Morgunblaðið - 28.10.2006, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 28.10.2006, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞESSA dagana eru frambjóð- endur stjórnmálaflokkanna að kynna áherslur sínar vegna próf- kjörs sem fram fer á næstu vikum. Ég hef verið að lesa auglýs- ingar, bæklinga og heimasíður frambjóð- enda til að kanna af- stöðu þeirra til lista og menningarmála. Nið- urstaðan er sorgleg, því miður. Það er ljóst að enginn frambjóð- andi setur menningu og listir í forgang. Hvernig stendur á því? Halda frambjóðendur að engir listamenn eða þeir sem starfa að menningarmálum kjósi í Alþingiskosningum? Halda frambjóðendur að kjósendur hafi ekki áhuga á menningu og listum? Halda fram- bjóðendur að tengsl- anet listamanna sé svo veikt að það sé óþarfi að sinna þeirra málum og því þurfi ekki að hlúa að og efla list- sköpun og menningu í landinu? Af hverju þor- ir enginn frambjóðandi að hafa menningu og listir sem forgangs- verkefni næstu fjögur árin? Ég rak augun í það að íþróttir og tómstundir er mála- flokkur sem frambjóðendur nýta sér í slagorðakeppninni þegar kemur að hugmyndum um forvarnir en enginn minnist á að t.d. listsköpun gæti komið þar inn í. Nema að tómstundir séu listsköpun? Frjó og skapandi hugsun ásamt því að efla og styrkja sjálfsmynd einstaklingsins í gegnum listsköpun ættu að hugnast ein- hverjum af þeim frambjóðendum sem eru að bjóða sig fram. Hvaða frambjóðandi vill taka það að sér? Við eigum heimsmet í leikhús- aðsókn og ég þori að fullyrða að hvergi í heiminum sé hægt að sýna fram á að árlegur áhorfendafjöldi at- vinnuleikhúsa sé hinn sami og íbúa- fjöldi landsins. Annað heimsmet: al- menningur getur valið úr um 70 leiksýningum hjá atvinnuleikhúsum árlega! Aðsókn að Listasöfnum hefur líka aukist mikið und- anfarið. Alþjóðlegar listahátíðir eru haldnar árlega og fara vaxandi. Bækur, myndlist, kvik- myndir, tónlist, – vöxt- ur bæði heima og er- lendis. Samt sem áður dettur engum fram- bjóðanda í hug að setja menningu og listir í forgang sem mik- ilvægan þátt í að efla og styrkja efnahagslíf þjóðarinnar. Skrítið. Sem dæmi um öfluga listastarfsemi langar mig að minnast á sjálf- stætt starfandi sviðs- listamenn og atvinnu- leikhópa. Þessir aðilar voru að sýna fyrir 220 þúsund áhorfendur á Íslandi leikárið 2005– 2006. Þar af voru um 20 þúsund áhorfendur sem sáu sýningar á landsbyggðinni. Það er um 31% aukning á milli ára. Hvar annarstaðar er álíka vöxtur í at- vinnulífinu ef frá er tal- in bygging álvera og virkjana? Níu atvinnuleikhópar sýndu fyrir 35 þús- und áhorfendur erlendis á síðasta leikári. Er það ekki útrás? Þeir sýndu 56 leikrit á leikárinu 2005- 2006 og þar af voru 44 íslensk. Er það ekki atvinnuskapandi frum- og nýsköpun? Miðað við allar þessar stóru tölur sá menntamálaráðuneytið samt ástæðu til að skera niður framlag til starfsemi atvinnuleikhópa á fjár- lögum 2007 þrátt fyrir að atvinnu- leikhóparnir hefðu aðeins aðgang að um 5% af því heildarfjármagni sem rennur til leiklistar á Íslandi hjá ríki og sveitarfélögum til samans. Hjá sjálfstæðum atvinnuleikhópum starfa að meðaltali um 500 fag- menntaðir sviðslistamenn að upp- setningum leikrita á hverju leikári. Fyrir utan alla iðnaðarmennina, starfsfólk í þjónustugeiranum, tæknigeiranum o.s.frv. Ég geri ráð fyrir að þessi störf séu í hættu ef ekki kemur til hækkunar á