Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Örfá sæti
Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við.
Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta sumarauka í þessari
einstöku borg á frábærum kjörum. Þú kaupir 2 flugsæti 31. ágúst
en greiðir aðeins fyrir eitt. Bjóðum
einnig glæsilega 5 nátta helgar-
ferðir 7. og 14. sept. Takmarkaður
sætafjöldi í boði.
2 fyrir 1 tilboð
Barcelona
31. ágúst og 7. eða 14. sept.
frá kr. 24.990
Verð frá kr.24.990
Flugsæti báðar leiðir með sköttum,
m.v. 2 fyrir 1 tilboð 31. ágúst.
Aðeins örfá sæti í boði.
Gisting frá kr.59.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í
5 nætur á Hotel Silken Diagonal ****
7. sept. eða 14. sept.
Aðeins örfá sæti í boði.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
ATLI Gíslason, lögmaður og vara-
þingmaður vinstri grænna, lagði til á
vorþingi 2004 að undanþáguákvæði
kæmi inn í lög um útlendinga og lög
um atvinnuréttindi útlendinga varð-
andi stöðu kvenna sem verða fyrir of-
beldi af hálfu eiginmanna sinna.
Frumvarpið var síðar endurflutt af
þingmönnum vinstri grænna en Atli
segir að þau hafi alltaf dáið í nefnd og
ekki komist til afgreiðslu þingsins.
Hann bendir þó á að þingmenn og þar
á meðal félagsmálaráðherra hafi þar
af leiðandi vitað af málinu og þeirri
stöðu sem upp kynni að koma hjá
þessum konum.
Hvert tilvik yrði metið
Atli segir að yrði frumvarp hans að
lögum myndi það þýða að hvert tilvik
yrði metið og því væri konunum ekki
fortakslaust vísað úr landi. Hann
bendir á að margar þessara kvenna
hafi ekki að neinu að hverfa í heima-
landi sínu þar sem þær hafi við flutn-
ing til Íslands brennt allar brýr að
baki sér í sínu heimalandi.
Þá er í frumvarpi Atla einnig kveð-
ið á um að undanþága verði veitt ef
um andlát íslensks maka er að ræða
eða í hlut eigi maki útlendings sem
hafi óbundið atvinnuleyfi eða börn
hans 18 ára og eldri.
Í frumvarpi Atla kemur fram að
allt að 14% kvenna sem leita til Sam-
taka um kvennaathvarf og Stígamóta
séu konur af erlendu bergi brotnar en
erlendar konur séu hins vegar 3,75%
af konum búsettum á Íslandi.
Í ársskýrslu Samtaka um kvenna-
athvarf frá árinu 2005 kemur fram að
þjóðerni kvenna sem leituðu til at-
hvarfsins á árinu skiptist þannig að
um 12% þeirra voru af erlendu bergi
brotnar. Inni í þeirri tölu er fjöldi
þeirra sem koma annaðhvort í viðtal
eða dvöl. Hlutfall erlendra kvenna
sem komu í viðtal var 9% en hlutfall
þeirra sem var í dvöl hjá athvarfinu
var 39%. Á vef Hagstofunnar kemur
fram að um 4,3% kvenna hér á landi
hafa ekki íslenskt ríkisfang en þess
ber þó að geta að upplýsingar Hag-
stofunnar miðast við ríkisfang en hjá
athvarfinu er horft til upprunalands
kvennanna. Ljóst er þó að hlutfalls-
lega leita erlendar konur mun frekar
í dvöl hjá Samtökum um kvennaat-
hvarf. Á það er bent í ársskýrslunni
að ástæða þess að erlendar konur
leiti frekar til athvarfsins sé m.a. sú
að þær séu síður með fjölskyldu og
vini í kringum sig sem geti hýst þær
þegar í harðbakkann slær.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, segir að í máli þeirra
erlendu kvenna sem hafi orðið fyrir
ofbeldi, væri trúlega eðlilegast fyrir
þær að sækja um dvalarleyfi til Út-
lendingastofnunar á grundvelli
mannúðarástæðna. Stofnunin geti
veitt dvalarleyfi á grundvelli þeirrar
ástæðu þótt Gissur segist ekki vita til
þess að mikið hafi verið um slíkar
leyfisveitingar. Gissur sagði eðlileg-
ast fyrir konurnar að draga til baka
sínar umsóknir og sækja einfaldlega
um dvalarleyfi á þessum grunni og
segist ekki vita hvers vegna þeim hafi
ekki verið bent á að fara þessa leið.
