Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hvers vegna hefur bláfátækur 18 ára gamall
þjónn frá Mumbai verið handtekinn?
Viltu vinna milljarð? er fyrsta skáldsaga Vikas
Swarup og hefur farið sigurför um heiminn.
„Afburðasnjöll og undurfögur.“ – BBC
„Fjörug, grípandi og ótrúlega fróðleg skáldsaga.“
– The Telegraph
„Grípandi og afar skemmtileg
lesning.“ – The Times
„Skrifuð af mikilli kímnigáfu og kemur manni
sífellt á óvart. – New York Times
www.jpv.is
•Hann kýldi viðskiptavin?
•Hann drakk of mikið viskí?
•Hann stal úr kassanum?
•Hann vann stærstu spurninga-
keppni í heimi?
HANNES Hólmsteinn Gissurarson prófessor
sagðist fyrir dómi í gær ekki hafa látið hvarfla að
sér að hann hefði brotið höfundarréttarlög með
bók sinni Halldór, 1. bindi ævisögu Halldórs Lax-
ness, sem út kom 2003 og varð til þess að Auður
Sveinsdóttir, ekkja skáldsins, stefndi honum fyrir
dóm. Héraðsdómur vísaði málinu frá dómi á síð-
asta ári en Hæstiréttur hnekkti þeim úrskurði í
september 2005 að hluta og sendi málið heim í hér-
að á ný þar sem það bíður nú dóms.
Fyrir dómi í gær var tekin skýrsla m.a. af dóttur
skáldsins, Guðnýju Halldórsdóttur, sem sakar
Hannes Hólmstein um grófan ritstuld. Í vitnis-
burði hennar kom fram að fjölskyldunni hefði end-
anlega orðið ljóst að um ritstuld væri að ræða þeg-
ar hún hafi lesið skýrslu Helgu Kress prófessors
um samanburð á texta Halldórs Laxness og bók
Hannesar. Sagði hún fjölskylduna ekki hafa farið
yfir allan texta Hannesar frá orði til orðs fyrir út-
gáfu bókarinnar, en lesið hluta úr henni samhliða
ritverkum Laxness. Hefði fjölskyldan beðið Pétur
Má Ólafsson, útgáfustjóra Vöku-Helgafells, um að
hlutar í bók Hannesar yrðu styttir að því er varð-
aði óbirt efni skáldsins, að lokinni athugun á bók-
inni áður en hún kom út. Hefði hún enda séð að
mikið væri af slíku efni í bókinni án leyfis. Sagði
hún fjölskylduna ekki hafa beðið um að fá að lesa
alla próförk bókar Hannesar því hana hefði ekki
grunað hve gróflega væri farið í texta Halldórs
Laxness. Tók hún fram að Hannes hefði aldrei
beðið um heimild fyrir þessu og hefði heldur ekki
fengið hana ef hann hefði beðið um hana. Lýsti
hún því að fjölskyldan hefði vantreyst honum fyrir
ævisöguskrifunum, en neitaði því að sjálf persóna
Hannesar hefði skipt máli í þessu sambandi. Sagð-
ist Guðný gera sér fyllilega grein fyrir því hvers
virði höfundarréttur föður hennar væri og að mik-
ilvægt væri að vernda hann í 70 ár frá dánardægri
skáldsins. Það væri skylda barna hans.
Hannes Hólmsteinn ítrekaði við dómþingið vilja
sinn til að breyta bókinni ef til endurútgáfu henn-
ar kemur en hann hefur áður lýst yfir vilja til slíkr-
ar sáttar í málinu.
