Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Furðulegt hefur verið að fylgj-ast með því hvernig KjartanÓlafsson, fyrrverandi ritstjóriÞjóðviljans, hefur fengið að
láta dæluna ganga í fjölmiðlum á und-
anförnum vikum.
Dag eftir dag hafa ver-
ið sagðar einhliða „frétt-
ir“ af ágreiningi Kjart-
ans við þjóðskjalavörð
um aðgang að hler-
unarskjölum og skuld-
inni skellt á dóms-
málaráðherra fyrir það
að safnið komst í vand-
ræði með málið vegna af-
hendingarskilmála dóm-
stóls og vildi setja nýjar
reglur um aðganginn.
Ljóst var hins vegar að
Kjartan fengi að sjá
þessi gögn fyrr eða síð-
ar.
Í skjóli þessarar deilu við Þjóð-
skjalasafnið hefur Kjartan Ólafsson
notað tækifærið til að halda áróð-
ursræður yfir landslýð og lýsa sjálfum
sér og félögum sínum sem píslarvottum
óbilgjarnra stjórnvalda fyrr og síðar.
Bakgrunnur
Hafa ber í huga að Kjartan Ólafsson
var einnig framkvæmdastjóri stjórn-
málaflokks, Sósíalistaflokksins, sem
áskildi sér opinberlega rétt til að beita
ofbeldi í stjórnmálabaráttu sinni og
hrifsa til sín völd í landinu með þeim
hætti, samkvæmt stefnuskrá sinni.
Þessi flokkur og forveri hans, Komm-
únistaflokkur Íslands, sem laut stjórn
sömu manna, var í nánum tengslum við
verstu harðstjórnarríki og flokka sem
mannkynssagan kann að greina frá og
sótti bæði fyrirmæli og fé til sov-
étstjórnarinnar í Moskvu, eins og
margvíslegar heimildir liggja nú fyrir
um.
Í sæti framkvæmdastjóra Sósíal-
istaflokksins var Kjartan einn helsti
milliliður flokksmanna við ,,bræðra-
flokkinn“ í Austur-Þýskalandi, en
þangað fjölmenntu þeir til náms og
starfa. Í þessu ríki múrsins, þar sem
fólk var skotið miskunnarlaust niður, ef
það vildi yfirgefa landið án leyfis, kom
leynilögreglan STASI upp fullkomn-
ustu persónunjósnum sem nokkurn
tíma hafa þekkst. Til þessa ríkis töldu
Kjartan og félagar æskilegra að sækja
fyrirmyndir um uppbyggingu sósíal-
isma á Íslandi en til nokkurs annars
kommúnistaríkis utan Sovétríkjanna
og foringjar þeirra nutu þar lífsins ár-
lega sem heiðursgestir flokksbrodd-
anna sem héldu völdum í krafti dag-
legra mannréttindabrota STASI og
annarra álíka stofnana.
Gamlar þulur
Af hverju telst það allt í einu forsíðu-
„frétt“ þegar fyrrverandi Þjóðviljarit-
stjóri hefur upp gamalkunnar þulur um
látna forystumenn þjóðarinnar með því
að saka þá um „mjög grófa misbeitingu
pólitísks valds“ og „mjög gróf mann-
réttindabrot“, eins og Kjartan Ólafsson
kemst að orði, fyrir það eitt að leggja
hlerunarbeiðnir frá lögreglu fyrir dóm-
ara?
Það töldust ekki fréttir á sínum tíma
þegar ritstjórar Þjóðviljans ásökuðu
Bjarna Benediktsson og aðra for-
ystumenn vestrænnar
samvinnu (sem allir
styðja nú á dögum nema
vinstri grænir) um land-
ráð, landsölu, fals, mútur,
lygar, meinsæri o.s.frv.
og kölluðu þá kvislinga,
leppa Bandaríkjaauð-
valdsins, svikara, þjóðn-
íðinga, bullur, ves-
almenni, ærulaus ræksni
og arftaka Júdasar. Hér
eru aðeins nefndir nokkr-
ir af þeim orðaleppum
sem sósíalistar notuðu frá
degi til dags um andstæð-
inga sína í stjórnmálum en að auki hót-
uðu þeir þeim með líflátshegningu eins
og 1949 og lögðu hvað eftir annað á þá
hendur.
