Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 41
MENNING
ÚTSALA
ROADSTAR LCD1560K
15” LCD sjónvarp. Upplausn 1024 X 768. Birta 250cd/m2
Skerpa 500:1. Fjölkerfa. Allar aðgerðir á skjá. 200 stöðva
minni. Textavarp. Scart tengi. Fullkomin fjarstýring
Listaverð 44.995
15”
LCD
SCOTT DPXi 102
Ferða DVD spilari með 10” LCD skjá
Spilar: DiVX/Xvid/MPEG4/DVD/DVD+R/DVD+RW
DVD-R/DVD-RW/JPEG. Dolby Digital. Audi/Video
útgangur. Coaxial Digital útgangur. 2 heyrnatólatengi
Heyrnatól fylgja. 12 volta snúra í bíl fylgir
Taska fylgir
Listaverð 15.995LAVA CRM-8410
Bíltæki með geislaspilara Spilar MP-3. 4X40 wött
Listaverð 39.995 LAVA DRM-9530
Bíltæki með CD/DVD spilara. Spilar: DVD-R-/DVD-R+
DVD-RW-/DVD-RW+/VCD/SVCD/MP-3. FM/MB RDS
útvarð með 18 stöðva minni. Magnari 4 X 50 wött
Fullkomin fjarstýring
G065L
KARAOKE DVD spilari sem spilar: DVD/VCD/CDG
Tengi fyrir 2 hljóðnema. Hraðastillir. fjarstýring
2 hljónemar fylgja
Listaverð 11.995
Listaverð 34.995
LAVA LV19LLV
19” LCD breiðtjaldssjónvarp. Upplausn 1280X768
Nicam stereo. A/V inngangur. PC inngangur
Skerpa 800:1. Birta 450cd/m2. 2 scart tengi
S-Video. DVI tengi. Heyrnatólatengi. Fjarstýring
Innbyggt útvarp og vekjari
Listaverð 89.995
19”
LCD
ELTAX DV153
DIVX DVD spilari sem spilar öll svæði. Spilar: DiVX/DVD
DVD-R/DVD+R/DVD-RW/DVD+RW/CD/VCD/SVCD/CD-R
CDRW/MP-3/HDCD/JPEG
Listaverð 9.995
TANGENT DUO
Útvarp með vekjara. Sleep/Timer. Snooze
Hágæða FM/MB útvarp með stereo móttakara
Heyrnatólatengi. Tengi fyrir MP-3 spilara
Fæst í 4 litum: Eik, Hnotu, Hvítu og Svörtu
Listaverð 19.995
TANGENT UNO
Hágæða FM/MB útvarp með stereo móttakara
Heyrnatólatengi. Tengi fyrir MP-3 spilara
Fæst í 4 litum: Eik, Hnotu, Hvítu og Svörtu
Listaverð 15.995
Listaverð 34.995
SCOTT CRX808
Ferða DVD spilari með tveim 6”
LCD skjám. Spilar öll svæði. Spilar: DVD/VCD/JPEG
CD-R/CD-RW. Festingar fyrir hnakkapúða í bíl
Taska og fjarstýring fylgja
ROBERTS RADIO R250 MARGIR LITIR
Listaverð 22.995
ELFUNK LT 2710 HD
27” LCD háskerpusjónvarp. Upplausn 1366 X 768. Skerpa 800:1
Birta 500 cd/m2. Viðbragðstími 12ms. DVI tengi. 2 Scart tengi
S-Video tengi. Nicam stereo. Mynd í mynd. Mynd við mynd
Mynd og textavarp. Veggfesting fylgir
Listaverð 129.995
27”
LCD
REINHARD Halsmeyer,
fiðlukennari við Tónlistarhá-
skóla Vínarborgar, mun halda
tónleika í Stóra-Núpskirkju í
kvöld, 24. ágúst.
Reinhard hefur verið á ferð
um Ísland og hrifist mjög af því
sem fyrir augu hefur borið og
óskaði sérstaklega eftir því við
Axel Árnason, sóknarprest
Stóra-Núpsprestakalls, að fá
að halda tónleika í kirkjunni
áður en hann héldi af landi
brott, til að tjá aðdáun sína og
endurspegla upplifanir sínar á
ferðalaginu.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og
er aðgangur ókeypis og allir
velkomnir.
