Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á NÆSTA ári eru nákvæmlega
100 ár liðin frá því fyrst voru sett
Lög um skógrækt og varnir gegn
uppblæstri lands, 22. nóv. 1907.
Þessi fyrri lög um
skógrækt voru ein-
ungis 5 greinar og
voru fyrst og fremst
lagagrunnur fyrir
stjórnun skógrækt-
armála.
Veturinn 1954–5
voru þessi gömlu
skógræktarlög endur-
skoðuð, þau færð að
nokkru leyti til nú-
tímahorfs enda hafði
orðið til nokkur þekk-
ing og reynsla af
skógrækt þegar þá
var komið sögu. Inn í
þessi núgildandi skógræktarlög,
sem bera númerið 3/1955, voru illu
heilli sett umdeild ákvæði um
skyldu skógareiganda að reisa
fjárhelda girðingu um land sitt.
Fram að gildistöku þessara laga
gilti mjög forn germanskur réttur
sem kveður á um ábyrgð eiganda
búfjár á tjóni sem búsmali hans
kann að valda.
Skógræktarmenn tóku þessu í
fyrstu þegjandi en reynsla þeirra
síðan hefur yfirleitt verið mjög
slæm af viðskiptum skógareigenda
við sauðfé og bændur.
Girðingarákvæðin í skógrækt-
arlögunum eru allt að því ótrúlega
smásmuguleg, einkum 16. og 17.
gr. sem ættu að vera þingmönnum
nútímans þörf lesning lagatexta
sem hefur verið tekinn góður og
gildur í meira en hálfa öld. Þar
kemur augljóslega fram hvernig
ekki má bjóða þjóðinni upp á
lausn þegar hagsmunaárekstur
tveggja andstæðra sjónarmiða
blasir við.
Almennt séð á að vera unnt að
treysta því, að lagatextinn sé auð-
skilinn öllu venjulegu fólki og að
hann sé sanngjarn gagnvart þeim
aðilum sem málið varðar.
En þarna er öðru nær. Ábyrgð
og kostnaður skógareigandans er
alfarið lagður á hann en sauð-
fjárbóndinn er alltaf ábyrgðarlaus
gagnvart nagandi eðli
sauðfjár síns þegar
það sækir sér allt sem
því finnst mest lost-
æti. Stundum halda
engar girðingar sumu
sauðfé hversu vel sem
frá þeim er gengið og
þá kunna góð ráð að
reynast dýr.
Helgina 25.–27.
ágúst nk. verður hald-
inn aðalfundur Skóg-
ræktarfélags Íslands í
Hafnarfirði. Marg-
sinnis hefur lausa-
göngu sauðfjár borið
á góma á þeim vettvangi og er
þetta málefni orðið að n.k. „eilífð-
armáli“ þar sem engin sjáanleg
lausn er í sjónmáli.
Fjölmargar ályktanir og tillögur
hafa verið samþykktar á und-
anförnum áratugum og stjórn
Skógræktarfélags Íslands síðan
sent stjórnvöldum með frómri ósk
um að á þessu „styrjaldarástandi“
við íslenskt sauðfé mætti finna
haganlega lausn.
En það er eins og flest mál
heims séu þýðingarmeiri en þetta
litla baráttumál: að við sem leggj-
um stund á skógrækt, fáum að
búa við áþekkt lagaumhverfi og
önnur starfsemi í landinu?
Við erum búin að horfa upp á
tugi ef ekki mörg hundruð þúsund
ungra trjáplantna sem í dag væru
að öllu óbreyttu stór og stæðileg
tré hefðu þau ekki lent í bernsku
sinni í íslenskum rollukjafti.
Nú hyggjumst við nokkrir skóg-
areigendur leggja fram tillögu að
áskorun til aðalfundarins sem við
ætlumst til að stjórn Skógrækt-
arfélags Íslands beini síðan til Al-
þingis Íslendinga: að kaleikur
hálfrar aldar ranglætis gagnvart
okkur skógræktarfólki verði frá
okkur brottnuminn og við fáum að
stunda okkar merka ræktunastarf
óáreitt fyrir sísvöngu sauðfé ís-
lenskra bænda sem stundað hefur
ókeypis fæðuöflun sína úr íslensku
skógunum allt of lengi.
Við viljum að lagaumhverfi
skógræktar verði fært betur að
nútímaháttum eins og meðal allra
siðmenntara þjóða en ekki þar
sem þessi óhefti ósýnilegi beit-
arréttur íslenskrar sauðkindar í
skógunum hefur fengið að vaða
uppi hvar sem sauðféð hefur feng-
ið að bera niður.
Við viljum helst af öllu banna
eða takmarka mjög lausagöngu
sauðfjár enda ættu sömu reglur að
gilda um sauðfé landsmanna sem
og annað búfé bænda, hesta, kýr
og svín.