Hinir hörðu dómar Kjartans Ólafs-
sonar um Bjarna Benediktsson og Jó-
hann Hafstein eru af nákvæmlega sama
toga og gömlu Þjóðvilja-þulurnar en nú
settir fram með píslarvættisbrag.
Hvað gerðu Bjarni og Jóhann?
Dómsmálaráðherrarnir Bjarni Bene-
diktsson og Jóhann Hafstein fóru fram
á það í nafni embættis síns – að ósk lög-
regluyfirvalda – að dómari tæki afstöðu
til þess, hvort lögreglan mætti grípa til
öryggisráðstafana vegna mótmælaað-
gerða, sem óttast var að snerust upp í
árásir á Alþingi eða háttsetta erlenda
gesti.
Báðir þessir menn voru þekktir að
heiðarleika og samviskusemi í störfum
sínum. Þeir voru lögfræðingar að
mennt og annar þeirra að auki fremsti
stjórnlagafræðingur þjóðarinnar. Eng-
inn sem raunverulega þekkir til starfa
þessara manna getur látið sér til hugar
koma að þeir hafi haft annað en lög og
rétt að leiðarljósi í störfum sínum sem
dómsmálaráðherrar.
Séu Kjartan Ólafsson og gamlir fé-
lagar hans ósáttir við umræddar síma-
hleranir á reiði þeirra að beinast að lög-
reglunni og dómstólunum. En þá hvílir
líka á þeim sú skylda að sýna fram á, –
ekki með sleggjudómum í stíl Þjóðvilj-
ans heldur með rökum, – að ástæður
lögreglunnar hafi verið tortryggilegar
og dómararnir sem kváðu upp úr-
skurðina hafi ekki verið starfi sínu
vaxnir. Og þá verður að halda öllum
staðreyndum til haga.
Hinar óþægilegu staðreyndir
Forystumenn Sósíalistaflokksins sem
höfðu áður verið í forystu Komm-
únistaflokksins, stóðu m.a. fyrir þrem-
ur heiftarlegum árásum á bæjarstjórn
Reykjavíkur með þeim afleiðingum í
hinni síðustu að tveir þriðju hlutar lög-
reglunnar, 19 menn, lágu eftir óvígir.
Við inngöngu
bandalagið ger
segir í hæstaré
tök um að ráða
1949, en sú árá
ræðislegum stj
stefndi lífi alþin
mildi að einung
fimm lögregluþ
þeirra sem slup
hendingu úr gr
Jón Pálmason þ
Þá leiddu mú
og sósíalista hv
árása á bæjarfu
Sjálfstæðisflok
1932, 1946 og 1
þingmenn úr A
Stefán Jóhann
herra) og Fram
slíka atlögu ári
grófu mannrétt
lætt af Þjóðvilj
Það blasir vi
vill ekki ræða þ
símahlerunarós
hvers vegna sp
miðlamaður ha
þessara ofbeldi
áhrifa þessara
reglustjóra um
um sósíalista, þ
frekara ofbeldi
vegna segir eng
Kjartan Ólafss
kvæmdastjóri s
gerði ráð fyrir
skrá að hrifsa v
beldi?
Þess vegna v
Símahleranir
stríðsárunum v
sögulega samh
skylt að vernda
lenda gesti, svo
ríkjanna og uta
hafsríkja, fyrir
múgárásum. B
ljós að lögregla
að verjast árás
sósíalista nema
auka og búa sig
vildi því hafa va
vera viðbúin ef
vændum. Til þe
aðir.
Þegar Alþing
issamninginn v
sig m.a. þurfa a
kvæmdastjóra
aðeins 12 ár lið
Óverðskuldað píslar
Eftir Jakob F. Ásgeirsson »Hvers vinn fjö
Kjartan Ó
framkvæm
málaflokk
fyrir því sa
skrá að hr
inu með of
Jakob F. Ásgeirsson
Í dag gengur sjálfstæð-isfólk í Reykjavík tilprófkjörs. Það já-kvæða við prófkjör er
að þau gefa hinum almenna
flokksmanni færi á að hafa
áhrif á uppstillingu fram-
boðslista flokksins fyrir
kosningar. Prófkjör eru
ekki gallalaus en þau gefa
nýju fólki tækifæri og veita
þeim sem fyrir eru hollt að-
hald. Prófkjör eru jafnframt mikilvægt
tæki til að viðhalda tengslum flokks-
manna við frambjóðendur. Flokkur sem
er í góðum tengslum við sína eigin
flokksmenn mun njóta trausts og vel-
gengni.
