Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 34

Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Sem ég flýg í steikjandiHekluhrauninu – af bakihins sjónhrædda 15 vetragamla sprautu- og dýra- læknafælna Blæs – spyr ég sjálfa mig hvern fjandann ég sé eiginlega að gera. Ég er komin í sumarfrí og þá á maður að slaka á og njóta lífs- ins – í hestaferð. Í náttstað er erfitt að koma auga á slökunina sem felst í hroðalega bólgnum fótlegg og marbletti á stærð við Rússland. En hestamennska er skrítin skepna sem hugsar sjálfstætt og eftir að hafa náð hestinum og áð undir Hafrafelli hef ég hrist af mér neikvæðnina (sumir myndu segja skynsemina). Svekkelsið út í klár- inn, sem þrátt fyrir dynti hefur aldrei sýnt af sér ólund fyrr, hverf- ur alveg eins og tíbráin við Heklu framundan. Vissulega er þetta skemmtiferð, annars værum við, þessi um tíu manna hópur af Suðurlandinu og höfuðborgarsvæðinu, ekki mætt upp á hálendið enn eitt sumarið. Í þetta sinn er auk þess ætlunin að hafa ferðina hina þægilegustu: stuttar dagleiðir, trússinn fylgi okk- ur nánast hvert spor, ágætis gisti- skálar og í náttstað njóti menn og hestar góðs félagsskapar og lifi í vellystingum. Ferðinni er heitið um fagra leið inn á Rangárvallaafrétt, og reyndar víðar, með u.þ.b. 30 hesta og flest okkar hafa farið þarna um áður. Lagt er upp frá Gunnarsholti á Rangárvöllum í júlí- mánuði og riðinn stuttur kafli upp að Fossi við Eystri-Rangá, þá Hungursfit, Hvanngil, Einhyrn- ingur og loks Fljótshlíðin. Fyrsti leggurinn frá Gunnarsholti var víst ansi skrautlegur, eins og stundum gerist þegar frelsisfagnandi tún- hross eiga í hlut, en þar sem ég er ekki til frásagnar um fyrsta daginn læt ég nýyrðið Gunnarsholtsródeó duga. Þrátt fyrir smáhnökra í upp- hafsleggjum tveggja fyrstu dag- anna er létt yfir hópnum á leiðinni inn að Hungursfit en þegar þangað kemur hittum við fyrir hóp fólks sem er að ljúka fjárrekstri inn í Laufaleitir. Og allir komu þeir aftur … Skálinn í Hungursfit er alls ekki svo óvistlegur en óþefurinn á kamr- inum hefur hins vegar lítið með þægindi að gera. Okkur berst liðs- auki alla leið af Héraði í góða át- veislu og gítarspil og söng. Árleg togstreita myndast á milli „nútíma- laga“ og ættjarðarsálma en ennþá hefur enginn bannað að kyrja ís- lenskan tvísöng á milli Hit me baby one more time og Space Oddity, sem betur fer. Undir nóttina berast leikar út um grundir, sennilega fyr- ir seiðmagn fjallanna, og verður að segjast að menn eru misfljótir í hnakkinn daginn eftir. Ekki veitir þó af að menn séu í góðu formi fyrir daginn sem reynist erfiðari en í var lagt. Ég bið hestana mína náðar- samlegast um töltið og sannfæri sjálfa mig um að tvöfaldur fót- leggur sé næsta eðlilegur. Hreint frábær reiðleið er inn að Krók þar sem við maulum flatköku á flötunum áður en haldið er lengra. Við förum að ráðum afréttarmanna og leggjum í einstigið utan í Sátu í stað þess að fara þá leið sem við þekkjum betur, suður af Krók um Þverárbotna. Leiðin er glæfraleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið, oft er riðið á móbergsklöpp og er lausamöl þar ofan á í töluverðum halla og ef hesti skrikar fótur er engin undankomuleið. Víða er erfitt um vik í eftirreiðinni og stundum best að stóla á að hrossin elti. Menn bölva þó leiðinni mismikið en allir finna eitthvert tilefni til þess – og köllum við ekki allt ömmu okkar, sum okkar vanir fjallmenn – hér dugir hvorki fótalúinn né nýtaminn. Allt fer þetta þó vel að lokum. Heimtufrekur Frakki Framundan er ægifagurt Torfa- jökulssvæðið, þá Álftavatnið og þegar nær dregur Hvanngili verður mikið kast á hrossunum sem girn- ast orðið tugguna sína. Mönnum hleypur líka kapp í kinn og hrossin fljúga niður síðustu brekkuna en því miður hefur hágeng hryssa gripið svolítið á sig í látunum og er síðar keyrð niður í byggð. Í Hvanngili er gott að vera, frá- bær skáli, sturta og vatnssalerni! Við tökum stöðuna eftir matinn um tíuleytið og sötrum kaffið en þá birtist úrillur franskur ferðamaður í gættinni og biður okkur um að hafa hljótt, hann þurfi að safna kröftum fyrir erfiði morgundagsins. Undr- unarsvipurinn á okkur yfir heimtu- frekju mannsins leynir sér ekki, enda segja reglur til um að slík frekja megi ekki gera vart við sig fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan ellefu, og helst ekki í fríi á fjöllum. Goðsögnin um erfiða þýska ferða- langinn sem í bítið glamrar í pott- um löngu áður en hann má það vík- ur brátt fyrir annarri nýrri, fúlir frakkneskir ferðamenn í Land- mannahelli fyrir nokkrum árum styðja kenninguna. Regnið bylur á rúðunum um morguninn og ekki hægt annað en að vorkenna göngufólkinu, jafnvel þeim franska sem horfir kvíðafullur út í grámann úr anddyri skálans. Traustir vinir manns á fjöllum, hafragrauturinn og 66-gallinn, klikka aldrei á svona dögum. Við sláum líklegast Íslandsmetið niður að Mosum með vindinn í bakið en svo mikið liggur á að í áningu við Hattfell ræðst eitt ófyrirleitið hross á spottann og stóðið er farið! Í hestaferð er lykilatriði að hafa snör handtök og missa ekki af lestinni … bókstaflega. Ekki hafa allir náð að beisla en við leggjum á í flýti og brunum á eftir. Einn úr eftirreið- inni sem var hefur náð fyrir hópinn og meirihlutinn fær far með Landrovernum. Lífið er ljúft á Bólstað við Ein- hyrning en þar er notalegur ný- uppgerður skáli. Síðasti dagur rennur upp, bjartur og fagur, og Markarfljótið og Þórsmörk leiða okkur niður í Fljótshlíð en árkvíslir eru engin fyrirstaða og lítið í. Við njótum höfðingsskapar í Eyvindar- múla en þar lýkur ferð okkar og við föllumst í faðma líkt og Njáll og Gunnar forðum. Nú er Rússland horfið af fót- leggnum en eftir situr smáþykkildi sem minnir á að stutt er ekki endi- lega auðvelt, erfitt er oft skemmti- legra en auðvelt og linkind þrífst ekki á fjöllum. Morgunblaðið/ÞMB Glæfraleg leið í Sátu er að baki og stóðið brunar í áttina að hinu ægifagra Torfajökulssvæði. Morgunblaðið/ÞMB Það er ekki hægt annað en að brosa í vel heppnaðri hestaferð. Einhyrningur í baksýn. Morgunblaðið/ÞMB Hópurinn nýfarinn frá Hungursfit á leið inn á Krók. Tindfjallajökull blasir við. Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen Moldrok í nágrenninu en reiðmenn í rigningu. Undarlegt veðurfar myndast oft í skjóli jökla. Þreyttir og svangir bakpokaferðalangar eru ekkert sérlega hrifnir af söngglöðum hestamönnum sem borða heilu lambalærin í náttstað. Þuríður Magnúsína Björns- dóttir fór í árvissa hestaferð á dögunum og þar ríkti engin lognmolla. Ljósmynd/Guðbjörg Ólafsdóttir Hluti ferðahópsins saman kominn í Hungursfit. Framundan er átveisla og söngur. Enga linkind á Rangárvallaafrétt thuridur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.