framlagi til starfseminnar og þjónustunnar sem sviðslistamenn veita meirihluta landsmanna. Eru frambjóðendur og stjórnvöld tilbúin að taka við öllum þessum háskólamenntuðu lista- mönnum á atvinnuleysisskrá í stað- inn fyrir að styðja og efla starfsem- ina? Hvað áhrif hefði það á efnahagslífið og hagvöxtinn? Margfeldisáhrifin vegna starfsemi atvinnuleikhópa á samfélagið eru gríðarleg. Hvað með það – kæru frambjóðendur, telst það ekki til efl- ingar atvinnulífsins að styðja við bakið á og efla sjálfstætt starfandi háskólamenntaða sviðslistamenn sem eru að sinna þörfum 73% þjóð- arinnar? Meirihluti þjóðarinnar hef- ur augljóslega áhuga og nýtir sér þjónustu þeirra. Halda frambjóð- endur og væntanlegir þingmenn að almenningur hafi ekki áhuga á starf- seminni? Ég óska hér með eftir að fram- bjóðendur allir, sama hvaða flokki þeir tilheyra, hysji upp um sig bux- urnar og komi með skýra stefnu í menningarmálum fyrir næstu Al- þingiskosningar. Ekki koma með út- brunna frasa, sem hægt er að lesa á heimasíðum flokkanna síðan úr síð- ustu kosningum og hafa verið klippt- ir og límdir inn á síður frambjóðenda í prófkjörsbaráttunni, heldur setja sig raunverulega inn í málaflokkinn ,,menning og listir“ og sinna honum af þeirri virðingu sem honum ber. Afstöðu- og áhugaleysið er ekki í boði lengur! Hver er með menningar- málin á sinni könnu? Gunnar I. Gunnsteinsson fjallar um frambjóðendur í próf- kjörum og menningu og listir »Ég óska hérmeð eftir að frambjóðendur allir, sama hvaða flokki þeir tilheyra hysji upp um sig buxurnar og komi með skýra stefnu í menn- ingarmálum fyr- ir næstu Alþing- iskosningar. Gunnar I. Gunn- steinsson Höfunur er leikstjóri og leikari. Á NÆSTA kjörtímabili blasa mörg krefjandi verkefni við nýrri ríkisstjórn undir for- ystu Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæð- isflokksins. Í fyrsta lagi þarf að halda áfram að lækka tekjuskatt ein- staklinga. Það er raun- hæft markmið að skatturinn verði kom- inn niður í um 30% við lok næsta kjörtímabils en hann er nú tæp 37%. Þetta getur gerst með því að ríkið lækki sinn hlut niður í 18% eða í það sama og það tekur af fyrirtækjum. Ráðdeild í ríkisrekstri Lækkun á tekju- skatti einstaklinga hjálpar einnig til við næsta mikilvæga mál. Aðhald í ríkisrekstr- inum verður alltaf erf- itt í sömu mund og tekjur ríkissjóðs vaxa mjög hratt líkt og þær hafa gert undanfarin ár. Það er alltaf viss tilhneiging til að eyða því sem aflast. Hið opinbera, ríki og sveitarfélög, taka of stóran hlut til sín af tekjum okkar landsmanna. Eina ráðið við því er skattalækkun. Ráðdeild í rík- isrekstri byggist því ekki aðeins á sparnaði og aðgæslu heldur einnig ströngu aðhaldi með markvissum skattalækkunum. Aðstæður eldri borgara Tekjutengingar, eignarskattar, hækkandi útsvar og fasteignagjöld hafa gert mörgum eldri borgurum erfitt fyrir að reka heimili og stunda atvinnu að vild. Nú hafa eign- arskattar hins vegar verið lagðir af og tekjuskattur einstaklinga hefur lækkað þótt útsvarshækkanir R- listans hafi unnið gegn Reykvík- ingum, jafnt ungum sem öldnum, hvað það varðar. Í sumar kynnti svo nefnd á vegum forsætisráðherra til- lögur sem miða að því að létta frekar undir með þeim eldri borgurum sem vilja stunda atvinnu og reka eigin heimili. Ýmsar til- lögur nefndarinnar gera kerfið einfaldara og skýrara en auka jafnframt sveigjanleika