Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 30

Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 30
|laugardagur|28. 10. 2006| mbl.is Rýmingarsala vegna flutnings – Mikill afsláttur Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com Invita eldhúsinnréttingar – baðinnréttingar – fataskápar – heimilistæki o.fl. Opið laugardag og sunnudag kl. 10–14 Við flytjum í næstu viku ... og ýmsar aðrar gerðir Sý ni ng ar in nr ét tin g til í h vít u daglegtlíf Ríta Duppler er búsett í Berlín. Hún hefur ásamt manni sínum Jörg Duppler byggt fallegt og stílhreint hús í Buchholz sem Gunnlaugur Baldursson arki- tekt teiknaði. » 36 lifun Að sögn sálfræðingsins Gra- hams Holes hafa rannsóknir síðustu fimmtán ára sýnt að það er jafn hættulegt að nota handfrjálsan búnað og síma sem haldið er á við notkun. » 32 heilsa Vöruhönnuðir kynna ýmiss konar verk á sýningu sem heitir Rjómi íslenskrar hönnunar. Þar sýna einnig aðrir hönnuðir hér á landi eins og fatahönnuðir og arkitektar. » 34 hönnun Myndlistarmennirnir Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wil- son hafa á undanförnum árum myndað 34 uppstoppaða ísbirni í Bretlandi og gefið út bók með afrakstrinum. » 34 Ísbirnir Björg Jónsdóttir og Þorsteinn Arason eru í þriðja sinn að senda börnum í Úkraínu jóla- pakka í skókassa og fá Íslend- inga með sér í lið. Viðtökurnar hafa verið vonum framar. » 32 daglegt líf Hinn 1. nóvember nk. verða haldnir rokktónleikar í Fjölbrautaskóla Garðabæjar á vegum nemendafélags skólans. Síðastliðin ár hefur nem- endafélagið haldið slíka tónleika ár- lega en í ár var tekinn sá póll í hæð- ina að styrkja um leið gott málefni. Þegar leitað var eftir hugmyndum um hverja ætti að styrkja kom fram sú hugmynd að styrkja Götusmiðj- una og það gekk eftir því slíkur styrkur gengur vel upp við forvarn- arstefnuna sem er við lýði í skól- anum. „Margar þekktar og óþekktar hljómsveitir hafa komið fram á þess- um tónleikum undanfarin ár,“ segir Ásta María Harðardóttir, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ (NFFG). Öll böllin okkar reyklaus „Hljómsveitirnar hafa verið úr sjálfum skólanum og úr Garðaskóla, sem er grunnskóli. Síðan höfum við alltaf verið með eitt eða tvö þekkt bönd, sem eru þá svona aðalnúm- erin,“ heldur Ásta María áfram. „Í ár var mörkuð sú stefna að efla for- varnarstarf gegn vímuefnum sem er t.d. þannig að öll böllin okkar eru reyklaus. Við ákváðum þess vegna að í ár skyldi rokkfestivalið vera til- einkað Götusmiðjunni þar sem unnið er gott starf við að hjálpa fólki að komast á réttan kjöl eftir að það hef- ur misst fótanna vegna vímu- efnaneyslu.“ Ásta María segist jafn- framt vonast til þess að á næsta ári verði áfram unnið eftir þessari hug- mynd, þ.e. að ágóði af tónleikunum verði notaður til að styrkja gott mál- efni. Ágóðinn sem af tónleikunum verð- ur felst ekki eingöngu í miðasölu því nemendafélagið hefur leitað styrkja á annan hátt líka. „Fyrirtæki hafa styrkt okkur og má þar nefna t.d. Vífilfell sem gefur okkur allt gos sem verður selt á tónleikunum. Ágóðinn af því fer líka beint í Götu- smiðjuna,“ segir Ásta María og bæt- ir við að fleiri fyrirtæki hafi einmitt gjarnan viljað styrkja Götusmiðjuna á annan hátt en bara með fjárgjöf. Í aðalstjórn nemendaráðs eru krakkar á aldrinum sautján ára til tvítugs. „Við erum að reyna að standa fyrir því að gera góða hluti. Við vonum að fólk taki þessu vel og fjölmenni á tónleikana,“ segir Ásta María að lokum. Tónleikarnir eru öllum opnir. Hljómsveitirnar sem koma fram á tónleikunum eru Brainpolice, Dr. spock, the telepathetics Indega, Royal fanclub, Cliff clavin og Leve- nova. Viljum gera góða hluti Morgunblaðið/RAX Með puttann á púlsinum Frá vinstri: Gunnar Örn Heiðdal, Ásta María Harðardóttir, Daníel Þór Bjarnason, Davíð Arnar Baldursson, Dagur Geir Jónsson, Ólöf Sigríður Jóhannsdóttir og María Rosario Emilsdóttir. Nemendafélag Fjölbrautaskóla Garðabæjar heldur styrktartónleika Á næstu dögum verður haldið upp á hrekkjavöku í Bandaríkjunum og víðar og fólk býr þá til graskers- súpur og graskersbökur. Í tilefni dagsins býður Daglegt líf upp á uppskrift að graskerssúpu. Súpan ¾ bolli vatn 1 lítill laukur, smátt skorinn 1 dós (8 únsur) graskerspuré 1 bolli grænmetiskraftur ½ tsk. kanill ¼ tsk. múskat 1 bolli léttmjólk 1/8 tsk. svartur pipar 1 smátt skorinn grænn laukur til skreytingar Takið fram stóran pott og hitið ¼ bolla af vatni við meðalhita. Bætið smátt skornum lauknum út í og lát- ið malla þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Hellið afganginum af vatn- inu út í ásamt graskerspuré, græn- metiskrafti, kanil og múskati. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið sjóða í fimm mínútur. Hrærið mjólkina út í og hitið á ný upp að suðumarki án þess að súpan nái að sjóða. Ausið súpunni í skálar og skreytið með svörtum pipar og grænum lauk. Berið fram strax. Graskers- súpa Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.