Morgunblaðið - 11.08.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.08.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 33 Atvinnuauglýsingar Vallaskóli á Selfossi auglýsir eftir starfsfólki Vallaskóli á Selfossi óskar eftir að ráða í 70% stöðu vegna námsráðgjafar. Æskilegt er að viðkomandi hafi haldbæra og góða reynslu af kennslu á grunnskólastigi og hafi þekkingu eða reynslu af námsráðgjöf. Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyjólfur Sturlaugsson, skólastjóri, í síma 480 5800 eða á netfanginu eyjolfur@vallaskoli.is. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til skóla- stjóra, Eyjólfs Sturlaugssonar, eyjolfur@vallaskoli.is fyrir 18. ágúst nk.  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376. Vinsamlegast hafið samband í síma 893 4694 eftir klukk n 14.00 í Hveragerði. Einnig vantar fólk í sumarafleysingar. Húsvörður Eitt af stærri húsfélögum á höfuðborgar- svæðinu óskar eftir húsverði til starfa. Í starfinu felst dagleg umsjón með fast- eigninni ásamt minniháttar viðhaldi. Viðkomandi skal vera iðnmenntaður, hafa þægilega framkomu og eiga gott með samskipti við fólk. Umsóknum skal skila til Eignaumsjónar hf., Suðurlands- braut 30, 108 Reykjavík. Umsóknarfrest- ur er til og með 15. ágúst 2006. Umsókn- um má einnig skila í tölvupósti á: afgreidsla@eignaumsjon.is Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kirkjubraut 11, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1910, Akranesi, þingl. eig. Fasteignafélagið Smiðshöfði ehf., gerðarbeiðendur Akraneskaup- staður, Byggðastofnun og Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 16. ágúst 2006 kl. 14:00. Skólabraut 2-4, mhl. 01-0202, fastanr. 210-2215, Akranesi, þingl. eig. Guðni Hjalti Haraldsson og Marie Ann Butler, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, miðvikudaginn 16. ágúst 2006 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Akranesi, 10. ágúst 2006. Esther Hermannsdóttir, ftr. Styrkir Ungt fólk í Evrópu Styrkjaáætlun ESB Næsti umsóknarfrestur er til 1. september 2006. Hægt er að sækja um styrki hjá UFE fyrir 1. september vegna verkefna sem eiga að hefjast á tímabilinu 1. desember 2006 til 30. apríl 2007. UFE styrkir fjölbreytt verkefni, m.a. ungmennaskipti hópa, sjálfboðaþjónustu einstaklinga, frum- kvæðisverkefni ungmenna, námskeið, ráðstefnur o.fl. Öll umsóknarform og frekari upplýsingar er að finna á www.ufe.is. Landsskrifstofa Ungs fólks í Evrópu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, sími 520 4646 — ufe@itr.is. Tilkynningar                                     ! " #    " $%  & ' ' ()#  * ! & ' + ,  " $ + -&".', ! /0, 1& ''    2'. + "  .*' 3! '!' *''   ' ##  #  5 *$$,+ !   '  6.3'  .4  4 #  !4 + ## +0  7 $  4  ! 6   6 3"  "&''    *'    ! ' %  ,  5 '   ''    +   ! %  .  ', 8        9 ,  "  "      " $%  & ''',  .    ! '  $   / +  ""    ,  !   * ''' 6    ''  6&"" : +0 4 " $0  . Auglýsing um deiliskipu- lag í Hvalfjarðarsveit, Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á deili- skipulagi fyrir haugtank og skiljuhúsi í landi Mela, Hvalfjarðarsveit, Borgarfjarðarsýslu. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri hauggeymslu, 38 m í þvermál, 2-3 m hæð frá jörðu, einnig skiljuhúsi allt að 70 fm. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmál- um liggur frammi á skrifstofu sveitafélagsins frá 11.08.06 til 08.09.06 á venjulegum skrif- stofutíma. Þeim, sem telja sig hafa hagsmuna að gæta, er gefin kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflegum á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar fyrir 22. septem- ber 2006. Þeir sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags og byggingarfulltrúi, Ólafur K. Guðmundsson. Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi á Grenivík 1987-2007 Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grenivíkur 1987-2007 skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan felst í að svæði sem áætlað var fyrir iðnað og athafnasvæði við Ægissíðu verði breytt í íbúðalóðir. Á svæðinu er gert ráð fyrir 2 einbýlishúsalóðum. Breytingin verður til sýnis á skrifstofu Grýtu- bakkahrepps, Gamla skólanum, Grenivík, frá og með 16. ágúst 2006 til og með 13. septem- ber 2006. Þeir sem vilja gera athugasemdir við tillöguna skulu gera það með skriflegum hætti eigi síðar en 27. september 2006. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Félagslíf Dagsferð á vit skálda laugar- daginn 12. ágúst. Sögumenn: Guðrún Ásmundsd., Karl Guð- mundss., Jón Júlíuss. og Ásta S. Ólafsd. S. 551 4715 og 898 4385. Raðauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR Rangur staður SYSTURNAR sem sáust á mynd í blaðinu í gær að spóka sig á Húnabrautinni á Blönduósi, búa þar á staðnum, en ekki fyrir sunnan eins og fram kom í myndatextanum. Beðist er velvirð- ingar á þessari mis- sögn. Flugstjóri rangfeðraður ÞAU mistök urðu við vinnslu fréttar um flug frá Akureyri til Gríms- eyjar í Morgunblaðinu á miðvikudag að Kol- beinn Ingi Arason flugstjóri var rang- feðraður í mynda- texta. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT VERSLUNIN Zara opnaði í gær, 10. ágúst nýja verslun í Kringlunni. Verslunin sem er á 2. hæð við hliðina á Bónus er um 900 fm og mun bjóða upp á fatnað fyrir konur og börn. Verslunin Zara opnuð í Kringlunni Morgunblaðið/Eggert HILDUR Hákonardóttir, listamaður og ræktandi, mun fræða fólk um gras- nytjar í Grasagarði Reykja- víkur í Laugardal á morg- un, laugardaginn 12. ágúst, kl. 11. Hildur hefur reynslu af því að nýta íslenskar jurtir til matar. Á síðasta ári gaf Hildur út bókina Ætigarðurinn, sem er handbók grasnytjungsins. Hildur mun segja frá hví hvernig hún nýtir kúmen, ætihvönn, kerfil, túnfífil, njóla og skarfakál en allar þessar jurtir finnast í safn- deildinni Flóra Íslands. Einnig verður farið í nytja- jurtagarðinn og þar mun Hildur fjalla um haust- grænmeti sem Íslendingar hafa lengi ræktað og nytj- að. Fræðslan hefst hjá lysti- húsinu og að henni lokinni verður boðið upp á íslenskt jurtate. Fræðsla um íslenskar jurtir til matar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.