Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRÉTTIR Mótmæla málflutningi um störf lög- reglumanna EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Landssambandi lög- reglumanna sem mótmælir ósann- gjörnum málflutningi um störf lög- reglumanna: „Að undanförnu hefur verið mik- il umfjöllun um störf lögreglu- manna við framkvæmd skyldu- starfa, m.a. við Kárahnjúka. Að mati Landssambands lögreglu- manna er sú umfjöllun einsleit og til þess fallin að draga úr trúverð- ugleika lögreglumanna og fagstétt- arinnar í heild sinni. Við framkvæmd lögreglustarfa ber stundum við að valdbeiting verður nauðsynleg. Er þess þá jafnan gætt að vandlega sé farið að reglum og í samræmi við þær vald- heimildir sem lögreglumenn hafa. Það er mjög óviðkunnanlegt hversu mjög ýmsir óviðkomandi aðilar leggja sig fram um að gera störf lögreglumanna tortryggileg við þær aðstæður og grafa ekki að- eins undan starfsheiðri og æru við- komandi lögreglumanna heldur gerir öllum lögreglumönnum erf- iðara að sinna sínum mikilvægu störfum. Gott dæmi er umfjöllun einstaklinga í fjölmiðlum í tilefni af framkvæmd lögreglustarfa við Kárahnjúka en ýmsir virðast draga þá ályktun að þau störf, þrátt fyrir að þau séu framkvæmd á faglegan hátt, sýni fram á að lögreglumenn sinni almennt störfum sínum illa eða að óeðlilegar hvatir búi að baki framgöngu þeirra. Slík ósönn og ómálefnaleg umfjöllun skaðar fag- stétt lögreglumanna í heild sinni og kemur í veg fyrir að almenn- ingur fái réttar og eðlilegar hug- myndir um störf lögreglu og þá einstaklinga sem þar starfa. Lög- reglumenn á Íslandi eru afar vel menntaðir einstaklingar sem hafa undirgengist erfið og ítarleg próf, tilheyra vandaðri fagstétt og búa við mjög mikið eftirlit með störfum sínum af hálfu yfirmanna, ríkissak- sóknara og annarra stjórnvaldaog sinna störfum sínum af fag- mennsku.“ Fræðslustundir í Kristniboðssalnum FRÆÐSLUSTUNDIR með yf- irskriftinni „Sigur yfir myrkrinu“ verða í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58–60, dagana 24.–26. ágúst, í boði Íslensku Kristskirkj- unnar. Stundirnar verða sem hér segir: 24. og 25. ágúst kl. 19–22 og 26. ágúst kl. 10–12 og 13–16. Und- irtitill fræðslunnar er: „Kraftur þess hver þú ert í Jesú Kristi“. Meðal annars verður fjallað um: Von þín um vöxt sem kristinn ein- staklingur byggir á skilningi þínum á því hvert þú ert – og – hver sjálfs- mynd þín í Kristi sem Guðs barn er. Skráning er á skrifstofu Íslensku Kristskirkjunnar sími 567 8800 eða með því að senda tölvupóst á krist- ur@kristur.is, aðgangur er ókeyp- is. Kennarar eru Ágúst Valgarð Ólafsson og Egill Ingi Jónsson. Keppni hefst í Áskorendaflokki ÁSKORENDAFLOKKUR Skák- þings Íslands hefst á morgun, föstudaginn 25. ágúst, kl. 18 í Skákheimilinu, Faxafeni 12. Allir geta verið með í mótinu en tveir efstu menn mótsins vinna sér rétt til þátttöku í landsliðsflokki Skák- þings Íslands að ári. Tefldar verða 9 umferðir daglega frá 25. ágúst til 2. september, samhliða undanúrslitum í landsliðsflokki. Skrifstofa Skáksambands Ís- lands tekur við skráningum í síma 568 9141 kl. 10–13, eða með tölvu- pósti á netfang siks@simnet.is Krakkar, eigið þið göt handa mér? Ó, nei! Amma var komin í bæinn og ég hafði ekkert gat gert á fötin mín frá síð- ustu heimsókn. Ég var miður mín. Allir vita að ömmu „á Ljósó“ finnst ekkert skemmtilegra en að gera við göt frá barnabörnunum. Því trúði ég í einlægni fyrstu tíu ár ævi minn- ar. Ég gerði stundum gat á lítið not- aðan sokk til þess að amma yrði ekki fyrir vonbrigðum. Seinna gerði ég mér grein fyrir því að amma var kannski bara að reyna að létta