Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
FYRIR skemmstu flykktust konur í
Broadway en þar leiddu drengirnir í
Chippendales saman „hesta“ sína á
sýningu. Samkvæmt viðtali í Frétta-
blaðinu og á fleiri miðlum munu kon-
urnar vera komnar til að líta þá dýrð
augum er karlmenn bera sig og síð-
ast enn ekki síst kasta af sér oki for-
tíðarinnar og fjötrum sem við karl-
menn munum hafa á þær lagt.
Ásamt þeim mun og einnig einstaka
kona kasta af sér beisli og múl og
æpa og veina frá sér vit og glóru um
leið og brjóstahöld og fleira flýgur,
svo aftur sé vitnað í einn dansarann í
viðtali við Fréttablaðið.
Sá maður segir einnig í viðtalinu
að drengirnir séu „fæddir til að
þóknast konum“. Guð hjálpi þeirri
konu sem myndi láta út úr sér „ég er
fædd til að þóknast körlum“. Hún
yrði líklega fljótt „tekin á beinið“,
býst ég við.
Ég óska konum þeim sem fara á
þessa dansskemmtun til hamingju
með það og vona að þær skemmti
sér vel og losni við öll höft og ok og
beisli en um leið vona ég að þær
hugsi til okkar karla sem vilja einnig
sjá þær dansa á „stringsinum“ ein-
um að þær leyfi slíkt án þess að við
þurfum að leita út í ystu myrkur út-
hverfa í Kópavogi. Ég gæti vel hugs-
að mér eins og væntanlega fleiri að
sjá svona sýningu vel vaxinna
kvenna í Broadway.
Slík sýning myndi jafnvel passa
vel á Menningarnótt.
ÓLAFUR AUÐUNSSON,
jafnréttissinni
Kirkjustétt 7, Reykjavík.
Einum leyfist,
annar ekki má
Frá Ólafi Auðunssyni:
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Góð 83 fm 4ra herb. íbúð á 2.
hæð í þessum eftirsóttu fjölbýlum.
Stofa með útgangi á suðursvalir,
eldhús með þvottaherbergi og
búri innaf, 3 svefnherbergi í svefn-
álmu, lítið sjónvarpshol og flísa-
lagt baðherbergi með nýjum tækj-
um. Borðaðstaða í eldhúsi. Verð
28,5 millj.
Furugerði - 4ra herb. m. suðursvölum
Glæsileg 132 fm, 5 herb. íbúð á
efstu hæð. Sérsmíðaðar innrétt-
ingar, stofa með kamínu, baðher-
bergi flísalagt í hólf og gólf og
skápar í öllum herb. Fallegt eldhús
með eyju. Svalir til suðvesturs
með útsýni. Ryksugukerfi og
síma- og tölvulagnir í herb.
Sérstæði í lokaðri bílageymslu.
Verð 33,5 millj.
Þorláksgeisli - Glæsileg 5 herb. íbúð
Mjög glæsileg og nánast algjör-
lega endurnýjuð 4ra herb. 80,4 fm
íbúð í Vesturbænum. Íbúðin skipt-
ist í 2 rúmgóð herbergi, 2 sam-
liggjandi stofur, rúmgott eldhús og
baðherbergi. Öll gólfefni eru ný úr
eik og mustangsteini, eldhúsinn-
rétting er ný og allar lagnir eru nýj-
ar eða yfirfarnar. Laus við kaup-
samn. Verð 19,9 millj.
Seljavegur - 4ra herb. nýuppgerð
EF ÞÚ vaknaðir nú ekki upp í
fyrramálið, hvar stæði fólkið þitt þá?
Hverjar yrðu myndir þess af þér?
Þú tekur ekkert
með þér þegar þú ferð,
en hvað muntu skilja
eftir þig? Hver verður
ævisaga þín, arfleifðin
sem þú skilur eftir
þig?
Skila hagnaði eða
bera ávöxt?
