Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GRÆNI geirinn er stór atvinnugrein og við þurfum að styðja við bakið á henni eftir ýmsum leiðum. T.d. með því að lækka verð á raforku til grein- arinnar og því að halda úti námi, bæði starfs- námi og háskólanámi, í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Hvort tveggja stendur í stjórnvöldum og bíða fyrirspurnir frá mér, sem fjalla um þessi mál, svars í þinginu. Önnur er til iðnaðarráðherra um hvort til skoðunar sé hjá ráðherra að mæta þörf garðyrkjubænda fyrir ódýrara rafmagn, m.a. í tengslum við að í nýlegum raforkulögum var einingum í raforkusölu skipt upp í framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu. Rafmagn er selt á undirverði til hefðbundinnar stóriðju en garð- yrkjan sem á mikið undir raf- orkuverðinu mætir litlum skilningi. Þessu þarf að breyta strax. Grænmetisframleiðslan býr við miklu lakari kjör en hefðbundin stóriðja í kaupum sínum á raforku. Framleiðsla á grænmeti og blómum byggist að mjög miklu leyti á notkun á raf- magni og hefur fram- leiðsla garðyrkju- bænda margfaldast eftir að þeir tóku í þjónustu sína hvers konar lýsingu. Raforkuverð til garðyrkjunnar á að færa eins mikið niður og hægt er. Garðyrkjan er gjaldeyrissparandi hollustugrein. Hún er sannkölluð græn stór- iðja. Það er ósann- gjarnt að grein sem byggist að svo miklu leyti á raforku skuli lúta svo ósanngjörnum kjörum samanborið við erlenda stóriðju. Í leiðinni er ver- ið að skekkja framleiðslustöðu grænmetis og blóma verulega í sam- anburði við erlenda vöru. Garðyrkjuskólinn áfram á Reykjum Framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi, nú hluti af Land- búnaðarháskóla Íslands, er nú í upp- námi. Óvissa ríkir um reksturinn og framtíðina vegna þess að rektor skólans og landbúnaðarráðherra hafa ekki tekið af skarið um framtíð skólans. Hvort yfir starfsemina verði byggt á Reykjum eða hún færð upp á Hvanneyri þar sem starfsemi skólans er að öðru leyti. Nú er það svo að landbún- aðarráðherra var búinn að lofa því að skólinn yrði ekki fluttur burt. Byggt yrði upp á Reykjum. Þetta hefur þó verið á reiki og nú er lagt til á fjárlögum að jörðin verði seld. Fyrir nokkru lagði ég fram á Alþingi fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um málið. Henni mun hann vonandi svara þegar þing kemur saman eftir tíu daga, að lokinni kjördæmaviku. Þá fæst vonandi botn í vafann um framtíð skólans. Ekki að ég dragi í efa að landbúnaðarráðherra standi við stóru orðin um að skólann skuli ekki færa. En hann þarf að taka af skarið. Skólinn á að vera áfram á sínum stað. Annað væri fráleit ráðstöfun og dæmalaust að færa í burtu eina stað- bundna háskólanámið á svæðinu. Þess í stað eigum við að ráðast í upp- byggingu þessarar merku mennta- stofnunar sem svo sannarlega hvílir á sérkennum svæðisins. Garðyrkj- unni í blómabænum Hveragerði. Græn stóriðja og Garðyrkjuskólinn Björgvin G. Sigurðsson skrifar um framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi » Skólinn á að veraáfram á sínum stað. Annað væri fráleit ráðstöfun … Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er alþingismaður og fram- bjóðandi í 1. sæti á lista Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi. Í MORGUNBLAÐINU nýlega var athyglisvert viðtal við Söndru Franks og Guðrúnu B. Franz sem báðar sitja í stjórn Styrktarsjóðs hjartveikra barna og berjast fyrir bættum hag foreldra lang- veikra barna. Báðar eru þær mæður hjart- veikra barna og þekkja því vel þá þrautagöngu sem foreldrar lang- veikra barna þurfa oft að ganga í gegnum í glímunni við kerfið og skilningsleysi á högum þeirra. Í viðtalinu kom