Morgunblaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 31
vel skipulagður, eðlilegur og sjálf-
sagður hluti af skólastarfinu. Guðrún
gegndi ýmiss konar ábyrgðarstöðum
á löngum starfsferli. Hún sinnti með-
al annars starfi deildarstjóra í ensku
um nokkurt árabil og á vettvangi
fagfélagsins var hún alla tíð virkur
félagsmaður auk þess sem hún sat í
stjórn Félags enskukennara á árum
áður.
Guðrún var áhugasöm í starfi.
Hún var hæglát og ljúf og var lítið
fyrir að slá um sig en þegar umræð-
urnar snerust um skólamál hafði hún
bæði þekkingu og skoðanir á málun-
um. Ég á margar ánægjulegar minn-
ingar um þær stundir þegar við Guð-
rún sátum saman inni á skrifstofu og
ræddum um áhugamál hennar, starf-
ið, kennsluna og endur- og símennt-
un kennara. Ég dáðist oft að því hve
vel hún fylgdist með nýjungum í
greininni og þá ekki síst þeim tækni-
nýjungum sem orðið hafa undanfarin
ár og eru stöðugt að breyta starfs-
umhverfi kennara. Þar var hún mun
betur að sér en margur annar.
Guðrúnar er sárt saknað. Ég færi
fjölskyldu hennar mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Már Vilhjálmsson.
Vinkona okkar Guðrún Sigurðar-
dóttir kenndi ensku við Menntaskól-
ann við Sund allt frá fyrstu árum
skólans á meðan hann ennþá var
Menntaskólinn við Tjörnina. Á þeim
árum kenndum við allar með henni
mislengi. Áður hafði Guðrún kennt
við Kennaraskólann. Kennslustarfið
var hennar líf og áhugamál. Færni
Guðrúnar í ensku var mikil og erf-
iðar þýðingar hvort heldur sem var
frá ensku yfir á íslensku eða öfugt
léku í höndunum á henni, enda var
hún oft fengin í slík verkefni. Ná-
kvæmni og vandvirkni einkenndu
alla hennar vinnu. Hún fylgdist vel
með framförum og nýjungum í
kennsluaðferðum og sótti fjölda
námskeiða og fræðslufunda. Guðrún
var alltaf í fararbroddi. Þarna var á
ferðinni afburðagreind kona.
Hlutskipti frumkvöðulsins verður
gjarnan að hugmyndir hans fá ekki
alltaf hljómgrunn. Athugasemdir
sem ef til vill voru í upphafi sakleys-
islegar í augum gerendanna undu
upp á sig. Guðrún hvarf frá störfum
um tíma og við tók glíma við kerfið
sem lauk um síðir með sigri. Þetta
voru Guðrúnu erfið ár en þarna fór
sterk og heilsteypt kona með ríka
réttlætiskennd.
Guðrún kom til starfa aftur af
sama áhuga og áður og full af nýjum
hugmyndum. Hún sá að breytingar
voru framundan í þjóðfélaginu og að
skólarnir yrðu að fylgja með. Hún
hafði áhuga á að skólinn hennar yrði
þar framarlega. Hún sótti um starf
endurmenntunarstjóra og gegndi
því starfi ennþá þegar hún fór í veik-
indaleyfi. Á þessum árum bauð
menntamálaráðuneytið kennurum
tölvunámskeið og þáði skólinn að fá
þau í hús. Alltaf sat Guðrún nám-
skeiðin með samkennurunum og var
gott að geta leitað til hennar milli
kennslustunda þegar tölvuskipanir
höfðu skolast til, því Guðrún hafði
allt á hreinu. Kaffi og meðlæti vant-
aði ekki í hléunum. Guðrún hafði
laumast úr kennslustundinni og töfr-
að það fram.
Það var orðinn fastur liður í náms-
áætlunum Guðrúnar að hluti kennsl-
unnar fór fram í tölvustofu. Þar leið-
beindi hún nemendum meðal annars
með öflun heimilda á Netinu á gagn-
rýninn hátt. Í upphafi var lítið um
námsefni til að byggja á í tölvu-
tengdri kennslu og samdi Guðrún því
sjálf mestallt efnið sem hún notaði.
Áhugi hennar á nýjungum í kennslu-
háttum átti sér lítil takmörk önnur
en þau að tölvukerfi skólans var í
upphafi ekki nógu öflugt til að fram-
kvæma allar hugmyndir hennar.
