Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 39
Morgunblaðið skýrir les-endum sínum frá því á for-síðu 22. okt. sl. í heims-fréttarstað, að sá grunur
hafi „læðst að“ formanni Sjálfstæð-
isflokksins, Geir Haarde, að óprúttnir
aðilar reyni að koma höggi á Sjálfstæð-
isflokkinn almennt og sér í lagi vin
hans og vopnabróður,
Björn Bjarnason, dóms-
málaráðherra, vegna
prófkjörs flokksins nú
um helgina. Samkvæmt
fréttinni varaði formað-
urinn söfnuð sinn við
þessum óprúttnu aðilum
og skoraði á sjálfstæð-
ismenn að slá skjaldborg
um hinn höfuðsetna
dómsmálaráðherra. Var
helst á formanninum að
skilja, að ekki mundi af
veita, enda þess
skemmst að minnast, að
dómsmálaráðherrann
reið ekki feitu hrossi frá
atlögu sinni að Reykja-
víkurlistanum og Ingi-
björgu Sólrúnu, borg-
arstjóra, um árið, þrátt
fyrir dyggilegan stuðn-
ing þáverandi formanns.
En hverjir eru þessir
„óprúttnu aðilar“? Sem
betur fer þarf ekki lengi
að leita þeirra, því að
þeir hafa ekki séð
ástæðu til að fara huldu
höfði. Þeir eru Þór
Whitehead, sagnfræð-
ingur, Andri Óttarsson,
nýráðinn framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins, og Borgar
Þór Einarsson, formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna (SUS). Það
verður að segja þessum mönnum til
hróss, að þeir sigla ekki undir fölsku
flaggi og vega ekki úr launsátri, eins
og hlerunarsérfræðingar leyniþjónust-
unnar vega að fórnarlömbum sínum.
Óhróðursmenn koma sjaldan fram und-
ir fullu nafni, eins og þeir vita manna
best í Valhöll.
Spurningar sem kalla á svör
En hvað hafa þessir þremenningar
gert á hlut dómsmálaráðherrans, sem
verðskuldar það, að formaðurinn upp-
nefni þá sem „óprúttna aðila“? Því er
fljótsvarað. Einn hefur afhjúpað þá
staðreynd, að einn helsti forystumaður
Sjálfstæðisflokksins stofnaði á laun
leyniþjónustu, sem m.a. njósnaði um
pólitíska andstæðinga á Alþingi. Hinir
tveir hafa harðlega gagnrýnt áform nú-
verandi dómsmálaráðherra um að
stofna sambærilega leyniþjónustu með
lögformlegum hætti. Allir þrír eru yf-
irlýstir sjálfstæðismenn, svo að deilur
þeirra mega heita innanhússmál. Samt
sem áður er það svo, að niðurstöður
þessara deilna varða þjóðina alla, því
að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins
gætu enn sem fyrr orðið fórnarlömb
hinnar nýju leyniþjónustu.
Þór Whitehead hefur í grein í (hug-
mynda)fræðiritinu Þjóðmálum upplýst,
að Bjarni Benediktsson, þáv. dóms-
málaráðherra Sjálfstæðisflokksins, hafi
upp úr 1950 stofnað „strangleynilega
öryggisþjónustudeild“, sem var flestum
hulin í íslenska stjórnkerfinu. Grein-
arhöfundi gekk gott eitt til. Hann vildi
færa sönnur á, að andstæðingar Sjálf-
stæðisflokksins hafi fyrr á tíð verið svo
ofbeldishneigðir, að stofnun ólöglegrar
leyniþjónustu hafi verið réttlætanleg af
þeim sökum. Með vísan til þessarar
reynslu vildi hann rökstyðja nauðsyn
þess að stofna til leyniþjónustu með
lögformlegum hætti, nú þegar banda-
ríska varnarliðið er farið og ógnvænleg
hryðjuverkavá steðjar að hinum vilj-
ugu samverkamönnum Bandaríkja-
manna í Írak. Þór Whitehead vildi
m.ö.o. búa í haginn fyrir áform fóst-
bróður síns, dómsmálaráðherrans, um
að fá atbeina Alþingis við lögformlegri
stofnun leyniþjónustu. Sagnfræði Þórs
átti að gera almenningi ljósa nauðsyn
þess arna. Nauðsynin var þeim mun
brýnni sem CIA vantaði samstarfsaðila
í hryðjuverkastríðinu, sem kynnu að
fást við vafasamt fólk að amerískri fyr-
irmynd. Það er helst að skilja á þeim
fóstbræðrum, að þeir hafi búist við
góðum undirtektum við svo göfugan
málstað.
