Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN JÁ, HVAÐ er maður að brölta þetta í pólitík. Það hafa einhverjir spurt að þessu og flestir hvatt mig til dáða. Ég hef starfað í kringum stjórnmál í 17 ár þá mest í bæjar- pólitík og fannst mér komin tími á að stíga skrefið og taka þátt í prófkjöri fyrir alþing- iskosningar. Helsta ástæðan fyr- ir framboði mínu er sú að mér finnst mann- legi þátturinn hafa gleymst, mér finnst hreinlega ríkisstjórnin hafa gleymt hinum almenna borg- ara. Það er svo mikil klikkun hérna, á meðan einstaklingar þiggja svim- andi há laun eru aðrir sem reyna að lifa af innan fátækramarka. Það á engin að þurfa að vera fátækur á Íslandi í okkar ríka þjóðfélagi, en þetta er jú takturinn þeir ríku verða ríkari á meðan fjárhags- áhyggjur aukast til muna hjá stórum hópi. Hér á landi er verðlag mjög hátt, enda miðast það ekki við hinn almenna þegn heldur þá ríku. Málefni fatlaðra og geðsjúkra eru mér afar hugleikin þar sem ég er þroskaþjálfi og starfa sem slík. Fólk með fötlun og geðsjúkir þurfa að lifa við enda- lausa biðlista. Það er biðlisti í greiningu hjá Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins, inn á BUGL barna og unglingageðdeild, bið- listar eru í búsetu- málum, í atvinnu- málum og hæfingu. Já, svona mætti lengi telja og hef ég hér, meðal annars ekki minnst á örorkulífeyrinn og réttindamál fatl- aðra. Hvers vegna ekki að gera Ísland að fyrirmyndarlandi í þessum mál- flokki þar sem aðrar þjóðir mundu líta upp til okkar og kæmu hingað til að fá upplýsingar um hvernig á að gera hlutina rétt. Þróun eiturlyfja hér á landi er langt því frá að vera til fyr- irmyndar. Það þarf að setja meiri pening í forvarnarmál og búnað til að stöðva þessa þróun. Með auknu fé í þennan málaflokk er verið að fjárfesta í framtíðinni. Þessi mál hér að ofan eru bara nokkur þeirra mála sem ég mun berjast fyrir. Atvinnumál, mennta- mál, málefni fjölskyldunnar og sam- göngumál eru líka mál sem brenna á mér. Þess vegna gef ég kost á mér í 3.–5. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar sem fram fer hinn 4. nóvember. Hvað er ég að vesenast í pólitík? Jenný Þ. Magnúsdóttir fjallar um prófkjör og pólitík »Helsta ástæðan fyrirframboði mínu er sú að mér finnst mannlegi þátturinn hafa gleymst, mér finnst hreinlega ríkisstjórnin hafa gleymt hinum almenna borgara. Jenný Þ. Magnúsdóttir Höfundur gefur kost á sér í 3.–5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í ÞINGSÁLYKTUNARTIL- LÖGU okkar vinstri-grænna um sjálfbæra atvinnustefnu sem við höf- um flutt á Alþingi einum þrisvar sinnum, segir eftirfarandi um menn- ingarmálin, sem sannarlega eru einn liður í uppbyggingu sjálfbærrar atvinnu- stefnu: Íslendingar eiga fjölda glæsilegra menningarstofnana. Má þar nefna Þjóð- minjasafn, Þjóð- arbókhlöðu, Þjóð- menningarhús, Þjóðleikhús, Þjóð- skjalasafn, Listasafn Íslands, Sinfón- íuhljómsveit Íslands og Ríkisútvarpið. Allar þessar stofnanir búa yfir möguleikum til landvinninga á lista- og menningarsviðinu. Hugmyndir og kunn- átta starfsfólks slíkra stofnana er auðlind sem nýta mætti betur en gert er. Oft skortir fjármagn, en stundum hefur líka vantað hvatningu stjórnvalda. Til að nýta til fullnustu þær hugmyndir sem búa í hugskoti fræði- og listamanna þarf að gera áætlun sem stjórnvöld og stofnanir gætu komið sér saman um að fara eftir. Aukin tækifæri til listsköpunar og menningarstarfsemi má finna við hvert fótmál og er hægt að hugsa sér að aukið samstarf milli höf- uðborgarsvæðis og landsbyggðar geti gefið af sér nýjungar í því tilliti. Þar má nefna hugmyndir að at- vinnuleikhúsum í landsfjórðungum, samstarf Listaháskóla Íslands og stofnana og félaga á landsbyggðinni, frumkvöðlasetur á sviði menningar, vísinda og lista o.fl. Þessi kafli úr þing- málinu rifjast upp fyrir mér nú þegar sjálf- stæðir atvinnu- leikhópar senda út ákall til stjórn- málaflokkanna