Fyrir dómi sagðist hann skilja vel þá tortryggni
sem hann hefði mætt af hálfu fjölskyldu skáldsins
og hefði hann viljað eyða þeirri tortryggni með því
að tala við Auði og börn hennar. Einar Laxness
hefði verið andsnúinn ævisöguskrifunum og dætur
Laxness, Guðný og Sigríður, hefðu vantreyst hon-
um. Sagðist hann hafa sýnt þeim handrit bókar
sinnar til að hann yrði ekki sakaður um höfund-
arréttarbrot og þá hefði Þjóðarbókhlaðan aflað
lögfræðiálits um málið sér í hag. Taldi hann sig því
ekki hafa brotið nein lög eða eðlilegar reglur og
hafa gert allt sem í hans valdi stóð til að eiga vin-
samleg samskipti við fjölskylduna. Hefði hann
verið sáttur við styttingartillögur Péturs Más
Ólafssonar að loknum fundi með fjölskyldu Lax-
ness og hlýtt þeim öllum. Að auki hefðu sérfróðir
menn farið yfir handritið án þess að gera athuga-
semdir við úrvinnslu textans sem síðar varð svo
umdeild.
Kvað bókina hafa fengið eðlilega meðferð
Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri hjá Almenna
bókafélaginu, sagði bók Hannesar hafa fengið eðli-
lega meðferð með yfirlestri sérfræðinga og að út-
gáfan hefði viljað hafa hlutina í lagi. Greindi hann
frá því að fjölskylda Laxness hefði fengið einn og
hálfan dag til að fara yfir bókina hjá útgáfunni til
að skoða hvernig unnið hefði verið úr óbirtum
heimildum. Hefði verið ákveðið að þeirri skoðun
lokinni að Hannes mætti nota heimildirnar ef hver
þeirra væri ekki lengri en 4 aðalsetningar. Um
þetta atriði sagði Pétur Már Ólafsson í sinni
skýrslu að eftir fund með fjölskyldunni í nóvember
2003 hefði verið fallist var á að Hannes mætti birta
í bók sinni áður óbirtar heimildir Laxness upp á
3–4 línur.
Búist er við að dómur verði kveðinn upp innan
nokkurra vikna.
Segir höfundarréttarbrot
ekki hafa hvarflað að sér
Morgunblaðið/RAX
Deilur Málsaðilar eru nú öðru sinni fyrir héraðsdómi til að útkljá deilur sem spruttu af vinnubrögð-
um Hannesar Hólmsteins við ritun 1. bindis ævisögu hans um Halldór Kiljan Laxness.
Í HNOTSKURN
»Fyrsta bindi í ævisögu Halldórs Laxness eft-ir Hannes Hólmstein Gissurarson bar heitið
Halldór og kom út síðla árs 2003 og olli miklum
deilum vegna vinnubragða Hannesar Hólm-
steins.
»Málið nú snýst um hvort Hannes hafi brotiðhöfundarréttarlög og hvort nægilegt hafi
verið fyrir hann að fara eftir þeim breyting-
artillögum sem lagðar voru fyrir hann eftir skoð-
un fjölskyldunnar á bókinni áður en hún kom út.
»Héraðsdómur hefur áður vísað málinu al-farið frá en Hæstiréttur var ekki sammála
og lagði fyrir héraðsdóm að taka kröfur ekkju
skáldsins fyrir að nýju og því eru málsaðilar
mættir fyrir héraðsdóm.
DAGUR B. Egg-
ertsson, borg-
arfulltrúi Sam-
fylkingarinnar,
segir það mikið
fagnaðarefni að
full samstaða
hafi náðst í borg-
arráði um að
hafna þeim út-
færslum á mis-
lægum gatna-
mótum á mótum Bústaðavegar og
Reykjanesbrautar sem kynntar
voru á fundi ráðsins sl. fimmtudag
og greint var frá í Morgunblaðinu í
gær. Hins vegar þyki honum miður
að borgarfulltrúar meirihlutans
hafi ekki verið reiðubúnir til að
styðja tillögu borgarfulltrúa Sam-
fylkingarinnar þar sem lagt var til
að borgarráð hafnaði alfarið gerð
mislægra gatnamóta á þessum stað
og því sé ekki um fullnaðarsigur að
ræða í málinu.