þess. Tillögurnar eru því mikilvægt skref í rétta átt og eru góður grunnur að frekari að- gerðum í þessu veru. Afnám tolla Tollar skila um 1% af heildartekjum rík- issjóðs. Tollakerfið er flókið og dýrt í rekstri, bæði fyrir ríkið, versl- unina og neytendur. Af- nám tolla eykur fjöl- breytni í verslun og veitir neytendum raun- hæfa möguleika á að leita hagkvæmustu leiða til að minnka út- gjöld heimilanna. Allir þurfa tækifæri til að láta til sín taka. Við þurfum að halda áfram að ryðja hindr- unum úr vegi fyrir framtaki ein- staklinganna. Þetta á ekki síst við um mennta- og heilbrigðismál þar sem við getum eflt þjónustuna með auknu sjálfstæði stofnana og starfs- manna þeirra. Forsenda þess að sjálfstæðismenn komist til þessara verka er að Sjálf- stæðisflokkurinn hljóti góða kosn- ingu í alþingiskosningunum í vor. Grunnurinn að góðum úrslitum verður lagður í prófkjöri okkar sjálf- stæðismanna í dag. Tökum þátt og stillum upp sterkum framboðslista. Verkefnin fram undan Sigríður Andersen skrifar um væntanleg verkefni nýrrar rík- isstjórnar Sigríður Andersen » Forsendaþess að sjálf- stæðismenn komist til þess- ara verka er að Sjálfstæð- isflokkurinn hljóti góða kosn- ingu í alþing- iskosningunum í vor. Höfundur er lögfræðingur og sækist eftir 5.–7. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Í KASTLJÓSÞÆTTI sjónvarps- ins fimmtudaginn 5. október sl. var, eins og alla þá vikuna, m.a. verið að fjalla um geðlyf og geðsjúkdóma og þá hvort aukning notkunar geðlyfja á Íslandi skilaði „heilbrigðari“ ein- staklingum út í samfélagið. Í umtöluðum þætti tókust þau El- ín Ebba Ásmundsdóttir forstöðu- iðjuþjálfi LSH og Kristinn Tóm- asson sérfræðingur í geð- og heil- brigðismálum á og voru þau alls ekki sammála um þá lyfjameðferð sem geðsjúkir Íslendingar hafa fengið í gegnum árin. Elín Ebba, sem lengi hefur barist fyrir réttindum sjúklinga, talaði um að sjúkling- ar yrðu að vera vel upplýstir og ættu að hafa eitthvert val um þá meðferð sem er til staðar og benti á að það væri til eitthvað meira en bara lyfja- meðferð. Kristinn Tómasson sagði að það væri grundvallaratriði að allir hefðu val en það yrði að vera byggt á upplýsingum sem væru sæmilega trúverðugar og sæmilega réttar og var hann þá væntanlega að vísa í bókina „Mad in America“ sem bandaríski rannsóknarblaðamað- urinn Róbert Whitaker skrifaði eftir að aðstandandi geðsjúkrar mann- eskju hafði komið að máli við hann og sagt honum að hana grunaði að ekki væri allt með felldu varðandi rannsóknir á geðklofasjúklingum og á hvern hátt niðurstöður rannsókna væru settar fram. Róberti Whita- ker, sem er virtur og þekktur rann- sóknarblaðamaður varðandi lækn- isfræði almennt, fannst þetta það áhugavert að hann ákvað að kynna sér þetta nánar og út frá því skrifaði hann þessa bók. Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að ég persónulega hef ekkert á móti lyfjum, hvort sem það eru geðlyf eða önnur lyf, þ.e.a.s. ef þau sýna fram á að þau geti hjálpað viðkomandi til að líða betur og að takast á við sín veikindi. Ég var sjálfur á geð- lyfjum til langs tíma en ákvað að hætta á þeim einfaldlega vegna þess að ég fann að ég þurfti ekki á þeim að halda. Þessi lyf voru ekki, að mér vitandi, að gera mér neitt illt heldur var ég bara svo lánsamur að ég gat, með góðum stuðningi og hjálp ann- arra, fundið leið, úrræði og/eða með- ferð, sem