Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 5

Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 5
4 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer fram í dag 28. október. Kosningaskrifstofa Sigurðar Kára - Aðalstræti 6 Sími: 561-2620 og 561-2624 www.sigurdurkari.is Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann í 4. sæti Kæru sjálfstæðismenn! Í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer í dag legg ég verk mín sem alþingismaður í dóm samherja minna. Á þessum 4 árum á Alþingi hef ég unnið ötullega að málefnum sem snerta allan þorra almennings. Ég hef lagt áherslu á að vera talsmaður almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég hef barist af krafti fyrir því að sjónarmið mín og Sjálfstæðisflokksins næðu fram að ganga eins og ég lofaði að gera. Ég hef staðið að fjölda mála með meirihluta Alþingis sem hafa horft til hagsbóta fyrir almenning í landinu. En ég hef jafnframt átt frumkvæði að fjölda þingmála og stutt frumkvæði annarra þingmanna í samræmi við þau sjónarmið sem ég stend fyrir. Ég er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem þið hafið sýnt mér undanfarnar vikur og mánuði. Hann hefur aukið baráttuþrek mitt og bjartsýni. Ég geng stoltur af verkum mínum til prófkjörs og bíð þess með óþreyju að halda áfram á sömu braut. Ég fer þess á leit við ykkur að þið veitið mér atkvæði ykkar í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.