Morgunblaðið - 11.08.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.08.2006, Qupperneq 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi Grill og ostur – ljúffengur kostur! EFTIR rigningu breytir náttúran um ásýnd. Gróður reisir sig við og sé sólin sýnileg teygja jurtir sig í átt að birtunni og drekka í sig geislana. Allt verður kyrrt um stund. Nýja Kórahverfið í Kópavogi var sveipað dulúð að aflokinni skúr í fyrrinótt. Rign- ingin hreinsaði loftið og þótt sólar hefði ekki notið við var birtan í næturhúminu einstök og engu líkara en nýbyggðar blokk- irnar væru að teygja sig til himins, ekki ósvipað og blóm vallarins böðuð sólar- geislum. Morgunblaðið/Ómar Eftir rigningu næturinnar VEL Á þriðju milljón eintaka af skáldsögum Arnaldar Indriðasonar hefur selst hér heima og erlendis sam- kvæmt upplýsingum frá Eddu – útgáfu. Nýlega börðust tvö bókaforlög í Ísrael um útgáfurétt- inn á Kleifarvatni og áttfaldaðist upphæðin milli fyrsta og síðasta tilboðs, að sögn Rakelar Pálsdóttur, kynning- arstjóra hjá Eddu – útgáfu. Bókaforlagið Keter hafði að endingu betur en með réttinum fylgir einnig heimild til sölu bókarinnar á hebresku um allan heim. Þá eru að sögn Rakelar dæmi um að erlendir útgefendur tryggi sér áframhaldandi rétt að skáldsögum Arnaldar með því að festa kaup á óskrifuðum verkum. Arnaldur er að leggja lokahönd á næstu bók sína, Kon- ungsbók, sem kemur út 1. nóvember nk. „Ég er auðvitað ánægður með hvernig málin hafa þróast og áhugann á bókum mínum erlendis,“ segir Arn- aldur um mikla sölu verka sinna. „Það er ánægjulegt því maður skrifar hér fyrir 350 þúsund manns á tungumáli sem sagt er að deyi út eftir 100 ár. En maður kemst að því að þetta hefur víðari skírskotun. Sögur héðan eiga fullt erindi út fyrir landstein- ana.“ Arnaldur segir að nýja bókin sé ekki um Erlend og félaga hans hjá lögreglunni. „Hún gerist árið 1955, að mestu leyti í Danmörku og Evrópu.“ Á þriðju milljón eintaka seld Arnaldur Indriðason AUKA þarf sanngirni og réttlæti í skattkerfinu svo meira jafnræði verði milli skattálagningar óháð því hvernig tekna er aflað og er mik- ilvægt að taka skattkerfið til skoð- unar til að ná þeim markmiðum, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. „Það er búið að leiða fram óyggj- andi rök fyrir því að skattálögur hafi verið að þyngjast á þá sem hafa lægst laun og meðallaun og léttast á þeim sem hafa hæst laun- in. Svo sjáum við núna að æ fleiri hafa umtalsverðar tekjur af fjár- magni og borga af því allt annan skatt heldur en hinir sem hafa tekjur af vinnu,“ segir Ingibjörg. Hún bendir á að hugsanlega megi breyta álagningunni þannig að í stað núverandi kerfis verði frí- tekjumark eins og í launatekjum og hærra skattþrep. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, bendir á að þingmenn flokksins hafi flutt frum- varp um að breyta álagningu fjár- magnstekjuskatts þannig að þar verði frítekjumark, fjármagns- tekjur yrðu þannig skattfrjálsar upp að 120 þúsund krónum, en 18% skattur yrði á allt umfram það. Rangt að fjármagn fari Steingrímur segir að tal um að fjármagn og fyrirtæki flytjist úr landi hljóti að vera á misskilningi byggt. „Þó svo að við værum með þessa aðferð og skattlagningu upp á 18% á hærri fjármagnstekjur væri það samt vægari skattlagning fjármagnstekna en víðast hvar í löndunum í kringum okkur.“ Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir að fara þurfi yfir skattakerfið, hækka fjármagnstekjuskatt, koma á fleiri en einu skattþrepi og auka vægi persónuafsláttar til að auka jöfnuð og réttlæti. Samtök atvinnulífsins bentu í gær á að afar hættulegt sé að rjúka til í miðri ágústumræðunni um tekjur einstaklinga og hafa á lofti mikla svardaga um breytingar á skattkerfinu, það sé hvorki al- menningi né atvinnulífinu til fram- dráttar.  Upptaka | Miðopna Formenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja að gerðar verði breytingar á skattkerfinu til að auka jafnræði Álögur á þá hæst- launuðu að léttast TÚSKILDINGSÓPERAN eftir Bertholt Brecht verður frumsýnd í kvöld á aðalsviði hins sögufræga leikhúss, Admiralspalast í Berlín. Leikhúsið hefur gengið í gegnum stórtækar breyting- ar undanfarna mánuði en að baki þeim standa meðal ann- ars tveir íslenskir athafna- menn, þeir Helgi Björnsson, leikari og tónlistarmaður, og Jón Tryggvason kvikmynda- leikstjóri. Helgi Björnsson segir í samtali við Morgun- blaðið að verkefnið muni kosta rúmlega einn og hálfan milljarð en í húsinu, sem er 23 þúsund fermetrar að stærð, verður að finna þrjú leiksvið, baðhús, veitingastað auk skemmtistaðar í kjallara hússins. Íslendingar í leikhús- rekstri í Þýskalandi  Hið sögufræga | 19 SIV Friðleifsdóttir, heil- brigðis- og trygginga- málaráðherra og ritari Framsóknarflokksins, tilkynnti í gær að hún sæktist eftir embætti formanns flokksins þeg- ar nýr formaður verður kjörinn á flokksþingi sem fram fer 18.–19. ágúst. „Það er mjög mikilvægt að Framsókn- arflokkurinn sæki fram, það er stutt í næstu alþingiskosningar. Ég tel að við höfum allar forsendur til þess að efla áfram íslenskt samfélag, það er mikilvægt að tryggja efna- hagslegan stöðugleika og viðhalda forsend- um þess að áfram sé hægt að bæta lífskjörin um land allt,“ segir Siv. Á 16 ára stjórnmálaferli Sivjar sem kjör- inn fulltrúi hefur hún verið oddviti fram- boðslista í tvennum sveitarstjórnarkosning- um, þrennum alþingiskosningum og gegnt starfi ráðherra í tæplega 6 ár. Siv segir að nái hún kjöri muni hún leggja áherslu á að flokkurinn leggist í mikla og kröftuga málefnavinnu eftir flokksþingið nú í ágúst og að niðurstöðurnar skili skýrri stefnu flokksins á síðari hluta flokksþings- ins, sem verður í lok febrúar. Siv sækist eftir embætti formanns Siv Friðleifsdóttir MIKIÐ var af stórri og fallegri síld af norsk-ís- lenzka stofninum innan íslenzku fiskveiðilögsög- unnar í júlí og byrjun ágúst. Minna var um síld og hún smærri í suðaust- anverðu Noregshafi. Þetta kom fram í ný- afstöðnum leiðangri norsku hafrannsókna- stofnunarinnar. Þor- steinn Sigurðsson, fiski- fræðingur á Hafrann- sóknastofnuninni, segir þetta afar jákvæðar fréttir. Það sé ljóst sam- kvæmt leiðangri Norðmanna að mikið af síld sé innan íslenzku lögsögunnar og það sama hafi komið fram í leiðangri okkar í vor. Jafn- framt sýni veiðarnar í sumar þetta sama. Síldin er byrjuð að ganga til suðausturs og virðist hafa lokið ætisleit að miklu leyti. Gönguhraðinn er hálfur til einn hnútur og gera norsku fiskifræðingarnir ráð fyrir að hún gæti verið komin á vetursetustöðvarnar úti fyrir Vesteralen í september. „Það er góðs viti að síldin skuli enn halda sig svo vestarlega og innan íslenzku lögsög- unnar. Á þessum árstíma er hún venjulega á hraðri leið á vetursetustöðvarnar við Nor- eg,“ segir Jakob Jakobsson, fiskifræðingur og fyrrverandi forstjóri Hafró. Síldin heldur sig við Ísland  Mikið af stórri síld | 11 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.