Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 30

Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Axel Sigur-björnsson fædd- ist 21. júlí 1926 í Reykjavík. Hann andaðist 2. ágúst síðastliðinn á Sjúkrahóteli Land- spítalans. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 21.3 1890 á Borgarlæk í Skagafirði, d. 2.4. 1968, og Sigur- björn Jósepsson verslunarmaður, f. 12.10. 1896 á Syðri Völlum V. Húnavatnssýslu, d. 17.10. 1977. Systkini Axels voru 1) Kristín Sigurbjörg, f. 8.8. 1923, d. 30.5. 1995, maki Þorsteinn Halldór Þorsteinsson, f. 25.12. 1917, d. 5.8.1990. Þeirra börn eru Sig- rún, Viggó, Hjördís, Sigurbjörn og Þorsteinn. 2) Jón Björgvin, f. 29.3.1925, d. 28.10.1962. 3) Fjóla, f. 6.2.1930, maki Gunnar Sveinsson, f. 10.3.1923. Þeirra börn Magnús, Ragnheiður, Sveinn, Sigurbjörn og Gísli. 4) Mar- geir, f. 12.5. 1931, d. 28.2. 1979. Axel ólst upp í Reykjavík og gekk í Austurbæjar- skóla. Á unglings- árunum vann hann ýmis störf , m.a var hann sendill hjá Verslun Haraldar Árnasonar. Árið 1950 útskrifað- ist hann úr Samvinnuskólanum. Hann vann hjá Ludvig Storr í 18 ár frá 1951 til 1969 og síðan sem skrifstofumaður í Gluggasmiðj- unni í 24 ár frá 1969 til 1993 eða til starfsloka. Axel var ókvæntur og barnlaus. Hann verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kæri bróðir. Nú er jarðvist þín á enda. Þú náðir því aðeins að verða áttræður og svo var öllu lokið. Þú gekkst hljóðlega gegnum lífið, en þú leist í kringum þig og tókst vel eftir hlutunum og hafðir gott minni. Þú varst líka mikill lestr- arhestur og fróður um margt. Axel var barnfæddur Reykvíking- ur og bjó þar alla ævi. Hann þekkti gömlu Reykjavík mjög vel enda vann hann lengi við Laugaveginn og bjó þar um tíma. Axel ólst upp á Urð- arstígnum og átti þar góða æsku. Hann átti góða fjölskyldu. Það voru margir krakkar á Urðarstígnum og nærliggjandi götum á þessum tíma. Þau hópuðu sig saman og léku sér á götunni því bílaumferð var lítil á þessum litlu götum. Á veturna var stutt að fara niður á tjörn og renna sér þar á sleðum og skautum. Axel gekk í Austurbæjarskólann og síðan lærði hann í Námsflokkum Reykjavíkur og seinna fór hann í Samvinnuskólann. Axel lærði líka esperanto og fór á heimsmót esper- antista sem haldið var í Sviss 1947. Þetta var mikið ferðalag og keyrt í gegnum mörg lönd. Axel minntist oft á þessa ferð en í henni var einnig Þór- bergur Þórðarson. Axel var hrifinn af bókunum hans og hann var að lesa Ís- lenskan aðal síðustu dagana sem hann lifði. Axel tók mikið af myndum á fyrri árum. Flestar myndir sem ég á frá því ég var krakki og fram á fullorðins aldur voru teknar af Axel. Hann hafði alltaf mikið samband við mig og mína fjölskyldu. Þegar ég lít til baka sé ég að Axel var alltaf við- staddur þegar eitthvað var að gerast í fjölskyldunni. Hann tók þátt í gleði okkar og sorg á sinn hógværa hátt. Axel var oft glaður á góðri stund. Honum fannst gaman að fá sér í glas og var ræðinn og skemmtilegur. Þeg- ar hann kom til okkar Gunnars var alltaf spilaður Manni og þegar honum fannst sjónvarpið lélegt sagði hann: „Það væri nær að taka einn Manna.