Aðspurður hvort hann muni beita sér
fyrir því sjálfur að leiðbeina konunum
hvað þennan möguleika varðar segir
hann að staða málanna hjá einhverj-
um þeirra sé þannig að félagsmála-
ráðuneytið sé að skoða málið. Þá sé
verið að móta vinnureglur um hvern-
ig haga eigi slíkum málum og sú
vinna standi yfir hjá dóms- og félags-
málaráðuneytinu. „Það er okkur í
stjórnsýslunni fyrir bestu að hafa
skýrar reglur,“ segir Gissur.
Fengju líklega atvinnuleyfi
Hann bætir við að Vinnumála-
stofnun hafi ekki möguleika til að
veita atvinnuleyfi á grundvelli mann-
úðarástæðna enda séu leyfisveitingar
Vinnumálastofnunar og Útlendinga-
stofnunar ólíkar. Fyrrnefnda stofn-
unin veiti atvinnuleyfi sem taki mið af
ástandi á atvinnumarkaði og ýmsu
fleiru en Útlendingastofnun veiti
dvalarleyfi sem snúi fyrst og fremst
að einstaklingunum sjálfum. Hann
segist telja líklegt að konurnar fái at-
vinnuleyfi ef Útlendingastofnun veiti
þeim dvalarleyfi hér á landi.
Flutti frumvarp um réttarstöðu erlendra kvenna árið 2004
Geta sótt um dvalarleyfi
af mannúðarástæðum
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Atli Gíslason Gissur Pétursson
SVEINI Erlendssyni brá heldur en
ekki í brún þegar hann komst að því
að olíu hafði verið stolið af mótor
hraðbáts hans skömmu áður en hann
hugðist halda til sjós frá smábáta-
höfninni á Seltjarnarnesi. Sveinn
hefði hæglega getað lent í mikilli
hættu hefði hann ekki áttað sig á því
að olían var horfin enda mótorinn að
öllum líkindum brætt úr sér og bát-
urinn orðið vélarvana úti á Skerja-
firði.
„Þetta er tvígengisutanborðsmót-
or sem er utan á bátnum en í honum
er fjögurra lítra forðabúr fyrir tví-
gengissmurolíu. Bátnum hafði verið
lagt við bryggjuna og hann látinn
liggja þar í nokkra daga. Þegar ég
var að leggja af stað út og var að fara
yfir allt kem ég auga á að þetta
forðabúr er algerlega tómt og tapp-
inn ekki á,“ segir Sveinn en hann tel-
ur líklegt að óprúttnir sæfarendur
hafi verið þarna að verki enda er erf-
itt að komast að bátunum frá landi
nema hafa lykla að svæðinu.
„Það er læst að bátunum þarna en
einhvern sem hefur átt þarna leið um
á litlum bát hefur vantað svona olíu
og því gert sér far inn á höfnina og
stolið henni. Þetta lýsir mikilli fólsku
og ég undrast að mönnum skuli
koma það til hugar að rýra öryggi
annarra á sjó með þessum hætti.“
Forðabúrið
var alger-
lega tómt
Olíu stolið úr hraðbáti
ÚTLENDINGAR á vinnumarkaði hér á landi,
sem koma frá löndum á Evrópska efnahagssvæð-
inu, geta átt rétt á fullu fæðingarorlofi hér á landi.
Skilyrðin eru að þeir hafi verið í sex mánaða sam-
felldu starfi hér fyrir fæðingardag barns og verið í
a.m.k. 25% starfshlutfalli, að sögn Hallveigar
Thordarson, deildarstjóra fæðingarorlofsdeildar
hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir
erlendir starfsmenn hafa áunnið sér þennan rétt
til greiðslna í fæðingarorlofi hér á landi en að sögn
Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofn-
unar, gæti sá hópur verið býsna stór. ,,Þeir sem
hingað koma og vinna með löglegum hætti, öðlast
að sjálfsögðu öll þau réttindi sem í boði eru á
vinnumarkaðinum. Þetta er kannski gott dæmi um
hvað stendur mönnum til boða ef þeir vilja haga
hlutunum rétt. Þetta á við um mörg hundruð
starfsmenn,“ segir hann.
Fæðingarorlofssjóður annast greiðslur til for-
eldra sem eiga rétt til greiðslu í fæðingarorlofi og
að sögn Hallveigar eru nokkur dæmi um að er-
lendir starfsmenn hafi sótt um greiðslur úr sjóðn-
um.