Verður þín minnst
sem þess sem eyddir
tíma þínum í að
heimta og hrifsa,
græða og skila hagn-
aði eða þess sem not-
aðir tímann í að gefa
af þér og elska? Þess sem bar ávöxt í
lífinu, sjálfum þér og þínum til heilla,
öðrum samferðamönnum til bless-
unar og Guði til dýrðar?
„Því hvar sem fjársjóður þinn er,
þar mun og hjarta þitt vera.“ (Matt.
6:21)
Nýtum tímann
Nýttu tímann því vel á meðan þú
ert því það er of seint þegar þú ert
farinn. Nýttu hann til að fegra um-
hverfi þitt með gjöfum. Leitastu við
að strá fræjum kærleik-
ans hvar sem þú ferð.
Og þín verður minnst
sem þess sem elskaði.
Þess sem raunverulega
bar umhyggju fyrir
fólki. Þá muntu bera
ávöxt í lífinu sem mölur
og ryð kann ekki að
granda. Ávöxt sem var-
ir.
Boðberar
kærleikans
Boðberar kærleikans
eru jarðneskir englar
sem leiddir eru í veg
fyrir fólk til að veita umhyggju,
miðla ást, fylla nútíðina innihaldi og
tilgangi. Þeir veita framtíðarsýn
vegna tilveru sinnar og kærleiks-
ríkrar nærveru.
Þeir eru jákvæðir, þeir styðja,
uppörva og hvetja. Þeir sýna hlut-
tekningu, umvefja og faðma, sýna
nærgætni og raunverulega um-
hyggju í hvaða kringumstæðum sem
er án þess að spyrja um endurgjald.
Hafa slíkir englar orðið á þínum
vegi? Veist þú um einhverja slíka?
Ert þú kannski einn af þeim?
Smitandi kærleikur
Kærleikann getur enginn tekið
sér eða hrifsað til sín. Hann er gjöf
sem má meðtaka og þiggja.
Verum opin fyrir kærleikanum.
Leitumst við að lifa í honum og finn-
um honum farveg svo hann berist
áfram og fleiri fái notið hans.
Kærleikurinn er tær, hann er
heill. Honum fylgir sannleikur og
frelsi, umhyggja og umburðarlyndi,
von og traust, ábyrgð og agi.
Hver verður ævisaga þín?
Sigurbjörn Þorkelsson
skrifar hugvekju ’Leitastu við að stráfræjum kærleikans hvar
sem þú ferð. ‘
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og
framkvæmdastjóri Laugarneskirkju.
HINN 20. júlí birtist grein eftir
mig í Morgunblaðinu sem bar heit-
ið „Um ímyndaðan andstæðing
séra Gunnars“. Þar benti ég á
ýmsar (en þó ekki allar) rang-
færslur sem komu
fram í grein séra
Gunnars Jóhann-
essonar „Um trú og
vísindi“. Löng svar-
grein eftir séra Gunn-
ar birtist síðan 8.
ágúst síðastliðinn und-
ir titlinum „Enn um
vísindi og trú“. Nú
held ég áfram vörnum
fyrir Richard Dawkins
en einnig sjálfan mig
og trúleysi almennt.
Séra Gunnar heldur
að hann sé að draga
eðlilegar ályktanir um skoðanir
Dawkins í sínum skrifum, ég held
því fram að Gunnar sé að gera
Dawkins upp skoðanir. Ég hef þeg-
ar bent prestinum á að það væri
góð vinnuregla hjá honum að vitna
orðrétt í Dawkins þegar hann er að
fjalla um skoðanir prófessorsins.
Gunnar hefur ítrekað tekið orð
Dawkins úr samhengi og ætti því
að vanda sig betur.
Karl Sigurbjörnsson biskup
sagði nýlega að Richard Dawkins
héldi því blákalt fram að trúar-
brögð séu rót alls ills. Þetta er
ósatt og Karl væri meiri maður ef
hann bæði Dawkins afsökunar á
þessum orðum sínum. Dawkins
hefur orðrétt sagt að trúarbrögð
séu ekki rót alls ills enda væri slík
staðhæfing fáránleg. En kirkjunnar
menn virðast ekki eiga önnur svör
við málflutningi Dawkins en þau að
gera honum upp skoðanir. Það sýn-
ir kannski best að Dawkins er að
hitta í mark. Þessi nauðvörn þjóð-
kirkjumanna ber vott um rökþrot.
