Morgunblaðið - 24.08.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 43
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15 B.i. 16 ára
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 6 og 9 B.i. 16 ára
COLIN FARRELL JAMIE FOXX
ACADEMY AWARD WINNER
FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA
“COLLATERAL” OG “HEAT”
SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS
eee
Tommi - kvikmyndir.is
eee
HJ - MBL
eee
LIB - TOPP5.IS
EITRAÐAS
TI
SPENNUTR
YLLIR ÁRS
INS
S.U.S XFM 91.9
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Frábær gamanmynd með íslandsvininum John C. Reilly
sem sló svo eftirminnilega í gegn í Þjóðleikhúsinu.
Sími - 551 9000
Útvarp einsog
þú hefur aldr
ei upplifað þa
ð áður
eeeee
H.J. Mbl
3,75 af 4
Ó.T. Rás 2
Mögnuð
spennu
mynd
í anda „
24“
Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL
Snakes on a Plane kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 16 ára
A Praire Home Company kl. 5.45, 8 og 10.15
Ástríkur og Víkingarnir kl. 6
Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára
The Da Vinci Code kl. 10.10 B.i. 14 ára
Click kl. 5.50 og 8
BRESKAR fantasíur fyrir börn,
hafa reynst happadrjúgar á hvíta
tjaldinu, bæði hvað snertir aðsókn
og skemmtanagildi. Skemmst er
að minnast myndanna Töfralandið
Narnía, Ljónið, nornin og skáp-
urinn (The Chronicles of Narnia,
The Lion, the Witch and the War-
drobe), e. C.S. Lewis, og varð ein
mest sótta myndin á síðasta ári.
Five Children and It er byggð á
samnefndu ævintýri eftir skáld-
konuna E. Nesbitt (The Railway
Children) og eiga þessi verk
margt sameiginlegt. Börnin fimm
eru send út á land á stríðstímum
(í myndinni er eru það ár fyrri
heimsstyrjaldarinnar), og holað
niður hjá Albert frænda (Bra-
nagh), leiðinda durt sem er ekki
til að bæta upp á ástandið hjá
hornrekunum, krakkahópnum. Það
gerir hann hinsvegar, Sandálf-
urinn (Psammead), ljóti (Izzard),
sem fimmmenningarnir finna á
leyniströnd.
Framhaldið er ósvikin töfra-
saga, Sandálfur uppfyllir óskir
barnanna og í kaupbæti fáum við
dálitla siðferðispostillu, það dugar
skammt því úrvinnslan er lítið
augnayndi og handritið blóðlaust.
Highmore, sem fer fyrir barna-
hópnum, stóð sig firnavel í Find-
ing Neverland og Charlie and the
Chocolate Factory, hér fær hann
ekki við neitt ráðið. Fær daprar
línur líkt og hin börnin og upp-
skeran eftir því. Ekki lífgar Bra-
nagh upp á hópinn, það er helst að
Izzard takist að kreista fram bros
hjá ungum áhorfendum. Hann
ljær Sandálfinum rödd sína, en
fyrirbrigðið er hannað af Jim
Henson (sem gerði mun betur
með Prúðuleikarana á sínum
tíma.) Það sem vantar upp á í
Five Children & It, er fyrst og
síðast fyndnara handrit og aðeins
flinkara kvikmyndagerðarfólk. Ég
hef að vísu ekki lesið ævintýrið
hennar Nesbitt, en hún er einn
frægasti barnabókahöfundur allra
tíma og örugglega ekki við hana
að sakast um andleysið.
Sandálfur,
en enginn
Gandálfur
KVIKMYNDIR
Sambíóin
Leikstjóri: John Stephenson. Aðalleik-
arar: Freddie Highmore, Eddie Izzard,
Kenneth Branagh, Zoe Wanamaker,
Jonathan Bailey, Jessica Claridge, Poppy
Rogers, Tara Fitzgerald.
90 mín. Frakkland/Bretland/Bandaríkin
2004.
Five Children & It Sæbjörn Valdimarsson
PÉTUR Ben heldur í kvöld útgáfu-
tónleika í Iðnó. Fyrsta plata hans,
Wine for my weakness, kemur út
hjá 12 Tónum í dag og er komin í
verslanir. Eins og segir í frétta-
tilkynningu frá 12 tónum hefur Pét-
ur „verið áberandi í íslensku tónlist-
arlífi undanfarin ár og er plötunnar
beðið með mikilli eftirvæntingu“.
„Þetta er bara rokkmúsík,“ segir
Pétur þegar blaðamaður biður hann
að skilgreina tónlistina. „Allskonar
rokk og ról. Svolítið blúsdrifið en
samt „í dag“. Ég er búinn að vera
að hlusta mikið á Bob Dylan, PJ
Harvey, Tom Waits, Neil Young,
Radiohead og alls konar nýtt dót.
Platan er svona blanda af öllu
þessu. Hún er mjög fjölbreytt: ró-
leg á köflum, nánast bara með
kassagítar, útsetningum og strengj-
um alveg út í að vera „hardcore“.
