Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 48

Morgunblaðið - 24.08.2006, Side 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi KOSTNAÐUR við breytingar sem ráðist var í á Kárahnjúkastíflu vegna nýrra upplýsinga um misgengi á svæðinu og vegna frétta af brestum í steypukápu Campos Novos-stíflunnar í Brasilíu nam um 500 milljónum króna, að sögn Sigurðar Arnalds, upplýsingafulltrúa Kárahnjúkavirkj- unar. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær komu fram nýjar upplýsingar árið 2004 um mis- gengi á svæðinu og var ákveðið að bregðast við með ýmsum hætti, settur var dúkur yfir távegg stíflunnar, stálplata á liðamót, sprautað var í sprungur og mælitækjum komið fyrir í göngum sem liggja eftir endilangri stíflunni. Þá voru steyptir sökklar og steypukápa stíflunnar gerð þykkari á köflum auk þess sem bætt var við fyll- ingarefni í stíflunni. Eins og fram hefur komið varð vart við stóra sprungu í kápu Campos Novos-stíflunnar í Brasilíu en hún er byggð upp með sama hætti og stíflan við Kárahnjúka. Uppistöðulónið við stífluna tæmdist vegna bilunar í hjáveitugöng- um og kom þá sprungan í ljós. Sigurður segir að þær aðgerðir sem gripið var til í stíflunni hafi verið viðbætur við þær ráð- stafanir sem gerðar hafi verið í upphafi. Hann bendir á að heildarkostnaður við Kárahnjúka- stíflu sé um 20 milljarðar króna og heildar- kostnaður við virkjunina sjálfa um 90 milljarð- ar, þannig að kostnaður upp á 500 milljónir sé lítið hlutfall af heildarkostnaðinum. Breytingar á Kárahnjúka- stíflu kostuðu 500 milljónir Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Viðbætur við upphaf- legar ráðstafanir Morgunblaðið/Árni Sæberg Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun er um 90 milljarðar og viðbótarkostnaður upp á 500 milljónir er sagður lítið hlutfall af heildinni. LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv- aði í gær og í fyrradag á fjórða tug ökumanna sem ekki hafði gætt að því að gefa stefnuljós. Mega ökumenn- irnir búast við 5.000 króna sekt í kjölfarið. Starfsmaður umferðardeildar lögreglu segir að ekki sé um sérstakt átak að ræða, heldur hafi lögreglan í Reykjavík ákveðið að ýta á eftir þessu núna þar sem brestur á notkun ljósanna væri áberandi og vegfar- endur kvörtuðu sáran yfir tilburðum sam- borgara sinna í umferðinni að því er notk- un stefnuljósa varðar. „Það notar þetta enginn nema einstaka sérvitringar og manni finnst maður vera gamall í hettunni ef maður gefur stefnuljós. Stefnuljós eru fyrir okkur öll, umferðin gengur hraðar og slysahætta minnkar,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Lögregla vill af þessu tilefni hvetja öku- menn til þess að nota það gagnlega örygg- istæki sem stefnuljósið er. Áhersla á notkun stefnuljósa ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands er nú komin yfir 5.900 stig eftir sam- fellda hækkun ellefu daga í röð eða allt frá 9. ágúst. Vísitalan stóð í um 5.300 stigum þegar núverandi hækkunarhrina hófst og hefur því hækkað um nær 11,5%. Hækkunin er að miklu leyti knúin áfram af umtalsverðum hækkunum á gengi bréfa viðskiptabankanna sem sam- anlagt vega mjög þungt í Úrvalsvísitöl- unni. „Meginskýring er sú að markaðurinn er mjög jákvæður, sex mánaða uppgjörin voru mun betri en menn höfðu reiknað með, nánast hjá öllum fyrirtækjum. Bankarnir eru að klára fjármögnun og hafa brugðist við þeim athugasemdum sem voru gerðar í febrúar og mars, s.s. um krosseignarhald og fjármögnun,“ segir Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka. Hann segir það sitt mat að menn hafi talið að