ómældri þekk-
ingu sem ég mun alltaf búa að.
Magnús var mikið náttúrubarn
og gekk um náttúruna með mikilli
virðingu. Rjúpnaveiði var honum
hugleikin og skiptumst við ósjaldan
á veiðisögum. Við fórum saman í
nokkrar veiðiferðir og nutum svo
fengsins á jólum, nú síðast á Húsa-
vík.
Magnús var mjög barngóður og
var vinsælt hjá barnabörnunum að
hitta afa Magnús. Börn okkar
Kristjönu eiga eftir að sakna afa í
Vogatungu þó svo að skilningur
þeirra sé ekki fullkominn á þessari
kveðjustund en Hildur og Ríkey
segja að nú sé afi Magnús engill á
himnum. Nafna þínum Magnúsi
Mána náðir þú ekki að kynnast
mikið en þær fáu stundir voru okk-
ur öllum þó dýrmætar. Þegar hann
eldist og kemst til vits og ára mun
hann heyra sögur af Magnúsi afa
og verða stoltur af.
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð þig. Ég mun ævinlega
verða þakklátur fyrir þann tíma
sem við áttum saman. Minning um
góðan mann lifir.
Sigurgeir Höskuldsson
Nú er tengdapabbi dáinn eftir
stutta en hetjulega baráttu við erf-
iðan sjúkdóm. Síðustu fjórir mán-
uðir hafa verið gríðarlega erfiðir og
þegar svo stundin rann upp brutust
út tilfinningar sem ég hef aldrei
fundið fyrir áður. Sorgin var mikil
og ég átti mjög erfitt með að sætta
mig við missinn.
Ég kynntist Magnúsi fyrir tæp-
um 15 árum þegar Halla dró mig
heim og sagði að það væri tími til
kominn að kynna mig fyrir fjöl-
skyldunni. Ég gleymi því ekki hvað
ég var stressaður að hitta foreldra
Höllu þennan dag, en ég hafði ekk-
ert að óttast því það var tekið mjög
vel á móti mér. Tengdapabbi lík-
lega mjög feginn að fá loksins karl-
mann eða öllu heldur strákling inn
í Vogatungufjölskylduna. Öll þessi
15 ár sem ég hef þekkt Magnús
hafa verið átakalaus og man ég
aldrei eftir að hafa átt í deilum við
hann um eitt eða neitt, enda var
tengdapabbi yndislegur maður að
eðlisfari. Ég hugsa að allir sem
þekktu Magnús geti verið sammála
mér um að hjálpsamari mann var
erfitt eða jafnvel vonlaust að finna.
Það var alveg sama hvað maður
var að gera, alltaf var tengdó til í
að aðstoða og var hann búinn að
bjóða fram aðstoð sína áður en
maður þurfti að biðja um hana. Ég
á eftir að sakna mikið samtala okk-
ar Magnúsar en við gátum rætt
mikið og lengi um ýmis mál, íþrótt-
ir, pólitík, ferðalög og margt fleira.
Það er nokkuð ljóst að allir sem
þekktu Magnús munu syrgja hann
sárt, allavega geri ég það því ég
veit að betri tengdapabba hefði ég
ekki getað átt.
Elsku tengdó, ég veit að núna
líður þér vel og skal ég gera allt
sem ég get til að hjálpa þér við að
styrkja og varðveita fjölskyldu þína
sem eftir lifir.
Elsku Halla mín, Ríkey, Krist-
jana og Guðbjörg, ég vona að Guð
styrki ykkur í sorginni en við get-
um huggað okkur við það að vel
verður tekið á móti Magnúsi.
Mig langar að enda á að vitna í
orð Selmu dóttur minnar.
„Mamma og pabbi, vitið þið hvað
ég lærði í Ölveri? Alltaf þegar ein-
hver deyr þá er haldin veisla hjá
Guði, svo núna er veisla fyrir afa.“
Hvíl þú í friði.
Hlífar
Eftir sólskinið og hlýindin kemur
regnið og hráslaginn. Það var ein-
mitt á úrsvölu kvöldi á hallandi
sumri, að mágur minn Magnús
Gunnlaugsson frá Bakka í Keldu-
hverfi yfirgaf þennan heim langt
um aldur fram eftir erfiða sjúk-
dómslegu.
Það hefur bæði verið sagt, að
vegir almættisins séu órannsakan-
legir og að þeir, sem guðirnir
elska, deyi ungir. Hvernig sem
þessu er háttað, er það víst, að
nærvist heiðursmannsins og ljúf-
lingsins Magnúsar mágs míns hlýt-
ur að hafa verið bæði guðum og
mönnum fagnaðarefni á öllum tím-
um.
Það var jafnan sólskin í kringum
mág minn. Alltaf var andrúmsloftið
afslappað og þægilegt. Það var eig-
inlega óhugsandi að hleypa honum
upp eða koma honum úr jafnvægi.
Hann stýrði óvenjulegu jafnvægi
hugans af þeirri list, sem fáum er
lagið. Ótíðindum af heilsufari hans
brást hann við með þeim orðum, að
hér væri verkefni, sem takast
þyrfti á við. Þannig var háttur
Magnúsar að takast á við verkefni
lífsins bæði stór og smá og hafa í
huga mér skipað honum í flokk
með hetjum hversdagslífsins.
Ég vil þó fyrst og fremst minn-
ast heiðríkjunnar, sem jafnan um-
lukti þennan ágæta mág minn.
Hann var farsæll í starfi, virtur
íþróttakennari og æskulýðsfrömuð-
ur. Vinamargur og vinafastur.
Greiðvikinn og bóngóður. Um-
hyggjusamur og umburðarlyndur.
Jafnlyndur og yfirvegaður. Ærleg-
ur og hreinskiptinn. Glaðvær og
galsafenginn á góðum stundum.
Hvers manns hugljúfi og sannur
vinur í raun. Ef honum mislíkaði
var það látið í ljós með eftirminni-
legri hófsemd, sem snarvirkaði.
Ekki laust við smávegis öfund, er
huga er leitt að hinum fjölmörgu
mannkostum þessarar hetju hvers-
dagslífsins.
Í heiðríkjunni ber þó hæst um-
hyggjusemi fyrir hans nánustu.
Þar var eitt samfellt sólskin, sem
gott er að leiða hugann að er nú
hefur kvöldað í vegferð Magnúsar
Gunnlaugssonar, sem hafði hjarta
úr gulli og bar ekki öll mál á torg.
Mér er heiður af að hafa haft
þennan öðling að samferðamanni.
Sólin mun skína aftur eftir regnið
og minningin um Magnús mun lifa.
Sverrir Ólafsson.
Magnús mágur minn er látinn
eftir erfitt veikindatímabil. Þrátt
fyrir nokkurn aðdraganda var frá-
fall hans óvænt og skammur tími
gafst til að aðlagast þeirri hugsun
að hann væri á förum úr þessum
heimi. Magnús hafði nýlega lokið
farsælu ævistarfi sem kennari og
farinn að njóta þess að eiga meiri
tíma fyrir sig og fjölskyldu sína.
Magnús tók veikindum sínum með
þeirri stillingu og æðruleysi sem
var einkennandi fyrir persónu hans
og lífsmáta. Hann var rólyndur
maður og traustur svo af bar.
Glettni og hlýja var um leið ríkur
þáttur í skapgerð hans. Þessir eig-
inleikar sköpuðu honum vinsældir
og virðingu samferðamanna sinna á
lífsleiðinni.
Margs er að minnast eftir langa
samleið. Þótt árin séu orðin mörg
er samt svo undarlega stutt síðan
við „Akureyrarfjölskyldan“ og þið
„Kópavogsfjölskyldan“ áttum sam-
verustundir með litla krakka sem
nú eru löngu fullorðnir, gistum
saman á tjaldstæði í Vaglaskógi
eða vorum í sumarbústaðnum þar
sem þið réttuð okkur hjálparhönd
við smíðar eða annað umstang. En
svo líður tíminn og skyndilega eru
kaflaskil. Tíminn framundan sem
okkur finnst oftast að sé nægur er
allt í einu útrunninn. Leiðarlok!
Það er erfitt að sætta sig við orð-
inn hlut en það hjálpar að eiga góð-
ar og dýrmætar minningar um
mann sem gekk gæfunnar veg í
gegnum lífið.
Vertu sæll Magnús og þakka þér
fyrir samfylgdina. Þú varst góður
mágur.
Elsku Ríkey og fjölskylda, Guð
styrki ykkur og styðji í sorg og
söknuði.
Vignir Sveinsson
„Svo stórt og sárt er höggvið hússins skarð.
Þótt húsið sé hér enn með sama blæinn,
er allt svo breytt að ganga hér í garð.“
(G.I.K.)
Þó að öllum sem til þekktu hafi
verið ljóst að hverju dró kemur
andlátsfregn ætíð eins og högg.
Ekki hvarflaði að mér, er við fórum
saman tvívegis upp að Fossá í
Hvalfirði til undirbúnings og sölu
jólatrjáa í desember síðastliðnum,
að Magnús mágur minn yrði allur
aðeins rúmu hálfu ári seinna. Þá
var hann glaður og reifur, hress og
kátur, enda að vinna að einu af sín-
um mörgu áhugamálum.
Og endurminningarnar hrannast
upp. Spilakvöldin okkar, göngu-
ferðir úti í náttúrunni, að ógleymd-
um ferðum spilahópsins og eigin-
kvennanna í eitthvert sumarhúsið
að lokinni spilavertíð. Magnús var
afskaplega viðfelldinn, þægilegur
og hlýr í allri umgengni. Hann var
hjálpsamur og greiðvikinn með af-
brigðum. Aldrei heyrði ég hann
hallmæla neinum eða leggja
styggðaryrði til nokkurs manns.
Allar minningar um hann bera með
sér hlýju og þakklæti fyrir að hafa
borið gæfu til að kynnast honum.
Við, tengdafólk hans, vinir og
spilafélagar stóðum þögul og hníp-
in gagnvart þeim sannleiksorðum,
sem fram koma í vísukorni Stein-
gríms Baldvinssonar í Nesi, þegar
Magnús háði sitt dauðastríð.
Fiskur er ég á færi í lífsins hyl.
Fyrr en varir kraftar mínir dvína.
Djarfleg vörn mín dugar ekki til.
Dauðinn missir aldrei fiska sína.
Já, víst er skarðið stórt og sárt
sem höggvið er að húsinu og
samhentri og góðri fjölskyldu, en
minningin um góðan dreng er
ávallt dýrmætt veganesti á erfiðri
vegferð.
Hann Magnús var góður þegn.
Óskar Einarsson.
Magnús mágur minn er látinn. Á
ótrúlega stuttum tíma lagði erfiður
sjúkdómur þennan hrausta mann
að velli.
Mér er minnisstætt þegar þau
kynntust Ríkey systir mín og
Magnús. Mér þótti strax mikið til
hans koma og var satt að segja al-
veg rólegur yfir þeim ráðahag.
MAGNÚS
GUNNLAUGSSON