Nokkur sveitarfélög hafa nú
þegar bannað lausagöngu sauð-
fjár, t.d. Mosfellsbær.
Má því segja að þegar sé búið
að grafa undan þessum arfavit-
lausu og ranglátu lagagreinum um
fjárheldu girðingarnar um skóg-
ana okkar.
Hagstætt lagaumhverfi er nauð-
synlegt allri starfsemi í landinu
eigi hún að geta þrifist og dafnað
og er skógrækt á Íslandi engin
undantekning frá því.
Það er ósk mín og von að um
okkar íslenska samfélag megi fara
ný skógræktaralda þar sem fleiri
sjái sér ástæðu og tilgang að taka
þátt í þessu merka starfi sem
skógræktin er.
Takmörkum lausa-
göngu sauðfjár
Guðjón Jensson skrifar
um skógrækt og lausagöngu
sauðfjár
’… og við fáum að stunda okkar merka
ræktunarstarf
óáreitt fyrir sísvöngu
sauðfé íslenskra
bænda …‘
Guðjón
Jensson
Höfundur er skógareigandi, starfar
við bókasafn Iðnskólans í Reykjavík
og er leiðsögumaður nokkrar vikur á
sumrin.
BRÁTT líður að því að hinir níu
þingmenn sem skipa mennta-
málanefnd Alþingis hittist eftir
sumarleyfi og líti yfir fyrirliggj-
andi verkefni. Eitt af
skylduverkum nefnd-
arinnar er að gera
árlega tillögu til Al-
þingis um skiptingu
heiðurslauna lista-
manna.
Þótt ekkert ákvæði
um heiðurslaun sé í
núgildandi lögum um
listamannalaun hefur
leiðarljós Alþingis við
veitingu þeirra að
jafnaði verið það að
sá listamaður sem
telst þessa heiðurs
aðnjótandi eigi að
baki ötula starfsævi
við listsköpun og þyki
hafa náð framúrskar-
andi árangri á sínu
sviði. Fyrir utan list-
ræna landvinninga er
gjarnan horft til
þeirra viðurkenninga
hérlendis og erlendis
sem listamanninum hefur hlotnast
og iðulega hefur nefndin einnig
haft bakvið eyrað að listamaðurinn
sé kominn á eftirlaunaaldur eða
styttist í starfslok, þótt ekki sé
það algilt.
Menn geta haft misjafna skoðun
á heiðurslaunum listamanna eða
hvernig skipta á þeim milli list-
greina, en að mínu mati er það
tæpast menningarríki sem ekki
hlúir að þeim sem stritað hafa í
þágu listarinnar alla sína ævi og
orðið betur ágengt en öðrum, þótt
sjaldnast sé árangurinn sýnilegur í
digrum sjóðum.
Um 25 valinkunnir listamenn
hafa verið á listanum undanfarin
ár og þótt dauðinn hafi grisjað
hann annað slagið hefur ekki
reynst sérlega vandasamt að fylla í
skörðin. Á seinasta þingi var lögð
fram tillaga um að listamönnunum
yrði fjölgað í allt að 40 og viðmið-
unarreglur yrðu settar um hverjir
þar kæmu til álita og hvaða kjör
þeim ætti að búa, en sú ágæta til-
laga hefur ekki enn náð braut-
argengi. Núverandi upphæðin er
smánarleg, var rúmlega 130 þús-
und krónur á mánuði seinast þeg-
ar ég sá um málið fjallað, eða rúm-
lega klukkustundarkaup forstjóra
eins íslenska fjárfestingarbankans,
miðað við að sá ágæti maður skili
um 250 vinnustundum á mánuði.
En burtséð frá samanburði við við-
skiptalífið, sem hlýtur alltaf að
vera menningarlífinu í óhag þegar
launakjörin eiga í hlut, er þó ljóst
að fyrir listamenn sem ríða sjaldn-
ast feitum hestum munar um þess-
ar fáeinu krónur. Enn frekar þeg-
ar hillir undir lok starfsævinnar.
Einn er sá maður sem marg-
sinnis hefur borið á góma þegar
tilnefningar til heiðurslauna lista-
manna eru rædd, þ.e. Sigurður A.
Magnússon rithöfundur. Fjarvera
hans af þeim lista hefur þótt svo
æpandi að fyrir fáeinum misserum
sá hópur manna ástæðu til að
safna undirskriftum þungavigt-
armanna- og kvenna þar sem skor-
að var á menntamálanefnd að gera
þar á bragarbót. Því miður bar þá-
verandi nefnd ekki gæfu til að
taka tillit til þeirrar áskorunar.
Sigurður er nýlega orðinn 78
ára gamall þótt tæpast megi
greina það á andlegu eða lík-
amlegu atgervi hans. Hann á að
baki langa starfsævi í þágu list-
arinnar og afköst hans eru með af-
brigðum. Dugnaður hans og ósér-
hlífni á þeim vettvangi eru með
fádæmum, nánast sama hvar borið
er niður. Frá því fyrsta bók hans,
ferðasagan Grískir reisudagar,
kom út fyrir ríflega hálfri öld hef-
ur hann skrifað skáldsögur, ljóð,
leikrit, ferðasögur, endurminn-
ingabækur, greinasöfn og bækur
um íslenska hestinn. Þessi afköst
myndu flestir telja nægja að
minnsta kosti tveimur lífum, en
Sigurður virðist hafa lifað fleiri líf
því að auki hefur hann þýtt á ís-
lensku stórvirki eftir
bókmenntalega jöfra á
borð við H.C. And-
ersen, Bertolt Brecht,
Gíorgos Seferis, Pan-
delis Prevalakis, Walt
Whitman, James
Joyce (þýðing hans á
Ódysseifi er afrek),
Nagíb Mahfúz, Kazuo
Ishiguro, John Fowles
og Ernest Hem-
ingway. Ekki slæmur
listi það.
En lífin virðast hafa
verið enn fleiri einsog
ótal margir pistlar
hans um menningar-
og þjóðfélagsmál, leik-
og ritdómar bera vitni
um, og mörg skrif
hans önnur hafa verið
merkilegt krydd í
suðupotti menningar-
innar og borið því
vitni að þar býr ein-
læg ástríða að baki. Óþreytandi
vinna hans við að kynna Íslend-
ingum undur Grikklands er svo
efni í langan bálk. Þess má einnig
geta að Sigurður var fyrsti for-
maður Rithöfundasambands Ís-
lands og hefur unnið ötullega að
félagsmálum stéttarinnar og í
þágu margvíslegra annarra mál-
efna, enda hugsjónakraftur hans
víðfrægur. Í ævisöguskrifum sín-
um hefur Sigurður gengið nær
sjálfum sér og sumum samferð-
armönnum sínum en nokkur annar
hérlendur rithöfundur, og er
skefjalítil hreinskilni hans í eigin
garð í senn aðdáunarverð og
óvænt. Skoðunarleysi og hálfkák
er honum framandi og á svo sann-
arlega að virða honum til tekna á
tímum þegar miðjumoð og hug-
leysi ríkja iðulega í opinberri um-
ræðu. Hann er með öllu fráhverfur
þjónkun við valdhugsun og verður
lengi minnst fyrir einarðlegt andóf
gegn hvers kyns þrengingum að
mannréttindum. Ástráður Ey-
steinsson, prófessor í bókmennta-
fræði, segir í formála ræðu- og rit-
gerðasafns Sigurðar, Í tíma og
ótíma (1998) að hann sé rithöf-
undur og menntamaður sem „læt-
ur eldmóðinn kynda undir gagn-
rýnni hugsun, þorir að eiga sér
hugsjónir en tekur jafnframt sjálf-
stæða og óflokksbundna afstöðu í
þjóðþrifamálum“.
En heiðurslaun eru ekki veitt
fyrir gallharðar skoðanir eða bar-
áttu í þágu mannréttinda eða ann-
arra þeirra málefna sem Sigurður
hefur stutt ötullega, þar er aðeins
horft til framlagið til íslenskrar
menningar. Ég leyfi mér að vitna
aftur í öndvegisgrein Ástráðs um
Sigurð: „Hann er ekki aðeins á
meðal fremstu rithöfunda landsins
heldur er hann sem fyrr segir rit-
höfundur í víðri merkingu sem
telja má tímabæra. Ferill hans er
áminning um að merking bók-
mennta verður til í allri miðlun
þeirra og tengist gjörvöllu vafstri
okkar sem einstaklinga og fé-
lagsvera á víðum velli. Með orðum
sínum minnir hann á að bók-
menntir eru ekki aðeins list orðs-
ins heldur líka list samfélagsins,
knúin áfram af trúnni á manns-
andann.“
Og eins og fyrrnefnd upptalning,
þótt ekki sé hún tæmandi, ber
vitni hefur Sigurður verið ham-
hleypa til flestra verka á menning-
arsviðinu. Ég skora hér með á
menntamálanefnd Alþingis að
veita Sigurði A. Magnússyni verð-
skuldaðan sóma.
Sóma fyrir
Sigurð
Sindri Freysson skrifar um
heiðurslaun listamanna
Sindri Freysson
’Sigurður A.Magnússon hef-
ur verið ham-
hleypa til flestra
verka á menn-
ingarsviðinu.‘
Höfundur er rithöfundur og blaða-
maður.