botninum hafi verið náð og nú gæti aukinnar bjart- sýni. | Viðskiptablað Ellefu daga samfelld hækkun VESTMANNAEYJABÆR undirbýr nú verkefnið Handritin heim, í samvinnu við Kára Bjarnason íslenskufræðing og ReykjavíkurAkadem- íuna. Verkefnið er fólg- ið í skráningu íslenskra handrita frá síðari öld- um. „Handritin á að skrá og lykla eftir uppruna og innihaldi, það er skrá lykilorð og setja í gagnagrunn,“ sagði El- liði Vignisson, bæj- arstjóri í Vest- mannaeyjum. Þannig verður hægt að leita í handritasafninu eftir stað- arheitum, nöfnum, ártölum og öðrum lykilorðum. Elliði taldi að verkefnið mundi koma menningartengdri ferða- þjónustu einkar vel, því hægt yrði að fletta upp í miklum heimildum sem tengdust einstökum byggðarlögum lands- ins. Að sögn Elliða er um ein tíu þúsund handrit að ræða sem eru samtals um ein milljón síðna. Talið er að uppbygging verkefnisins geti tekið allt að fjögur ár. Þegar er búið að fjármagna upphaf þess. Umfang þess mun síðan ráðast af því hvernig gengur að fjármagna fram- haldið. Að sögn Elliða er stefnt að því að þegar gagnagrunnurinn verði kominn í notkun verði til að minnsta kosti tvö þjónustustörf í Vestmannaeyjum til að sjá um áframhaldandi framkvæmdir og úrvinnslu. | 10 Gömul handrit skráð Elliði Vignisson KVÓTI á uppsjávarfiski, eins og síld, loðnu og kolmunna, hefur á undanförnum árum færst að mestu yfir til stærstu útgerðarfélaganna og er stað- an nú orðin sú að 78% afla- heimilda úr norsk-íslenska síldarstofninum eru í eigu fimm stórra útgerðarfélaga. Aðeins 35 skip eru með kvóta í norsk-íslenska síldar- stofninum og eiga samtals 10 útgerðarfélög þessi skip. Ástandið er svipað í öðrum tegundum uppsjávarfisks, 32 skip eru með loðnukvóta og 32 skip eiga kvóta í íslensku sumargotssíldinni. Svo virðist sem einyrkjar og fjölskyldu- fyrirtæki sem gera út eitt skip á uppsjávarveiðum heyri sögunni til. Óvissan í kringum reksturinn þreytandi „Ég held að þetta sé eins og annað í kringum sjávar- útveginn, hann kemur til með að færast inn í fá félög, það hef ég sagt lengi,“ segir Bjarni Bjarnason, skipstjóri og einn eigenda Súlunnar EA-300, en hann hefur selt Síldarvinnslunni skipið og ætlar að afhenda það næsta vor. Bjarni segir óvissuna í kringum reksturinn þreytandi til lengdar og ekki til þess fallna að nýir aðilar freistist til að taka við rekstrinum þeg- ar einyrkjarnir komist á ald- ur. „Þegar ég byrjaði á þessu fyrir að verða 40 árum var obbinn af þessu einyrkjar sem áttu þetta allt saman. Þróunin hefur orðið sú síðan að það endurnýjast ekki. Ungt fólk fer ekki í þetta, og þeir eru bara komnir á aldur þessir skarfar sem voru í þessu og eru að draga sig í hlé.“ Sífellt færri fyrirtæki eiga kvóta í uppsjávarfiski Einyrkjarnir að komast á aldur  Fimm útgerðir | 8 ÍSLENDINGAR munu eiga 16 fulltrúa í þýsku 1. deildinni í handknattleik en keppni í þessari sterk- ustu deild í heimi hefst annað kvöld. 14 íslenskir landsliðsmenn leika í deildinni í vetur auk nú- verandi og fyrrverandi landsliðsþjálfara en Al- freð Gíslason landsliðs- þjálfari stýrir liði Gumm- ersbach og Viggó Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, er við stjórnvölinn hjá Flensburg. ,,Það hefur vakið athygli hversu margir við Íslendingarnir erum í deildinni og mér sýnist á öllu að menn séu smám saman að sætta sig við að þessir Íslendingar eru ekk- ert á leiðinni í burtu,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Gummersbach, við Morgunblaðið. | Íþróttir Íslendingar fjöl- mennir í þýska handboltanum Guðjón Valur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.