Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 51
og djúpvitur. Grímur hafði þau áhrif
á samferðamenn sína að þeir virtu
hann mikils. Hann var ekki eingöngu
tryggur starfsmaður sem bílstjóri,
hann var einnig einstaklega ráðagóð-
ur og bjargaði því sem fór úrskeiðis.
Auk þess varpaði hann ljóma á um-
hverfið með skemmtilegum, fróðleg-
um frásögnum um land og þjóð. Með-
al leiðsögumanna má segja að
Grímur hafi verið þjóðsagnapersóna
vegna fróðleiks síns um landið. Hann
þekkti hverja hundaþúfu, slóða, vöð
yfir ár og fór óteljandi ferðir á fáfarn-
ar slóðir. Varð hann því lærifaðir
margra leiðsögumanna gegnum árin.
Grímur var einstakur vinur vina
sinna og einstaklega hjálplegur far-
þegum sínum. Hann gerði allt af heil-
um huga og það var honum svo mikils
virði að fólkið fengi að upplifa feg-
urðina. Höfðu farþegarnir iðulega
orð á því við mig hve ánægðir þeir
væru með hann.
Varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að
njóta leiðsagnar Gríms í óteljandi
ferðum um land allt síðastliðin sex ár.
Við fórum stundum í helgarferðir
með börnum mínum og erlendum
vinum. Á ferðum okkar stunduðum
við m.a. fuglaskoðun, sem var sam-
eiginlegt áhugamál okkar. Við fórum
einnig í fuglatalningu og tókum ljós-
myndir af fuglum og sauðkindinni
sem við dáðum bæði. Við Grímur fór-
um í hans fyrstu ferð út í Grímsey og
var sú ferð ógleymanleg. Hann
minnti mig stundum á Tíbet-munk
þar sem hann stóð íhugull með píp-
una sína. Eitt sinn á Vesturlandi
gerði vitlaust veður og skyndilega
snjóaði linnulaust. Veðrið gekk niður
um kvöldið og gerði dúnalogn. Grím-
ur greip skófluna og rúllaði snjóbolt-
um í hvelli sem urðu að snjókörlum
svo úr varð ævintýri.
Ég er Grími afskaplega þakklát
fyrir þær stundir sem við áttum sam-
an og mun sakna samverunnar. Til
stóð að við Grímur, ásamt fleirum,
færum saman inn á Grímsvötn en sú
ferð var aldrei farin.
Ég vissi fullvel
að ég ætti einhvern dag
leið um þennan veg;
en aldrei datt mér í hug
að „einhvern dag“ yrði nú.
(Tanka nr. 152, þýð. H. H.)
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til barna og aðstandenda.
Hólmfríður, Höskuldur
og Högna.
Mér er mikill harmur í huga að
þurfa að kveðja vin minn Arngrím
Sveinsson, vin og vinnufélaga, í tutt-
ugu og þrjú ár hjá Guðmundi Jón-
assyni h/f . Við byrjuðum báðir á vor-
dögum 1985. Við kynntumst að vísu
ekki mjög náið fyrstu mánuðina, enda
hvor með sinn tjaldhópinn á hálend-
inu. En síðar kynntumst við nánar og
tryggari og traustari vin hefi hef ég
ekki átt. En seintekinn var hann, tók
ekki hverjum sem var, en tæki hann
fólki varði sú vinátta ævilangt, svona
var Grímur. Hann var fastur á sínum
skoðunum, það var ekki auðvelt að
hnika til því sem hann var búinn að
bíta í sig. Hreinskiptinn með afbrigð-
um og átti það við bæði háa og lága,
þar var engan undirlægjuhátt að
finna. Hann sagði sína meiningu,
hver sem í hlut átti.
Ekki hef ég tölu á öllum jeppaferð-
unum sem við fórum saman um há-
lendið, þar sem Grímur þekkti allflest
örnefni og miðlaði ferðafélögunum af
þekkingu sinni. En nú er skarð fyrir
skildi, Grímur horfinn okkur til ann-
ars heims. Ef ég þekki hann rétt er
hann þegar farinn að líta þar til fjalla
og kominn með drög að fjallaferðum
á borðið.
Vertu sæll, hjartans vinur. Megi
guðs blessun fylgja þér á nýjum slóð-
um.
Benedikt.