Að mati Dags gefa tillögurnar
fullt tilefni til þess að endurskoða
verklag í samstarfinu við Vega-
gerðina, auk þess sem nauðsynlegt
sé að kveða skýrar á um forræði
borgarinnar varðandi skipulag um-
ferðarmannvirkja. Skipulag um-
ferðar geti ekki verið aðskilið frá
öðru skipulagi í borginni. Spurður
hvort ekki sé nauðsynlegt að gera
einhvers konar vegbætur á fyrr-
greindum stað til þess að auka um-
ferðaröryggi segist Dagur tilbúinn
að skoða slíkar breytingar, en vill
að þær falli vel að umhverfinu.
Ekki um fulln-
aðarsigur að ræða
Dagur B. Eggerts-
son
NÍTJÁN ára piltur hefur verið
dæmdur 2 mánaða ökuleyfissvipt-
ingu og 60 þúsund kr. sekt fyrir
ofsaakstur á Sæbraut í vor. Mældist
hann á 128 km hraða en leyfilegur
hámarkshraði á þessum slóðum er
60 km á klst. Pilturinn hefur áður
verið sviptur ökuleyfi fyrir umferð-
arlagabrot, þá í 3 mánuði. Auk
sektarinnar var hann látinn bera
130 þúsund króna sakarkostnað og
eru því útgöld hans nærri 200 þús-
und krónur vegna aksturslagsins.
Símon Sigvaldason héraðsdómari
dæmdi málið.
Dæmdur fyrir
ofsaaksturinn
NÍU af hverjum tíu Íslendingum
segjast þekkja til eða hafa heyrt um
Norðurlandaráð þegar þeir eru
spurðir, sem er umtalsvert fleiri en
árið 1993 þegar tveir þriðju hlutar
aðspurðra svöruðu þeirri spurningu
játandi í sambærilegri samnorrænni
könnun, sem gerð var þá.
Hlutfallið á Íslandi er það hæsta á
Norðurlöndunum og raunar er það
aðeins á Íslandi þar sem það vex frá
því sem var 1993. Næstflestir þekkja
til ráðsins í Noregi 86%, sem er sex
prósentustiga minnkun frá fyrri
könnun, 81% í Danmörku, 72% í Sví-
þjóð og 70% í Finnlandi og er lækk-
unin um 20 prósentustig í tveimur
síðastnefndu löndunum, en þau lönd
gengu í Evrópusambandið árið 1995.
Það er sameinglegt með öllum lönd-
unum að þekking á Norðurlandaráði
er lág í yngsta aldurshópnum undir
25 ára.
Umhverfisvernd og barátta
gegn glæpum mikilvægast
Norðurlandabúar telja að mikil-
vægustu málefnin sem Norðurlanda-
ráð eigi að vinna að séu samvinna á
sviði umhverfisverndar og barátta
gegn glæpum án tillits til landamæra
en 30% og 26% nefna annan hvorn
þeirra málaflokka, en einungis 2%
nefna samvinnu á sviði tungumála og
4% samvinnu á sviði menningar.
Átta af hverjum tíu aðspurðra
telja að samvinna Norðurlandanna
eigi annaðhvort eftir að hafa jafn-
mikla eða meiri þýðingu í framtíð-
inni, sem er sambærilegt og árið
1993. Hins vegar hefur þeim fækkað
talsvert sem telja að samstarfið eigi
eftir að aukast, ef einungis er horft
til þeirra talna, en 56% svöruðu
spurningunni þannig nú, en 70% í
könnuninni fyrir þrettán árum. Það
er einkum í Evrópusambandslönd-
unum Finnlandi, Svíþjóð og Dan-
mörku, þar sem mönnum finnst að
þýðing samstarfsins muni ekki
aukast.
Tveir þriðju hlutar Norðurlanda-
búa óska eftir að samstarf Norður-
landanna aukist í framtíðinni og hef-
ur það hlutfall lækkað nokkuð frá
1993. Hins vegar telja 94% að sam-
starfið sé mátulegt eða óska eftir að
það aukist sem er sama hlutfall og
1993 og einungis hverfandi hluti vill
að samstarfið minnki.
90% Íslendinga vita
af Norðurlandaráði
Hlutfallið hefur hækkað mikið hér en
minnkað á hinum Norðurlöndunum