Morgunblaðið - 11.08.2006, Síða 27

Morgunblaðið - 11.08.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 27 MINNINGAR ✝ Halla Arnljóts-dóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1947. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 7. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Arn- ljótur Jónsson lög- fræðingur, aðal- gjaldkeri Sjúkra- samlags Reykja- víkur, f. 21. desember 1903, d. 13. febrúar 1970, og Guðbjört Ólafsdótt- ir (Lillý) húsfreyja, f. 23. febrúar 1909, d. 14. maí 2003. Systkini Höllu eru Börkur Þórir, f. 3. jan- úar 1943, Kolfreyja, f. 27. apríl 1944, og Grímkell, f. 3. apríl 1949. Halla hóf sambúð 1976 með Gylfa Haraldssyni lækni, f. 7. apríl 1946. Þau slitu síðar samvistum. Börn þeirra eru: 1) Þröstur Freyr stjórnmálafræðingur, f. 22. maí 1979, maki Una Björk Ómarsdótt- ir lögfræðingur. Sonur þeirra er Þorri, f. 20. septem- ber 2005. 2) Guð- björt nemi, f. 19. desember 1982, maki Árni Ólafur Jónsson nemi. Halla ólst upp í Reykjavík. Hún lauk námi í hjúkrunar- fræði við Hjúkrun- arskóla Íslands 1969 og framhaldsnámi í svæfingahjúkrun við Borgarspítalann og Nýja hjúkrunarskólann 1977. Halla starfaði sem hjúkrunar- fræðingur á Borgarspítalanum frá 1969 til 1977, í Borås í Svíþjóð frá 1977 til 1982 og í Blóðbank- anum og á Landspítalanum frá 1985 til 1994 er hún lét af störfum vegna heilsubrests. Útför Höllu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Við hjónin kynntumst Höllu eftir að Árni Ólafur sonur okkar og Guðbjört byrjuðu að vera saman. Halla var sér- staklega alúðleg kona og viðræðugóð. Við hittum hana síðast við brúðkaup Árna Ólafs og Guðbjartar í júní sl. Hún var ánægð með ráðahaginn og geislaði af gleði. Við mæðurnar töl- uðum um að fara saman í heimsókn til Flórída til ungu brúðhjónanna en þau halda þangað til náms eftir nokkra daga. Halla eignaðist tvö börn, Þröst Frey og Guðbjörtu, með Gylfa Har- aldssyni lækni. Unnusta Þrastar er Una Björk Ómarsdóttir og eiga þau soninn Þorra sem er 11 mánaða. Halla mátti sannarlega vera stolt af sínum börnum. Þau eru sérstaklega elskuleg og hæfileikarík og mjög sam- rýnd. Þau eru bæði við nám og er Þröstur að hefja framhaldsnám í stjórnmálafræði og Guðbjört er á leið í doktorsnám í stærðfræði í Banda- ríkjunum. Þau eru söngfuglar miklir og syngja með Mótettukórnum og Þröstur er einnig félagi í Laugaráskv- artettinum. Söngur og tónlist var í miklu uppáhaldi hjá Höllu og hún naut þess að mæta á tónleika hjá þessum kórum. Lífshlaup Höllu var þó ekki eins og hún hefði kosið sjálf, þar sem hún átti við veikindi að stríða. Þrátt fyrir þessi örlög mættum við henni alltaf í góðu skapi og hlýju staf- aði frá henni. Okkur leið vel í hennar návist og við söknum hennar. Við vottum börnum hennar, tengdabörn- um og systkinum samúð okkar. Hvíli hún í friði. Erna og Jón Rúnar. HALLA ARNLJÓTSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, MAGNÚS GUNNLAUGSSON íþróttakennari, Vogatungu 28, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi fimmtudagsins 3. ágúst, verður jarð- sunginn frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 11. ágúst kl. 13.00. G. Ríkey Einarsdóttir, Kristjana Ríkey Magnúsdóttir, Sigurgeir Höskuldsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Pétur Yngvi Yamagata, Halla Magnúsdóttir, Hlífar S. Rúnarsson, Selma Líf, Erna Mist, Kári Steinn, Hildur, Ríkey, Katla og Magnús Máni. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORVARÐUR A. GUÐMUNDSSON skipasmíðameistari, Dalbraut 16, andaðist mánudaginn 7. ágúst. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju mánudag- inn 14. ágúst kl. 15.00. Súsanna Þorvarðardóttir, Atli S. Grétarsson, Björgvin Þorvarðarson, Guðmundur A. Þorvarðarson, Vilhjálmur J. Guðjónsson, Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Sigurður Gíslason, Bylgja Þorvarðardóttir, Sveinn Þorsteinsson og afabörnin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI KRISTINSSON fyrrverandi kaupmaður á Húsavík, lést í Hveragerði þriðjudaginn 8. ágúst. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju mánu- daginn 14. ágúst kl. 13.00. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingunn Jónasdóttir, Örn Ólason, Einar Ólason, Jódís Hlöðversdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, dóttir, systir, sambýliskona og amma, SÆMUNDA FJELDSTED INGIBJARGARDÓTTIR, lést á heimili sínu mánudaginn 7. ágúst. Útförin auglýst síðar. Ingibjörg Alma Fjeldsted, Ólöf Rut Fjeldsted, Sæmunda Fjeldsted, Ingibjörg Albertsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Ólafur Fjeldsted, Númi Leó Númason, Hinrik Fjeldsted, Páll Sigfinnsson og barnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EIRÍKUR MAGNÚSSON, sem lést 5. ágúst síðastliðinn á hjúkrunarheimili- nu Sunnuhlíð verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 14. ágúst kl. 11.00. Regína M. Bragadóttir, Eva Katrín Eiríksdóttir, Michael W. Ditto, Bragi Magnús Eiríksson, Lilja Eiríksdóttir, Bragi Líndal Ólafsson, Steingrímur Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minning- argreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Magnús var góð ímynd hins hrausta manns enda íþróttakennari að mennt og starfi. Við nánari kynni kom í ljós að Magnús var hinn yfirvegaði og trausti maður sem lét sér ávallt annt um þá sem nálægt honum stóðu og samferða- menn minnast hans fyrir jákvæðni og alúð í allra garð. Þessara mannkosta fékk fjöl- skyldan að njóta og sérstaka at- hygli vakti hve vel hann hugsaði um velferð fjölskyldunnar, fyrst sinnar eigin og síðan þegar dæt- urnar eignuðust sínar fjölskyldur var hann boðinn og búinn til að leggja lið í öllu því sem þeim hugn- aðist að gera. Magnús var handlaginn með besta móti og það nýttist stórfjöl- skyldunni vel þegar kom að íbúðar- kaupum og endurbótum. Ráðagóð- ur og varfærinn voru kostir sem hann bjó yfir, enda oft til hans leitað með vand- meðfarin málefni. Öfgalaus en fast- ur fyrir ef réttlætiskenndinni var misboðið. Magnús var glaður í góðum hóp og hafði góða nærveru. Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að fara með Magnúsi í laxveiði, og þar sem annars staðar kom í ljós að nátt- úrunni unni hann vel og prúð- mennsku sýndi hann í hvívetna bæði í leik og starfi. Skógrækt var sérstakt áhugamál Magnúsar um tíðina, og margar stundir tengdi hann því verkefni. Að leiðarlokum er ljóst að sam- verustundir seinni ára með Eyju og Magnúsi voru alltof fáar og annir míns daglega lífs gerðu samskiptin minni en ég hefði viljað. Aðdáunarvert var að fylgjast með samheldni systkina Magnúsar og foreldra og fjölskyldna þeirra, og ræktarsemi Magnúsar bar hátt í að viðhalda henni. Magnúsi vil ég færa þakkir fyrir alúð við okkar fjölskyldu og ekki síst við Þorlák föður minn meðan hann lifði. Um leið og ég flyt Eyju systur minni, börnum þeirra, tengda- og barnabörnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur frá okkur Kolbrúnu og fjölskyldu okkar, færi ég kveðjur frá Margot, ekkju Jóns bróður míns, og bið þeim öllum guðsblessunar á kom- andi tímum. Minningin um góðan mann gerir þessa erfiðu tíma léttari. „Vinir og ættmenn sem harmþrungin sitjið í sárum, sólarljós æðraheims brotnar í jarð- neskum tárum. Guðs góði son, gaf öllum samfundarvon, kvíðið ei komandi árum.