“ Axel eignaðist ekki fjölskyldu og þegar foreldrar okkar og bræður voru látin þá held ég að hann hafi oft verið einmana. Fyrir nokkrum árum lenti hann í vondu bílslysi og náði sér aldrei eftir það. Hann grenntist og varð stirður í hreyfingum. Axel var veikur síðasta árið. Hann var hjá okk- ur Gunnari um tíma, en aldrei kvart- aði hann þó að hann væri þjáður. Síð- ustu mánuðina var hann aðallega á Sjúkrahóteli Landspítalans. Ég vil þakka því góða fólki sem þar starfar og annaðist hann mjög vel. Einnig þakka ég konunum í Karitas fyrir að aðstoða hann á allan hátt og sýna honum hlýju. Ég þakka bróður mínum sam- fylgdina gegnum árin. Blessuð sé minning hans. Fjóla Sigurbjörnsdóttir. Okkur langar að minnast móður- bróður og vinar með nokkrum orðum en Axel lést þann 2. ágúst síðastliðinn á Rauðakrosshótelinu. Það var fagurt síðasta ævikvöldið hans Axels, eitt það fallegasta sem komið hefur í sum- ar enda ekki ólíkt honum að kveðja á slíkri stundu. Nú þegar hugurinn reikar aftur til æskuáranna á Urðarstígnum þá er margs að minnast. Gaman var að alast upp í þessu umhverfi í návist afa og ömmu, langömmu og móður- bræðra. Þetta var stórt heimili og má kannski líkja því við sveitaheimili, þar sem fjórir ættliðir bjuggu í sama húsi. Mjög gestkvæmt var á heimili for- eldra Axels á þessum árum og kom þangað frændfólk og aðrir vinir úr sveitinni auk þeirra sem nær bjuggu. Axel var einstaklega greiðvikinn og hjálpsamur maður. Hann lagði aldrei illt til nokkurs manns og var alltaf tilbúinn að greiða götur ann- arra og við minnumst þess nú er Axel var kominn á eftirlaunaaldur, þá gerði hann skattaskýrslur fyrir fjölda fólks og þáði aldrei greiðslu fyrir. Á árunum 1946–1947 lagði Axel stund á esperantó-málanám sem naut vin- sælda þá. Eftir að esperantónámi lauk fór Axel með esperantófélögum í heilmikið ferðalag til Frakklands, Sviss, Þýskalands og Danmerkur og var ferðast með rútu milli staða, eft- irminnanleg ferð, þar sem hörmung- ar stríðsins blöstu víða við, og vitnaði Axel oft í þessa ferð. Axel ferðaðist heilmikið innanlands sem utan á ár- um áður, fór til dæmis til Júgóslavíu á sjötta áratugnum, sem ekki var al- gengt á þeim árum. Axel lauk prófi frá Samvinnuskól- anum 1950 og hafði góða menntun og starfsreynslu miðað við fólk af hans kynslóð. Axel hafði mikið yndi af tón- list, helst klassískri, og eins að fara í leikhús þó minna væri gert af því seinni árin. Þó Axel væri alla tíð einhleypur þá stóð hann ekki einn, en hann skipaði alla tíð háan sess hjá systrum sínum og þeirra fjölskyldum. Á jólum og öll- um viðburðum hjá fjölskyldunum þótti hann sjálfsagður gestur hjá öll- um enda maður ræðinn og skemmti- legur. Hann hafði góða frásagnar- hæfileika og fór mjög nákvæmt út í hlutina þegar talað var um hvaða ár, dag eða klukkan hvað atburðurinn gerðist, fannst sumum nóg um, en enginn efaðist um sannleiksgildið. Axel hafði líka góða kímnigáfu og gerði grín að sjálfum sér og öðrum. Nú er of seint að spyrja um liðna tíð og eins ferðina sem við frændur ætl- uðum að fara í til Skagafjarðar og Húnavatnssýslu, á slóðir foreldra Ax- els. Eftir að Axel hætti að vinna fannst okkur hann þjóna Bakkusi einum of mikið og af þeim sökum var sam- bandið stundum minna. Það kom best í ljós hvað hann átti góða að þegar eitthvað bjátaði á og eins þegar heilsu hans fór að hraka. Hann tók veikind- um sínum af æðruleysi og kvartaði aldrei þó hann vissi í hvað stefndi. Ekki lét hann deigan síga því hann ákvað að kaupa sér ný spariföt fyrir 80 ára afmælið sitt