Meðal við innri baráttu
Ég sæki oft í að hlusta á, fyrir ut-
an Radiohead sem ég hef lengi
hlustað á, eitthvað sem mig vantar.
Sérstaklega í seinni tíð eru það
textar, en þá fer ég til dæmis í Dyl-
an til að fatta hvað það er sem gerir
textana hans svona góða. Og svo
reyni ég bara að gera mitt besta í
því, þótt það sé síðan smekksatriði
hvernig maður nær því. Allavegana
reynir maður að miða sig við þá
bestu.“ Platan inniheldur 11 lög
sem eru öll eftir Pétur en hann
semur einnig textana. Spurður um
titilinn á plötunni, Wine for my
Weakness, segir Pétur: „Platan
inniheldur trúarlegar skírskotanir.
Ég er að fjalla um innri baráttu og
platan er einhvers konar meðal við
henni; vín sem veikir veikleikann.“
Textar Péturs fjalla að hans sögn
um ýmsa uppdiktaða karaktera og
alvöru karaktera. „Ég leyfi mér
ákveðið skáldaleyfi í textum, þessi
„ég“ sem textarnir fjalla um eru
ekki allt ég sjálfur en sumt af því,
og fólk verður bara að ákveða það
fyrir sig hvar er ég að skálda og
hvar ekki. Þannig gerir maður list
held ég,“ segir Pétur og hlær. „Með
því að óskýra mörkin milli veruleika
og draumveruleika.“
Eitt lagið er samið í kringum
karakter í bíómyndum sem ég gerði
tónlist við, myndirnar Börn og for-
eldrar eftir Ragnar Bragason og
Vesturport. Lagið heitir „Alone“ og
fjallar um mann sem stendur í
skilnaði og upplifir sig einan og
finnst hann vera ömurlegur. Börn
verður einmitt frumsýnd í byrjun
september og ég er mjög stoltur af
þessum verkefnum og er búinn að
leggja lungann af árinu í þessar
myndir.
Síðan er á plötunni eitt lag sem
ég samdi til dóttur minnar. Það
heitir „I’ll be here“ og er mjög ró-
legt, bara kassagítar en mikið út-
sett.“
Fjölmargir tónlistarmenn koma
fram á tónleikunum í kvöld. Anna
Kristín, kona Péturs, mun syngja
bakraddir, Sigtryggur Baldursson
leikur á trommur, Hannes Pét-
ursson á slagverk, Óttar Sæmund-
sen á bassa og Þorbjörn Sigurðsson
syngur einnig bakraddir og spilar á
hljómborð og gítar. Þau koma öll
við sögu á Wine for my weakness.
„Ég ætla mér að fylgja plötunni
eftir en ég er ekki búinn að bóka
neitt ennþá. Ég verð allavegana á
Iceland Airwaves með bandið.
Svo langar mig líka að gera aðra
plötu en vinna hana öðruvísi. Mig
langar að nýta námið meira, en ég
lærði tónsmíðar við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík. Mig langar til
dæmis að vera með kammersveit og
gera eitthvað kreisí.“
Tónlist | Pétur Ben gefur út sína fyrstu plötu Wine for my weakness
„Maður reynir að miða sig við þá bestu“
Tónleikarnir hefjast kl. 22.
Húsið opnar kl. 21 og aðgangseyrir
er 1000 kr.
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson
hsb@mbl.is
„Þannig gerir maður list held ég: með því að óskýra mörkin milli veruleika
og draumveruleika,“ segir Pétur. Meðfram plötunni vann hann að kvik-
myndatónlist fyrir myndirnar Börn og foreldrar eftir Ragnar Bragason.
STÓRTÓNLEIKAR Björgvins Halldórssonar
og Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru handan við
hornið og miðasalan hefst á morgun kl. 10.
Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll 23.
september.
Salan fer fram á www.midi.is, www.bravo.is,
í verslunum Skífunnar og verslunum BT á Ak-
ureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Það er líka
hægt að nálgast miða í síma 580-8020.
M12 áskrifendur Stöðvar 2 njóta sérkjara,
en forsala fyrir þá mun fara fram í dag. Hún
hefst einnig kl. 10 á sömu sölustöðum. Það
verður aðeins um þessa einu tónleika að ræða,
og eingöngu selt í númeruð sæti.
Björgvin hefur verið farsæll söngvari, laga-
höfundur, upptökustjóri og hljómplötuframleið-
andi. Hann mun á tónleikunum flytja brot af
því besta af löngum ferli sínum ásamt Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, Fóstbræðrum, Hljómsveit
Björgvins, bakröddum og nokkrum lands-
þekktum gestum.
Sérstaklega verður vandað til tónleikanna og
það er gaman frá því að segja að Björgvin var
kjörinn poppstjarna Íslands í Laugardalshöll í
september 1969, og stígur nú aftur á það sama
svið í Höllinni.
Tónlist | M12 áskrifendur geta keypt miða í forsölu á tónleika Björgvins
Miðasala á stórtónleikana að hefjast
Morgunblaðið/Sverrir
Björgvin Halldórsson mun m.a. njóta fulltingis Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Fóstbræðra.