Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 23 MENNING LJÓSMYNDARINN Joe Rosenthal er allur, 94 ára að aldri. Rosenthal er þekktastur fyrir að hafa í febrúar 1945 tekið mynd af sex bandarískum sjóliðum reisa þjóðfána sinn á toppi Suribachi-fjalls á japönsku smáeyj- unni Iwo Jima. Myndinni var strax slegið upp á forsíðum bandarískra dagblaða til vitnis um baráttuþrek og föðurlandsást bandarískra her- manna og er í dag sú mynd sem oft- ast hefur verið endurprentuð vest- anhafs. Tíu árum eftir að myndin var tek- in skrifaði Rosenthal í Collier’s ma- gazine að litlu hefði munað á sínum tíma að hann hefði sig ekki upp á Suribachi-fjall af þeim sökum að minni fána hefði þegar verið komið upp. Hann hélt þó af stað og kom að þar sem verið var að draga upp nýtt og stærra flagg. „Ég sá að menn- irnir voru byrjaðir að reisa fánann. Ég greip til myndavélarinnar og smellti af. Þannig var myndin tekin og þegar svona er í pottinn búið þá getur maður ekki gengið af vett- vangi í fullvissu um að hafa náð góðu skoti,“ skrifaði Rosenthal sem sjálf- ur sá ekki endanlegu útkomuna fyrr en sex dögum eftir að myndin birtist bandarískum almenningi. „Þegar ég heyrði fyrst talað um hana þá vissi ég ekki um hvaða mynd var rætt.“ Heimild um raunverulegan atburð Nánast frá fyrsta degi var Ro- senthal borið á brýn að hafa sviðsett myndina og stillt hermönnunum upp. Myndasmiðurinn hélt því þó alltaf fram að myndin væri heimild um raunverulegan atburð og benti á að ef um sviðsetningu hefði verið að ræða hefði hún ekki heppnast eins vel og raunin varð. Allir þeir sem urðu vitni að tökunni hafa staðfest fullyrðingar Rosenthals. Vegna staðsetningar sinnar var Iwo Jima talin gegna hernaðarlega mikilvægu hlutverki í síðari heims- styrjöldinni, en eyjan liggur í rúm- lega 1.000 kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Samtals er talið að um 6.800 Bandaríkjamenn hafi látið lífið á þeim fimm vikum sem orrustan um eyjuna stóð meðan 21.000 Japanir börðust því sem næst til síðasta manns. Eftir mynd Rosenthals var síðar mótuð bronsstytta sem stend- ur í dag við Arlington-kirkjugarðinn í Virginínu þar sem þeir hermenn bandarískir sem létu lífið í bardag- anum hvíla. Þessi sögulegi viðburður stendur Íslendingum að sjálfsögðu nær eftir að atburðir þessara tilteknu daga heimsstyrjaldarinnar voru sviðsettir á Reykjanesi síðastliðið sumar. Myndin, sem er óumdeilanlega kunnust allra mynda frá heimsstyrj- öldinni síðari, færði Rosenthal heimsfrægð og hin eftirsóttu Pulit- zer-verðlaun að auki. Í könnun á vegum New York-háskóla árið 1999 lenti hún í 68. sæti yfir hundrað bestu myndir aldarinnar. Ljósmyndun | Ljósmyndarinn á bak við frægustu mynd heimsstyrjaldarinnar síðari látinn Vissi fyrst ekki um hvaða mynd allir voru að tala AP/Joe Rosenthal Þessa frægustu mynd heimsstyrjaldarinnar síðari tók Joe Rosenthal með Speed Graphic-myndavél á toppi Suribachi-fjalls á eyjunni Iwo Jima. AP Joe Rosenthal fyrir framan Arlington-kirkjugarðinn í Virginíu og minn- ismerkið um þá bandarísku hermenn sem féllu í orrustunni um Iwo Jima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.