sem hann var ákveðinn í að halda upp á enda náði hann þeim áfanga skömmu fyrir and- lát sitt og átti ánægjulegan dag með fjölskyldunni. Við viljum að lokum færa sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu Kar- ítasar og til starfsfólks Rauðakross- heimilisins á Rauðarárstíg fyrir góða umönnun. Megi Guð blessa minningu þína. Viggó K. Þorsteinsson og Margrét Bjarnardóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast móðurbróður míns Axels Sigurbjörnssonar. Ég man fyrst eftir Axel frænda hjá ömmu og afa á Garðavegi í Keflavík þegar ég var 4–5 ára, í kringum 1965. Hann var þá kominn frá Reykjavík í heimsókn til foreldra sinna. Í minningunni eru þetta sunnudagar með sólskini, við systkinin að leik úti í garði og kaffi hjá ömmu á eftir. Axel ávallt snyrti- lega klæddur, í jakkafötum með bindi, oft með myndavél á lofti. Axel var fæddur í Reykjavík, gekk í Samvinnuskólann og starfaði sem skrifstofumaður stærstan hluta starfsferils síns, síðustu áratugina hjá Gluggasmiðjunni. Hann var örugglega góður starfsmaður, af- skaplega samviskusamur, minnugur og talnaglöggur en gerði ekki miklar kröfur. Axel var hlédrægur og hafði sig ekki mikið í frammi. Kannski er það ástæða þess að hann giftist aldrei og bjó alltaf einn. Hann keypti sér litla íbúð í Ljósheimum 2 og bjó þar í rúm- lega fjörutíu ár. Hann var þó glaður í góðra vina hópi og hafði gaman af því að lyfta glasi þegar svo bar undir og púa einn vindil eða svo. Þeir bræður Axel og Margeir, sem líka var ein- hleypur, voru mikið saman. Margeir lést langt fyrir aldur fram og saknaði Axel bróður síns. Axel var fróður og víðlesinn. Hann þekkti vel til gömlu Reykjavíkur, kunni skil á atburðum og ættartengslum og hafði gaman af því að segja frá. Hann ferðaðist tölu- vert á yngri árum bæði innanlands og utan þegar ferðalög voru ekki eins al- geng og í dag. Hann lærði esperantó á yngri árum og minntist oft á ferða- lag til Evrópu sem hann fór í rúmlega tvítugur í tengslum við það nám. Þegar ömmu og afa naut ekki leng- ur við kom Axel reglulega í heimsókn til foreldra minna í Keflavík. Í áratugi kom hann annan í jólum og þá var alltaf spilað bridge. Seinna þegar Ax- el var hættur að vinna kom hann að jafnaði einu sinni í mánuði og dvaldi hjá þeim, systur sinni og mági, í nokkra daga. Fjölskyldan var Axel mikilvæg, hann átti ekki sjálfur börn en sýndi okkur systrabörnunum og okkar fjölskyldum ræktarsemi, kom í heimsókn og gaf jólagjafir og ferm- ingargjafir. Síðasta árið var Axel erfitt, hann var greinilega sjúkur þó svo að ekki hafi verið staðfest að hann væri með krabbamein fyrr en fyrir örfáum mánuðum. Allir vissu hvert stefndi en Axel tók því af stóískri ró, það var ekki hans vani að kvarta. Þann 21. júlí sl. varð Axel áttræður. Þá komum við fjölskylda hans saman. Þá var af Axel dregið en hann var mættur í nýju jakkafötunum. Þetta var ánægjuleg stund, Axel var glaður að vera innan um sitt fólk og skála fyrir afmælis- deginum. Við hin vorum ánægð með að fá að hitta hann öll saman í síðasta sinn. Blessuð sé minning Axels Sigur- björnssonar. Sigurbjörn Gunnarsson . Þegar kemur að leiðarlokum eru fá orð nógu lýsandi sem koma upp í hug- ann sem gera þeim liðna rétt skil. Ax- el bjó í Ljósheimum og kannski var það táknrænt því hann var sjálfur eins og kyndill sem lýsti upp líf