Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 25

Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 25 Mikið er í húfi varð-andi Kára-hnjúkavirkjun, enekkert er þó mik- ilvægara en líf fólksins fyrir neðan stíflu.“ Þetta eru orð Haralds Sigurðssonar, jarðfræðiprófessors við Rhode Island háskóla í Bandaríkj- unum, í Frétta- blaðinu 13. ágúst síðastliðinn. Vænt- anlega geta allir tekið undir þau – og vonandi munu réttir aðilar nú loksins axla ábyrgð. Því það eru ekki nýjar frétt- ir að stíflur Kára- hnjúkavirkjunar geti varðað öryggi og almannavarnir. Í febrúar 2002 sendi Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur orkumálastjóra greinargerð þar sem hann tel- ur „líkur á stíflurofi umtals- verðar“. Enn fremur, að með- an svo sé „eigi virkjunin ekki erindi inn á Alþingi“. Í apríl sama ár var virkjunarleyfið samþykkt á Alþingi, án þess að þingmenn sæju greinargerð Gríms. Iðnaðarráðuneyti (í ráðherratíð Valgerðar Sverr- isdóttur) hafði hins vegar bor- ist plaggið, en sá ekki ástæðu til að láta það fara víðar. Er það eitt af mörgum atriðum í undirbúnings- og ákvörð- unarferli um virkjunina sem draga má í efa, út frá venju- legu upplýsinga- og lýðræð- isferli. Og hvað er um eðlilegt verk- lag að segja, þegar viðunandi rannsóknir á sprungukerfum voru ekki til þegar ákvörðun var tekin um virkjunina? Og þar með ljóst að alþingismenn höfðu ekki nauðsynlegar upp- lýsingar og forsendur til þess að greiða atkvæði um virkj- unarleyfið. Berggrunnsrann- sóknir Hauks Jóhannessonar og Kristjáns Sæmundssonar leiddu hins vegar ótvírætt í ljós virkar sprungur við Kára- hnjúkastíflu, undir Desj- arárstíflu og í stíflustæði Háls- lóns. Hafði Grímur Björnsson varað sérstaklega við sprung- um undir Kárahnjúkastíflu og jarðhita þar í greinargerð sinni 2002. Rannsókn Hauks og Kristjáns var loksins gerð árin 2004–2005 þegar fram- kvæmdir voru langt komnar, en hún hefði átt að vera und- irstöðuþáttur í áhættumati áð- ur en ákvörðun var tekin um virkjunina. Umsögn Lands- virkjunar um jarðfræðilegan grunn Hálslóns var eftirfar- andi í umhverfismatsskýrsl- unni frá 2001: „Að mati tækni- manna hentar bergið á stíflustæðunum vel sem grunn- ur fyrir þær.“ Hefur sú um- sögn, sem alþingismenn hljóta þá að hafa tekið mark á, nú greinilega fallið um sjálfa sig. Jafnvel leikmanni er ljóst að mannvirki og grunnur þess eru eitt – að grunnur húss er óaðskiljanlegur frá kjallara og hæðum. Hús reist á sandi er þekkt úr biblíuvísindum og kunni ekki góðri lukku að stýra. Sandur er þó ólíkt heppilegri undirstaða en sprungur á ferð. Umsögn Landsvirkjunar ár- ið 2002 um að bergið á stífl- ustæðunum henti vel sem grunnur fyrir þær hefur ekki aðeins reynst röng, heldur stangast hún einnig á við það að jarðhiti var þá þegar fund- inn í könnunarholum sem bor- aðar voru við Hafrahvammagl- júfrin. Volgir borkjarnar þaðan áttu skilyrðislaust að kalla á ítarlegri rannsóknir áð- ur en ákvörðun var tekin um virkjunina, enda benda þeir á sprungukerfi sem nær undir Kárahnjúkastíflu og hefur ver- ið virkt með köflum síðustu tíu þúsund árin. Hvergi í mats- skýrslu Landsvirkjunar var minnst á þessa volgu bor- kjarna og ályktanir sem af þeim mátti draga. Má líta svo á að þar hafi Alþingi verið leynt upplýsingum? Má einnig líta svo á að Alþingi hafi verið leynt upplýsingum, með því að þingmenn fengu ekki í hendur greinargerð Gríms Björns- sonar, þar sem hættan á stífl- urofi er rök- studd, svo og líkindi til þess að Hálslón muni ekki halda vatni? Svo mik- ið er víst að nægilega marg- ar stórar spurn- ingar hafa vaknað um und- irbúnings- og framkvæmda- ferli Kárahnjúkavirkjunar að íslenskur almenningur á heimtingu á rannsókn óháðrar fagnefndar. Meira