fram að það væri al- gjörlega óviðunandi að fólk sem ætti langveik börn þyrfti að eiga í verulegum fjárhagserf- iðleikum og jafnvel að missa húseign sína. Sandra og Guðrún nefna réttilega það sem ég hef margítrekað á Alþingi að við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum í að- stoð við langveik börn og foreldra þeirra. Með nýjum lögum um greiðslur til foreldra langveikra barna hér á landi var stigið hænufet, en áfangi þó, til að bæta hag þeirra. Rétt samkvæmt lögunum eiga for- eldrar þegar börn þeirra greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun. Þær stöllur segja í viðtalinu að þótt ástæða sé til að fagna lögunum séu stórir gallar á þeim. Alvarlegir annmarkar á lögunum Það er ólíðandi hve lögin mismuna gróflega foreldrum langveikra og al- varlega fatlaðra barna sem eru í svip- aðri stöðu. Líklegt er að það gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar. Foreldrar sem eiga börn sem greindust langveik fyrir 1. janúar 2006 fá engar greiðslur en í mörgum tilvikum hafa foreldrar þurft að vera árum saman utan vinnumarkaðar vegna fötlunar barna sinna en fá ekk- ert með þessum lögum. Lögin gilda um börn sem greind voru 1. janúar 2006 og síðar. Lögin taka gildi í áföngum og koma að fullu til framkvæmda árið 2008. Áætlað er að foreldrar 250–300 barna eigi rétt á greiðslum í allt að þrjá mánuði en foreldrar 30–40 barna gætu átt rétt í lengri tíma eða sex mánuðum til viðbótar, þegar um mjög alvarleg veikindi er að ræða. Áfanga- skiptin eru alvarlegur galli á lög- unum. Þannig getur foreldri alvarlega fatlaðs eða langveiks barns sem greinist í desember 2006 fengið greiðslur þremur mánuðum skemur en barn sem greinist í janúar 2007 eða kannski örfáum dögum síðar. Þetta er auðvitað óásættanlegt að svona fárán- leg lagaákvæði leiði til svona mikils mismunar á greiðslum til foreldra sem búa við algjörlega sambærilegar aðstæður. Þar við bætist að greiðsl- urnar eru mjög lágar eða 93 þúsund krónur á mánuði. Óskiljanlegt er að eftir áratuga bið foreldra langveikra barna og margra áratuga baráttu hagsmunasamtaka þeirra skuli þessi ágallar vera á lögunum. Nánas- arskapur ríkisvaldsins er hneisa þeg- ar til þess er litið að kostnaður rík- issjóðs er aðeins 130 milljónir þegar lögin eru að fullu komin til fram- kvæmda. Hærri greiðslur og jafnræði milli foreldra Þingmenn Samfylkingarinnar hafa margvarað við ágöllunum á lögunum og reyndu til þrautar við afgreiðslu málsins á síðasta þingi að sníða af verstu ágallana en allt kom fyrir ekki. Nú höfum við flutt frumvarp, sem myndi gjörbreyta högum og kjörum langveikra barna og foreldra þeirra. Breytingar okkar tryggðu jafnræði milli foreldra, þar sem mat á að leggja á aðstæður fremur en að miða við hvenær barnið væri greint langveikt. Jafnframt er lagt til að greiðslur til foreldra sem greiðast í 3 mánuði og heimilt er að framlengja í alvarleg- ustu tilvikunum í 6 mán- uði til viðbótar komi strax til framkvæmda en ekki í áföngum til ársins 2008 eins og lögfest var. Við leggjum til veru- legar breytingar á greiðslunum, sem eru skammarlega lágar eða um 93 þúsund kr. mán- uði eða mun lægri en at- vinnuleysisbætur. Mik- ilvægt er að greiðslurnar taki mið af því sem greitt er í fæðingarorlofi eða 80% af launum enda er það ekki minni umönnun að annast alvarlega veikt barn en nýfætt barn. Þetta fyrirkomulag greiðslna kostar rík- issjóð 270 milljónir í stað 130 milljóna í meingöll- um núgildandi lögum. Það er lítil fjárhæð fyrir ríkissjóð en breytir mjög miklu um stöðu og kjör foreldrum langveikra barna Önnur mikilvæg ákvæði er einnig að finna í frumvarpinu eins og betri lífeyrisréttindi