ann- arra. Axel var mjög sérstakur maður og hafði tiltekna eðliskosti sem voru sterkir og stöðugir. Hann var mikil málagarpur og kunni skil á mismun- andi tungumálum þannig að undrum mátti sæta. En hann fór leynt með þá kunnáttu sína eins og flest annað í lífi sínu, því hann var maður þagnarinn- ar þegar það átti við en hrókur alls fagnaðar þegar þannig stóð á. Hann átti ótrúlega marga vini sem honum þótti mjög gaman að eiga samskipti við og tala um heima og geima, en kunnáttu sína átti hann meira fyrir sig. Hann hafði gengið menntaveginn og tók Samvinnuskólann með trompi en seinna á lífsleiðinni átti hann sann- arlega eftir að bæta við þekkingu sína með því að efla með sér eins og áður sagði, kunnáttu á hinum ýmsu tungu- málum. Axel auðnaðist ekki að kvænast enda kannski svo upptekinn að slíkt hefði verið honum fjötur um fót, en það breytti því ekki að hann var allra manna hugljúfastur og hefði getað gert hvaða eiginkonu sem var ekki bara hreykna af sér heldur mjög hamingjusama. Axel var mjög grand- var, heiðarlegur, staðfastur og ekki bara trúaður heldur ákaflega velvilj- aður og fátt sem hann hefði ekki gert fyrir vini sína ef þannig vildi til. Hann var rólegur og hægur, og svo prúður að undrum sætti. Þannig að nærveru hans var oftar en ekki óskað jafnvel þó að hann segði ekki orð. Ég harma mjög nú gengna leið hans en á frekar von á því að við tök- umst í hendur þó að ekki sé það leng- ur hérna, þegar kemur að því að ég sjálf hverf inn í handanheim sem er ofar öllu og inni í öllu, og nær Guði heldur en orð fá lýst. Að lokum sendi ég þér kveðju frá mér og allri fjöl- skyldu minni sem tregar þig mjög en veit þó að að lokum munum við öll hittast við vistaskiptin. Stirðnuð er fífilsins brosmilda brá og brostinn er lífsins strengur. Helkaldan grætur hjartað ná því horfinn er góður drengur. Kyrrum klökkum tregarómi kveð nú vininn hljóða. Af sálarþunga úr sorgartómi signi drenginn góða. Farinn ert á friðarströnd frjáls af lífsins þrautum. Styrkir Drottins helga hönd hal á ljóssins brautum. (Jóna Rúna Kvaran.) Farðu frjáls veginn langa, gangi þér allt í haginn á Guðs vegum, þess óskar þín vinkona, Kristín T. Ágústsdóttir. AXEL SIGURBJÖRNSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningar- greinar Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÓNS PÁLSSONAR húsasmíðameistara, Fannafold 3, Reykjavík. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Kristján Jónsson, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Hörður Jónsson, Klara Jóhannsdóttir, Már Jónsson, Málfríður Jónsdóttir, Sveinlaugur Kristjánsson, Þórunn Jónsdóttir, Hermann Alfreðsson, afabörn og langafabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, teng- damóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR ÓLAFSDÓTTUR, Suðurtúni 3, Keflavík. Ólafur Marteinsson, Margrét Jóna Guðjónsdóttir, Anna Kristín Marteinsdóttir, Goði Sveinsson, Þorsteinn Marteinsson, Maríanna Einarsdóttir, Bryndís Marteinsdóttir, Indriði Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR CLAESSEN. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lungnadeild A-6 Landspítalans í Fossvogi. Gunnlaugur Claessen, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Helga Kristín Claessen, Ragnar Hinriksson, Júlíus S. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.