Morgunblaðið - 24.08.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 24.08.2006, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT             !" #  !$" %  & & ! '( )# F  * '  * "'       ('   '( "$  "'$' $  $ * "" & + "   "   "  "$$' $  *    " & , *' *$ *' *$ * (' $     '  " " -  # ' *$ *  .  " ( " # " * (  & /"  '  $-- #   .  ' $ 0 ' " *   1   * ' $ $& 2"" "$     " .   (* '%" -' . * (' *&& )% "" 3' " $$ (  4 5&' )%" ' 6" )%" ''*" & &  ' " '      7- ('   &  8   DALAI Lama, trúarlegur leiðtogi Tíbeta, ávarpar búddatrúarmenn á íþróttaleikvangi í Ulan Bator, höf- uðborg Mongólíu, í gær. Allt að 4.000 manns hlýddu á ávarp Dalai Lama sem fjallaði um frið og efnishyggju. Dalai Lama, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1989, er í vikulangri ferð um Mongólíu. Stjórnvöld í Kína mótmæltu heimsókninni, en þau líta á Dalai Lama sem stjórnmálamann er stefni að sjálfstæði Tíbets þótt hann segist aðeins vilja að heimaland sitt fái takmörk- uð sjálfstjórnarréttindi. Reuters Dalai Lama boðar Mongólum frið RISASTÓR höggmynd af Ramses II faraó verður tekin af fjölförnu torgi í Kaíró á morgun og flutt í safn nálægt pýramídunum miklu í Giza. Markmiðið með flutningnum er að bjarga styttunni sem hefur orðið fyrir skemmdum vegna mengunar frá bíl- um og strætisvögnum, auk titrings vegna umferðar jarðlesta. Talið er að höggmyndin sé 3.200 ára gömul. Hún hefur verið á Ram- sesartorgi í Kaíró frá árinu 1955 þeg- ar hún var flutt þangað frá hinni fornu höfuðborg Egypta, Memfis. Styttan verður geymd ásamt fleiri fornminjum í nýju safnhúsi nálægt pýramídunum en ekki er gert ráð fyr- ir að húsið verði opnað fyrr en eftir fimm ár. Talið er að Ramses II hafi ríkt í 66 ár, frá 1279 til 1213 fyrir Krist. Hann gerði friðarsamning við höfuðand- stæðinga Egypta, Hittíta, og lét reisa fleiri hof en nokkur annar faraó.       !"#$%& '&() ,'  .  //   !"   #" 0' * (-* . * 12  33425  6746 8 '$       ' #   '  *  * #   + . 4   "* '  .  //4         + 4 #        8 '$     4 *   0 #   " '   #  "            #            ' , -*  . -- *  / $ %#    /'% !  / & %' / *  + 0+1  23 ,    4 ,- 1 5  167 1+  8 ,-711 9 ,, 47,     1  :  3  ,, /7,    9 ++ 3 ,, 9;,  , 4  ,1  4 11  1  ,, <  4 ,- 3 ,,     =  = 1 , ,,     ,,  9   * 2:     * 96 +1     ; <:    23+     ,,+> %&%'   1-  1 3> 3 , +  +1 ++1   1   ,- 216   =11 41 ? +,  8 7      1,- $; - ,  "@ !1% 4  "@ !1 <, 6 !1 &4 .  ( ) "  "*+,,     , Risastór stytta af Ramses sett á safn STÓRVELDIN og Sameinuðu þjóðirnar hafa nú fengið svar klerkastjórnarinnar í Íran við til- boði um að fá margvíslegar efna- hagslegar og tæknilegar ívilnanir ef Íranar hætti að auðga úran. Svarið er sagt vera óljóst en mestu skiptir að þeir virðast hafna mik- ilvægasta skilyrðinu: að Íran stöðvi tilraunirnar með auðgað úr- an. „Ég tel að þetta sé í raun „nei“ jafnvel þótt Íranar segist hafa fundið ákveðna jákvæða hluti í til- boðinu,“ sagði Mark Fitzpatrick, sérfræðingur á sviði aðgerða gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna, í sam- tali við AFP-fréttastofuna. Óttast er að Íranar séu með til- raunum sínum að reyna að smíða kjarnorkuvopn sem væri brot á al- þjóðasamningum sem þeir eiga að- ild að. Sjálfir segja þeir tilraun- irnar einvörðungu hafa að markmiði friðsamlega orkufram- leiðslu. Frestur öryggisráðsins að renna út Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, í Vín hefur fylgst vel með tilraunum Írana síðustu árin en krafið þá um ítarlegri upplýsingar. Þeir hafa að sumu leyti komið til móts við þær kröfur en nú virðist sem sú slökunarstefna sé ekki lengur í gildi; stjórnvöld í Teheran takmarka í síauknum mæli heim- ildir fulltrúa IAEA til að skoða til- raunastöðvarnar. Um sl. mánaðamót veitti örygg- isráð SÞ Írönum mánaðarfrest til að verða við kröfum um að stöðva auðgun úrans og til að fullvissa sendimenn IAEA um að engin vopnasmíði væri í gangi. Banda- ríkjamenn hafa lengi þrýst á um að tilraunir Írana verði stöðvaðar þar sem það myndi ýta mjög undir óstöðugleika í Miðausturlöndum ef klerkastjórnin kæmist yfir kjarn- orkuvopn. Legið hefur ljóst fyrir að Bandaríkin myndu krefjast þess að samþykktar yrðu efna- hagslegar refsiaðgerðir gegn Íran ef leiðtogar landsins þrjóskuðust enn við. Aðspurður hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti ekki viljað hafna því algerlega að gripið yrði til hernaðar gegn Íran ef öll önnur ráð þryti til að stöðva til- raunir þeirra. Ekki verður gripið til refsiað- gerða nema samþykkt verði sér- stök ályktun þess efnis í örygg- isráðinu. Í ráðinu eru fimm ríki með sérstakt neitunarvald, auk Bandaríkjanna eru það Bretland, Frakkland, Rússland og Kína. Vesturveldin þrjú myndu ef til vill standa saman. En hagsmunir Rússa eru af öðrum toga, þess vegna hafa þeir reynt að tefja eftir mætti fyrir því að samþykktar yrðu refsiaðgerðir. Þeir eru m.a. að reisa kjarnorkutilraunaver fyrir Írana og hafa reynt að koma fram sem sáttasemjarar í deilunni. Og Kínverjar reyna stöðugt að tryggja sér olíu sem mikill hag- vöxtur í landinu gerir æ brýnna fyrir þá að komast yfir. Aðeins örfá ríki ráða yfir meiri olíu en Íran sem hefur því ýmis spil á hendi. Á hinn bóginn eru ol- íuhreinsistöðvar Írana svo litlar að þeir verða að flytja inn nær helm- ing af öllu bensíni sem þeir nota. Þeir eru því einnig háðir umheim- inum í orkumálum. Vilja „raunverulegar viðræður“ en … Íranar sögðust í svari sínu við tilboðinu um efnahagsívilnanir vera reiðubúnir til „raunverulegra viðræðna“ um lausn á deilunni, eins og aðalsamningamaður þeirra, Ali Larijani, orðaði það. En æðstu leiðtogar ríkisins hafa undanfarna daga tekið skýrt fram að útilokað væri að stöðva tilraunirnar með auðgað úran. Frakkar sögðu í gær að nýjar viðræður gætu einvörð- ungu hafist þegar Íranar hefðu hætt tilraununum. „Eins og við höfum ávallt sagt og herra Larijani veit vel er skil- yrðið fyrir því að setjast aftur að samningaborðinu að hætt verði til- raunum með auðgað úran,“ sagði Philippe Douste-Blazy, utanríkis- ráðherra Frakklands. Athygli vek- ur að fulltrúar Frakka, Breta og Bandaríkjanna ræddu í gær við- brögðin við svari Írana á fundi en þangað voru ekki boðaðir talsmenn Kínverja eða Rússa. Líklega segir það mikla sögu um skortinn á ein- ingu í öryggisráði SÞ. Rússar og Kínverjar vilja ræða við Írana Talið ólíklegt að eining náist í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna um harkalegar refsiaðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ankara. AFP. | Kúrdískur skæruliða- hópur í Tyrklandi kvaðst í gær bera ábyrgð á miklum skógareldum í land- inu að undanförnu. Kom það fram í yfirlýsingu á Netinu þar sem sagði, að eldarnir hefðu verið kveiktir til að mótmæla „fasískri stefnu“ stjórn- valda í málefnum tyrkneskra Kúrda. Í yfirlýsingu hópsins, Kúrdísku frelsisfálkanna, TAK, sagði, að liðs- menn hans hefðu kveikt skógarelda í 17 héruðum og væru reiðubúnir að halda því áfram. Mikið tjón hefur orðið í næstum 100 skógareldum í Tyrklandi að und- anförnu og er enn barist við elda, sem ógna vinsælum ferðamannastað í Bo- drum í suðvesturhluta landsins. Tyrkneskir embættismenn segja, að TAK sé hluti af PKK, Kúrdíska verkamannaflokknum, sem beiti skæruliðahópnum til árása á borgara- leg skotmörk. Talsmenn PKK halda því hins vegar fram, að TAK sé klofn- ingshópur, sem fari sínu fram án af- skipta PKK. Á síðasta áratug var PKK raunar sakaður um að beita þessari aðferð, skógareldum, í stríðinu við tyrknesk stjórnvöld og því veldur yfirlýsing TAK nú miklum áhyggjum. Skógar- eldar geta haft veruleg áhrif á ferða- þjónustu og þar með efnahagslífið. Skæruliðar ábyrgir fyrir skógareldum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.