Nemendur unnu með gagnvirk verk-
efni sem Guðrún samdi og hún hélt
úti fyrsta vefleiðangrinum á heima-
síðu skólans. Hún lagði mikla vinnu
og metnað í samningu vefleiðangurs-
ins enda varð útkoman vefur sem gaf
nemendum fjölbreytta möguleika á
að fræðast um enska tungu og enska
menningu.
Eins og vill gerast eru skiptar
skoðanir í fjölbreyttum nemenda-
hópi. Nemendur sem höfðu áhyggjur
af því að þeir þyrftu að leggja of mik-
ið á sig hjá Guðrúnu eða læra hluti
sem ekki væru til prófs létu stundum
heyra í sér. Öðrum nemendum var
ljóst að það vakti fyrir kennara
þeirra að undirbúa þá sem best fyrir
nám og störf í framtíðinni í síbreyti-
legu þjóðfélagi og þakka þeir henni
væntanlega í dag fyrir þann grunn
sem hún lagði að námi þeirra. Guð-
rún var framsýn kona. Framundan
eru breytingar á námskrám fram-
haldsskólanna og hún sá fyrir sér
nýja nálgun í uppbyggingu mála-
deilda þar sem upplýsingatæknin og
tölvunotkun yrði samtvinnuð allri
kennslunni. Krabbameinið og veik-
indin sem því fylgdu síðustu tvö árin
drógu úr afköstum hennar. Guðrún
átti eftir að fylgja svo mörgum hug-
myndum sínum eftir.
Við þökkum Guðrúnu fyrir allar
samverustundirnar þegar við hitt-
umst og drukkum kaffi og spjölluð-
um um alla heima og geima og vin-
áttu sem fékk að þroskast langt út
fyrir kunningsskap samstarfs-
manna. Við geymum í minningunni
myndina af glæsilegri konu sem
geislaði af ánægju umkringd fjöl-
skyldu sinni, vinum og samkennur-
um í stórveislu sem hún bauð til á 60
ára afmælinu sínu. Börnum hennar
og fjölskyldu vottum við samúð okk-
ar.
Ingibjörg Atladóttir,
Kristín Helgadóttir,
Monika S. Baldursdóttir.
Mikil baráttukona er fallin frá.
Kona sem sýndi baráttuvilja og
seiglu í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Þeir eiginleikar hennar
sýndu sig vel í starfi hennar sem
menntaskólakennari.
Guðrún Sigurðardóttir var í hópi
fyrstu kennaranna sem réðust til
starfa við Menntaskólann við Tjörn-
ina, síðar Menntaskólann við Sund.
Hún var vel menntuð og vel að sér,
áhugasamur kennari og hafði yndi af
starfinu. Hún hafði mikinn áhuga á
skólamálum, sótti ótal námskeið og
fylgdist vel með öllum nýjungum
bæði í kennslufræði og tæknibúnaði.
Hún fór sér hægt, var sjálfstæð og
viljasterk og gat verið afar ákveðin
og föst fyrir. Á fyrri árum áttu þraut-
seigja hennar og þrjóska hvað
drýgstan þátt í að bæta aðstæður og
búnað okkar enskukennaranna við
skólann.
Á síðari árum var Guðrún í hópi
þeirra fyrstu sem markvisst nýttu
tölvubúnað og netvæðingu í tungu-
málakennslu. Henni var hlýtt til
nemenda sinna, vildi þeim vel og
reyndi að bæta stöðu þeirra og
hjálpa þeim sem að einhverju leyti
áttu í vanda. Hún var nákvæm og
vandvirk, nösk á villur og lagin við
leiðréttingar, en um leið vel ritfær og
átti jafnvel til að yrkja. En hún var
hæglát og dul, þannig að sá hæfileiki
fór ekki hátt.
Viljastyrkur Guðrúnar kom skýrt í
ljós í lokabaráttu hennar. Þótt hún
hafi bognað stöku sinnum reisti hún
sig jafnan við og barðist áfram. En
þrátt fyrir þennan sterka baráttu-
vilja fékk hún ekki við ráðið og varð
að lúta í lægra haldi í lokin.
Við minnumst hennar í vinsemd og
virðingu og vottum börnum hennar
og fjölskyldu innilega samúð.
F.h. enskukennara Menntaskól-
ans við Sund,
Bera Þórisdóttir og
Guðný Rögnvaldsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 31
MINNINGAR
✝ Halldór Krist-inn Karlsson
fæddist í Reykjavík
24. nóvember 1947.
Hann andaðist á
Landspítala, Foss-
vogi hinn 13. ágúst
síðastliðinn. Móðir
Halldórs var Gyða
S. Halldórsdóttir
verslunarmaður í
Reykjavík, f. 30.
apríl 1916, d. 15.
janúar 1978. For-
eldrar hennar voru
Halldór Kristinn
Vilhjálmsson er lengi var prent-
ari í Gutenberg eða frá 1905–
1935 en síðan sjúklingur, f. 12.
janúar 1885, d. 29. janúar 1969
og kona hans Guðfinna Einars-
dóttir húsmóðir, f. 5. apríl 1879,
d. 16. nóvember 1963. Faðir
Halldórs var Karl Gíslason verk-
stjóri í Reykjavík, f. 15. nóvem-
ber 1909, d. 16. ágúst 1963.
Halldór ólst upp hjá móður
sinni og móður-
ömmu. Hann gekk í
Miðbæjarskólann
og Menntaskólann í
Reykjavík og lauk
þaðan stúdents-
prófi árið 1967. Að
loknu stúdentsprófi
stundaði hann
tungumálanám og
dvaldist um hríð í
Skotlandi og á Ír-
landi auk þess sem
hann sótti tíma í
Háskóla Íslands.
Einnig vann hann í
nokkur misseri hjá Pósti og
síma. Frá árinu 1977 var Halldór
sjúklingur og eftir lát móður
sinnar dvaldist hann á ýmsum
stofnunum á vegum Kleppsspít-
ala síðast á sambýlinu að Esju-
grund 5 á Kjalarnesi, frá því í
janúar 2005.
Útför Halldórs verður gerð
frá kapellunni í Fossvogi í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Mér er ljúft að minnast Halldórs
sem glaðsinna drengs sem gekk vel í
skóla. Mæður okkar voru vinkonur
og við vorum vinir allt frá fæðingu
hans.
Halldór átti góða bernsku. Gyða
móðir hans var lengi verslunarstjóri í
vefnaðarvörudeild KRON á Skóla-
vörustíg 12 meðan Guðfinna amma
hans annaðist heimilið. Þau bjuggu
fyrstu ár Halldórs á Njálsgötu 100 en
fluttust um 1953 að Urðarstíg 6a og
síðar að Vífilsgötu 11. Halldór gekk í
Miðbæjarskólann þar sem Helga S.
Einarsdóttir var lengstum kennari
hans og dáði Halldór hana. Hann
fékk snemma áhuga á upplestri og
leikritum ekki síst fyrir hvatningu
hennar. Á þessum árum las hann og
lék nokkrum sinnum í barnatíma út-
varpsins og einnig lék hann í leikrit-
um hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Fylgdi leikhúsáhuginn honum ætíð
síðan og sótti hann leikhús meðan
heilsan leyfði.
Eftir stúdentspróf lagði Halldór
stund á nám í tungumálum. Las hann
einkum enskar bókmenntir og leikrit
og síðustu árin sótti hann einnig ýmis
námskeið sem honum stóðu til boða
sér til ánægju. En heilsa hans leyfði
ekki að hann hefði af þessu námi
frekari not.
Halldór var í eðli sínu mannblend-
inn og naut samvista við annað fólk
og var vel fróður um menn og mál-
efni. Og það var ánægjulegt að fara
með honum í stuttar bílferðir og á
kaffihús þar sem við ræddum löngu
liðna daga. En best var þó að heim-
sækja hann nú síðustu misserin á
sambýlið að Esjugrund 5 þar sem
hann ásamt fjórum öðrum vistmönn-
um átti heimili hjá þeim Sigríði Stein-
grímsdóttur og Þorsteini Einarssyni.
Þar naut hann sín betur en í langan
tíma áður og þar fannst honum hann í
rauninni hafa eignast fjölskyldu.
Það var á langþráðu ferðalagi í
Feneyjum með þessu góða fólki að
Halldór fékk heilablóðfall í síðustu
viku júlí og missti hann þá meðvit-
und. Var hann fluttur heim til Íslands
nokkrum dögum síðar og andaðist
hér á sjúkrahúsi hinn 13. ágúst síð-
astliðinn. Guð blessi minningu Hall-
dórs.
Áslaug Ottesen.
Í dag kveðjum við góðan vin og fé-
laga, samferð okkar hefur varað í
nokkur ár, fyrst í Arnarholti síðan á
sambýlinu Esjugrund 5, en þangað
kom hann ásamt fjórum öðrum ein-
staklingum í janúar 2005 þegar Arn-
arholt lokaði. Halldór varð fljótt
heimavanur og undi hag sínum hið
besta, las mikið, gjarnan bækur á
ensku, spilaði oft í setustofunni tón-
list af geisladiskum og var smekkur
hans á tónlist breiður allt frá verkum
gömlu meistaranna, að lögum sem
voru vinsæl á 7. áratugnum. Stuttum
bíltúrum, helgarferðum í sumarbú-
staði og lengri ferðalögum hafði hann
yndi af. Einnig hafði hann yndi af að
fá fólk í heimsókn og bjóða því upp á
kaffi og meðlæti, ber þá helst að
nefna hans bestu vini, Áslaugu og
Hörð, sem reyndust honum mjög vel
og viljum við þakka þeim fyrir það.
Halldór var mikill heimsborgari,
hafði gaman af að fara á kaffihús og
veitingastaði, fá sér gott að borða og
gjarnan rauðvínsglas með. Þetta kom
glögglega í ljós, þegar hann var í
Króatíu í sumar ásamt fleira fólki.
Hugur hans var mikið við fyrirhug-
aða dagsferð til Feneyja, sem hann
var búinn að lesa sér til um og vissi
meira um en við hin. Að sigla um á
gondóla var draumurinn sem hann
upplifði og var alsæll með. Ekki óraði
okkur fyrir að þetta væri hans síð-
asta ferð, því hann veiktist skyndi-
lega og var fluttur á spítala í Fen-
eyjum. Heim til Íslands kom hann 12
dögum síðar, var fluttur á Landspít-
alann í Fossvogi þar sem hann lést.
Elsku Halldór, þín er sárt saknað.
Megi góður guð varðveita þig og láta
þér líða vel í nýjum heimkynnum.
Þínir vinir
Sigríður, Þorsteinn, Valur,
María, Bína og Hafdís.
Í dag kveðjum við góðan vin hann
Halldór Karlsson, en honum kynnt-
umst við þegar hann flutti á sambýlið
við Esjugrund, en þar við vinnum við
báðar. Halldór var mjög skemmtileg-
ur maður og fróður um ýmsa hluti.
Minnisstætt atvik var þegar hann
fékk gamla flugmannshúfu að gjöf og
notaði hann hana við öll tækifæri og
bar hann hana með reisn.
Halldór var víðlesinn maður og las
bækur á mjög mörgum tungumálum
og átti það til að gefa okkur bæk-
urnar þegar hann var búinn að lesa
þær en við gátum lítið lesið þær, þar
sem okkar tungumálakunnátta var
ekki eins góð og hans.
Við erum mjög þakklátar fyrir að
hafa upplifað þann draum með þér
elsku Halldór okkar, að komast til
Feneyja sem var þín draumaborg.
Þar naust þú þín þegar þú sigldir
um síkin á gondóla og skoðaðir
merkilega staði en það var eitt af því
sem þú hafðir gaman að gera. En því
miður þá var það þín síðasta stund.
Elsku Halldór okkar, vonandi líður
þér vel á þeim stað sem þú ert núna
og þú munt ávallt eiga stóran stað í
hjarta okkar.
Olga Ellen og Dagmar Dögg.
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu’ í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
Mín sál, því örugg sértu,
og set á Guð þitt traust.
Hann man þig, vís þess vertu,
og verndar efalaust.
Hann mun þig miskunn krýna.
Þú mæðist litla hríð.
Þér innan skamms mun skína
úr skýjum sólin blíð.
(Björn Halldórsson.)
Kæri vinur, þökkum þér sam-
veruna.
Vinir þínir í Dvöl.
HALLDÓR
K. KARLSSON
Gott er ein með guði að vaka,
gráta hljótt og minnast þín,
þegar annar ylur dvín, –
seiða liðið líf til baka,
og láta huggast, systir mín!
Við skulum leiðast eilífð alla,
– aldrei sigur lífsins dvín.
Ég sé þig, elsku systir mín.
Gott er þreyttu höfði að halla
að hjarta guðs – og minnast þín.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Guð geymi þig, elskulega
systir
Sigrún Erla og Svan-
hildur Ása.
HINSTA KVEÐJA
Eiginkona mín,
MARGRÉT KARLSDÓTTIR,
Skipholti,
Hrunamannahreppi,
lést á Kumbaravogi þriðjudaginn 22. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Stefánsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Bæjum á Snæfjallaströnd,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 23. ágúst.
Fyrir hönd ástvina og ættingja,
Margrét Dóra Elíasdóttir,
Elías Halldór Elíasson.
Bróðir minn og frændi okkar,
HÖSKULDUR KRISTJÁNSSON,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri miðviku-
daginn 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Höfðakap-
ellu á Akureyri mánudaginn 28. ágúst kl. 13.30.
Steinunn Kristjánsdóttir
og systrabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.