Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARNA daga hefur Int- ernetþjónustan Snerpa staðið fyrir söfnun nafna á lista yfir þá sem mót- mæla við Símann hf. að ekki fái allir þá þjónustu sem þeir greiða fyrir og krefjast þess að Síminn dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr landssvæði í skjóli einokunar. Það viðurkennist að þetta er veruleg einföldun. Það er heldur ekki auðvelt fyrir hinn venjulega neytanda að gera sér grein fyrir því hvað í nýleg- um þjónustubreytingum felst og ekki er til bóta þegar Síminn gerir sig sek- an um að villa um fyrir neytendum og gefa í skyn að þjónusta og skilmálar um hana sé öðruvísi en raun er á. Þannig úrskurðar Samkeppnisráð t.d. í máli nr. 21/2005 um meinta mis- notkun á markaðsráðandi stöðu við kynningu og markaðssetningu á til- boðinu ,,Allt saman hjá Símanum“, að ,,Landssíminn hafi viljandi og með- vitað villt um fyrir neytendum og við- skiptavinum sínum með kynningu á tilboði fyrirtækisins. Samtímis tvinn- aði fyrirtækið saman ólíka þjón- ustuþætti sem margir keppinauta þess áttu ekki möguleika á að gera og gaf í skyn að viðskiptavinir þyrftu að sýna fyrirtækinu meiri tryggð en í raun var nauðsynleg til þess að njóta hinna auglýstu tryggðarkjara.“ Svipaða leið fór upplýs- ingafulltrúi Símans þegar fjallað var um viðbrögð Snerpu um þjón- ustubreytingarnar í fjöl- miðlum nýverið. Fjöl- miðlafólki sem var að afla sér upplýsinga var í fyrsta lagi lesinn sá pist- illinn að Síminn væri að kynna nýjar áskriftarleiðir í Int- ernetþjónustu sinni og auka við þjón- ustuna Skjáinn, sem er sjónvarps- þjónusta Símans og einnig að það virtist vera um rangfærslur að ræða hjá Snerpu. Ekki var þó skilgreint í hverju rangfærslurnar virtust vera, enda verður ekki séð að svo hafi verið og Síminn hefur ekki krafist neinna leiðréttinga af hendi Snerpu. Kjarni málsins er sá að þjónustubreyting- arnar hafa ekkert með nýjar áskrift- arleiðir Símans að gera enda hafa þær áhrif á viðskiptavini allra net- þjónustufyrirtækja sem á annað borð bjóða netáskrift um ADSL- grunnlínukerfi Símans. Síminn kynnti Snerpu og öðrum netþjón- ustum um breyting- arnar síðdegis 28. ágúst, tæpum þremur sólarhringum fyrir gildistöku, og daginn eftir birtust heilsíðu- og opnuauglýsingar frá Símanum um nýj- ar þjónustuleiðir (án nokkurs um að þjón- ustan er ekki í boði um allt land). Það er því ljóst að þær deild- ir Símans sem eru m.a. í samkeppni við Snerpu fengu meiri fyrirvara en aðrir varðandi þjónustubreytingar í grunn- kerfinu og er það ekki í fyrsta skipti. Sömuleiðis hefur starfsfólk Símans ítrekað gefið þær röngu upplýsingar í síma að það sé nauðsynlegt að kaupa netáskrift hjá Internetþjónustu Sím- ans til að eiga kost á sjónvarpi yfir ADSL eða til að fá afhentan enda- búnað endurgjaldslaust. Og að not- endur ættu ekki rétt á 1000 kr. af- slætti fyrir ADSL-línu séu þeir með GSM-síma hjá Símanum nema þeir keyptu netþjónustu þar líka sem er einnig rangt. Eða að hinn aukni hraði standi einungis viðskiptavinum í net- þjónustu Símans til boða sem er einn- ig rangt. Þrátt fyrir þessi dæmi og kvartanir yfir rangri upplýsingagjöf hefur þetta gerst ítrekað og þegar við höfum frétt af slíkum tilvikum höfum við kvartað, reyndar með litlum ár- angri. Hvað