Í prófkjöri takast sam-
herjar á. Frambjóðendum
gefst þar færi á að tala
beint til kjósenda flokksins
og koma áherslum sínum á
framfæri. Að fenginni lýð-
ræðislegri niðurstöðu sam-
einast allir flokksmenn um
það lið, sem þannig er stillt
upp. Fyrir kosningarnar í
vor þurfum við að stilla upp
lista sem er þróttmikill og
trúverðugur, skipaður fólki
sem landsmenn munu
treysta til að leiða þjóðina
inn í nýja tíma. Það er mik-
ilvægt að konur fái gott brautargengi í
þessu prófkjöri. Ég trúi því að sú verði
raunin enda hafa mjög frambærilegar
konur gefið kost á sér.
Eftir langa og árangursríka stjórn-
arsetu Sjálfstæðisflokksins eru að eiga
sér stað kaflask
kynslóð er að ta
sem hefur getu,
enn lengra. Ég
slóð stjórnmála
fram á nýjum sv
sýni með það se
frekar lífskjör a
Við þurfum a
mikla kraft, þek
sem býr í stuðn
Kraftur til framtíðar
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson
Guðlaugur Þór
Þórðarson
»Ný kynvið me
sem hefur
metnað til
lengra. Ég
nýju kynsl
manna.
NAUÐGUNARGLÆPIR
ERU FRELSISSKERÐING
Þrjár nauðganir í miðborgReykjavíkur með stuttu milli-bili hafa vakið mikinn óhug
með borgarbúum. Í tveimur tilfellum
var um það að ræða að ungar konur
voru dregnar inn í húsasund af tveim-
ur mönnum, sem þar komu fram vilja
sínum. Í þriðja tilfellinu þáði kona
bílfar með manni, sem ók henni á af-
vikinn stað og nauðgaði henni.
Nauðgun er alltaf andstyggilegur
og ófyrirgefanlegur glæpur og
glæpamennirnir eiga sér engar máls-
bætur. Það er enginn munur á nauðg-
ununum í miðbænum og öðrum
nauðgunarmálum að því leyti. En það
eru líkindin með málunum, þar sem
tveir menn komu við sögu, sem vekja
sérstakan óhug hjá fólki, auk þess
sem aðferðin við glæpinn er að sögn
lögreglu nýlunda. Þótt lögreglan segi
að ekki séu uppi neinar kenningar um
að málin tengist, fer ekki hjá því að
fólk tengi þau saman. Mörgum kon-
um finnst beinlínis frelsisskerðing
fólgin í því að geta ekki gengið einar
um miðborg Reykjavíkur án þess að
þurfa að óttast að tveir menn veiti
þeim fyrirsát með viðurstyggilegan
glæp í huga.
Viðbrögð lögreglunnar eru þau að
auka eftirlit og fylgjast sérstaklega
með stöðum, þar sem menn gætu set-
ið fyrir konum. Lögreglan hlýtur
sömuleiðis að leggja ofuráherzlu á að
upplýsa þessi mál, eins og hún á
reyndar að gera í öllum nauðgunar-
málum.
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn, segir í Morgunblaðinu í gær að
lögreglan hafi um nokkurt skeið vilj-
að fjölga eftirlitsmyndavélum í mið-
bænum en málið sé ekki komið í
gegnum borgarkerfið. Það ætti að
hraða því. Eftirlitsmyndavélarnar
hafa sannað gildi sitt. Þær hafa hjálp-
að til við að upplýsa glæpi, þar með
talin nauðgunarmál. Öryggismynda-
vél á benzínstöð í Breiðholti gerði til
dæmis að verkum að maður, sem
gerði tilraun til að nauðga konu á
göngustíg og braut mjög gróflega
gegn henni, náðist og var í fyrradag
dæmdur í þriggja og hálfs árs fang-
elsi.