ÁRÓÐURINN gegn Íbúðalána-
sjóði heldur áfram með auknum
þunga. Sérfræðingar ýmissa fjár-
málastofnana, innlendra sem er-
lendra, koma fram í fjölmiðlum og
hamra á því að starfsemi Íbúða-
lánasjóðs „hamli virkni peninga-
málastefnu Seðla-
bankans“.
Íbúðalánasjóður er
gerður einn að-
almeinvætturinn í ís-
lensku efnahagslífi og
verðbólguvaldur. Höf-
uðeinkenni þessa mál-
flutnings fulltrúa fjár-
málastofnananna er
að engin rök fylgja
fullyrðingum þeirra
um skaðsemi Íbúða-
lánasjóðs. Engin lýs-
ing kemur fram á því
hvernig skaðsemi
lánastarfsemi sjóðsins er háttað
umfram lánastarfsemi bankanna.
Aðeins er vitnað með óljósum
hætti í skýrslur eins og Seðla-
bankans og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins. Hverjir skaðast á starf-
semi Íbúðalánasjóðs? Hverjir
græða minna en ella vegna lána-
starfsemi sjóðsins? Eru það ekki
bankarnir?
Hvaða ráð hafa svo þessir sér-
fræðingar og fjármálastofnanir til
að auka „virkni peningamálastefnu
Seðlabankans?“ Ráð þeirra er að
gera Íbúðalánasjóð að einkarekn-
um heildsölubanka. Og hvað er
það sem breytist við það að Íbúða-
lánasjóður verði einkarekinn
heildsölubanki? Jú, það að þá fá
bankarnir að lána almenningi þá
peninga sem sjóðurinn lánar nú
milliliðalaust. Það verður til milli-
liður sem krefst aukins kostnaðar
fyrir lántakandann í hærri vöxtum
og þjónustugjöldum. Og hluthafar
bankanna krefjast
arðsemi af starfsemi
þeirra. Íbúðalánasjóð-
ur er hins vegar rek-
inn þannig að hann
standi aðeins undir
rekstrarkostnaði. Við
boðaða breytingu yrði
fákeppni og kostnaður
aukinn á íbúða-
lánamarkaði. Eru það
hagsmunir almenn-
ings að svo sé að mál-
um staðið? Hvað
segja launþegar um
það?
Ráð áðurnefndra sérfræðinga
og stofnana eru einnig þau að
hækka beri stýrivexti Seðlabank-
ans sem nú eru 13%. Slík ráð-
stöfun drægi eitthvað úr eft-
irspurn eftir lánum, sem þýddi
aðeins það í raun að bankarnir
tækju eitthvað minna af erlendum
lánum á lágum vöxtum til að end-
urlána hér á háum vöxtum. En
stýrivaxtahækkun þýddi aðallega
almenna vaxtahækkun á lánum
sem þegar hafa verið tekin. Sem
aftur þýðir aukinn hagnað lánveit-
enda bankanna úr vasa skuld-
aranna í landinu. Þannig yrði enn
frekari tilfærsla á fjármunum frá
þeim til bankanna. Ráð innlendu
og erlendu fjármálasérfræðing-
anna miða þannig öll að því að
þjarma að almenningi í þágu auð-
ugra fjármálastofnana.
Íbúðalánasjóður hefur það sem
af er þessu ári lánað um 15 millj-
örðum minna en á sama tímabili í
fyrra en heildarútlán bankanna
hafa aukist á sama tíma. Af hverju
skýra sérfræðingarnir ekki hvers
vegna lán Íbúðalánasjóðs eru
meiri skaðvaldur í efnahagslífinu
en lán bankanna? Það er einfald-
lega vegna þess að rök þeirra
standast ekki. Málflutningur
þeirra er áróður fyrir hagsmunum
bankanna gegn hagsmunum al-
mennings. Þeir eru starfsmenn
fjármálastofnananna. Hvað gengur
þeim stjórnmálamönnum til sem
lepja athugasemdalaust upp
„fræði“ fjármálastofnananna? Þeir
verða að gera almenningi grein
fyrir því hvers vegna þeir virða
hagsmuni bankanna meir en hags-
muni almennings. Frá stjórn-
málamönnum hefur ekkert heyrst
annað en bergmál af hrópum
bankanna.
Áróðurinn gegn
Íbúðalánasjóði
Árni Þormóðsson skrifar
um lánamarkaðinn
’Ráð innlendu og er-lendu fjármálasérfræð-
inganna miða þannig öll
að því að þjarma að al-
menningi í þágu auðugra
fjármálastofnana.‘
Árni Þormóðsson
Höfundur er öryggis- og næt-
urvörður.