stendur eftir? – Síminn hefur ekki gefið út yfirlýsingu um hvort yf- irleitt verður boðið upp á sama þjón- ustustig í ADSL um allt land. Krafan er að Síminn geri það, og það sem fyrst. Landsbyggðarfólk er tilbúið að nýta sér sömu þjónustu og aðrir og greiða fyrir það. Við leyfum okkur að fullyrða að þó t.d. að ekki séu nema um rúmlega 1800 ADSL-notendur á Vestfjörðum að þá sætta þeir sig ekki við að Síminn ákveði að þjónusta svæðið ekki frekar en nú hefur verið gert. Sama ástand er sjálfsagt uppi á teningnum á Egilsstöðum, Seyð- isfirði, Sauðárkróki, Stykkishólmi og víðar. Nú þegar hafa yfir 1400 manns skráð nafn sitt undir þá áskorun til Símans sem er að finna á vefsíðu Snerpu (www.snerpa.is/siminn/) og af þeim er umtalsverður fjöldi sem kaupir netþjónustu af Símanum. Ætlar Síminn að rétta þessum not- endum fingurinn? Sjónvarpsnotendur úti á landi tóku því vel að geta séð nokkrar rás- ir á sjónvarpi um ADSL en fram að því voru útsendingar af misjöfnum gæðum í mono. Það er samt svekkj- andi að vita til þess að sú aukna þjón- usta sem er í boði ,,fyrir sunnan“ eins og t.d. seinkaðar dagskrár RÚV+ Skjáreinn+ eða Alþing- isrásin sé ekki tiltæk, hvað þá allar 60 rásirnar sem Síminn auglýsir að séu í boði, svo ekki sé talað um myndbandaleigu Skjásins. Hvenær eigum við von á þessari þjónustu? Sé hún valin á ,,öflugustu sjónvarps- fjarstýringunni“ – sem ,,stendur öll- um þeim til boða sem eru með ADSL þjónustu hjá Símanum!“ skv. auglýs- ingum Símans – kemur aðeins ,,Bandbreidd vantar á netkerfi – Vin- samlega reynið aftur síðar“ við lýs- um eftir svörum! Björn Davíðsson fjallar um fjarskiptaþjónustu » Það er heldur ekkiauðvelt fyrir hinn venjulega neytanda að gera sér grein fyrir því hvað í nýlegum þjón- ustubreytingum felst … Björn Davíðsson Höfundur er þróunarstjóri hjá Snerpu ehf. á Ísafirði. Vinsamlega reynið aftur síðar Í ÖLLUM kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi velja sjálf- stæðismenn framboðs- lista fyrir komandi al- þingiskosningar með prófkjöri. Í flestu tilliti eru prófkjör heppileg og lýðræðisleg leið til að skipa lista, en þau leggja jafnframt flokksmönnum ríka ábyrgð á herðar. Meðal þess sem kjósendur í prófkjöri þurfa að hafa hugfast er að veita konum brautargengi til jafns við karla. Það er brýnt að sjálfstæðisfólk sýni þannig í verki að Sjálfstæðisflokk- urinn er sannarlega flokkur jafn- réttis í reynd. Sé litið til verka og áfanga í jafn- réttisbaráttunni er ljóst að enginn íslenskur stjórnmálaflokkur getur státað af jafn góðum ferli og Sjálf- stæðisflokkurinn, allt frá upphafi og fram á síðustu ár. Þannig sat fyrsta konan sem kosin var á Alþingi sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftir stofnun hans. Og sjálf- stæðiskona varð fyrst kvenna til að gegna embættum borg- arstjóra í Reykjavík, ráðherra í ríkisstjórn og forseta Alþingis. Ríkisstjórnir undir for- ystu Sjálfstæðisflokks- ins settu þau lög sem í seinni tíð hafa skipt mestu um framgang jafnréttisbaráttunnar, jafnréttislögin frá 1976 og fæðingarorlofslögin frá árinu 2000. Engum getur þó dul- ist að margt er enn óunnið í jafnrétt- isbaráttunni. Það er stefna Sjálf- stæðisflokksins að vera áfram í fararbroddi um að tryggja jafnan rétt og stöðu kynjanna. En til að Sjálfstæðisflokkurinn geti talist trú- verðugur málsvari jafnréttis er nauðsynlegt að framboðslistar flokksins endurspegli þann mikla fjölda hæfra og dugmikilla kvenna sem starfa innan vébanda hans. Og stjórnmálaflokkur sem gætir þess ekki að endurspegla vel sjónarmið, hagsmuni og reynslu helmings þjóð- arinnar í þingliði sínu á aukinheldur erfitt með að gera kröfu um að telj- ast trúverðugt forystuafl í nútíma- stjórnmálum. Landssamband sjálfstæðiskvenna hvetur kjósendur í prófkjörum Sjálf- stæðisflokksins um allt land til að veita konum góða kosningu, ekki síð- ur en körlum. Það er allra hagur. Hvatning til kjósenda Aðalheiður Inga Þorsteins- dóttir skrifar um kosningar og jafnréttisbaráttu Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir »Engum getur þó dulist að margt er enn óunnið í jafnrétt- isbaráttunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands sjálfstæðiskvenna. ÞAÐ VAR stór stund í sögu sér- sambanda íþróttahreyfingarinnar síðastliðinn fimmtudag þegar Þor- gerður Katrín Gunn- arsdóttir mennta- málaráðherra og Ólafur Rafnsson for- seti ÍSÍ skrifuðu undir samning sem kveður á um fjármögnun sér- sambanda ÍSÍ fyrir ár- in 2007–2009. Með samningi þessum hef- ur menntamálaráð- herra markað farsæl spor í fjármögnun á starfsemi sér- sambanda íþrótta- hreyfingarinnar. Sér- sambönd ÍSÍ eru 25 í dag en verða orðin 27 um næstu áramót. Mark- miðið með samningi þessum er að aðstoða sérsambönd ÍSÍ til að efla og útbreiða viðkomandi íþrótta- greinar á Íslandi og koma fram er- lendis fyrir þeirra hönd. Sér- samböndin eru æðstu aðilar um viðkomandi íþróttagreinar. Þau bera ábyrgð á mótahaldi, útbreiðslu- málum, fræðslustarfi og afreksstarfi ásamt mörgu öðru. Þau eru einnig sendiherrar Íslands í viðkomandi grein á erlendum vettvangi. Sér- samböndin hafa hingað til fengið litla styrki frá hinu op- inbera fyrir kjarna- starfsemi sína. Með þessum samningi verða sértæk markmið hverr- ar íþróttagreinar skil- greind í markmiða- samkomulagi ÍSÍ og viðkomandi sér- sambands. Samkvæmt samkomulaginu skuld- bindur mennta- málaráðuneytið sig til að veita ÍSÍ styrk á fjárlögum 2007–2009 sem renni að öllu leyti til sérsambandanna. Upphæð styrksins verður 40 milljónir á árinu 2007, 60 milljónir á árinu 2008 og 70 milljónir á árinu 2009. Upphæð styrks á árinu 2006 var 30 milljónir. Semsé 200 milljónir til sérsambanda á 4 árum. Glæsilegt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ráðherra sem þorir. Hún skilur eðli og starfsemi íþróttahreyfing- arinnar og hið mikla sjálfboðaliða- starf sem fram fer í ranni þessara langstærstu félagasamtaka á Ís- landi. Ljóst er að með framlagi þessu hefur menntamálaráðherra tekið afgerandi skref í að styðja við starfsemi sérsambanda íþrótta- hreyfingarinnar. Íþrótta- og ólymp- íusamband Íslands, fyrir hönd sér- sambanda ÍSÍ, er bæði stolt og þakklátt með samning þennan og færir menntamálaráðherra og rík- isstjórninni allri miklar þakkir fyrir að hafa sett þessi mál í jafn jákvæð- an farveg og raun ber vitni. Ráðherra sem þorir Stefán Konráðsson fjallar um samning um fjármögnun sér- sambanda ÍSÍ Stefán Konráðsson » Ljóst er að meðframlagi þessu hefur menntamálaráðherra tekið afgerandi skref í að styðja við starfsemi sérsambanda íþrótta- hreyfingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri ÍSÍ. LÖNGU er tímabært að þjóðin móti stefnu til langs tíma um nýt- ingu hálendisins sem og annarra landsins gagna og gæða. Því ber að fagna að rík- isstjórnin hefur lagt fram drög að þeirri vinnu. Að sjálfsögðu á Alþingi að leiða þetta ábyrgðarstarf en þjóð- in þarf að draga lær- dóm af reynslu liðinna ára í umhverfismálum. Brýnt er að bærileg sátt náist um nýtingu náttúruauðlinda þjóð- arinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að kalla til verka alla hugs- anlega hagsmunaaðila, s.s. sveitarfélög, frjáls félagasamtök, ein- staklinga og aðra sem hafa beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta. Ég álít það vera borgaralega skyldu hvers og eins að taka þátt í stefnumótun um nátt- úruvernd og nýtingu nátt- úruauðlinda. Ég tel að Sjálfstæð- isflokkurinn eigi að hafa forystu í þessum málum til farsældar fyrir samfélagið og vil leggja mitt af mörkum til að svo megi verða. Menntamál og nýsköpun Menntamál, nýsköpun og rann- sóknir eru lykillinn að velmegun og samkeppnishæfni þjóðarinnar á al- þjóðavettvangi. Líta þarf á mennt- un sem fjárfestingu fremur en út- gjöld. Menntun, fræðsla og stefnumótun í umhverfismálum varðar allt samfélagið. Þess vegna ætti í vaxandi mæli að innleiða sjón- armið sjálfbærrar þróunar í nám- skrá á öllum menntastigum á Ís- landi, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Nauð- synlegt er að auka samvinnu at- vinnulífsins, fyrirtækja og háskóla um rannsóknir og nýsköpun vegna þess að menntastefna og atvinnustefna hvers samfélags eru tvær hliðar á sama peningi. Fjölskyldan, horn- steinn samfélagsins Höfum hugfast að fjölskyldan er horn- steinn samfélagsins. Því ber að tryggja að til staðar sé traust ör- yggisnet fyrir borg- arana og velferð frá vöggu til grafar. Tryggja þarf frelsi ein- staklinga og fyrirtækja til athafna í þágu lands og þjóðar en jafnframt þurfum við að sýna þann manndóm og mildi að rétta hjálp- arhönd þeim sem það þurfa og hafa í heiðri hin sígildu kjörorð Sjálfstæðisflokksins, „stétt með stétt“. Mannauður Við eigum miklar náttúru- auðlindir. Mesti auðurinn er þó í fólkinu sjálfu. Þennan mannauð þarf að virkja, efla og varðveita til framtíðar. Beisla þarf orku ein- staklinganna og beina henni í far- sælan farveg til heilla fyrir heildina. Menntun mín, reynsla og þekking á sviði umhverfisstjórnunar og auð- lindanýtingar er mitt lóð á þessar vogarskálar. Þitt lóð, kjósandi góð- ur, er kjörseðillinn á kjördag. Brýnt er að á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins veljist öflug breið- fylking fólks sem endurspeglar ís- lenskt samfélag, fólks sem hefur færni til að viðhalda einu mesta hagsældar- og framfaraskeiði í sögu íslensku þjóðarinnar. Stuðningur þinn við framboð mitt er meðal ann- ars stuðningur þinn við nátt- úruvernd, umhverfisstjórnun og skynsamlega auðlindanýtingu. Þinn stuðningur er því afar mikils virði. Auðlindanýting, menntun og velferð Steinn Kárason fjallar um þjóðmál » Tryggja þarf frelsi einstaklinga og fyrirtækja til athafna í þágu lands og þjóðar ... Steinn Kárason Höfundur er umhverfishagfræðingur og gefur kost á sér í 3.–5. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.