Hún hafði ekki upplýsingar um hversu margir
erlendir starfsmenn væru hér á landi sem gætu átt
rétt á fæðingarorlofi. „Við lítum svo á að þetta sé
þeirra réttur. Þetta er áunninn réttur sem menn
ávinna sér með því að vinna hér á landi,“ segir hún.
Kannar rétt Pólverja sem
eiga von á barni heima fyrir
Ragna Hreinsdóttir, yfirtrúnaðarmaður Starfs-
greinafélags Austurlands (AFLs) á Fjarðaráls-
svæðinu, hefur síðustu vikurnar kannað rétt
pólskra félaga í AFLi sem vinna á svæðinu og eiga
von á barni heima fyrir. Að sögn Rögnu hefur hún
þegar aðstoðað við umsóknir þriggja pólskra
starfsmanna við álversbygginguna en þar starfa
nú á bilinu 1.200 til 1.300 Pólverjar og má allt eins
búast við að fjöldi annarra starfsmanna muni
kanna rétt sinn til feðraorlofs á næstunni, skv.
upplýsingum hennar.
Hefur Ragna m.a. aðstoðað mennina við útfyll-
ingu umsókna, aflað gagna frá Póllandi og fengið
staðfestingu pólsku vinnumálastofnunarinnar á að
mennirnir muni ekki fá fæðingarorlof í Póllandi,
enda greiða þeir fulla skatta hér.
„Öll umsóknareyðublöð eru eingöngu á íslensku
hjá Tryggingastofnun og ég tel brýna þörf á að
bæta úr því,“ segir hún.
Fæðingarorlofsfjárhæðirnar eru reiknaðar sem
meðaltal tekna sem aflað er á Íslandi á síðustu
tveimur tekjuárum hvers umsækjanda fyrir fæð-
ingarár barnsins. Þar sem fæstir Pólverjanna hafa
verið lengur en eitt ár á Íslandi fá þeir eingöngu
lágmarksfjárhæð greidda, sem er um 95 þúsund
kr. á mánuði að sögn Rögnu. Ljóst er að orlofsrétt-
urinn er til muna meiri hér en þeir hefðu notið í
heimalandinu. Í Póllandi veita vinnuveitendur or-
lofið og með fyrsta barni eiga konur rétt á 12 vikna
fæðingarorlofi. Geta þær svo afsalað sér tveimur
vikum til feðranna, að sögn Rögnu.
Erlendir starfsmenn frá löndum EES eiga rétt á fæðingarorlofi hér eftir 6 mánaða starf
Greiða fulla skatta hér
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þeir Gunnar og Arnar voru við veið-
ar á Torfunesbryggju á Akureyri í
góðviðri í vikunni Í baksýn er
skemmtiferðaskipið Maxim Gorky
sem kemur árlega til bæjarins.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Veitt á
bryggjunni
LISTAVERKI var stolið úr hús-
næði Byggðasafns Garðs og veit-
ingastaðarins Flasar, til húsa við
Garðskagavita í Garði. Verkið er
eftir listamanninn Björn Björns-
son og er um 40 cm háan útskurð
af þorski, ýsu og steinbíti að ræða.
Hvarfið uppgötvaðist fyrradag, en
verkið var á sínum stað aðfaranótt
sunnudagsins. Eru þeir sem kunna
að hafa orðið varir við verkið
beðnir um að hafa samband við
lögregluna í Keflavík í síma 420-
2450.
Listaverks-
þjófnaður
í Garði
♦♦♦
HERMÖNNUM Varnarliðsins hefur
fækkað jafnt og þétt í sumar og var
ekki nema tæplega fjórðungur
þeirra eftir hér á landi í byrjun
þessa mánaðar. Búist er við að síð-
ustu hermennirnir hverfi af landi
brott síðustu vikurnar í september.
Á landinu voru 1.242 varnarliðs-
menn 15. mars sl. Þeim fækkaði lít-
ið eitt til 1. maí, um 60 manns, en
hefur síðan fækkað mun örar, um
rúmlega 300 í maímánuði og um
fjögur hundruð til viðbótar í júní. 1.
júlí voru þeir 470 og hafði fækkað í
tæplega 300 í byrjun þessa mán-
aðar. Gert er ráð fyrir að varn-
arliðsmönnum fækki jafnt og þétt á
næstunni og síðustu 170 fari síðustu
tvær vikurnar í september.
Tæplega 300 varn-
arliðsmenn enn hér
í byrjun ágúst