Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.08.2006, Qupperneq 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn KALLI EIGNAÐIST SYSTUR Í GÆR- KVÖLDI ÞAÐ ER ALLT BÚIÐ AÐ VERA Á FULLU SÍÐAN Á MIÐNÆTTI Í GÆR SÍMINN HEFUR EKKI HÆTT AÐ HRINGJA OG MARGIR HAFA KOMIÐ Í HEIMSÓKN EN ENGINN GEFUR MÉR AÐ BORÐA PLÁNETAN MERKÚR VAR NEFND EFTIR RÓMVER- SKUM GUÐI SEM VAR MEÐ VÆNGI Á FÓTUNUM HANN VAR GUÐ BLÓMA OG VEISLUHALDA OG ÞVÍ ER HANN SKRÁSETT VÖRUMERKI BLÓMAVALS EN AF HVERJU EINHVER NEFNI PLÁNETU EFTIR ÞESSUM GAUR, VEIT ÉG EKKI ...OG YFIR TIL ÞÍN SIGGA ÉG ÞARF AÐ FARA HEIM OG HJÁLPA HELGU MEÐ ÞRIFIN Á MEÐAN HÚN SKRÚBBAR GÓLFIN... ...ÞÁ BENDI ÉG HENNI Á BLETTI SEM HÚN MISSTI AF HA, HA, HA. HVAÐ GERIR ÞÚ? ÞAÐ ER SVO DIMMT HÉRNA INNI. ER EINHVER LEIÐ AÐ KVEIKJA LJÓSIÐ HÉRNA INNI HÉRNA ER TAKKI! Æ,Æ, HVAÐ Á ÉG AÐ SEGJA MÖMMU? KANNSKI TEKUR HÚN EKKI EFTIR ÞESSU VIÐ ÆTLUM AÐ TAKA TIL Í DAG OG ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ HJÁLPA FÁUM VIÐ EITT- HVAÐ BORGAÐ? EF ÞIÐ STANDIÐ YKKUR VEL FÁIÐ ÞIÐ 300 KR. 300 KR.? EKKI MEIRA ? MAMMA ER ÓSANNGJÖRN! VIÐ VILJUM SANNGJÖRN LAUN! SVONA NÚ, SÝNDU NASHYRNINGA TAKTANA ÞÍN SJÁLF- SAGT MÁL SMILEY GLÆSI- LEGT! HONUM FINNST ÞETTA GLÆSI- LEGT! BÍDDU BARA ÞANGAÐ TIL ÞÚ SÉRÐ ALVÖRU NASHYRNINGINN Dagbók Í dag er fimmtudagur 24. ágúst, 236. dagur ársins 2006 Víkverji fór á blintstefnumót um daginn. Svo blint að hann vissi ekki hvað hinn aðilinn hét fyrr en á stefnumótið kom. Víkverji hefur yfirleitt verið með fordóma gagnvart stefnumót- um og gert allt sem í hans valdi stendur til að forðast þau en nú er svo komið að vinir Víkverja eru komnir með nóg af einhleyp- ingslífi hans og eru statt og stöðugt að reyna að koma honum saman við vini, kunningja, ættingja og vinnufélaga. Víkverji hefur látið til leiðast og farið á nokkur stefnu- mót til að halda vinunum góðum. En hann hefur yfirleitt mætt með ólund á slík mót og farið á þau til að þókn- ast öðrum. Með því hugarfari mætti Víkverji einmitt á þetta staurblinda stefnumót um daginn. Hinn aðilinn var mættur á staðinn og virtist hinn ágætasti þó að Víkverji hafi fussað og sveiað yfir honum í huganum og ákveðið að gefa nú ekki færi á sér; var hinn kaldasti, yfirheyrði hinn aðilann eins og glæpamann, sagði sem minnst frá sjálfum sér og stökk ekki bros. Þegar Víkverja fannst hann hafa eytt nægum tíma í þessa vitleysu sagði hann „jæja“, kvaddi með ákveðnu handabandi og hélt heim á leið og gat þá loksins farið að anda léttar. Eftir á fór Víkverji að hugsa hvers vegna hann hefði þessa for- dóma gagnvart stefnu- mótum því þau eru í raun og veru sniðugt fyrirbæri. Það er miklu sniðugra að hitta manneskju yfir kaffibolla eða mat- ardiski, ræða við hana af viti og sjá hvort eitthvert framhald geti orðið á heldur en að fara íslensku leiðina sem er að blikka einhvern yfir bar- borðið. Flestir geta haldið uppi sam- ræðum við ókunnuga í smátíma þannig að það er ekkert svo hræði- legt að fara á stefnumót auk þess sem ef enginn frekari áhugi er fyrir nánari kynnum þá nær það bara ekkert lengra og ekki þarf að taka það persónulega. Svona eftir á að hyggja finnst Víkverja stefnumót bara sniðug og hefur ákveðið að opna huga sinn fyr- ir þeim þ.e. ef hann nennir að standa í því að fara á fleiri slík í framtíðinni. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is  Börn | Grunnskólarnir á Akureyri eru byrjaðir og mikið fjör í frímínútum í Glerárskóla. Gulur, rauður, grænn og blár. Kannski feluleikur, og sá sem faldi sig hafði ekki þolinmæði til þess að bíða og kíkti því út úr fylgsninu? Hver veit, frímínúturnar þykja jú eflaust alltaf dálítið stuttar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skólinn byrjaður MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá ei- lífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn.“ (Daníel 2, 20.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.