Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 41

Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 41 MENNING SKRÁNING Á NÝJA TÓNVINNSLU- NÁMSKEIÐIÐ ER HAFIN Til að annast tónsmíðar, útsetningar, hljóðritun og eftirvinnu þarf þekkingu, einbeitingu og útsjónarsemi. Á aðalnámsbraut Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna er leitast við að gera nemendur fullfæra um að semja eigið lag og koma því frá sér fullunnu. Nemendur fá ítarlega leiðsögn á Pro Tools og Reason samhliða lagasmíðum og er farið í kjölinn á því sem þarf að vera á hreinu varðandi öll helstu tækniatriði hljóðversins. Að námsbrautinni lokinni ætti hver og einn að þekkja upptökuferlið frá grunni. Hljóðupptökuhluti námskeiðsins fer fram í einu glæsilegasta hljóðveri landsins; Sýrlandi. Samhliða greinargóðu hljóðupptökunámi eru lagasmíði og upptökustjórn gerð rækileg skil. Nemendur fá nákvæmar leiðbeiningar um helstu atriði þessa krefjandi sviðs frá nokkrum af fremstu hljóðversmönnum landsins. FARÐU Á TONVINNSLUSKOLI.IS OG VELDU ÞÉR NÁMSKEIÐ TÓNVINNSLUNÁM Skráningarsími: 534 9090 NÝLEGA var opnuð sýning aust- urríska myndlistarhópsins Gelitin sem ber titilinn Hugris. Á opnuninni var frumfluttur gjörningur sem vísar beint í titil sýningarinnar þar sem meðlimir hópsins, Tobias Urban, Wolfgang Gantner, Florian Reither og Ali Janka ásamt þremur gesta- listamönnum, könnuðu mátt ímynd- unaraflsins við mótun veruleikans. Á opnuninni söfnuðust gestir sam- an á sýningunni þar sem sjá mátti eft- irmynd af suðrænu ávaxtatré sem í héngu veitingar, bananar, ananas og perur. Undir þessu blandaða ávaxtatré (minnir á verk sem Birgir Snæbjörn Birgisson gerði á skóla- árum sínum) stóðu veigar þær sem gestum var boðið að drekka en til hliðar á annarri skúlptúreyju var nokkurskonar muffins-hlaðborð sem gestir sýndu ekki sama áhuga (það sem leit út eins og kúkur í botninum reyndist vera ljúffengt lundakjöt). Sjömenningarnir sem frömdu gjörninginn komu grímuklæddir ríð- andi niður Laugaveginn ásamt fylgd- arliði, staðnæmdust fyrir utan gall- eríið meðan fjölmiðlar tóku af þeim myndir og hurfu baksviðs í húsnæði Kling og Bang til að gera sig klára fyrir hinn langa gjörning sem síðar fór í hönd. Orðaleikir á borð við Phony Pony, Italian Stallion, Bananas Ananas og Puffin Muffin eru í anda sýning- arinnar sem tekur sig ekki of hátíð- lega. Þegar gjörningurinn var byrjaður fóru áhorfendur í litlum hópum að sviðinu gegnum bakdyr gallerísins um dimma ganga og brattar tröppur þar sem ekki var pláss fyrir alla í einu. Í upplýstri sviðsmyndinni mátti sjá sjömenningana liggja mak- indalega og gleiðfætta útaf í stólum og athyglin beindist óhjákvæmilega að því að klofbótin á buxum þeirra hafði verið klippt burt svo kynfærin voru nakin, úti og í aðalhlutverki. Eins og marga grunaði og titill sýn- ingarinnar gaf í skyn þá ætluðu lista- mennirnir að láta reyna á ímyndunar- afl sitt eitt saman til að framkalla holdris, sem og mörgum tókst. Þrátt fyrir sterkan kynferðislegan undirtón og eðlilega forvitni gesta um mismunandi sköpulag kynfæranna og árangur ímyndunarafls þeirra þá er fjarri því að gjörningurinn hafi verið klámfenginn. Miklu frekar minnti hann á ótímagreint leikhús eða upp- stillingu í málverki þar sem andi lista- sögunnar sveif yfir vötnum. Því þegar upp er staðið þá hefur kynferðislegur fetismi eða blæti hverskonar lagt grunn að þeirri fagurfræði sem lista- sagan byggist á. Þar fyrir utan er ákaflega áhugavert að setja þennan gjörning í samhengi við hugmyndir manna síðastliðinnar aldar og allt til dagsins í dag um að sköp manna (karlmanna) séu grunnforsenda og hliðstæða listrænnar sköpunar. Penninn, pensillinn og meitillinn eru tákngerðir sem fallus, ímyndunar- aflið, myndhugsun og snertiminni gera (lista)mönnum kleift að hold- gera ímyndunaraflið. Vísindi samtímans hafa komist að því að ímyndunaraflið er ekki síður raunverulegt og áþreifanleikinn þeg- ar líkami mannsins á í hlut eins og rannsóknir með lyfleysur hafa leitt í ljós. Uppgötvanir listamannanna á þessu sviði koma því fáum á óvart því flestir hafa heyrt um (eða reynt) holdris við ákveðnar óvæntar kring- umstæður eða hugrenningar í svefni eða vöku. Hins vegar er sýningin miklu víðtækari en útskýring á mætti ímyndunaraflsins, hún er sjónræn og fagurfræðileg reynsla með ótal skír- skotanir sem nær að tala til samtím- ans jafnt sem sögunnar á margræðan hátt. Sýningin sjálf stendur til 13. ágúst, svo og sviðsmynd gjörningsins sem þrátt fyrir fjarveru listamannanna býr enn yfir ákveðinni minningu eða galdri í anda gjörningsins. Það sem eftir lifir sýningar byggist nú meira á ímyndunarafli áhorfandans. Upprisa holdsins, hin eilífa list MYNDLIST Kling og Bang gallerí Sýningin stendur til 13. ágúst Opið fimmtudaga til sunnudaga kl.14–18. Gelitin hópurinn/Hugris Þóra Þórisdóttir Meðlimir Gelitin reyndu að framkalla holdris fyrir tilstuðlan hugans. TÉKKNESKI tónlistarhópurinn Musica ad Gaudium heldur tónleika í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit laugardagskvöldið 12. ágúst kl. 21. og í Akureyrarkirkju sunnudaginn 13. ágúst kl. 17. Musica ad Gaudium var stofnaður árið 1989. Hópurinn sérhæfir sig í tónlist frá endurreisnar- og barokk- tímabilinu. Hann hefur gert upptökur fyrir tékkneska útvarpið og haldið marga tónleika í Tékklandi og ná- grannalöndum. Hópurinn lék þrenna tónleika hérlendis sumarið 2004 við góðar undirtektir áheyrenda. Hópinn skipa: Andrea Brožáková sópran, Alena Tichá semballeikari, Jaromír Tichý flautuleikari og Václav Kapusta fagottleikari. Gestur hópsins að þessu sinni er Eydís Franzdóttir óbóleikari. Aðgangur er ókeypis á tónleikana. Musica ad Gaudium í Reykjahlíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.