und- ir heimilisstörfin með mömmu. Amma sagði mér að þegar að- stæður byðu aðeins upp á orkufrek hversdagsstörf væri best að hella sér út í þau og búa til leik úr verk- efnunum. Hún vann líka vel og allt sem kom frá ömmu var gott, vandað og í miklu magni. Sama hvort var: sulta, flatkökur, kleinuhringir eða handavinna. Nýtni og umhyggja ömmu kom mér sífellt á óvart. Ég komst t.d. að því að ef maður nuddar nógu lengi er hægt að ná gömlum pensli hrein- LILJA ÁRNADÓTTIR ✝ Lilja Árna- dóttir fæddist í Holtsmúla í Land- sveit 16. ágúst 1926. Hún andaðist á heimili sínu í Smá- ratúni 19 á Selfossi 25. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Selfoss- kirkju 3. ágúst. um, hann þarf ekki alltaf að mála grænt! Í pokann utan af Morgunblaðinu má lauma kleinuhringj- um í nesti og afgangs- garn má hnýta saman og búa til 100 sokka og húfur handa Rauða krossinum, án þess að hnútur sjáist. Nýtnin kom mér líka til góða. Sama hvaða tískustraumar voru í gangi átti amma alltaf eitthvað nothæft til. Síðast voru það rauð leðurstígvél og veski. Nú, tveimur árum eftir að gripirnir komust í mínar hendur og fimmtíu árum eft- ir að þeir voru keyptir, gefa þeir enn tilefni til spurningarinnar „Vá, hvar keyptirðu þetta?“ sama hvar ég er. Elsku amma. Það eru bara tveir mánuðir síðan við vorum saman öll fjölskyldan að setja niður kartöflur. Það var góður dagur. Þú varst kom- in niður á fjórar fætur um leið og bíllinn stoppaði við kartöflugarðinn og settir niður hraðar en allir aðrir. Langur tími mun líða þar til ég skil að þú verðir ekki með okkur til að taka upp í haust. Ég veit að þú fylg- ist með okkur og afa og eins munum við hugsa til þín. Ég vona að þú sért glöð með Ingó frænda og að við hin sem eftir erum verðum ykkur til sóma. Þín Svanlaug (Svana) ♦♦♦ Útför AGNARS ÞÓRÐARSONAR rithöfundar, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 25. ágúst kl. 15.00. Hildigunnur Hjálmarsdóttir, Uggi Agnarsson, Margrét Guðnadóttir, Úlfur Agnarsson, Ásta Briem, Sveinn Agnarsson, Gunnhildur Björnsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON, Sléttuvegi 17, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 20. ágúst, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Kolbrún W. Guðmundsdóttir, Henry J. Devine, Sigfús Guðmundsson, Auðbjörg Ögmundsdóttir, Ástvaldur Guðmundsson, Jórunn Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Dóttir okkar og systir, LINDA BJÖRG RAFNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudag- inn 25. ágúst kl. 13.00. Anna Margrét Eiríksdóttir, Hafsteinn Helgi Grétarsson, Rafn Harðarson, Monika Anna Zdun og systkini. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 25. ágúst kl. 15.00. Steinunn Eiríksdóttir, Kristján Róbertsson, Edda Kristjánsdóttir, W. Duco DeBoer, Guðlaug Kristjánsdóttir, Kristinn Magnússon, Eiríkur Gauti Kristjánsson, Þórdís Helgadóttir, Baldur og Sindri Kristinssynir, Steinn og Thor DeBoer. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför BRYNDÍSAR GYÐU JÓNSDÓTTUR STRÖM. Fyrir hönd aðstandenda, Sigþór Guðjónsson, Ívar Örn Sigþórsson, Íris Ósk Sigþórsdóttir. Ástkær móðir okkar, ÁSA Þ. OTTESEN, andaðist mánudaginn 21. ágúst. Börn hinnar látnu. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞORSTEINN KRISTJÁNSSON, Efstasundi 22, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 20. ágúst. Jónína Þorsteinsdóttir, Lárus L. Sigurðsson, Ágústa Kristín Þorsteinsdóttir, Guðjón Þór Ólafsson, barnabörn, langafabörn og langalangafabarn. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minning- argreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.