Gunnar tengir gyðingaofsókn-
irnar við félagslegan Darwinisma
(sem hann kallar af einhverjum
ástæðum sósíalískan Darwinisma).
Það er alveg rétt að ýmsir vís-
indamenn voru á villigötum á þess-
um tíma en það er ekki hægt að
kenna gölluðum fræðum um að
hafa æst nærri því heila þjóð upp í
gyðingahatur. Gyð-
ingahatrið í Þýska-
landi var líka mun
eldra en félagslegur
Darwinismi.
Í framhaldi af um-
ræðu um Helförina
heldur Gunnar því
fram að „Hitler og
flestir nasistar [hafi
verið] guðleysingjar
og andsnúnir krist-
indómi“. Sjálfur sagði
Hitler í bók sinni
Mein Kampf: „[…] í
dag trúi ég því að ég
vinni í samræmi við vilja hins al-
máttuga skapara: með því að verja
mig gegn Gyðingunum er ég að
berjast fyrir Drottin.“ Það skiptir
samt meira máli hverjar trúarskoð-
anir Þjóðverja voru almennt.
Ég vitna í upphaflegu grein mína
„[þ]að er okkur nær óskiljanlegt að
hægt sé að æsa nær heila þjóð upp
í að styðja ofsóknir gegn nágrönn-
um sínum en ef við horfum til þess
að trúarleiðtogar, bæði mótmæl-
enda og kaþólskra, höfðu undirbúið
jarðveginn í margar aldir þá skilj-
um við ofstækið betur.“ Séra
Gunnar telur gyðingahatur alls
ótengt kristni en staðreyndin er sú
að ofsóknir gegn gyðingum hafa í
gegnum tíðina verið réttlættar með
tilvísunum í Nýja testamentið. Þá
sérstaklega í Matteusarguðspjall
þar sem gyðinga“lýðurinn“ segir
„[k]omi blóð hans [Krists] yfir oss
og yfir börn vor!“. Staðreyndin er
sú að trúarbrögð (allavega kristni)
er auðvelt að nota til þess að fá
fólk til að fremja illvirki. Það er
óviðunandi fórnarkostnaður.
Þegar Gunnar ræðir um skil-
greiningar á trúleysi kemur hann
nokkuð reglulega með undarlegar
staðhæfingar sem oft virðast ekki í
neinu samhengi við fyrri orð hans.
Ég ætla að svara nokkrum atriðum
hér þó að ég hafi þegar svarað
flestu mjög vandlega í grein á vef-
ritinu Vantrú sem heitir „Lífssýn
eða trú“. Presturinn skilur ekki
skilgreiningar mínar á trúleysi
annars vegar og guðleysi hins veg-
ar. Guðlaus maður trúir ekki á guð.
Trúlaus maður hefur sömu afstöðu
og guðlaus maður til guða en bætir
um betur og trúir ekki á nein yf-
irnáttúruleg fyrirbrigði. Allir trú-
lausir menn eru guðlausir. Guð-
lausir menn geta trúað á álfa en
trúlausir menn ekki.
Þegar ég segi að við Dawkins
skilgreinum trúleysi á svipaðan
hátt þá virðist Gunnar halda að ég
sé þá að nota orðið trúleysi sem
þýðingu á orðinu atheism. Það er
bara rangt. Á ensku væri orðið
trúleysi non-belief. Dawkins er
non-believer og hann er líka at-
heist á sama hátt og ég er guðleys-
ingi og trúleysingi. Maður sem er
non-believer er sjálfkrafa atheist
eins og sá sem er trúlaus er sjálf-
krafa guðlaus.