liggur þó á að skipa aðra nefnd, til þess að meta áhættu af stíflumannvirkjum og lóni, eins og Haraldur Sig- urðsson, þekktastur íslenskra eldfjallafræðinga, lagði til, í fyrrgreindu viðtali við Frétta- blaðið. Nefndin verður að vera skipuð nýjum aðilum, t.d. er- lendum „í stað þess að láta Landsvirkjun aftur og aftur fjalla um eigin mistök“ eins og Haraldur orðar það. Helstu at- riði í viðtalinu við Harald koma heim og saman við áherslurnar í greinargerð Gríms Björnssonar frá 2002 um hættuna á að Hálslón haldi ekki vatni og hættuna á stífl- urofi. Haraldur telur að það gæti verið „ískyggileg bíræfni að byggja stíflur og lón á virku misgengisbelti, og það á úthafsskorpu“. Það hefur nú komið berlega í ljós að full ástæða var til þess að ljá eyra vel rökstuddu áliti Gríms Björnssonar árið 2002. Jörðin styður það sjálf, eftir fjögurra ára og hundrað milljarða tilraunaframkvæmdir (ef kostnaðaráætlun Kára- hnjúkavirkjunar stenst). Spurningin er hvort Alþingi ætlar að taka ábyrgð á því að láta tilraunina rúlla alla leið: hleypa vatni á lónið og sjá svo bara til hvort þetta reddast ekki, að íslenskum hætti. Mið- að við orð a.m.k. þriggja virtra jarðvísindamanna, sem eru óháðir Landsvirkjun, væri það mjög óábyrgt að svo stöddu. Áðurnefnd greinargerð Gríms Björnssonar, sem er al- þjóðlegur sérfræðingur í virkj- unarkostum í jarðhita og m.a. menntaður í Berkeley-háskóla í Kaliforníu, er lesning sem ég mæli með, skiljanleg og vel stíluð. Hana má finna á Go- ogle, undir nafni Gríms, með titlinum: Kárahnjúkavirkjun, sýnd veiði en ekki gefin. Bendi ég áhugamönnum um rík- istryggðar framkvæmdir á vegum ríkisfyrirtækja (og stærstu framkvæmd Íslands- sögunnar, þar með) að kynna sér hana. Áhugamönnum bendi ég einnig á að vippa sér á skipulag.is. Þar er að finna samantekt Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif Kára- hnjúkavirkjunar og úrskurð um virkjunina. Stofnunin lagð- ist gegn henni eins og laga- bókstafur hneig til og skyn- samleg rök. Enginn skyldi þó reyna að nota þetta plagg fyrir svefnmeðal – til þess er það of krassandi. Hér má lesa enda- lausar athugasemdir lærðra og leikra, um langa röð af um- hverfisþáttum, settar fram af álíka yfirvegun og geðlæknis sem reynir að tala um fyrir veruleikafirrtum viðskiptavini sem hefur fengið allslæma flugu í höfuðið og er ekki hans einkamál (og kom þó almanna- varnaþáttur málsins lítt við sögu á þessum tíma, nema þá hugsanlega hamfarabyljir vegna áfoks). En ekki var fyrrnefnd skýrsla með rök- réttri niðurstöðu Skipulags- stofnunar nóg til að hrína á staðfastri samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og framsókn- armanna. Og staðfastur um- hverfisráðherra sneri ákvörð- un Skipulagsstofnunar við, eins og alræmt er – ráð- herrann sem hefði lögum og siðferði samkvæmt átt að spyrna við fæti, helst báðum. Þá tóku við sauðtryggir þing- menn – tryggir við flokkinn eða hvað, umfram land og eig- in samvisku? – og lönduðu Kárahnjúkavirkjun. Heimild um atkvæðagreiðsluna, 8. apríl 2002, og nöfn þeirra alþing- ismanna sem sögðu já og nei og allt þar á milli, í hjásetu og fjarveru, er að finna á heima- síðu alþingis, www.althingi.is Eins og fyrr segir fengu þingmenn ekki í hendur grein- argerð Gríms Björnssonar áð- ur en þeir greiddu örlagaríkt atkvæði sitt um Kára- hnjúkavirkjun. Við verðum að vona að meirihluti þeirra hefði að minnsta kosti byrjað að spyrja spurninga og kallað eft- ir ítarlegri rannsóknum um grunninn undir stærstu fram- kvæmd Íslandssögunnar, áður en þeir ýttu á já-takkann, hefðu þeir séð það plagg. Þingmenn hefðu hins vegar með engu móti átt að vera grunlausir um það að stíflur Kárahnjúkavirkjunar gætu varðað öryggi og almanna- varnir. Í