Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 36

Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 36
lifun 36 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ hjúkrunarkonu og Danans Nils Ein- ars Larsen garðyrkjumanns. Ríta fór að námi loknu til Þýskalands þar sem hún kynntist manni sínum Jörg Duppler, sagnfræðingi sem starfar hjá Militärisches Forschungsamt í Potsdam. Fjölskyldan hefur búið víða í Þýskalandi en fluttist til Berlínar ár- ið 1996 og þar rekur Ríta ferðaskrif- stofu, Island-Reisen. Draumurinn rættist Hjónin búa í Berlín en Jörg hefur alltaf dreymt um að eignast land sem hann gæti ræktað og breytt í lysti- garð og nú hefur draumurinn ræst. „Við höfðum leitað töluvert að húsi eða lóð, einhverju sem okkur langaði í, en gekk ekki vel. Loks fundum við hús auglýst á netinu. Það var í þorp- inu Buchholz norðvestan við Berlín. Þegar við höfum samband við eigand- ann sagðist hann vera hættur við að selja. Mér leist svo vel á þorpið og Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Í litla þorpinu Buchholz, um 70 km norðvestur af Berlín, hefur ristið stórt og glæsilegt hús. Þegar horft er á hús- ið frá götunni virðist það í fljótu bragði ekki ólíkt öðrum húsum í þorp- inu, með háu risi eins og svo mörg þýsk hús. Þegar inn er komið er ann- að upp á teningnum í þessu „sam- starfsverkefni“ tveggja Íslendinga, ótrúlegt hús og engu öðru líkt. Kannski fellur arkitektinum Gunn- laugi Baldurssyni í Siegen, sem starf- að hefur í Þýskalandi frá námslokum, ekki að kalla þetta samstarfsverkefni, en Ríta Duppler, sem líka er íslensk þótt nafnið beri það ekki með sér, seg- ir að Gunnlaugur hafi frá upphafi leyft sér að koma með hugmyndir og breyta alveg endalaust. Ríta Duppler er fædd og uppalin á Íslandi, dóttir Margrétar Jónsdóttur spurði hvort ekki væri hægt að fá lóð þar en svarið var þvert nei.“ Loks sýndi maðurinn þeim þó lóð sem þeim leist vel á en var ansi dýr og þau því ekki alveg sátt við til að byrja með. Þau keyptu samt lóðina að lokum og litla húsið sem á henni stóð og ákváðu að breyta því. Þá kom að Gunnlaugi Baldurssyni arkitekt sem Ríta hefur þekkt frá því þau voru við nám í Köln. „Ég var löngu búin að segja Gunn- laugi að ef ég byggði hús fengi ég hann til að teikna það.“ Varð að falla að þorpsmyndinni Gunnlaugur var til í tuskið þótt honum þættu nokkuð strangar reglur gilda varðandi útlit hússins. Í Buch- holz eru aðeins 11 hús og nýja húsið varð að falla að þorpsmyndinni og vera í stíl við hin húsin. „Húsið er eins og það hafi alltaf verið þarna,“ segir Ríta. „Það líkist hinum húsunum en er nýtískulegt að innan, nýtt hús, en samt gamalt.“ Í fyrstu höfðu Ríta og Jörg hugsað sér að breyta gamla hús- inu en þegar betur var að gáð var það of lélegt. Í staðinn varð breyting- artillaga Gunnlaugs að teikningu nýs húss. Það er 140 fm að grunnfleti, á tveimur hæðum, á 5.000 fermetra landi sem engin hús eru eða verða á þrjá vegu við í framtíðinni. Þegar gengið er inn í forstofuna sem er opin birtist manni öll fyrsta hæðin. Til hægri er eldhús og til vinstri borðstofan, hvort tveggja án skilveggja. Hægra megin við miðju Ljósmyndir / Fríða Björnsdóttir. Ljós og skuggar Málverkið á veggnum er eina veggskraut hússins. Hjónin hafa sjálf gaman af að Sérsmíði Hugmyndina að stiganum fékk Ríta þegar hún fletti bandarísku blaði. Rauða tréð Bakhliðin er öll úr gleri. Til vinstri er annar tveggja sólpalla. Arinstofan Glerið framan við arininn má taka í burtu þegar ekki er kveikt upp í honum. Glæsihús í gömlu þorpi Einstakt Það má með sanni segja að útsýnið sem blasir við úr svefn- herbergisglugga hjónanna sé stórbrotið. Stílhreint Herbergi dótturinnar. Aftan við höfðagaflinn á rúminu hennar er skemmtilegur fataskápur sem er opinn til hliðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.