Þegar ég bendi Gunnari á að
hann aðhyllist hlaðborðskristni þá
segir hann að ég virðist vilja helst
gera hann að íhaldssömum bók-
stafstrúarmanni. Að sjálfsögðu er
það ekki vilji minn. Ég myndi vilja
gera hann að stoltum og góðum
trúleysingja sem skilur að Biblían
er með öllu óþörf. Gunnar er kom-
inn hálfa leið með því að skilja að
siðferði Biblíunnar megi ekki taka
hrátt upp og stendur þar með
framar bókstafstrúarmönnum. Nú
þarf hann bara að taka eitt skref í
viðbót til að hætta að nota Biblíuna
alveg.
Það er óþarfi að hafa þetta mikið
lengra. Þeir sem vilja kynna sér
skoðanir Dawkins á hinum ýmsu
málefnum er bent á að lesa greinar
hans og bækur (Gunnar og Karl
mættu líka gera það). Fólk ætti að
minnsta kosti ekki að treysta á
túlkanir þjóðkirkjumanna á mál-
stað hans, þar er lítinn sannleika
að finna.
Úr samhengi séra
Gunnars
Óli Gneisti Sóleyjarson
skrifar um trúmál
’Gunnar er kominn hálfaleið með því að skilja að
siðferði Biblíunnar megi
ekki taka hrátt upp og
stendur þar með framar
bókstafstrúarmönnum.‘
Óli Gneisti Sóleyjarson
Höfundur sat í skipulagsnefnd
ráðstefnunnar Jákvæðar raddir
trúleysis.
ÞAÐ er margt óskýrt í ákvörðun
Lífeyrisstofu að svipta 2.300
manns lífeyrissréttindum eða
skerða lífeyri þeirra. Í bréfi þeirra
til sjóðfélaga frá 28. júlí sl. er
hvergi vitnað til laga sem skýra
þessa ákvörðun.
Hér skal bent á að réttindi þau
sem menn eiga í lífeyrissjóðum,
helgast af greiðsluskyldu sem
komið var á með lögum. Þess
vegna er augljóst að þarna er um
að ræða lögvarin réttindi sem ein-
ungis verða afnumin með lagafyr-
irmælum.
Skv. 72. grein laga 33/1944 þ.e.
stjórnarskrárlaga er eignarréttur
friðhelgur. Engan má skylda til að
láta af hendi eign sína nema al-
menningsþörf krefji. Þarf til þess
lagafyrirmæli og komi fullt verð
fyrir. Inneign sjóðsfélaga og rétt-
indi geta ekki gufað upp.
Aðrir lífeyrissjóðir hafa ekki
tekið þessa sömu ákvörðun um
sviptingu eða skerðingu. Ég hef
aðeins getað skoðað einn annan og
þar skiptir ekki máli hvort
greiðslur séu hærri nú en fyrir
greiðslutöku.
Það vekur óneitanlega athygli
að upphæðin sem miðast við
fyrstu greiðslur úr sjóði Lífeyr-
isstofu er alls ekki framreiknuð að
núvirði, þannig að samanburður
við tekjur sl. árs er á engan hátt
raunhæfur.
Þegar litið er til þessa minnist
maður 65. greinar laga 33/1944 um
að allir skuli jafnir fyrir lögunum
án tillits til efnahags, ætternis og
stöðu að öðru leyti. Reglur lífeyr-
issjóða hljóta að eiga að gilda
jafnt fyrir alla, ekki bara þá verst
settu.
Svona fyrirvaralítil svipting er
alvarlegt mál fyrir fjölda manna
sem vegna örorku sinnar geta á
engan hátt varið sig.
Í fyrsta lagi verður sjóðurinn að
skýra mál sitt með lagarökum. Í
öðru lagi verður sjóðurinn að veita
sjóðfélögum upplýsingar um ið-
gjöld og lífeyrisréttindi samkvæmt
reglum hvers sjóðs, sbr. 7. grein
91/1980.
Þegar ég var barn las ég í Biblí-
unni að frá þeim sem ekkert hafa,
skal tekið verða. Nú loks við lest-
ur bréfsins frá 28/7 skildi ég þessi
orð.
ERNA ARNGRÍMSDÓTTIR,
Sólvallagötu 35, Reykjavík.
Frá þeim sem
ekkert hafa …
Frá Ernu Arngrímsdóttur: