Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ GERT er ráð fyrir því að eldi á bleikju geti skilað þremur til fimm milljörð- um króna í útflutningsverðmætum ár ári í framtíðinni. Er þá gert ráð fyrir að framleiðsla á ári verði 5.000 til 10.000 tonn. Markaður fyrir eldis- bleikju er frekar lítill enn sem komið er, en Íslendingar eru stærstu fram- leiðendur á bleikju í heiminum með um helming framleiðslunnar. Langstærsti framleiðandi á bleikju hér á landi er Íslandsbleikja, sem ásamt fleiri framleiðendum er að meirihluta í eigu Oddeyrar, dóttur- fyrirtækis Samherja. Jón Kjartan Magnússon, framkvæmdastjóri fisk- eldis Samherja, segir að stefnt sé að því að auka eldið úr 900 tonnum í ár í 3.000 tonn árið 2008. „Markaðurinn er ekki vandamál heldur verkefni,“ segir hann. Þetta kom fram á ráðstefnu um bleikjueldi sem haldin var í gær að frumkvæði Landssambands fiskeldis- stöðva, AVS rannsóknarsjóðs í sjáv- arútvegi og Háskólans á Hólum. Kynnst var starfsemi eldisstöðva, far- ið yfir kostnað við eldið, kynbætur og líffræði bleikju og rekstur, vinnslu og markaðsmál. Hánorrænn fiskur „Það er gaman að vera stærstir í heimi á einhverju sviði. Við erum fremstir og stærstir í bleikjunni, við eigum sterkasta mann heims, falleg- ustu konuna, bezta gæðinginn og flottustu bleikjuna,“ sagði Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, er hann setti ráðstefnuna. „Bleikjan er hánorrænn fiskur, sem hefur dafnað í íslenzkum ám og vötnum í árþúsundir. Bleikjan er um margt tákn hreinleika í fallegri ósnortinni íslenzkri náttúru og ein- kennisfiskur heimskautssvæða, sam- anber hið enska nafn hennar „Arctic Charr“. Bleikjan er mikill gæðafiskur og á undanförnum 17 árum hefur framleiðsla á bleikju aukizt jafnt og þétt hérlendis. Áætlað er að hún verði um 2.000 tonn á yfirstandandi ári. Ís- lendingar eru stærsti framleiðendur á bleikju í heiminum og hér eru aðstæð- ur til bleikjueldis betri en í öðrum löndum. Í ljósi þessarar sérstöðu Ís- lands er eðlilegt að við séum leiðandi í þróun þessarar atvinnustarfsemi,“ sagði Guðni. Hann sagði ennfremur að veruleg þörf væri á því að hefja markaðssókn á þekktum mörkuðum og leitta nýrra fyrir bleikju. Ríkisstjórn Íslands hefði því ákveðið að veita sérstakt 10 millj- óna króna framlag árlega næstu þrjú árin til markaðs- og kynningarstarfs á bleikju. Samherji stærstur Á undanförnum árum hefur Silung- ur hf. verið með umfangsmestan rekstur í bleikjueldi hér á landi. Fyr- irtækið hefur nú hætt rekstri og Sam- herji hf. tekið við honum í gegnum dótturfélag sitt Oddeyri. Stefnt er að 3.000 tonna framleiðslu árið 2008 og verður matfiskeldi í þremur strand- eldisstöðvum; í Öxarfirði, á Stað í Grindavík og á Vatnsleysuströnd. Seiði verða alin í fjórum seiðaeldis- stöðvum og vinnsla fyrir ferskar og frystar bleikjuafurðir verður í Grindavík. Aðrir framleiðendur eru mun smærri. Beztar aðstæður á Íslandi Aðrar þjóðir sem ala bleikju í nokkrum mæli eru Svíþjóð, Noregur og Kanada. í Svíþjóð var eldið lengst af um eða undir 100 tonnum á ári en náði hámarki í 800 tonnum árið 2001. Þar er bleikjan að mestu alin í Norð- ur-Svíþjóð í kvíum í lónum, sem hafa verið gerð vegna virkjana. Á síðustu 10 árum hefur framleiðsla í Noregi verið allt frá 200 tonnum og upp í 500 á ári. Eldið er fyrst og fremst í Norð- ur-Noregi, mest í körum á landi en einnig í sjókvíum. Áætlað er að árlega séu alin um 500 tonn af bleikju í Kanada. Möguleikar á eldi í stöðuvötnum eru takmarkaðir vegna of mikils hita á sumrin. Bleikj- an frá þessum löndum fer að mestu leyti á heimamarkað. Aðstæður til bleikjueldis á Íslandi eru betri en í öðrum löndum vegna gnægðar af lindarvatni, jarðhita og jarðsjó. Þess vegna er hægt að skapa kjöraðstæður fyrir bleikjuna og byggja upp mjög stórar stöðvar, þar sem hagkvæmni stærðarinnar skilar sér mjög vel. Morgunblaðið/Eyþór Fiskeldi Jón Kjartan Jónsson kynnir bleikjueldi Samherja á ráðstefnunni í gær. Verkefni en ekki vandamál Mikil aukning í bleikjueldi framundan Í HNOTSKURN »GERT er ráð fyrir þvíað eldi á bleikju geti skilað 3 til 5 milljörðum króna í útflutnings- verðmætum á ári í fram- tíðinni »Áætlað eldi í Svíþjóð,Noregi og Kanada er í kringum 2.000 tonn á ári »Aðstæður til bleikju-eldis á Íslandi eru betri en í öðrum löndum vegna gnægðar af lind- arvatni, jarðhita og jarðsjó Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „AÐALFUNDUR Landssambands smábátaeigenda fagnar þeirri langþráðu breytingu sem varð á gengi íslensku krónunnar á árinu 2006. Rekstrarumhverfi sjáv- arútvegsins hefur gerbreyst til hins betra og ekki hvað síst hjá smábátaflotanum,“ segir í aðal- ályktun fundarins. Þar segir ennfremur: „Það er ekki síður ánægjulegt að veiðar smábátaflotans hafa sjaldan geng- ið betur, sem stingur algerlega í stúf við kolsvartar skýrslur Haf- rannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins. Fundurinn telur brýna nauðsyn að Hafrannsóknastofnun endur- skoði í heild sinni þá aðferðafræði sem hún notar við stofnstærð- armælingar, sem og samvinnu sína við veiðimenn. Stórkostleg brotalöm Smábátaflotinn telur hundruð báta sem með nýjustu staðsetn- ingar- og upplýsingatækni leggja nánast alla daga ársins í gríð- arlegan gagnagrunn um dreifingu fisks, þéttleika, hitafar og fleira. Þá hafa afladagbækur verið færð- ar til margra ára, en hvað af þeim verður eftir að þær eru komnar í hendur stofnunarinnar er með öllu óljóst. Það er sannfæring fund- arins að útúr öllum þessum upp- lýsingagrunni megi auðveldlega lesa að stórkostleg brotalöm sé á stofnstærðarmælingum Hafrann- sóknarstofnunar. Til fjölda ára hafa aðalfundir LS hvatt stjórnvöld til að leyfa á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Nú eru þær orðnar að veruleika og 22. að- alfundur LS lýsir fullum stuðningi við þá ákvörðun. Í ljósi fréttaflutn- ings bæði af innlendum og erlend- um vettvangi í kjölfar þess að veiðarnar hófust, vill fundurinn hvetja stjórnvöld til að nota tím- ann vel fram að hvalveiðivertíðinni 2007 og vopna íslensk fyrirtæki hérlendis sem erlendis með skýr- um og greinargóðum upplýsingum varðandi þetta mál. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að Ís- lendingar vilja vera til fyr- irmyndar við nýtingu auðlinda sjávar og það er einmitt á þeim forsendum sem kaupendur fisk- afurða hérlendis frá geta gert sí- vaxandi kröfur um gæði, tegundir veiðarfæra og rekjanleika afurða. Og þeim fer sífjölgandi sem líta sérstaklega til íslenska smábáta- flotans í þessu sambandi. Sú staðreynd ætti að vera stjórnvöldum hvatning til að við- halda og efla fyrirkomulag á borð við línuívilnun og eins og LS hefur áður bent á, ætti hliðstæð ívilnun að vera fyrir hendi þar sem verð- mæti aðfurðanna er margfaldað – t.d. þar sem annars vegar er unnið til manneldis en hins vegar í skepnufóður. Hefja veiðar á handfæri á ný til vegs og virðingar Undanfarin misseri hafur smá- bátum fækkað verulega og stórir og öflugir bátar veiða sífellt hærra hlutfall aflaheimilda smábátaflot- ans. Þá blasir við sú staðreynd eft- ir að sóknardagakerfi smábáta var lagt af, að handfæraveiðar hafa stórlega dregist saman. Fundurinn skorar á stjórnvöld að leita leiða, í samvinnu við LS, með það að markmiði að hefja handfæraveiðar á ný til vegs og virðingar. Smábátaútgerðin er hluti af mannlífi og menningu íslensku þjóðarinnar. Sérkenni hennar og hlutverk ber að varðveita á sama tíma og henni er gert kleift að mæta ströngustu kröfum nútímans um gæði fiskafurða og ábyrgar fiskveiðar. Í nýgerðri kvikmynd um ís- lenska trillukarla eru lokaorðin þessi: „Ódýrasta byggðastefna stjórnvalda er öflug smábátaút- gerð.“ 22. aðalfundur Lands- sambands smábátaeigenda gerir þau að sínum. Morgunblaðið/Eyþór Fundir Eigendur smábáta samþykktu fjölda tillagna á aðalfundi sínum. Fagna breytingu á gengi NNFA QUALITY ÁGÚST Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group, sagði á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda að hvalveiðar í atvinnuskyni væru mikil mistök. Verið væri að fórna mjög miklum hagsmunum fyrir litla. Ágúst kynnti starfsemi Bakkavar- ar Group á fundinum og kom meðal annars inn á þá möguleika, sem smábátasjómenn ættu á sókn inn á markaðinn í Bret- landi. Þeir væru miklir, þar sem veiðarnar væru vistvænar, stund- aðar með kyrr- stæðum veiðar- færum og gæði fisksins væru mikil. Það væri vaxandi hópur neyt- enda sem léti sig umhverfismál og fé- lagslega þætti varða. Þessi hópur væri tilbúinn til að greiða hærra verð fyrir afurðir eins og trillufiskinn og því væru þar veruleg sóknarfæri. Á hinn bóginn sagði Ágúst að hindranir gætu verið í veginum og nefndi sérstaklega þá ákvörðun að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann sagðist eiga mjög erfitt með að skilja þá ákvörðun og var ósáttur við þá málsmeðferð að Hvalur hf. hefði fengið góðan tíma til undirbúnings, sem reyndar hefði ekki dugað, en stór íslenzk útrásarfyrirtæki hefðu fyrst fengið fréttirnar í erlendum fjölmiðl- um. Þeim hefði ekki verið gert kleift að búa sig undir þau harkalegu við- brögð sem hefðu orðið við veiðunum. Íslendingar gætu ekki litið á það sem sitt einkamál að veiða hvali. Al- menningur um allan heim elskaði hvali og vildi ekki láta veiða þá hvort sem reynt væri að réttlæta veiðarnar á einhvern hátt eða ekki. Aðspurður sagði Ágúst að enn sem komið væri, hefði enginn viðskipta- vinur viljað hætta viðskiptum við Bakkavör vegna hvalveiðanna. Hvalveiðar mikil mistök Ágúst Guðmundsson ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.