“ Gunnar Þorláksson. Magnús gengur hjá, lítur til mín og brosir. Þannig sé ég hann fyrir mér, glettinn á svip og spaugsam- an. Hann er að koma til að rétta hjálparhönd, vera til staðar þegar þörf er á, taka þátt og vera með. Hugur minn reikar rúm 8 ár aftur í tímann þegar sonur minn Pétur og Guðbjörg dóttir Magnúsar og Rí- keyjar fóru að rugla saman reyt- um. Oft hef ég látið í ljós hversu gæfusamur sonur minn er að hafa eignast tengdaföður sem Magnús var. Magnús var góður heim að sækja, fagnaði mér og mínum og ávallt leið manni vel í návist hans. Ekki er unnt að tala um Magnús nema minnast á Ríkeyju, svo náin og samheldin voru þau hjónin. Magnús var lánsamur maður. Hann átti samheldna og góða fjöl- skyldu. Dæturnar voru honum mik- ils virði og hann var stoltur af þeim og fjölskyldum þeirra. Magnús tók virkan þátt í lífi barna sinna hvort sem var við byggingu húsa, smíði sólpalls í Kópavogi eða þegar við Indriði litum inn til Kristjönu og fjölskyldu á Húsavík, já, þar var Magnús að smíða þakskegg. Ekki var minni umhyggjan gagnvart barnabörnunum, þar var Magnús afar duglegur að gæta þeirra og snúast með. Margar góðar minn- ingar munu þau eiga um afa sinn. Afi sem kenndi þeim að ganga á fjöll, njóta íslenskrar náttúru í hinu árlega „Bakkarölti“, afi sem fór með þeim í skógarlund fyrir jólin til að velja jólatréð, svo eitthvað lít- ið sé nefnt. Einnig gerðist hann dagmamma í orðsins fyllstu merk- ingu þegar hann passaði í marga mánuði hana Kötlu, barnabarn mitt, áður en hún byrjaði í leik- skóla. Svona var Magnús, alltaf til staðar. Er þá nokkuð skrítið að lít- ill drengur spyrji á dánarbeði afa síns, hver muni nú hjálpa til við að taka upp kartöflurnar? Stuttu en erfiðu stríði við krabbamein er lokið. Fjölskyldu- faðir og vinur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Elsku Ríkey, Kristjana, Guðbjörg, Halla, Sigur- geir, Pétur, Hlífar, Selma Líf, Erna Mist, Kári Steinn, Hildur, Ríkey, Katla og Magnús Máni. Við Indriði erum með ykkur á þessum erfiðu stundum, megi Guð styrkja ykkur og hugga. Anna María. Laugardaginn fyrir verslunar- mannahelgina, þegar mikil ró hvíldi yfir Reykjavík, hringdi síminn og mér bárust þau tíðindi að minn gamli starfsfélagi Magnús Gunn- laugsson hefði kvatt þennan heim. Minningarnar streymdu að, ég minntist þess er ég sá hann fyrst, ungan og brattan Þingeyinginn, hnarreistan og aðeins fattan með fallegt krullað hár og björt augu yfir fallegu brosi; þetta var nýi leikfimikennarinn í Breiðagerðis- skóla sem þá var einn af nýrri skól- unum í Reykjavík, fullur af börnum og kennurum á besta aldri. Mér leist strax vel á þennan unga mann og er fram liðu stundir tókust með okkur góð kynni. Á einni samkomu sá ég Magnús með ungri stúlku sem ég hélt að væri systir hans þar sem mér fannst þau svo áþekk, en fljótlega komst ég að raun um að þetta var konuefnið hans, Guðfinna Ríkey, sem síðar varð einnig kennari við skólann og hefur kennt þar fram á þennan dag við góðan orðstír. Tíminn leið og börnum fækkaði við þennan áður fjölmennasta skóla Reykjavíkur og einnig karlkennur- um. Þau hjón héldu þó alltaf tryggð við Breiðagerðisskóla og Magnús tók einnig að sér sundkennslu. Árin liðu og við fækkun nemenda við skólann myndaðist rúm fyrir nemendur Hvassaleitisskóla í íþróttasalnum og lauginni. Síðustu starfsár sín starfaði Magnús aðeins við Hvassaleitis- skóla sem þá hafði fengið sinn eigin íþróttasal. Þetta gerðist þó ekki fyrr en ég var hætt við Breiðagerðisskóla svo að ég þurfti ekki að sakna góðs samstarfsmanns er ætíð reyndist mér góður ráðgjafi við stjórnun skólans. Við leiðarlok vil ég þakka honum þátttöku hans sem eins af mátt- arstólpum kennaraliðs skólans við hin ýmsu verkefni er við tókum okkur fyrir hendur til hagsbóta fyr- ir skjólstæðinga okkar, nemend- urna. Ríkey, Kristjönu, Guðbjörgu, Höllu, tengdasonum og barnabörn- um færi ég samúðarkveðjur vegna fráfalls góðs drengs. Hrefna Sigvaldadóttir.  Fleiri minningargreinar um Magnús Gunnlaugsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Valdís Gunnlaugsdóttir; Karl Ísfeld, Kveðja frá Hvassaleitisskóla; Eirík- ur Páll Eiríksson; Guðbjörg Þór- isdóttir; Sigríður Jóhannsdóttir, Kveðja frá Skógræktarfélagi Kópa- vogs; Huld; Erla; Krístín, Guðbjörg og Magnea.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.