Þetta er sennilega eitthvert slysa-
legasta upplegg prófkjörsbaráttu, sem
um getur í stjórnmálasögunni. Kjör-
þokka dómsmálaráðherrans er nú
helst að líkja við nashyrning í vígahug
og var þó vart á það bætandi. Sagn-
fræðingurinn slysaðist til að opna
„Pandorubox“, og vofur fortíðarinnar
leika nú lausum hala og sækja að
dómsmálaráðherranum
úr öllum áttum. Einföld-
ustu spurningum sem
vöknuðu við grein sagn-
fræðingsins er ósvarað:
Voru ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins þeir
einu, sem vissu um leyni-
þjónustuna? Hvers
vegna var ráðherrum
annarra flokka ekki gerð
grein fyrir tilvist og
starfsemi leyniþjónust-
unnar? Hélt starfsemi
leyniþjónustunnar áfram
í tíð vinstristjórna, jafn-
vel þótt viðkomandi ráð-
herrar vissu ekki af því?
Hverjir tóku þá við upp-
lýsingunum? Hvernig
voru upplýsingarnar not-
aðar? Hélt leyniþjón-
ustustarfsemin áfram á
laun eftir lok kalda
stríðsins 1991? Ef svo er,
hverjir stjórna leyni-
þjónustunni nú?
Sakaruppgjöf
Þetta eru bara fáeinar
af ótal spurningum, sem
þjóðmálagrein Þórs
Whitehead vekur, og
hann hefur ekki getað
svarað, þrátt fyrir veikburða tilraunir í
opnulanghundi í sunnudagsblaði
Moggans. Þessar spurningar bíða því
enn svars. Vilji menn í alvöru leita
heiðarlegra svara verður að hafa eft-
irfarandi hugfast: Upplýst umræða
getur ekki farið fram um mál, meðan
aðgangur að gögnum málsins er tak-
markaður við dómsmálaráðherrann og
trúnaðarmenn hans. Fórnarlömb hler-
ana geta t.d. ekki, eðli málsins sam-
kvæmt, leitt fram vitni máli sínu til
sönnunar, því að hlerað var á laun, þar
sem vitnum verður ekki við komið.
Gerendur í málinu – þeir sem stund-
uðu hleranir samkvæmt fyrirmælum
yfirmanna – munu ekki að óbreyttu
gefa sig fram, af mörgum ástæðum.
Þeir eru bundnir þagnareiði og trún-
aðarskyldum. Þar að auki benda vax-
andi líkur til, að hleranir hafi verið
stundaðar án dómsúrskurða, þ.e. með
ólögmætum og refsiverðum hætti.
Við þessar aðstæður dugar ekki, að
lögregla rannsaki lögreglu. Þau um-
mæli forsætisráherra, sem hann við-
hafði til að andmæla atbeina Alþingis
að málinu, að ekki sé betra að pólitík-
usar rannsaki pólitíkusa, afhjúpa full-
komið skilningsleysi á eðli málsins.
Málið snýst um meinta misnotkun
framkvæmdavaldsins á valdi sínu, m.a.
gagnvart fulltrúum löggjafarvaldsins.
Alþingi ber að láta slíkt til sín taka.
Þar að auki fæst málið einfaldlega ekki
upplýst nema Alþingi veiti þeim starfs-
mönnum leyniþjónustunnar fyrirfram
sakaruppgjöf, sem kunna að hafa gerst
brotlegir við lög, væntanlega skv. fyr-
irmælum yfirboðara sinna. Þess vegna
ber Alþingi að taka upp málið, bæði
með því að setja lög og skipa nefnd
„valinkunnra sómamanna“, sem njóta
trausts, til þess að rannsaka starfsemi
og starfshætti hinnar ólöglegu leyni-
þjónustu frá upphafi til dagsins í dag.
Þetta er hin svokallaða „norska leið“.
Það vill svo til, að hún er eina leiðin,
sem er fær til að upplýsa málið –
leggja öll spilin á borðið – og freista
þess þannig að græða undir fortíð-
arinnar.