Fiðlutón-
leikar í
Stóra-
Núpskirkju
Í EINNI senu í kvikmyndaútgáfu
Hringadróttinssögu hneykslast
dvergurinn Gimli á því að tré tali
saman og segir: „Talandi tré! Um
hvað hafa tré að ræða annað en
fugladrit?“ Kannski að einhver hafi
svipaða skoðun á tónlist um tré og
haldi að hún geti varla falið í sér ann-
að en kyrrstöðu. Tónsmíðin Tree
Line eftir Takemitsu, sem Kamm-
ersveitin Ísafold flutti á tónleikum í
Listasafni Íslands á þriðjudags-
kvöldið, var líka afar kyrrlát, eins og
tilvist trjáa hlýtur yfirleitt að vera.
Og samt fjallaði verkið ekki beinlínis
um tré, heldur var hugleiðing um
göngutúr sem tónskáldið fór reglu-
lega í á milli trjáraða til að sækja sér
innblástur og hugarró. Kamm-
ersveitin spilaði prýðilega; mismun-
andi blæbrigði tónmálsins voru fal-
lega útfærð og heildarhljómurinn
þéttur.
Svipaða sögu er að segja um flest
annað á efnisskránni, sem var hin
forvitnilegasta. Skemmtileg útsetn-
ing Bernhards Wulff á sex píanó-
stykkjum op. 19 eftir Schönberg var
t.d. ágætlega flutt; helst mátti finna
að ögn óhreinum strengjaleik hér og
þar, en annað kom vel út. Stykkin
eru örlítil en mögnuð og útsetning
Wulffs líkt og rammaði stemningu
tónlistarinnar inn, gerði hana enn
áþreifanlegri. Hljómsveitarútsetn-
ingar á píanóverkum eru ekki alltaf
góðar, sbr. afkáralega útsetningu
Ravels á Myndum á sýningu eftir
Mússorgskí, en hér var glæsilega að
verki staðið. Daníel Bjarnason,
stjórnandi sveitarinnar, hafði auk
þess auðfundna tilfinningu fyrir hinu
ljóðræna í tónlistinni og einkenndist
túlkun hans af skáldlegri dýpt.
Piccolo Musica Notturna eftir
Luigi Dallapiccola var líka sjarm-
erandi tilraun til að endurspegla and-
rúmsloftið í ljóði um yfirgefið torg að
nóttu til og heppnaðist eins og best
verður á kosið. Og fimm smáverk eft-
ir Anton Webern voru ljúf áheyrnar,
enda nostursamlega unnin.
Aðalatriðið á dagskránni var frum-
flutningur á nýju verki eftir Hauk
Tómasson sem nefnist Par. Eins og
flest annað eftir hann var það ein-
staklega stílhreint og markvisst
byggt upp, en hefði samt virkað enn
meira spennandi ef flutningurinn
hefði verið fágaðri. Nú er ég sann-
færður um að hljóðfæraleikararnir
vönduðu sig, en ég held samt að hægt
sé að gera enn betur. Haukur hefur
oft búið til ótrúlega fagrar radd-
samsetningar sem eru ekki af þess-
um heimi; litbrigðin skipta gríð-
arlegu máli í verkum hans og þau
þurfa að vera úthugsuð í flutn-
ingnum. Því miður var svo ekki alltaf
á tónleikunum og var tónlistin því
ekki eins safarík og hún hefði getað
orðið.
Syngjandi tré í Listasafninu
TÓNLIST
Listasafn Íslands
Tónlist eftir Dallapiccola, Schönberg,
Takemitsu, Webern og Hauk Tómasson.
Kammersveitin Ísafold lék undir stjórn
Daníels Bjarnasonar. Mánudagur 21.
ágúst.
Kammertónleikar
Jónas Sen
Morgunblaðið/Eyþór
Kammersveitin Ísafold.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali