Morgunblaðið - 11.08.2006, Page 45

Morgunblaðið - 11.08.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 45 Lesendur Morgunblaðsins ogsérstaklega þeir sem rýna íTónlistann í viku hverri, tóku e.t.v. eftir því í blaðinu í gær að af þeim þrjátíu plötum sem sátu á listanum, var einungis að finna fjórar erlendar plötur. Þar af voru plötur með íslenskum flytjendum og/eða íslenskar útgáfur (því að á plötum eins og Pottþétt 41, er að sjálfsögðu að finna erlend lög) í efstu fimmtán sætunum. Og ef ég mér leyfist að þreyta ykkur aðeins lengur með tölfræðinni, þá var ein erlend plata í efstu 20 sætunum og í tíu neðstu sætunum var að finna tvær plötur með Johnny Cash (í 22. og 24. sæti) en svo rak Eraser plata Thom Yorkes lestina, í 29. sæti.    Innlend plötuútgáfa hefur gengiðí gegnum töluverðar breytingar á undanförnum fjórum, fimm árum og það er af sem áður var, að meiri- hluti íslenskra platna komi út á síð- asta fjórðungi ársins. Nú dreifist útgáfan yfir allt árið þó hún sé af skiljanlegum ástæðum minnst í upphafi þess. Þessar breytingar voru orðnar löngu tímabærar enda var jólaplötuflóðið orðið slíkt að langflestir tónlistarmenn áttu í stökustu vandræðum með að halda sér á floti. Neytendur græddu held- ur ekki á þeirri holskeflu sem reið yfir markaðinn, því fjölmiðlar höfðu vart undan því að fjalla um það sem kom út og það kom niður á smæstu og efnaminnstu tónlist- armönnunum sem þurftu í raun á mestri umfjöllun að halda.    Vinsæl saga í tónlistarbrans-anum – sem ég sel bara alls ekki – segir að Bubbi Morthens taki upp plöt- urnar sínar í upphafi árs en bíði svo með að gefa þær út þar til jólavertíðin gengur í garð. Hvort sag- an er sönn eða ekki, held ég að svona hafi margir verið farnir að haga út- gáfuferlinu því fæstir höfðu nokkra trú á að plata sem kæmi út á fyrsta eða öðrum árs- fjórðungi ætti séns – ekki einu sinni ný Bubbaplata. Mín kenning er sú að litlu plötufyrirtækin, 12 Tónar, Smekkleysa og Geimsteinn, auk annarra, svo ekki sé talað um þá tónlistarmenn sem gefa út sjálfir (en sá hópur stækkar með hverju árinu), hafi svo gott sem frelsað bæði tónlist- armenn og neytendur úr þessu staðnaða markaðs- umhverfi. Nú hefja þessi plötufyrirtæki útgáfu með vormánuðum og jafnvel metnaðarfullar útgáfur með hljómsveitum eða tónlistarmönnum sem hefðu hér áður fyrr þurft að bíða til haustsins.    Og hvað styður þessakenningu? Á Tónlist- anum sem birtist í Morg- unblaðinu í gær er að finna átta plötur sem Sena (stærsta plötufyrirtækið) gefur út. Þar af eru sex plötur sem flokkast undir annaðhvort safnplötur; Pottþétt 41, Svona er sumarið 2006, Sveitasæla eða endurútgáfur; Lögin mín, Ég skemmti mér í sumar og Ég skemmti mér. Þetta getur nú varla flokkast undir metnaðarfulla sum- arútgáfu, eða hvað? Svona var sumarið ekki ’… af þeim þrjátíuplötum sem sátu á listanum var einungis að finna fjórar erlendar plötur.‘ Platan Lögin mín situr föst í níunda sæti á milli vikna. Á plötunni er að finna gamla smelli Bubba í nýjum kassagítarsútsetningum. hoskuldur@mbl.is AF LISTUM Höskuldur Ólafsson Fyrsta plata Snorra fellur um sjö sæti á milli vikna og situr nú í 15. sæti Tónlistans. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI V.J.V. TOPP5.IS eeee DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI B.J. BLAÐIÐ MIAMI VICE kl. 5 - 8 - 11 B.I. 16 ÁRA MIAMI VICE LUXUS VIP kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.I. 16 ÁRA PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 2 - 5 - 7 - 8 - 10 - 11 B.I. 12.ÁRA SUPERMAN kl. 2 - 5 - 8 B.I. 10 ÁRA OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 2 - 3 - 4 Leyfð OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL kl. 11 Leyfð BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 1:45 - 4 Leyfð THE LONG WEEKEND kl. 6:15 - 8:15 - 10:30 B.I. 14.ÁRA JOHNNY DEPP ORLANDO BLOOM KIERA KNIGHTLEY MIAMI VICE kl. 5 - 8 - 10:45 B.I. 16.ÁRA. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5 - 8 - 11 B.I. 12.ÁRA. DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ÍSL TAL. kl. 4 DIGITAL SÝN. OVER THE HEDGE M/- ENSKU TAL. kl. 6 DIGITAL SÝN. THE LONG WEEKEND kl. 8 - 10 - 11:50 B.I. 14.ÁRA. STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI JAMIE FOXX COLIN FARRELL FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA "COLLATERAL" OG "HEAT" SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS KVIKMYNDIR.IS H.J. MBL. eee S.U.S. XFM 91,9 SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM 16 ára ð 12 ára “MAÐUR HREINLEGA GARGAR AF GLEÐI VIÐ ALLT ÞETTA SJÓNARSPIL! POTTÞÉTT SUMARMYNDIN Í ÁR SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR.” eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS eeee “ARR...SANNKÖLLUÐ BÍÓVEISLA FYRIR ALLA, DEPP SJALDAN BETRI, ÞESSI TRÍLOGÍA ENDAR Í SÖMU HILLU OG HINAR ÓDAUÐLE- GU INDIANA JONES MYNDIR.” S.U.S. XFM 91,9. 47.000 MANNS Á 14 DÖGUM ...ljósmyndasamkeppni HansPetersenogmbl.is Verðlaun fyrir mynd vikunnar eru: 50 fríar 10 x 15 myndir << 1. verðlaun: Kodak EasyShare P850 Ljósmyndari: Sigurður Guðbrandsson Nafn myndar: Hvítur flötur Tækniupplýsingar: ef einhverjar? 3. verðlaun: Samsung Digimax i6 PMP 2. verðlaun: Kodak EasyShare V570 Myndvikunnar í... Ljósmyndari: Gunnar Ólafsson Nafn myndar: Kónguló

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.