Ég kynntist Grími fyrst sumarið
1993. Grímur var vanur fjallamaður
og reyndur bílstjóri hjá Guðmundi
Jónassyni, ég ung og óreynd leið-
sögukona. Áður hafði ég reyndar
fengið fregnir um að það starfaði frá-
bær bílstjóri hjá GJ sem héti Grímur.
Grímur var mjög sérstakur maður
og ekki allra. En þeim sem bar gæfu
til að kynnast honum var hann ein-
staklega gjafmildur og sannur vinur.
Á ferðalögum um landið var Grím-
ur í essinu sínu. Hann jós úr brunni
sinnar þekkingar á staðháttum,
gönguleiðum, sögum, hálendinu,
landinu öllu. Og hann sýndi manni
leyndustu kima íslenskrar náttúru.
Erlendir ferðamenn skynjuðu ást
hans og virðingu fyrir landinu og
fannst þeir heppnir að fá að ferðast
með honum.
Fyrir mig voru það svo sannarlega
forréttindi að fá að ferðast um landið
með manni sem þekkti það svo vel og
bryddaði jafnan upp á margslungn-
um samræðum um lífið og tilveruna.
Grímur var ósérhlífinn, hann tók
virkan þátt í öllum þáttum ferðarinn-
ar. Vinnubrögð hans voru fagleg
enda var það honum metnaðarmál að
ferðin yrði sem best heppnuð, að allt
gengi upp, að öllum liði vel. Hann
vann oft langt fram á nótt við að að-
stoða í eldhúsi og taldi það aldrei eftir
sér að stökkva af stað ef hann gat ein-
hvers staðar komið að liði. Auðmýkt
Gríms og þessir góðu eiginleikar
gerðu hann að framúrskarandi
starfsmanni. Grímur bar líka virð-
ingu fyrir því góða fyrirtæki sem
hann vann fyrir og öllu samstarfsfólki
sínu og talaði aldrei illa um nokkurn
mann.
Grímur kunni að njóta og hann
naut þess að vera á fjöllum í góðra
vina hópi. Það eru eftirminnilegar
söngstundir með Grími um bjartar
sumarnætur þar sem hann átti sér
uppáhaldslag, „Bláfjólu má í birki-
skógum líta“.
Ósk Vilhjálmsdóttir.
Ég er einn þeirra leiðsögumanna
sem hafa verið svo lánsamir að fara í
hálendisferðir með Grími á sumrin,
með hópa af erlendum ferðamönnum.
Hann var árum saman fastur starfs-
maður hjá Guðmundi Jónassyni og
fór eins og aðrir bílstjórar í allskyns
ferðir um landið með hópa af öllum
þjóðernum. En eins og í öðrum störf-
um hefur hver bílstjóri sinn stíl og
sitt sérsvið. Sumir bílstjórar vilja
hafa bílinn sem flottastan og þægileg-
astan, keyra hann helst á malbikinu,
hring eftir hring um landið ef því er
að skipta, fá svo þriggja rétta máltíð á
hóteli og herbergi með sjónvarpi –
ekkert við það að athuga! En Grímur
var í hinum geiranum: Hann naut sín
best þegar malbikinu sleppti, þegar
farið var upp á fjöll á trukk sem fór
yfir ár, urð og grjót. Best var ef gist
var í tjöldum eða fjallaskálum, gengið
en ekki bara keyrt, eldað og nesti
smurt. Grímur var miklu meira en
bílstjóri í þessum ferðum: Hann gerði
við rútuna ef með þurfti, enda oft tug-
ir ef ekki hundruð kílómetra á næsta
verkstæði, hann lagaði kaffið á
morgnana, eldaði með ráðskonunni ef
honum var hleypt í pottana, og
fræddi leiðsögumanninn, sem oft var
ekki vanþörf á. Hann taldi það ekki
eftir sér að ganga með fólkinu á fjöll.
Þá var hann gjarnan aftastur þeim til
halds og trausts sem aftastir voru og
gátu lent í erfiðleikum.
Það vakti þægilega öryggiskennd
að frétta á föstudegi að Grímur ætti
að leggja af stað í langferð á mánu-
degi. Með gamlan jaxl við stýrið og
ráðskonu í eldhúskerrunni sem kunni
sitt fag var ekki annað fyrir leiðsögu-
manninn að gera en að halla sér aftur
í framsætinu og opna munninn endr-
um og eins. Svo var meira um vert að
eiga von á að læra meira um landið,
fara slóða sem maður ekki vissi um
og síðast en ekki síst að hlusta á eina
af sögunum hans. Grímur var nefni-
lega einstakur sagnamaður. Hann
kunni ógrynni af sögum, oftar en ekki
af því sem gerst hafði í hans ferðum.
Hann sagði oft lengi frá, sleppti ekki
smáatriðunum og aldrei leiddist
hlustandanum.
Þetta voru sögur af fyrstu ferðum
yfir Sprengisand á eftir vegheflum
snemma sumars í drullu og vatnselg,
af örvæntingarfullri glímu hótel-
stjóra við þýska „nestispakka“ við
morgunverðarborðið, af þrjóskum
fararstjórum sem ekki hlustuðu á góð
ráð bílstjóra – og sátu svo í súpunni,
af kapphlaupi bandarískra vísinda-
manna á besta staðinn til að sjá sól-
myrkvann, af jeppadekkjum sem
byrjuðu að bráðna á heitu Heklu-
hrauninu veturinn 2000. Það næsta
við að trúa á tilvist drauga var að
hlusta á frásögn Gríms af draugum í
Nýjadal hlaupa upp og niður stiga í
skála Ferðafélagsins eða þeirri bölv-
un sem fylgir því að raska minning-
arvörðunni um Carol Sanders á
Kistuöldu.
Hægt var að læra af Grími ýmsa
hagnýta hluti, því hann var vel að sér
á mörgum sviðum. Hann fræddi
mann kannski um hvar mætti stunda
fuglaskoðun lögum samkvæmt í
trássi við heimaríka landeigendur
vopnaða girðingarrúllum. Eða hvar
gott væri og leyfilegt að nota veg-
slóða Landsvirkjunar þrátt fyrir
vegaskilti um hið gagnstæða! Svo gat
hann veitt bæði samferðafólki og
vinnuveitendum nytsamlega lexíu í
kjarasamningum.
Grímur gat verið haldinn fullkomn-
unaráráttu og hafði sínar skoðanir á
t.d. hvað væri fullkominn útbúnaður
eða eðlileg ferðaáætlun. Því átti hann
til að virka sérvitur og þrjóskur. Ég
hefði átt að átta mig á því fyrr en ég
gerði, að einfaldast væri að láta hann
ráða sem mest ferðinni. Þar var
örugglega ekki nein vitleysa í gangi,
fararstjóri laus við skipulagsvinnu,
dagarnir ekki of langir, ekki of stutt-
ir, hæfileg stopp þótt ekki væri nema
til að kveikja upp í einni pípu. Hann
gat verið þögull og dulur og það vissi
enginn hvað hann var að hugsa. „Í
guðanna bænum ekki kalla mig
Grímsa,“ sagði hann mér í upphafi
fyrstu langferðar. Síðar tók ég eftir
að hann hafði gert sér fyrirhöfn og
kostnað við að setja bílnúmerið
„Grímsi“ á jeppa sinn sem hann fór á
í sína hinstu fjallaför. Íslenska há-
lendið hefur misst einn sinn mesta
vin og kunnáttumann og við leiðsögu-
menn og bílstjórar fyrirmynd og fé-
laga.
Óskar.
Garpur er genginn á vit feðra sinna
á hálendi Íslands sem hann dáði svo
mjög.
Fyrir rúmum áratug kom nýút-
skrifaður leiðsögumaður til starfa hjá
Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónas-
sonar. Leiðsögumaðurinn var að taka
á móti þýskum ferðamönnum og ætl-
aði með þá í langferð um landið, m.a.
um svæði á hálendinu sem hann hafði
einungis lesið um í bókum. Hann var
kynntur fyrir bílstjóra og kokki og
tókust strax góð kynni og samvinna.
Bílstjórinn var Arngrímur Sveins-
son. Grímur var ferðagarpur og bjó
yfir miklum fróðleik um landið okkar,
sem hann var óspar á að miðla til
þeirra sem það mátu að verðleikum.
Grímur bar óskoraða virðingu fyrir
landinu og hafði þannig áhrif á við-
horf ótalinna leiðsögumanna og
ferðalanga sem nutu þess happs að
eiga samfylgd hans. Hann var
óþreytandi að leiðbeina um ótroðna
stigu og stuðlaði þannig að dýpri upp-
lifun samferðamanna sinna á náttúru
landsins. Grímur var ráðagóður,
greiðvikinn og góður félagi í leik og
starfi og er hans sárt saknað.
Nú fennir í sporin okkar, kæri
Grímur, hafðu þökk fyrir samfylgd-
ina og hugheilar samúðarkveðjur til
allra aðstandenda.