á greiðslutím- anum og einföldun á allri framkvæmd laganna. Gengið á mannréttindi fólks Það verður ekki unað við það að foreldrum langveikra barna sem búa við sambærilegar aðstæður sé mis- munað. Foreldrarnir eru eðlilega sár- reiðir vegna þess, svo og hve greiðsl- urnar eru lágar og greiðast í stuttan tíma. Það er auðvitað verið að ganga á mannréttindi fólks þegar foreldrar geta ekki framfleytt fjölskyldunni vegna umönnunar alvarlega lang- veikra barna sinna og missa jafnvel eigur sínar vegna skilningsleysis stjórnvalda á högum þeirra. Nái frumvarp okkar í Samfylking- unni ekki fram að ganga á þessu þingi verður það fyrsta verk okkar jafn- aðarmanna í ríkisstjórn að bæta rétt- arstöðu langveikra barna og foreldra þeirra. Bætum stöðu langveikra barna Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um stöðu langveikra barna og stefnu Samfylking- arinnar í þeim efnum Jóhanna Sigurðardóttir » Fyrsta verkjafnaðar- manna í rík- isstjórn verður að bæta rétt- arstöðu lang- veikra barna og foreldra þeirra. Höfundur er alþingismaður. Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ábótavant. www.mbl.is/profkjor Hafsteinn Karlsson skólastjóri styður Þórunni Sveinbjarnar- dóttur í 1. sæti á lista Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi. Ragnheiður Davíðsdóttir styður Sigurð Pétursson í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi. Unnar Ágústsson styður Guð- laug Þór Þórðarson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Elín Jóhannesdóttir: Styðjum konur innan Sjálfstæðisflokkins. Björn Gíslason styður Vern- harð Guðnason í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Atli Rafn Björnsson styður Guðfinnu S. Bjarnadóttur í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÁRIÐ 2004 skilaði nefnd á vegum félagsmálaráðherra skýrslu um stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumark- aði. Nefndinni var m.a. ætlað að kanna á hvern hátt unnt væri með lagasetningu að sporna við því að fólk væri látið gjalda aldurs á vinnu- stað, hvort heldur með uppsögnum eða mis- munun í starfi. Í ljós kom að hópur þessi hef- ur lítið verið rannsak- aður en ýmislegt lá fyr- ir af tölfræði sem nefndin vann úr og hafði hún síðan frum- kvæði að því að gerð var könnun á viðhorfum til stöðu mið- aldra fólks á vinnumarkaði sem IMG- Gallup annaðist. Atvinnuþátttaka Atvinnuþátttaka er mikil hjá öllum aldurshópum á Íslandi ólíkt því sem tíðkast í vestrænum samfélögum. Þróunina má rekja til áttunda áratug- arins en þá var brugðist við miklu at- vinnuleysi meðal ungs fólks með því að auðvelda starfsmönnum að hverfa af vinnumarkaði og hefja töku lífeyris. Minnkandi atvinnuþátttaka er sam- félagslegt vandamál þar sem sífellt færri einstaklingar standa undir þjóð- arframleiðslunni og velferðarkerfinu sem verður æ dýrara eftir því sem þjóðir eldast. Nú eru Evrópuríkin að bregðast við þróuninni sem af þessu hlaust en hins vegar er ýmislegt sem bendir til þess að við munum standa frammi fyrir svipuðum vanda eftir nokkur ár verði ekkert að gert. Helstu ástæður þess eru m.a. breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, auknir lífsmöguleikar og velmegun, einnig tilkoma séreignalífeyrissjóðanna. Á Íslandi er atvinnuleysi meðal miðaldra og eldra fólks ekki meira en í öðrum aldurshópum. Hins vegar er langtímaatvinnuleysi meira viðvar- andi hjá þessum hópi sem bendir til þess að fólki sem komið er yfir miðjan aldur og missir vinnuna reynist erf- iðara að fá vinnu að nýju en þeim sem yngri eru. Kannanir sýna að verulega dregur úr þátttöku í sí- og endur- menntun með aldri og dregur það án efa úr samkeppnishæfni þeirra sem