Hvers vegna stíga þeir nú ekki
fram, hönd í hönd, fóstbræðurnir, Geir
Haarde og Björn Bjarnason, og flytja
á Alþingi ásamt með formönnum
stjórnarandstöðuflokkanna frumvarp
til laga um sakaruppgjöf þeim til
handa, sem gerst hafa brotlegir við
lögin í störfum sínum í þágu leyniþjón-
ustunnar, en vilja nú bæta fyrir þau
brot með því að bera sannleikanum
vitni. Sannleikurinn mun gera yður
frjálsa, sagði Hjálmar Árnason, þing-
flokksformaður Framsóknar, og hafði
fyrir því traustar heimildir. Síðan ættu
forystumenn flokkanna á Alþingi að
koma sér saman um nefndarskipan,
sem hefði aðgang að öllum gögnum
málsins og leitaði eftir vitnisburði ger-
enda og þolenda leyniþjónustunnar, í
því skyni að hreinsa andrúmsloftið og
endurreisa glatað traust á stofnunum
lýðveldisins.
Hvers vegna ekki?
Hvers vegna ekki? Þeir segja, að
fyrrverandi lögreglustjóri hafi brennt
gögnin í öskutunnu. Mínir heimild-
armenn segja, að allar njósnaskýrslur,
sem teknar voru saman um nafn-
greinda Íslendinga, flokksaðild þeirra
og stjórnmálaskoðanir, hafi verið af-
hentar leyniþjónustumönnum banda-
ríska sendiráðsins í Reykjavík. Því má
treysta, að bandaríska leyniþjónustan
fer betur með sín gögn, auk þess sem
stjórnsýslureglur í Bandaríkjunum
kveða á um aðgang að slíkum gögnum
innan tilgreindra tímamarka. Það sem
brann í fórum lögreglustjórans kann
því að finnast hjá CIA í Maryland.
Þeir segja, að ekki stoði að bera
saman Ísland og Noreg í þessu tilviki.
Hver er munurinn? Í Noregi er málið
upplýst, en á Íslandi er það allt í pukri
og elur því á grunsemdum og tor-
tryggni. Sá er líka munurinn, að á Ís-
landi voru bandarískar herstöðvar, en
ekki í Noregi. Herstöðin og verktakar
þeirra höfðu þúsundir Íslendinga í
sinni þjónustu. Þess vegna er trúlegt,
að íslenska leyniþjónustan hafi njósnað
um hlutfallslega langtum fleiri Íslend-
inga en norska leyniþjónustan njósnaði
um Norðmenn. Og það er einn munur
enn: Íslenska leyniþjónustan virðist
hafa starfað að verulegu leyti í þágu
leyniþjónustu erlends ríkis. Það hlýtur
að teljast grafalvarlegt mál. Ég spyr:
Hvað mundu núverandi forystumenn
Sjálfstæðisflokksins segja, ef það yrði
allt í einu upplýst, að kommúnistar á
Íslandi hefðu afhent KGB-deild sovj-
eska sendiráðsins í Reykjavík skrár
um helstu trúnaðarmenn Sjálfstæð-
isflokksins, t.d. varalið sjálfstæð-
ismanna innan lögreglunnar? Hvarflar
að nokkrum manni, að þeir hefðu látið
slíkt kyrrt liggja?
Varnaðarorð
Þangað til forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins reka af sér slyðruorðið
verður að taka undir viðvörunarorð
stjórnar Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna, undir forystu Borgars Þórs
Einarssonar, gagnvart áformum dóms-
málaráðherra um að stofna lögform-
lega íslenska leyniþjónustu í nánu sam-
starfi við pyntingameistara bandarísku
leyniþjónustunnar. Til þess eru vítin að
varast þau. Og hver er sá frjálslyndi
borgari þessa lands, sem ekki tekur
heils hugar undir þessi viðvörunarorð
núverandi framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins, Andra Óttarssonar,
gagnvart áformum dómsmálaráðherr-
ans? Hinn 13. apríl 2004 sagði Andri
eftirfarandi á vefsetrinu Deigl-
unni.com, að gefnu tilefni:
„Friðhelgi einkalífs skiptir ekki
lengur máli, heldur eru símhleranir án
dómsúrskurðar ekkert mál. Í hverju
málinu á fætur öðru er gert ráð fyrir,
að réttindi borgara og almennings víki
fyrir ráðstjórn og lögreglu.“
Er þetta það sem koma skal, sjálf-
stæðismenn?
Sáttaleið?
Björn Bjarnason, dómsmálaráð-
herra, er um margt virðingarverður
stjórnmálamaður. Hann er betur að
sér á sínu sviði en flestir kollegar hans
og keppinautar og skipulagður í vinnu-
brögðum. Svo er hann lúsiðinn í þokka-
bót. Ef þessir mannkostir héldust í
hendur við víðsýni, velvild og umburð-
arlyndi bæri hann langt af keppinaut-
um sínum. Og nú á hann kjörið tæki-
færi til að reka af sér orðspor
ofstjórnaráráttunnar. Hvers vegna tek-
ur hann nú ekki frumkvæðið að sátt-
argjörð við stjórnarandstöðuna í þessu
hvimleiða hlerunarmáli, í því skyni að
kveða niður drauga fortíðar og end-
urreisa nauðsynlegt traust almennings
á löggæslustofnunum og réttarfari lýð-
veldisins? Hverjum stendur það nær?
Hann yrði maður að meiri.
Maður að meiri
Eftir Jón Baldvin Hannibalsson
»Hvers vegnatekur hann nú
ekki frumkvæðið
að sáttargjörð við
stjórnarandstöð-
una í þessu hvim-
leiða hlerunar-
máli, í því skyni að
kveða niður
drauga fortíð-
ar …
Jón Baldvin
Hannibalsson
Höfundur var utanríkisráðherra 1988–95.
u Íslands í Atlantshafs-
rðu sósíalistar, að því er
éttardómi, með sér sam-
ast á Alþingi 30. mars
ás ógnaði ekki aðeins lýð-
jórnarháttum heldur
ngismanna í hættu. Þótti
gis einn þingmaður og
þjónar slösuðust. Meðal
ppu á lífi fyrir hreina
rjótkasti sósíalista var
þingforseti.
úgæsingar kommúnista
vað eftir annað til líkams-
ulltrúa og forystumenn
kksins, svo sem 1930,
1949, en einnig þurftu
Alþýðuflokknum (þ. á m.
Stefánsson forsætisráð-
msóknarflokknum að þola
ið 1949. Öll voru þau „
tindabrot“ varin og rétt-
janum.
ð hvers vegna Kjartan
þessi mál í samhengi við
skir lögreglunnar. En
pyr ekki einn einasti fjöl-
ann um afstöðu hans til
isverka og hugsanlegra
verka á óskir lög-
m að fylgjast með símtöl-
þegar menn óttuðust
i af þeirra hálfu? Hvers
ginn fjölmiðill frá því að
on hafi verið fram-
stjórnmálaflokks sem
því samkvæmt stefnu-
völdin í landinu með of-
vildi lögreglan hlera
r lögreglu á kalda-
verður að skoða í hinu
engi. Lögreglunni var
a Alþingi og háttsetta er-
o sem varaforseta Banda-
anríkisráðherra Atlants-
r hugsanlegum
æði 1932 og 1949 kom í
an hafði ekki bolmagn til
sum kommúnista/
a kalla út fjölmennan liðs-
g sjálf undir átök. Hún
aðið fyrir neðan sig og
f slíkar múgárásir væru í
ess voru símarnir hler-
gi tók að ræða landhelg-
við Breta 1961, og taldi
að hlera síma fram-
Sósíalistaflokksins, voru
ðin frá árás sósíalista á
þingið. Ekki stóð heldur á því að þeir
hefðu uppi hótanir um að ,,þjóðin“
kæmi í veg fyrir þennan samning eins
og inngönguna í NATO 1949.
Síðan má auðvitað deila endalaust
um það, hvort réttlætanlegt hafi verið
að hlera fleiri síma en færri og hvort
ástæða hafi verið til að leggja við hlust-
ir hjá mönnum, sem ekki voru félagar í
Sósíalistaflokknum, en tóku samt hönd-
um saman við þennan flokk í mótmæla-
aðgerðum.
