Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG ER bjartsýnn á að gengið verði frá samkomu- lagi milli ríkisins og sveitar- félaganna sem tryggir um- rædda þjónustu [lengda viðveru] fyrir fötluð grunn- skólabörn innan skamms. Það verðum við einfaldlega að gera og til þess stendur fullur vilji beggja aðila.“ Þannig hljómaði svar Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþing- ismanns á Alþingi í síðustu viku. Í fyrirspurn sinni vísaði Jóhanna til þess að opinberlega hefði komið fram að deilur væru milli ríkis og sveitarfélaga um greiðsluþátttöku þessara að- ila í kostnaði vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum 10–16 ára. Í nýútkominni áfangaskýrslu starfshóps, sem Árni Magnússon, þáverandi félagsmála- ráðherra, skipaði í mars 2005 til þess að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna, kemur fram að í starfshópnum hafi verið ágreiningur um hvort lengd viðvera fatlaðra barna í eldri bekkjum grunnskólans skuli kost- uð af ríkissjóði á þeim forsendum að úrræðið sé sértækt og falli því undir lög um málefni fatl- aðra eða hvort lengd viðvera falli undir al- menna þjónustu sveitarfélaga og eigi að standa þeim einstaklingum til boða sem hafi þörf fyrir hana. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær lagði starfshópurinn í skýrslu sinni til að gert yrði bráðabirgðasamkomulag, til allt að tveggja ára, um lengri viðveru fatlaðra grunn- skólabarna á aldrinum 10–16 ára sem bygðist á tímabundinni greiðsluþátttöku beggja aðila, þar til endurskoðun laga um málefni fatlaðra væri lokið. Í greinargerð með skýrslunni kem- ur fram að fulltrúar hinna tveggja aðila hafi hins vegar haft mismunandi hugmyndir um það hvernig þeirri tímabundnu kostnaðar- skiptingu skuli háttað. Eftir því sem blaðamað- ur kemst næst ríkis einhugur hjá fulltrúum ríkis og sveitarfélaga um að farsælast sé að skipta kostnaðinum vegna bráðabirgðasam- komulags aðilanna tveggja til helminga. Hins vegar virðist vera ágreiningur um það hver hinn raunverulegi kostnaður sé. Í fyrirspurn Jóhönnu kemur fram að ríkið meti útgjöldin á rúmlega 100 milljónir króna meðan sveitar- félögin meti þau á nær 200 milljónir króna. Í bókun fulltrúa félagsmálaráðuneytis og fjár- málaráðuneytis með áfangaskýrslunni kemur fram að af hálfu ríkisins sé miðað við að heildarkostnaðarþátttaka ríkisins í bráða- birgðasamkomulaginu geti orðið 50–55 millj- ónir króna á ári að meðtöldum núverandi fram- lögum ríkisins til sjálfseignastofnana, hagsmunasamtaka og svæðisskrifstofu. Í fyr- irspurn sinni benti Jóhanna á að þau framlög næmu samtals í kringum 45 milljónum króna. Félagsmálaráðherra sagði á Alþingi að það væri ófært að óljósar upplýsingar um kostnað og framboð á þörf og þjónustu í dag stæðu í vegi fyrir því að þeir sem það kysu fengju um- rædda þjónustu. „Mestu skiptir að hún sé veitt þannig að fjölskyldan geti lifað sem eðlilegustu lífi í sínu samfélagi.“ Ágreiningur um kostnaðartölur Félagsmálaráðherra segist mjög bjartsýnn á að fljótlega náist samkomulag sem tryggi fötluð- um grunnskólabörnum á aldrin- um 10–16 ára lengda viðveru. Í HNOTSKURN » Ágreiningur er uppi um það hvaðlengd viðvera grunnskólabarna á aldrinum 10–16 ára myndi kosta. Er tal- að um að lágmarkskostnaður sé rúmar 100 milljónir króna, en að sú tala geti vel farið upp í 200 milljónir. » Gera má ráð fyrir að í kringum 300börn á aldrinum 10–16 ára myndu nýta sér þessa þjónustu væri hún í boði. silja@mbl.is Í mars sl. birtust 87 auglýs- ingar frá verslunum í eigu Baugs í Fréttablaðinu, að- eins átta í Blaðinu og sex í Morgunblaðinu. Í sama mánuði birtust auglýsingar frá fyrirtækjum Dagsbrúnar 79 sinnum í Fréttablaðinu, 47 sinnum í DV, en aðeins þrisvar í Blaðinu og sjö sinn- um í Morgunblaðinu. Samtals eru auglýsingar fyrirtækja Baugs nær fjórðungur af öllum stórum auglýs- ingum í aðalblaði Fréttablaðsins eða 24,3% og voru um fimmtungur, 20,4%, af auglýsingum DV. Óneitanlega vekur slík slagsíða í birtingum á auglýsingum þá tilgátu að Fréttablaðið bjóði systur- fyrirtækjum sínum verulegan af- slátt af auglýsingaverði sem önnur dagblöð geta ekki keppt við, að mati Guðbjargar Hildar Kolbeins, doktors í fjölmiðlafræði við Há- skóla Íslands, sem lokið hefur rann- sókn á tengslum milli eignarhalds og auglýsinga í íslenskum dag- blöðum. Niðurstaða hennar er m.a. sú að tengslin séu greinileg. Í rannsókninni voru taldar allar heil- og hálfsíðuauglýsingar sem birtust í aðalblöðum Blaðsins, DV, Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í mars 2002 (fyrir eigendaskipti á Fréttablaðinu), september 2002 (eftir eigendaskipti á Fréttablað- inu), mars 2006 og september 2006. Sérstaka athygli Guðbjargar vekur mikill fjöldi auglýsinga sem birtust í Fréttablaðinu frá Bón- usverslunum og Hagkaupum. Krón- an, Nettó og Nóatún auglýsa að jafnaði 10 til 11 sinnum í mánuði í Fréttablaðinu en samkeppnisað- ilinn, Bónus, sá t.d. ástæðu til að vera með 24 stórar auglýsingar í blaðinu í mars sl. „Eftir því sem ég kemst næst má full- yrða að þetta sé óþarf- lega mikið til að ná ár- angri og auka söluna,“ segir Guðbjörg. Í marsmánuði 2002 auglýsti Bónus mest í DV – var með fimm auglýsingar, þrjár í Morgunblaðinu og að- eins eina í Frétta- blaðinu. Fjórum árum síðar birtust 24 aug- lýsingar frá Bónus- verslununum í Frétta- blaðinu. Eina Bónus- auglýsingin sem birtist í Morgun- blaðinu var þakklæti til þjóðarinnar fyrir að hafa valið verslunina vinsælasta fyrirtæki landsins. Þá vekur athygli að 38 auglýsingar frá Hagkaupum birtust í Fréttablaðinu í mars 2006 sl. Ein auglýsing birtist í DV en engin í Morgunblaðinu eða Blaðinu. Fjölgun á auglýsingum Hagkaupa í Fréttablaðinu var strax orðin greinileg haustið 2002, þegar eigendaskipti höfðu orðið á blaðinu, þar sem þeim fjölgaði úr sjö í 15 á sama tíma og þeim fækk- aði í Morgunblaðinu úr sex í fjórar. „Þetta bendir vissulega til að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið hvattir til að nýta Fréttablaðið sem auglýsingamiðil,“ segir Guðbjörg. Hún segir vert að hafa í huga að í fjölmiðlakönnun Gallup í október 2002 reyndist meðallestur á hvert tölublað Morgunblaðsins 57,3% en meðallestur Fréttablaðsins var 51,8%. Það var því fátt sem að hennar mati réttlætti að birta svo mikið magn auglýsinga í blaði sem var á þeim tíma aðeins 24 blaðsíður nema ef vera skyldi verð auglýsing- anna. Í maí 2006 reyndist meðal- lestur á hvert tölublað Fréttablaðs- ins 68,3%, á Morgunblaðinu 54,3%, á Blaðinu 32,9% og á DV 14,7%. Finnur Árnason, forstjóri Haga, gagnrýndi í yfirlýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í gær, rannsóknar- aðferðir Guðbjargar og benti m.a. á að Hagar hefðu ekki byrjað að aug- lýsa í Fréttablaðinu að ráði fyrr en kannanir hefðu ítrekað sýnt fram á mikinn lestur. Aukning auglýsinga Haga í blaðinu væri í samræmi við aukningu á auglýsingum annarra fyrirtækja. Guðbjörg segir að auk- inn meðallestur á Fréttablaðinu geti ekki alfarið skýrt hina miklu fjölgun auglýsinga t.d. frá Hag- kaupum, í Fréttablaðinu. Aðrir þættir hljóti að spila þar inn í. Lestraraukning ekki næg skýring „Fjöldi auglýsinga er umfram það sem ætti að vera nægjanlegt,“ bendir Guðbjörg á, sbr. fjölda aug- lýsinga samkeppnisaðila á mat- vörumarkaði. Hún segir gagnrýni Haga á rannsóknaraðferðir sínar ekki svaraverðar, þar sem þeir hafi augljóslega ekki kynnt sér aðferð- irnar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda að mati Guðbjargar eindreg- ið til að Fréttablaðið fái drjúgan hluta af auglýsingatekjum sínum frá öðrum fyrirtækjum í eigu Baugs. „Baugur slær tvær flugur í einu höggi, þ.e.a.s. auglýsir versl- anir sínar í útbreiddu dagblaði með trúlega litlum tilkostnaði og sér Fréttablaðinu fyrir fjármagni til að halda því gangandi,“ segir Guð- björg. Hún segist hafa öruggar heimildir fyrir því að að minnsta kosti eitt fyrirtæki í eigu Baugs fái verulegan afslátt á auglýsingum í Fréttablaðinu. Guðbjörg segir að Fréttablaðinu sé samkvæmt þessu tryggt fjármagn svo lengi sem það tilheyri samsteypu Baugs en hins vegar kunni ókostir þessa eignar- halds að vera þeir að blaðið fái mun minna fyrir hverja auglýsingu fyrirtækja Baugs en ef það tengdist ekki Baugi. Rannsóknin kallar að sögn Guð- bjargar á frekari rannsóknir á þessu sviði. „Ástæða er til að ætla að hér á landi sé þöggun beitt í ein- hverjum mæli, að fjölmiðlar fjalli hreinlega ekki um málefni eða geri lítið úr málum sem snerta hags- muni eigenda,“ segir Guðbjörg. Tengsl milli eignarhalds og auglýsinga Fyrirtæki Baugs auglýsa fyrst og fremst í Fréttablaðinu og hefur auglýsingum í öðr- um dagblöðum fækkað, samkvæmt rann- sókn Guðbjargar Hildar Kolbeins. sunna@mbl.is                 !" ##$% & '( )%* %+ ,-(* .   /%                            ! !           Morgunblaðið/Eyþór Tengsl Dr. Guðbjörg Hildur Kolbeins komst að því að greinileg tengsl eru milli eignarhalds og auglýsinga í íslenskum dagblöðum. „ÞAÐ eru mikil vonbrigði að ekki skuli vera komin lausn í þessu máli ennþá,“ segir Gerð- ur A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, sem átti sæti í starfshópi félagsmálaráðherra til þess að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Segist hún binda miklar vonir við að yfirlýsing félagsmálaráðherra frá því í síðustu viku um að lausn sé í sjónmáli rætist sem allra fyrst. Að mati Gerðar er það á skjön við alla umræðu um skóla án aðgrein- ingar og opinbera menntastefnu Íslendinga ef ekki er í boði lengd viðvera fyrir fötluð grunnskólabörn á aldrinum 10–16 ára. Bend- ir hún á að sú frístundastarfsemi sem felist í lengdri viðveru gegni ekki síður mikilvægu hlutverki í að stuðla að félagslegri virkni fatl- aðra barna. Aðspurð segir Gerður að gera megi ráð fyrir að um 300 fötluð börn á aldrinum 10–16 ára þurfi á lengdri viðveru að halda. Segir hún ljóst að sú kostnaðaráætlun sem birtist í áfangaskýrslu starfshópsins, þ.e. að lengd viðvera fyrir börn í 5.–10. bekk kosti í kring- um 109 milljónir króna á ársgrundvelli, sé lágmarkskostnaður. Segir hún ákveðinn vanda felast í því að menn greini á um hver hinn raunverulegi kostnaður sé, en hann gæti nálgast allt að 200 milljónir, sem sé að mati Gerðar óveruleg upphæð í stærra samhengi. „Við verðum að skoða heildarmyndina því ef for- eldrar fatlaðra barna gætu í reynd verið fullir þátttak- endur í samfélaginu skilaði það auknum tekjum til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Auk þess er þetta brýnt jafnréttismál því reynslan sýnir okkur að það eru fyrst og fremst konur, þ.e. mæður fatlaðra barna, sem hverfa frá vinnumarkaði til þess að geta annast um börn sín vegna skorts á viðeigandi úrræðum,“ segir Gerður og leggur áherslu á að mikil þörf hafi verið fyrir lengda viðveru barna í 5.–10. bekk og hafi það því verið mikið baráttumál Þroska- hjálpar um margra ára skeið. „Ef menn meina eitthvað með því sem kveðið er á um í lögum um að fjölskyldur fatl- aðra barna eigi að geta lifað eðlilegu lífi og haft sömu möguleika og aðrar fjölskyldur verða menn að bjóða upp á úrræði eins og lengda viðveru og þá gerir maður þá kröfu að Alþingi og ráðamenn gangi frá slíku,“ segir Gerður. Krefjast tafarlausrar úrlausnar Gerður A. Árnadóttir Magnús Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.