Mati á umhverfis- áhrifum, frá Skipulagsstofnun, sem áður er vísað til, eru at- hugasemdir sem hníga í ná- kvæmlega sömu átt og grein- argerð Gríms Björnssonar 2002 og nýlegt viðtal við Har- ald Sigurðsson sem áður er vísað til. Svo segir í at- hugasemdum Guðmundar heit- ins Sigvaldasonar jarðfræð- ings: „Þétt sprungunet, sem ská- boranir undir gljúfrin sýna … tekur af vafa um ótryggan berggrunn stífl- ustæðisins. Í umhverfismatinu og fylgiriti þess (frá Lands- virkjun, athugasemd grein- arhöf.) er hvergi minnst á sprungur í stíflustæð- inu … Jarðskorpuhreyfingar vegna breytilegrar ákomu á Vatnajökul auka líkur á sí- felldri hreyfingu á sprungum undir stíflustæðinu.“ Guð- mundur skrifar einnig: „For- sendur ákvarðanatöku eru ekki fyrir hendi.“ Í Mati á umhverfisáhrifum, athugasemd Jóns Benjamíns- sonar segir: „Þekktar eru hreyfingar jarðskorpunnar hér á Íslandi við mismunandi ákomu og þá um leið breyti- legu jökulfargi. Í matsskýrsl- unni hefur ekki verið tekið til- lit til skorpuhreyfinga vegna flotjafnvægis í umhverfismati á stíflustæðinu sem er í næsta nágrenni við stærsta jökul í Evrópu og að auki þvert á sprungustefnu. Slíkt er óá- sættanlegt.“ Ofan á þetta bætast svo upplýsingar Ástu Þorleifs- dóttur jarðfræðings um ham- farahlaup úr Brúarjökli (hið síðasta 1963). Það er einnig þáttur sem hefur áhrif á ör- yggi stíflnanna, þ.e.a.s. enn ein bending um nauðsyn þess að skoða virkjunarkostinn ræki- lega með tilliti til öryggis og almannavarna. Ásta fjallaði í fjölmiðlum skilmerkilega um hamfarahlaupin og almennt um hina mjög svo óstýrilátu hegðun Jöklu, aurugasta jökul- fljóts á Íslandi. Guðmundur Sigvaldason greindi einnig frá sprungukerfum undir stífl- unum í fjölmiðlum, svo og jarðskjálftahættu og eldvirkni (svæðið er semsagt ekki dautt eins og segir í matsskýrslu Landsvirkjunar). Er það enn ein ráðgátan að allir sem komu að ákvörðun og framkvæmd Kárahnjúkavirkjunar: Lands- virkjun, iðnaðarráðuneyti, um- hverfisráðuneyti og samþykkir alþingismenn, skelltu skolla- eyrum við athugasemdum Guðmundar Sigvaldasonar, sem var þrautreyndur og al- þjóðlega þekktur jarðvís- indamaður. Að álit hans skyldi ekki einu sinni þykja tilefni til frekari rannsókna ber tæpast vott um ásetning til að hafa það sem sannara reynist og rennir enn stoðum undir orð Haralds Sigurðssonar um „ískyggilega bíræfni“ – að reisa risastíflu með tilheyrandi lóni á virku misgengisbelti. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá athugun Guðrúnar Larsen jarðfræðings sem leiðir í ljós að nokkurra áratuga lota eldgosa gæti verið um það bil að hefjast í Vatnajökli. Flutti hún fyrirlestur um það efni á ráðstefnunni „Eldur og ís“ í nóvember 2004. Gosin hafa flest verið í Grímsvötnum, en sprungur þaðan liggja í átt til Brúarjökuls og vatnasviðs Kárahnjúkavirkjunar. Er þessi þáttur (ásamt þeirri rökstuddu tilgátu að árvisst þrýstingsfall undir Hálslóni geti beinlínis hrist upp í nærliggjandi kviku- hólfum) sjálfsagður sem einn kjarni í því áhættumati varð- andi Hálslón og stíflurnar sem nú ætti að vinda bráðan bug að. Nú síðla sumars 2006 verða einnig þau tíðindi erlendis sem knýja á um óháð áhættumat af enn meiri þunga. Í lok júní fór vatn úr risastíflu í Brasilíu sem er sömu gerðar og Kára- hnjúkastífla, og safnaðist í aðra stíflu neðar í dalnum sem var tóm vegna þurrka (ella hefði illa farið hjá fólkinu fyrir neðan stíflu). Stífluveggur Campos Novos risastíflunnar, um 200 metra hár, er mjög sprunginn og stíflan vænt- anlega ónýt. Í matsskýrslu Landsvirkjunar var tekið fram að stíflurof væri óþekkt í stífl- um af sama toga og Kára- hnjúkastífla er. (Þær hafa víst ekki verið reistar á svo has- arderuðum grunni hingað til.) Fullljóst er