Dóra Hjálmarsdóttir.
Við kynntumst Grími þegar við
vorum að kokka hjá Ferðaskrifstofu
Guðmundar Jónassonar. Við fórum í
nokkrar ferðir með Grími og þaðan
eigum við margar góðar minningar.
Hann var sérlega öruggur bílstjóri og
einu sinni þegar við vorum í Veiði-
vötnum, Grímur keyrandi upp á hóla
og hæðir, spurði einn túristinn: „Is
Grímur from here?“ Grímur hló inni-
lega þegar við sögðum honum þetta.
Hann vissi gríðarlega mikið um land
og þjóð og var fús að deila þeirri
þekkingu. Hann kenndi okkur mörg
fjallanöfn og góðar sögur. Sögur af
fólki sem hann hafði hitt á ferðum
sínum um landið, draugasöguna uppi
í Nýjadal og ótal margt fleira. Hann
þekkti svo vel hvern stað sem við
komum á, fólkið og aðstæður, að við
vorum stoltar að fá að vera með hon-
um á ferð og upplifðum við fljótlega
hvers konar forréttindi það voru.
Hann passaði alltaf að vel færi um
ráðskonurnar, hann hjálpaði okkur
mikið, valdi fallegustu nestisstaðina
og tók til hendinni. Fyrsta morgun-
inn sem við ráðskonurnar vöknuðum
og þustum út í eldhúskerru var Grím-
ur búinn að ná í vatn, kynda undir og
gera allt klárt fyrir viðvaningana sem
voru í sinni fyrstu ferð. Handtök hans
með okkur voru óteljandi og léttu
ótrúlega undir og skapaði vinnulag
hans og nærvera yndislegar vinnuað-
stæður. Enda þekkti hann allar að-
stæður mjög vel og gerði sér grein
fyrir hversu mikið álagið getur orðið í
þjónustustörfum. Hann var mjög
varkár og hafði ákveðið skipulag á
hlutunum. Grímur athugaði t.d. á
hverju kvöldi hvort við hefðum ekki
örugglega slökkt á gasinu. Hann vissi
alltaf hvað átti að gera og var kominn
til hjálpar áður en maður vissi af til að
bera potta og pönnur eða til að upp-
varta. Grímur var óspar á hólið þegar
honum fannst við standa okkur vel en
hann sagði líka sína meiningu þegar
honum fannst nýjungarnar ekki
virka.
Á kvöldin þegar flest verk voru bú-
in og ferðafélagarnir farnir í háttinn
var oft fjör í eldhúskerrunni og þá
voru sagðar margar skemmtilegar
sögur. Við sjáum hann fyrir okkur
standandi í dyrunum á eldhúskerr-
unni með pípuna sína og fallega
kvöldsól í bakgrunni. Við minnumst
hans sem Fjallaljónsins, flottasta bíl-
stjóra sem við kynntumst á fjöllum
og heiðursmanns. Við minnumst
Gríms með söknuði, það er mikill
missir að honum. Við vottum að-
standendum innilega samúð.
Helena Bragadóttir,
Sólveig Hlín,
Þórhildur Fjóla.
Fleiri minningargreinar um Arn-
grím Sveinsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Stefán Helgi Vals-
son.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VALGERÐUR JÓNA PÁLSDÓTTIR
frá Sunnutúni,
Eyrarbakka,
Baugstjörn 6, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn
26. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingunn Hinriksdóttir, Sigurður Ingólfsson,
Jón Halldórsson, Svana Pétursdóttir,
Stefán Halldórsson, Erna Friðriksdóttir,
Páll Halldórsson, Ingibjörg Eiríksdóttir,
Anna Oddný Halldórsdóttir, Jón Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FJÓLA ÓLAFSDÓTTIR,
Selbraut 8,
Seltjarnarnesi,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
aðfaranótt föstudagsins 27. október.
Ólöf Björnsdóttir,
Ólafur B. Björnsson, Hrefna Sigurðardóttir,
Snorri Björnsson, Hrafnhildur Svavarsdóttir,
Guðrún S. Björnsdóttir, Gísli Jóhannsson,
Fjóla Björnsdóttir, Kristinn Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÁSTHILDUR FRIÐMUNDSDÓTTIR HERMAN,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn
27. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Toby Sigrún Herman, Gunnar Þórðarson,
Karl B. Herman Gunnarsson,
Zakarías Herman Gunnarsson.