Það blasir sömuleiðis við, að refs-
ingar í nauðgunarmálum eru of létt-
ar. Þegar dómar í kynferðisbrotamál-
um eru annars vegar bornir saman
við refsirammann, sem lög heimila,
og hins vegar við t.d. dóma í fíkni-
efnamálum, sem hafa mjög þyngzt
undanfarin ár, verður ekki annað
ályktað en að dómstólar eigi að
þyngja mjög dóma fyrir nauðganir.
Konur verða hins vegar ekki
öruggar fyrir nauðgunarglæpum þótt
eftirlit verði aukið og refsingar
þyngdar. Það er sjúkt hugarfar
þeirra karlmanna, sem fremja slíkan
glæp, sem er undirrótin. Þeir, sem
mest áhrif geta haft á þetta hugarfar,
eru aðrir karlmenn, sem geta útskýrt
fyrir félögum sínum að nauðgun sé
alltaf ófyrirgefanleg og aldrei á „gráu
svæði“.
HEIMSMINJAR Í HÆTTU
Óöldin í Írak er ekki bara mann-legur harmleikur. Í landinu er
verið að eyðileggja og stela heims-
minjum – verðmætum, sem aldrei
verður hægt að bæta. Eins og fram
kom í Morgunblaðinu skýrði breska
blaðið The Times á miðvikudag frá því
að fjórtán af fremstu fornleifafræð-
ingum heims hefðu skrifað forseta og
forsætisráðherra Íraks bréf og kraf-
ist þess að þegar yrði gripið til að-
gerða til þess að stöðva skemmdar-
verkin.
Nokkur dæmi um hrikaleg
skemmdarverk eru nefnd í bréfinu.
Tekið er dæmi um babýloníska styttu
af ljóni frá því um 1700 fyrir Krists
burð. Þegar ræningjar hugðust fjar-
lægja styttuna molnaði höfuð hennar.
Ana bænaturninn frá sjöttu öld var
sprengdur í loft upp. Íslamskir
hryðjuverkamenn óttuðust að Banda-
ríkjamenn myndu nota hann sem út-
sýnis- og varðturn og sprengdu hann
því.
Innrás Bandaríkjamanna og banda-
manna þeirra í Írak hófst ekki vel
hvað fornminjar snertir. Þegar stjórn
Saddams Husseins féll gátu skemmd-
arverkamenn farið ránshendi um söfn
og menningarverðmæti. Á fyrstu dög-
unum eftir fall Bagdað birtust myndir
af söfnum, sem höfðu verið tæmd og
eyðilögð. Sett var á fót sérstök sveit,
sem átti að sjá um að gæta gamalla
minja, en í bréfi fornleifafræðinganna
kemur fram að hún sé hætt störfum
vegna þess að liðsmönnum hennar
hafi ekki verið greidd laun. Leggja
fornleifafræðingarnir til að sveitin
verði endurreist og hefji störf að nýju.
Í frétt The Times kemur fram að
um 90% af fornminjunum í landinu
séu enn neðanjarðar og ræningjar
beini nú athygli sinni að hofum og
höllum, sem ekki hafi verið grafnar
upp. Noti þeir jafnvel sprengiefni til
að komast að þeim með tilheyrandi
eyðileggingu. Hefur blaðið eftir ein-
um fornleifafræðinganna, McGuire
Gibson, að eyðileggingin sé slík á
sumum stöðum að svo geti farið að
fornleifafræðingar vilji ekki snúa
þangað aftur.
Ekki er vitað hvað verður um
horfna muni, en í The Times segir að
vitað sé til þess að auðmönnum við
Persaflóa og í Austur-Asíu hafi verið
boðnar fornminjar til kaups.
Fornminjarnar frá dögum Mesó-
pótamíu eru án efa verðmætastar og
mikilvægast að bjarga þeim. Þar er
um að ræða elstu minjar um siðmenn-
ingu mannkyns og þeim er nú verið að
stela og það sem ekki er hirt verður
eyðileggingu að bráð. Bregðast verð-
ur samstundis við ákalli fornleifa-
fræðinganna og eyðileggingin verði
stöðvuð. Sú ábyrgð liggur ekki aðeins
hjá stjórnvöldum í Írak heldur einnig
Bandaríkjamönnum og bandamönn-
um þeirra.