a.m.k. að staðhæf- ingin á ekki lengur við, þar sem komið hefur í ljós að sams konar stífla er ekki traust. Óhugsandi væri fyrir Íslend- inga að horfa fram hjá því, heldur ber að draga af atburð- inum suður í Brasilíu allan lærdóm sem unnt er. Nú er það lágmarkskrafa í ljósi þverbrotinna forsendna fyrir atkvæðagreiðslu Alþingis um Kárahnjúkavirkjun 8. apríl 2002, og í ljósi þess sem sann- ara hefur reynst, að Alþingi axli í kjölfar óháðs áhættumats ábyrgð á þeim þætti virkj- unarinnar sem greinilega varð- ar almannavarnir og greiði at- kvæði um hvort vatni verður hleypt eða ekki hleypt á Háls- lón. Allir Íslendingar eiga heimtingu á því, og sér- staklega fólkið fyrir neðan stíflu. Fólkið fyrir neðan stíflu Eftir Steinunni Sigurðardóttur Höfundur er rithöfundur. Steinunn Sigurðardóttir ’Spurningin erhvort Alþingi ætlar að taka ábyrgð á því að láta tilraunina rúlla alla leið: hleypa vatni á lónið og sjá svo bara til hvort þetta reddast ekki.‘ fræðast um hvers er krafist af þeim í þjónustu við þessi börn,“ segir Ásgeir. Barn með skóla í gíslingu Ásgeir heldur áfram og útskýrir að í sumum tilfellum sé óljóst hvað eigi að gera. „Börn með geðraskanir eru eitt dæmi. Heilbrigðisyfirvöld eiga að sinna þeim en það hefur í raun brugð- ist. Svo höfum við stundum börn sem háski er af og enginn í kerfinu virðist bera ábyrgð á þeim. Stjórnendur skól- anna verða því oft að gæslumönnum og maður þekkir dæmi af tilfellum þar sem eitt barn hefur haldið 400 barna skóla í gíslingu í lengri tíma því enginn vissi hvernig taka átti á málinu,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur hinsvegar að sú stefna að fækka sérskólum og mennta börn sem þurfa sértæk úrræði í venjulegum skóla sé af hinu góða. Hann segir hins- vegar að oft séu skólarnir látnir sinna málum sem í eðli sínu séu heilbrigð- isvandamál á meðan hlutverk þeirra er að mennta börnin og að þessi mál beri að skoða í því samhengi. ra barna sem sótt kkað. „Ef börnun- að leita skýringa á útskýrir hinsvegar nir eða einstakir rir það. „Skólarnir esta þjónustu með akhjarli.“ rta ákveðin þjón- um vita hvort við ð sem krafist er af á vanda barnanna ngarstofnununum að gera, en svo er vernig við leysum rmagnið sem við i sem ekki gengur tel ég að gengið a að sinna þessum rjað var að koma skóla án aðgrein- n er framkvæmd okkur er kastað út em betur fer eru aðrir Íslendingar arga sér. Kennar- nn eru duglegir að rgreindra barna að koma kólana Morgunblaðið/Eyþór annarra greiningarstöðva má nefna Sjónstöð Íslands, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans. Í kjölfar þess fer þriggja manna úthlutunarteymi yfir greiningarnar og úthlutar út frá ákveðnum reglum til skólanna. Árið 2006 var peningum úthlutað til skólanna vegna 577 barna, en árið 2004 voru börn- in um 600 talsins þrátt fyrir að greiningar væru ekki jafnmargar. „Við getum sagt sem svo að greiningum vegna þess- ara barna sé að fjölga, greiningarkerfið er að verða nákvæmara,“ segir Arthur og bætir við að úthlutun fjármuna hafi aukist á síðustu fimm árum en hún hafi staðið í stað á milli áranna 2005 og 2006 þrátt fyrir fleiri greiningar. „Fjölgunin er mest hjá ofvirkum börnum og börnum með athyglisbrest og geðraskanir á meðan fötl- unarhóparnir eru nokkuð stöðugir,“ segir Arthur. „Við höfnum 250–300 umsóknum þar sem þær falla ekki undir okkar viðmiðunarreglur. Skólastjórar senda inn fleiri umsóknir en falla undir okkar viðmið- unarreglur,“ segir hann. „Við forgangsröðum og al- varlegustu tilfellin ganga fyrir. Minni hegðunarörð- ugleikar, almennir námsörðugleikar og seinþroski sem ekki nær niður á fötlunarstigið fara svo frekar í almenna úthlutun.“ nir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.