eldri eru. Vinnumarkaðurinn krefst sífellt meiri þekkingar og hraðari tækniþróun kallar á öflugri sí- og endurmenntun. Mennt- un er ekki lengur átaks- verk heldur er menntun orðin æviverk og með símenntun viðheldur einstaklingurinn færni sinni á vinnumarkaði Vinnumarkaður Erlendar rannsóknir og kannanir sýna að aldurstengd mismunun á vinnumarkaði er stað- reynd. Viðhorfið til eldra fólks er einkum að það eigi erfiðara með að tileinka sér nýja hluti og taka breyt- ingum. Þetta hafi áhrif á framgang eldra starfsfólks á vinnustað og birt- ingarmyndirnar eru einkum þær, að þeir sem eldri eru fá ekki að taka full- an þátt í menntun/endurmenntun og fá sjaldnar ný verkefni og ögrandi viðfangsefni en þeir sem yngri eru. Niðurstöður úr áður nefndri við- horfskönnun IMG-Gallup gáfu ekki einhlítt svar við spurningum um ald- urstengda mismunun hérlendis. Þeg- ar fólk var spurt beint um eigin reynslu sagðist það ekki hafa fundið fyrir mismunun en margir kváðust hins vegar þekkja til fólks á sínum vinnustað sem hafði orðið fyrir slíkri mismunun. Í könnun sem Samtök at- vinnulífsins létu gera á árinu 2004 meðal félaga sinna kom fram að eldra fólk er ekki talið síðri starfskraftur en hinir yngri. Það er sjaldnar frá vinnu vegna veikinda og er jákvæðara í garð vinnunnar en yngra fólk. Er- lendar rannsóknir sýna sömu nið- urstöður. Verkefnisstjórn 50+ Árið 2005 skipaði félagsmálaráð- herra sjö manna verkefnisstjórn til fimm ára sem hefur það meginmark- mið að stuðla að sterkari stöðu mið- aldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Verkefninu er ætlað að styrkja stöðu hópsins almennt m.a. með því að skapa jákvæða umræðu, bæta ímynd hópsins og móta farveg fyrir við- horfsbreytingu í þjóðfélaginu. Með skipun vinnuhópsins vildu stjórnvöld leggja áherslu á nauðsyn þess að haf- in væri stefnumótunarvinna í mál- efnum miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Við núverandi að- stæður á vinnumarkaði, sem einkenn- ist af mikilli þenslu og nánast engu atvinnuleysi var lag að leita sam- starfs við aðila vinnumarkaðarins vegna mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli. Verkefnisstjórnin er skipuð fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Starf verkefnisstjórnarinnar Verkefnisstjórnin lítur einkum til þriggja meginþátta í starfi sínu, þ.e. fræðslustarfs, rannsókna og áhrifa á viðhorf til aldurshópsins. Hún hefur sett sér verkáætlun sem tekur mið af mismunandi þörfum miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Verk- efnastjórnin mun í vinnu sinni leggja áherslu á aldurshópinn 50–65 ára. Það verður gert með því að stuðla að umræðu um málefnið, efnt verður til fundaraðar nú á haustdögum. Fyrsti fundurinn var haldinn 17. október og næstu fundir verða 9. nóvember og 7. desember. Af öðrum verkefnum má nefna við- urkenningu til aðila sem stuðlað hef- ur að aukinni virðingu fyrir miðaldra og eldra fólki eða styrkt stöðu þess á vinnumarkaði. Lögð verður áhersla á samvinnu við fræðsluaðila og samtök fyrirtækja. Opnuð verður vefsíða þar sem safnað verður saman ýmsum upplýsingum sem snúa að málefnum þessa hóps á vinnumarkaði má þar nefna sem dæmi niðurstöður úr inn- lendum og erlendum rannsóknum. Staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði Elín R. Líndal fjallar um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði » Í könnun sem Sam-tök atvinnulífsins létu gera á árinu 2004 meðal félaga sinna kom fram að eldra fólk er ekki talið síðri starfs- kraftur en hinir yngri. Elín R. Líndal Höfundur er markaðsstjóri og skrifar f.h. verkefnisstjórnar 50+.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.