gerðu það að verkum að ég get lifað með minn geðsjúkdóm án þess að taka lyf. Þar sem þessi leið sem ég valdi mér er ekki túlkuð sem bein með- ferð í heilbrigðiskerfinu þá má segja að það hafi verið samfélagslegur stuðningur og mannréttindi sem gerðu það að verkum að ég fékk að velja og taka ábyrgð á minni líðan. Þetta val sem ég hef og ég fékk að nota hefur fleytt mér svo miklu lengra en ég fyrir nokkrum árum þorði að láta mig dreyma um og þó svo ábyrgðin sé stundum alveg að gera út af við mig og láti mig upplifa ýmsar tilfinningar, bæði góðar og slæmar, þá er ég svo lánsamur að ég get ég ennþá gengið þá leið sem ég valdi, þokkalega heilbrigður á bæði líkama og sál. Þessi leið sem ég valdi mér var ekki að fyrirmælum geðlæknisins sem ég var hjá á þessum tíma en Dómgreindarlausir geðsjúklingar – eða hvað? Bergþór G. Böðvarsson fjallar um geðsjúkdóma og geðlyf »Ég var sjálfur á geðlyfjum til langs tíma en ákvað að hætta á þeim einfald- lega vegna þess að ég fann að ég þurfti ekki á þeim að halda. Borgþór G. Böðvarsson Höfundur starfar sem fulltrúi notenda geðsviðs LSH. það sem vakti mig til umhugsunar um mín geðlyf var að ég hafði fengið lyf frá heimilislækninum sem gerðu mig veikari og hættulegri en ég hafði nokkurn tímann verið. Garðar Sigursteinsson, geðlæknir sem ég er hjá í dag, sagði mér seinna að hann hefði aldrei gefið mér það lyf, því það væri, eins og það reyndist vera, einfaldlega of hættulegt fyrir mig. Hefði ég fengið að lesa „allar“ upplýsingar um þetta lyf hefði ég örugglega ekki tekið það, en eftir að ég fékk að kynnast því sagði dóm- greind mín mér að þetta myndi ekki henta mér. Það að Kristinn Tómasson skuli segja að það sé grundvallaratriði að sjúklingar hafi val en bæti svo við að það verði að vera byggt á sæmilega trúverðugum og réttum upplýs- ingum fær mig til að halda að hann hafi lítið álit á dómgreind geðsjúkra og að hann vilji meina að geðsjúkir eigi að trúa öllu sem geðlæknirinn segir af því að það sé allt satt og rétt. Ættu þá lög um réttindi sjúk- linga ekki einfaldlega vera á þessa leið: „Gerðu það sem læknirinn seg- ir þér“? Og er þá nokkuð að marka það sem stendur á heimasíðu Landlækn- isembættisins, um góða starfshætti lækna, en þar er að finna sam- antekt, um skyldur lækna og þar segir m.a.: Sjúklingar verða að geta treyst læknum fyrir lífi sínu og heilsu. Til þess að standa undir því trausti er það skylda lækna að standast kröfur um góða starfshætti og læknisþjón- ustu og bera virðingu fyrir manns- lífum. Einkum ber læknum að: Hafa þjónustu við sjúklinga í fyr- irrúmi; hlusta á sjúklinga og virða skoðanir þeirra; virða rétt sjúklinga til þess að taka fullan þátt í ákvörð- unum um eigin meðferð; viðurkenna takmörk eigin starfskunnáttu; vera heiðarlegir og trúverðugir; láta aldrei eigin skoðanir hafa neikvæð áhrif á meðferð sjúklinga. Þrátt fyrir að ég vitni í þetta þá tel ég mig vita að flestir læknar, og heilbrigðisstarfsfólk almennt, starfi með réttindi sjúklinga að leiðarljósi en samt sem áður veit ég að sumir halda að þeir hafi yfir meðferð sjúk- linga að ráða og vil því benda þeim á að líta í eigin barm og spyrja sig að því hvort þeir virði ekki örugglega rétt sjúklinga til þess að taka fullan þátt í ákvörðunum um eigin með- ferð. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS –
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.