um að vera vakandi fyrir möguleikum listanna. Það ákall kemur í kjöl- farið á niðurstöðu fjár- lagafrumvarps rík- isstjórnarinnar, þar sem í ljós kemur að gerð er „hagræðing- arkrafa“ til sjálfstæðu leikhúsanna. Raunar er sú krafa einnig gerð á áhugaleikfélögin, sem ekki taka nú mikið til sín af opinberu fé til starfsemi sinnar miðað við áhrif þeirra og mik- ilvægi í fámennari byggðarlögum. Hvern- ig er það stjórnvald innréttað sem telur slíka kröfu sjálfsagt mál? Í samhljómi við um- hverfið Við vinstri-græn setjum umhverf- ismálin í forgang. En eðli umhverf- ismálanna er þannig að þau fléttast saman við alla málaflokka hins póli- tíska litrófs, eins og þekkt er af hug- myndafræði sjálfbærrar þróunar. Þannig komumst við að þeirri nið- urstöðu að opinber stuðningur við listir og menningu sé hluti sjálf- bærrar atvinnustefnu. Það segir sig sjálft að listir og menning vinna í samhljómi við umhverfið en ógna því ekki. Þess vegna er eðlilegt að auka og efla framlög úr opinberum sjóð- um til lista- og menningarstarfsemi, ef við erum þess fýsandi að hér sé rekin sjálfbær atvinnustefna. En þau stjórnvöld, sem nú sitja við völd, eru annarrar skoðunar. Þau láta hugmyndafræði sjálfbærrar þróun- ar sér í léttu rúmi liggja. Þess vegna finnst þeim sjálfsagt að setja „hag- ræðingarkröfu“ á sjálfstæðu leik- húsin og áhugaleikfélögin. Á sama tíma greiða þau götu alþjóðlegra ál- fyrirtækja að náttúruauðlindunum okkar og hafa milligöngu um að selja þeim ódýra raforku. Það er því ekki að ófyrirsynju að þeir sem starfa við listir og menningu velta nú fyrir sér stefnu stjórnmálaflokk- anna að þessu leyti. Útrás og nýsköpun Lítum aðeins nánar á starfsemi sjálfstætt starfandi atvinnuleikhópa. Leikárið 2004–2005 fengu þeir 220 þúsund áhorfendur á sýningar sínar. Þar af sáu um 20 þúsund áhorfendur sýningar hópanna á landsbyggðinni. Þetta er um 31% aukning frá leik- árinu á undan. Við vinstri-græn þurfum ekki að velta vöngum yfir þessari þróun, hún er að okkar mati svo miklu merkilegri og hagfelldari fyrir samfélagið en vöxturinn í áliðn- aðinum. Að okkar mati væri því nær að verðlauna sjálfstæðu leikhópana sérstaklega, fremur en skella á þá „hagræðingarkröfu“. Atvinnu- leikhópar sýndu líka fyrir 35 þúsund áhorfendur erlendis á síðasta leik- ári. Það er að mati okkar vinstri- grænna merkileg útrás, sem þarf að skoða í samhengi við aðra útrás ís- lenskra fyrirtækja. Sjálfstæðir at- vinnuleikhópar sýndu 56 ólík verk á leikárinu 2005–2006. Þar af voru 44 verk eftir íslenska höfunda. Það flokkast að mati okkar undir frum- kvöðlastarfsemi og glæsilega ný- sköpun. Það hlýtur því að teljast vafasöm stefna í meira lagi að krefja þessa kraftmiklu atvinnustarfsemi, þar sem fjöldi hámenntaðra ein- staklinga sinnir störfum sínum í þágu rúmlega 70% þjóðarinnar, um að „hagræða í rekstri“. Þessi stjórn- völd eiga auðvitað að líta sér nær, því á sama tíma og þessi ósann- gjarna krafa er sett fram á leikhópa, bæði atvinnumanna og áhugafólks, aukast útgjöld ráðuneytanna jafnt og þétt, og það út fyrir allar verð- bólguviðmiðanir. Listir, menning og sjálfbær þróun Kolbrún Halldórsdóttir fjallar um sjálfbæra atvinnustefnu » Þess vegnaer eðlilegt að auka og efla framlög úr op- inberum sjóðum til lista- og menningar- starfsemi, ef við erum þess fýs- andi að hér sé rekin sjálfbær atvinnustefna. Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er þingmaður fyrir Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð. BJÖRN Ingi Hrafnsson, borg- arfulltrúi framsóknarmanna, skrif- ar grein í Morg- unblaðið í gær og honum er greinilega misboðið. Honum misbýður að Graf- arvogsbúar og íbúa- samtök þeirra skuli leyfa sér að hafa skoðun á því hvaða áætlanir hann hefur um uppbyggingu á atvinnustarfsemi í bakgarði þeirra. Hann reynir að gera lítið úr öllu og segir málið aðeins vera á umræðustigi. Hann heldur greini- lega að við Graf- arvogsbúar séum bara kjánar. Við vit- um vel að það að fara í umræður um málið er ekki gert nema menn hafi hug á því að fara í fram- kvæmdir. Það rænir enginn banka nema gera fyrst áætlanir um ránið. Þessar umræð- ur eru ekkert annað en byrjunin á ferli sem Grafarvogsbúar hrein- lega kæra sig ekki um. Ferli sem mun vekja hörð viðbrögð meðal íbúa og kalla á almenna andstöðu við skipulags- og hafnaryfirvöld. Íbúar í Hamrahverfi hafa t.a.m. barizt hatrammri baráttu að koma í veg fyrir að fá Sundabraut í bak- garðinn hjá sér með tilheyrandi umferðargný og mengun. Nú þeg- ar þeir sjá grilla í árangur baráttu sinnar á að skella á þá gámahöfn í staðinn. Íbúar í Bryggjuhverfi hafa búið við mengun, sandfok og ónæði vegna nábýlis síns við Björgun og eru orðnir langeygir eftir að henni sé fundið nýtt athafnasvæði. Nú ætlar Björn Ingi að leysa málið með því að láta dæla gömlu skólpi upp á Gufunes með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa í vest- anverðu Grafarvogshverfi. Það er ekki lausn, það er bara tilfærsla á vandanum. Ég leyfi mér að fullyrða að það er almenn og þverpólitísk sam- staða meðal Grafarvogsbúa um að hafna öllum áætlunum um rúm- freka og hávaðasama atvinnu- starfsemi sem á enga samleið með friðsælu íbúðahverfi. Við munum standa vörð, nú sem endranær, um ímynd hverfisins okkar og líð- um ekki yfirgang. Ég vil minna borgarfulltrúann á að í aðdraganda síðustu borg- arstjórnarkosninga spurðu Íbúa- samtök Grafarvogs fulltrúa allra framboða m.a. þessara spurninga: 1. Styður flokkurinn stefnu Íbúasamtaka Grafarvogs um friðun einu fjaranna sem eft- ir eru í norðurhluta Reykja- víkur, frá Grafarvogi, upp á Kjalarnes? 2. Hver er stefna flokksins í málum Björgunar? 3. Eru fyrirhugaðar uppfyllingar í Gufunesi ekki óþarfar, þegar ákveðið hefur verið að Sunda- braut verði lögð í einum áfanga og ný bygging- arlönd opnast nú í Geldinga-, Gunnu- og Álfs- nesi? Framsóknarflokk- urinn svaraði eftirfar- andi: 1. B- listinn í Reykjavík telur að ósnortnar fjörur í landi Gufuness verði friðaðar þar sem þær eru ósnortn- ar. 2. B-listinn í Reykjavík telur að flytja eigi Björgun frá þeim stað sem fyrirtækið hefur nú aðstöðu þar sem nálægðin við íbúa- byggð í Bryggjuhverfi er of mikil. 3. B-listinn í Reykjavík er ekki með landfyllingar á þessum stað á stefnuskrá sinni. Samkvæmt frétt Morgunblaðs- ins á nú að fylla upp á hálfa Eið- isvíkina, hefja dælingu á efni af sjávarbotni upp á land í Gufunesi og byggja atvinnulóðir þar á upp- fyllingu. Björn Ingi ætti að minnast þess að borgarfulltrúar hafa þeg- ið umboð sitt frá kjósendum og hvorugur þeirra flokka sem nú sitja við völd hafa haft þessar áætlanir á stefnuskrá sinni. Því er réttast og heiðarlegast gagn- vart íbúum að hverfa frá öllum hugmyndum um landfyllingar og athafnasvæði við Gufunes. Það er heldur ekki fallegt að tala niður til þeirra sem láta sig hag Grafarvogsbúa varða og ganga fram fyrir skjöldu til að tala máli þeirra. Elísabet Gísla- dóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, hefur staðið í eldlín- unni þegar hagsmunir Graf- arvogsbúa eru í húfi og á annað betra skilið en að borgarfulltrúi framsóknarmanna segi hana vera að „fara á taugum“. Það er eng- inn misskilningur hér á ferð, mál- ið liggur ljóst fyrir og Graf- arvogsbúar eru ósáttir. Við höfum ekki misskilið neitt! Emil Örn Kristjánsson svarar grein Björns Inga Hrafnssonar um stækkun á athafnasvæði hafnarinnar Emil Örn Kristjánsson » Það er eng-inn misskiln- ingur hér á ferð, málið liggur ljóst fyrir og Grafarvogsbúar eru ósáttir. Höfundur er varaformaður Íbúa- samtaka Grafarvogs, stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi og varamaður Sjálfstæðisflokksins í hverfisráði Grafarvogs. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000 smáauglýsingar mbl.is Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.