Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 47
ÞAÐ hefur ríkt mikið pólitískt
logn í Evrópu frá því á dögum kalda
stríðsins og fyrir ungu kynslóðina
sem einungis þekkir til þessa tíma-
bils af afspurn getur verið erfitt að
skilja eðli og einkenni þeirra póli-
tísku átaka sem þá settu svip á
mannlífið á Íslandi. Í dag leggjum við
áherslu á persónuvernd, friðhelgi
einkalífsins og málefnalegan frétta-
flutning þegar bornar eru á menn
refsiverðar sakir.
Á árum kalda stríðsins stóðu tvö
herveldi andspænis hvort öðru grá
fyrir járnum, annars vegar Sov-
étríkin og fylgiríki þeirra í Austur-
Evrópu og hins vegar Vesturveldin
undir forystu Bandaríkjanna, Breta
og Frakka, og lengstaf var alls ekki
ljóst hvernig þessum átökum lyktaði.
Í kalda stríðinu var tekist á um hug-
myndafræði, ekki beinlínis trúarlegs
eðlis eins og svo oft áður í sögunni. Í
þessu stríði stóð baráttan um það
hvort Sovétríkjunum tækist að ná að
brjóta á bak aftur vestrænt þjóð-
félagskerfi og innleiða það kerfi, sem
þá hafði fest rætur í Austur-Evrópu
og hófst með byltingunni í Rússlandi
1917.
Það er dálítið erfitt að skilja Kjart-
an Ólafsson sem sjálfur lifði og
hrærðist í þessum átökum þegar
hann stígur fram fyrir alþjóð og fer
að lýsa okkar fámenna samfélagi á
tímum kalda stríðsins sem einskonar
kunningjasamfélagi þar sem allir
voru vinir og meira og minna tengdir
fjölskylduböndum, eins og hann gef-
ur í skyn í einu af mörgum viðtölum,
sem átt var við hann í sjónvarpinu.
En þetta er alls ekki rétt mynd af
ástandinu á Íslandi á þessum árum.
Það er mikill barnaskapur og hrein
sögufölsun að halda því fram að póli-
tískir áhangendur Sovétríkjanna hafi
verið hlutlausir áhorfendur í þessum
pólitísku átökum. Svo var aldeilis
ekki. Auðvitað bundu þeir vonir við
það að Sovétríkjunum tækist að ná
heimsyfirráðum og innleiða hér á
landi sem annars staðar það þjóð-
skipulag, í anda Stalíns, sem þeir
höfðu innleitt í löndum Austur-
Evrópu.
Ritstjórnarskrifstofa Þjóðviljans á
Skólavörðustíg 19 var á þessum ár-
um helsta áróðurshreiður þeirra póli-
tísku afla sem höfðu það markmið að
innleiða hér á landi sovéskt þjóð-
skipulag að austrænni fyrirmynd. Og
það veit Kjartan Ólafsson mæta vel
að ef aðstæður hefðu skapast til þess
að koma á þessu kerfi hefði hann og
aðrir liðsmenn hins alþjóðlega
kommúnisma ekki látið sitt eftir
liggja, með stuðningi hóps nytsamra
sakleysingja, sem margir hverjir
heltust reyndar úr lestinni þegar þeir
áttuðu sig á þeirri pólitísku glæfraför
sem þeir höfðu ánetjast. En meg-
inkjarninn hafði harðari skráp, rétt-
lætti pólitísk rétt-
arhöld og
fjöldaaftökur og stóð
fast við bakið á vald-
höfunum í Kreml
eftir að uppreisnin í
Ungverjalandi hafði
verið barin niður.
Og baráttan hér
heima hélt áfram.
Málflutningur Þjóð-
viljans á tímum
kalda stríðsins gefur
glögga mynd af því
ótrúlega ofstæki
sem beitt var í þessum átökum. Bar-
áttuaðferðir þessara manna báru það
með sér að lýðræðisleg sjónarmið og
virðing fyrir friðhelgi einstaklingsins
voru einskis virði. Ofstækisfullar
árásir Þjóðviljans gegn einstökum
mönnum voru yfirþyrmandi.
Ákveðnir einstaklingar
voru hundeltir og stimpl-
aðir landráðamenn af því
þeir kærðu sig ekki um hið
austræna lýðræði og þeir
sem vildu treysta varnir
landsins með þátttöku í
Nató voru kallaðir land-
ráðamenn sem vildu „selja
landið“. Áróðurinn var
ekki bara pólitískur held-
ur settur í listrænan bún-
ing og fluttur af trúarlegu
ofstæki.
Íslendingar sem stund-
uðu nám í Bandaríkjunum eða störf-
uðu við bandaríska háskóla voru
ásakaðir um að ganga erinda erlends
herveldis, þiggja mútur og stunda
njósnir fyrir Bandaríkin. Á sama
tíma lágu fyrir óyggjandi sannanir
fyrir því að sovéska sendiráðið í
Reykjavík stundaði njósnir og Þjóð-
viljinn og Sósíalistaflokkurinn og
ýmsar aðrar stofnanir tengdar
Flokknum höfðu þegið fjárstuðning
frá Moskvu.
Það er því dálítið ankannalegt að
heyra fyrrverandi ritstjóra Þjóðvilj-
ans halda því fram að íslensk stjórn-
völd hafi ekki haft nein haldbær rök
fyrir því að heimila símhleranir. Það
má vel vera að þær hafi ekki skilað
neinum árangri, en eitt er víst: Ís-
lensk stjórnvöld höfðu á þessum tíma
gildar ástæður til að vera á varðbergi
og tortryggja heilindi þessara
manna, sem höfðu það pólitíska
markmið að afmá vestrænt lýðræði
og koma á hinu stéttlausa alræði ör-
eiganna að sovéskri fyrirmynd.
Símhleranir,
áróður og njósnir
Bragi Jósepsson fjallar um þátt
Kjartans Ólafssonar í símhler-
unum og átökum kaldastríðs-
áranna
Bragi Jósepsson
» Íslensk stjórnvöldhöfðu gildar ástæð-
ur til að vera á varð-
bergi og tortryggja heil-
indi þessara manna.
Höfundur er rithöfundur og
fv. prófessor
vaxtaauki!
10%