Athyglisvert er að lögreglan óskaði
aldrei eftir heimildum til símahlerana
til að vernda forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins fyrir hugsanlegum árásum
og var þó ríkt tilefni til þess, því að
þeim var iðulega hótað lífláti og atlögur
gerðar að þeim.
Hver ógnaði sósíalistum?
Broslegt er að heyra Kjartan Ólafs-
son spyrja athugasemdalaust hvað
hefði verið sagt ef forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins, Samtaka um vestræna
samvinnu og ritstjórar Morgunblaðsins
hefðu verið hleraðir í tíð vinstri stjórn-
ar. Öryggi Alþingis og foringja sósíal-
ista stóð vitaskuld aldrei hætta af þeim
og ekki æsti Morgunblaðið til ofbeld-
isverka eða lagði blessun sína yfir slík
verk, eins og Þjóðviljinn.
Síðasti hlerunarúrskurður dómara
1968 var raunar kveðinn upp af hörðum
andstæðingi Sjálfstæðisflokksins,
vinstri-framsóknarmanninum Þórði
Björnssyni yfirsakadómara, sem var
borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og
miðstjórnarmaður í þeim flokki um
langt árabil. Sá flokkur var vissulega í
andstöðu við ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Alþýðuflokks (Viðreisn-
arstjórnina) þegar Þórður kvað upp úr-
skurðinn. Það var með öðrum orðum
harður stjórnarandstæðingur sem mat
það svo að lögreglunni væri nauðsyn á
því að athuga hvað Kjartan Ólafsson og
félagar kynnu að vera að ráðgera að
þessu sinni.
Öll spil á borðið!
Æskilegt er að ræða fyrir opnum
tjöldum allar staðreyndir um gang
mála á kaldastríðsárunum. Málsvarar
vestræns frelsis og lýðræðis hafa þar
ekkert að fela.
En gera verður þá kröfu til fjölmiðla-
manna að þeir búi yfir lágmarks þekk-
ingu til að setja atburði og ummæli í
sögulegt samhengi — og láti ekki hlut-
dræga þátttakendur eins og Kjartan
Ólafsson hafa með öllu lausan tauminn
og bregða sér í píslarvottshlutverk án
þess að bera það við að ræða þær
ástæður sem réðu því að dómarar gáfu
lögreglunni umbeðnar heimildir.
Þá er engum greiði gerður með því
að vekja upp umræðuhefð Þjóðviljans,
sem varð honum sjálfum að falli um
það leyti sem múrinn mikli hrundi og
Sovétríkin, sem þetta málgagn sósíal-
ista þjónaði svo lengi, lagði upp laup-
ana öllum til blessunar.
rvætti
vegna segir eng-
ölmiðill frá því að
lafsson hafi verið
mdastjóri stjórn-
s sem gerði ráð
amkvæmt stefnu-
rifsa völdin í land-
fbeldi?
Höfundur er rithöfundur og
ritstjóri Þjóðmála.
kil innan flokksins. Ný
aka við merkinu, kynslóð
, vilja og metnað til að ná
tilheyri þessari nýju kyn-
amanna. Við munum sækja
viðum af krafti og bjart-
em markmið að bæta enn
allra Íslendinga.
að nýta enn betur þann
kkingu og hugmyndaauðgi
ningsfólki Sjálfstæð-
isflokksins. Við þurfum að sýna fram á
að Sjálfstæðisflokkurinn er það afl sem
best getur sameinað hina ólíku hópa
þjóðfélagsins og látið sitt gamla kjörorð
„stétt með stétt“ enduróma á ný í huga
landsmanna. Við munum enn á ný sýna
það og sanna að Sjálfstæðisflokkurinn er
breiðfylking frjálslyndra Íslendinga sem
byggir á virðingu fyrir einstaklingnum
og samúð með þeim sem minna mega
sín.
Ágæta sjálfstæðisfólk. Framtíðin er
okkar. Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í
Reykjavík til að taka þátt í prófkjörinu í
dag. Aðeins með víðtækri þátttöku í
prófkjörinu tryggjum við að framboðs-
listi okkar í vor endurspegli skoðanir og
hug flokksmanna.
r!
nslóð er að taka
erkinu, kynslóð
getu, vilja og
að ná enn
g tilheyri þessari
lóð stjórnmála-
Höfundur er alþingismaður og
sækist eftir 2. sæti á prófkjörslista
sjálfstæðismanna í Reykjavík.