Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnlaugur JónÓlafur Axelsson fæddist á Kirkju- vegi 67 í Vest- mannaeyjum 31. maí 1940. Hann lést af slysförum mánu- daginn 16. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Axel Valdemar Halldórsson kaup- maður, f. 1911, d. 1990, og Sigurbjörg Magnúsdóttir, f. 1916, d. 2000. Systkini Gunnlaugs eru: Anna Dóra, f. 1937, lést aðeins fimm- tán ára; Hildur, f. 1944, maki Kristján Finnsson, f. 1944; Krist- rún, f. 1944, maki Sigmar Pálma- son, f. 1943; Magnús Ólafur Helgi, f. 1948, maki Guðrún Árný Arnarsdóttir, f. 1955; Halldór, f. 1952, maki Anna Sólveig Ósk- arsdóttir, f. 1950. Gunnlaugur kvæntist 1960 Fríðu Dóru Jóhannsdóttur, f. 18. mars 1939. Foreldrar hennar voru Jóhann Stígur Þor- steinsson, f. 1897, d. 1970, og Kristín Filippía Guðmundsdóttir, f. 1903, d. 1990. Börn Gunnlaugs eru: 1) Axel Valdemar, f. 1958, kvæntur Fríðu Sigurðardóttur, f. 1960, þau eiga þrjú börn, Önnu Dóru, f. 1982, Andra Frey, f. 1988, og Anítu Guðlaugu, f. 1990. 2) Anna Dóra, f. 1960, lést á sjötta aldursári. 3) Jó- hanna Kristín, f. 1964, gift Guðjóni Erni Guðjónssyni, f. 1961, þau eiga þrjú börn, Dóru Krist- ínu, f. 1993, Gunn- laug Örn, f. 1993, og Jón Þór, f. 1994. 4) Halldór, f. 1973, unnusta Lovisa Guðbjörg Ásgeirs- dóttir, dóttir hans er Eva Huld, f. 2001, og fósturdóttir Sara Lin- neth, f. 1994. Gunnlaugur bjó alla sína tíð við Kirkjuveginn, fyrst í Kirkju- hvoli en síðar á Kirkjuvegi 67. Þótt Gunnlaugur væri menntað- ur húsgagnasmiður gerðist hann ungur framkvæmdastjóri Vél- smiðjunnar Völundar og síðar Skipalyftunnar í Vestmanna- eyjum. Hann var mjög virkur í félagsstarfi og var meðal annars félagi í Karlakór Vestmannaeyja þegar hann starfaði. Hann var einnig einn af stofnfélögum Kiw- anisklúbbsins Helgafells í Vest- mannaeyjum og félagi í golf- klúbbi. Gunnlaugur verður jarðsung- inn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Liðlega 30 ár eru liðin frá því ég hitti Gulla tengdaföður minn fyrst. Þessi fyrstu kynni reyndust mér, 16 ára unglingi, einstaklega auðveld þeg- ar ég fann hve opnum örmum mér var tekið á heimili þeirra hjóna. Allar göt- ur síðan hefur hann reynst mér vel sem best er lýst þannig að þarna eign- aðist ég minn annan föður. Gulli var hjartahlýr og blíður maður og ég minnist þess hvernig hann lagði oft áherslu á orð sín með faðmlagi eða klappi á bakið. Ekkert skipti Gulla meira máli en fjölskyldan og leið honum alltaf best með börnin, barnabörnin og aðra ætt- ingja í kringum sig. Gulli var klett- urinn sem alltaf var hægt að treysta á með hlýtt faðmlag og stórt hjarta. Við tengdapabbi vorum ekki alltaf sammála um menn og málefni en við höfðum svipaðan húmor og tísti oft í honum hláturinn þegar honum fannst ég æsa mig einum of mikið í samræð- um okkar. Jákvæðnin og húmorinn voru aldrei langt undan og oftast hans aðferð til að koma hlutum til skila hvort sem hann vildi leiðbeina eða koma skoðunum áleiðis. Hann hefði líklega orðið frábær kennari og í raun var hann það í augum fjölskyldunnar. Andri Freyr sonur minn telur sig til dæmis fullnuma í þeim fræðum að grilla kótilettur að hætti afa Gulla og þverneitar að einhver annar en hann sjái um þá athöfn á heimili okkar í Hafnarfirði. Aníta dóttir okkar heldur enn að afi sinn hafi bara átt eina rauða peysu. Þannig lifir hann í hennar minningu á meðan Anna Dóra elsta dóttir okkar minnist heimsóknanna á Kirkjuveginn þegar hún var eina barnabarnið og lét dekra við sig á alla kanta. Þegar afi var settur í að svæfa hana þá gaf hann henni sleikjó, sem auðvitað bara besti afi í heimi gerir. Góður eiginmaður, faðir, tengda- faðir og afi er horfinn á braut, ótíma- bært og allt of snögglega. Þegar lífi okkar sem þekktum Gulla er koll- steypt svo sviplega getum við ekki annað en verið þakklát fyrir þá góðu tíma, gleðistundir og minningar sem mótuðu hann tengdaföður minn. Blessuð sé minning hans. Fríða Sigurðardóttir. Elsku hjartans tengdapabbi. Það var mér mikill harmur að heyra að okkar æðri máttur hefði tekið þig frá okkur svona alltof, alltof senmma. Mér finnst lífið vera okkur grimmt en verð að horfa á lífið með þá hugsun í fyrirrúmi að þín hefur greinilega beð- ið fallegt hlutverk á meðal englanna okkar á himnum. Ég trúi því að hún Anna Dóra dóttir þín verði sú fyrsta til að knúsa þig og kyssa. Ég trúi því að þú sért búinn að segja Önnu Dóru fullt af skemmtilegum sögum af fjöl- skyldunni. Sögum úr sumarbústaðn- um í Kjósinni og golfferðunum til Flórida. Ég trúi því að þú sért byrj- aður að kenna Önnu Dóru og hinum fallegu englunum réttu handtökin í golfinu og veit fyrir víst að þú hefur gefið þeim fullt af góðum ráðum, þú varst með eindæmum ráðagóður maður. Þú varst flottasti afinn á golf- vellinum og með golfárangur sem kom þér á fremsta bekk meðal jafn- ingja. Ég veit fyrir víst að það er mik- ið hlegið og brosað á þeim fallega stað sem okkar æðri máttur fól þér. Það má með sanni segja að þú varst hrókur alls fagnaðar. Ég trúi því að okkur öllum sé ætlað hlutverk í lífinu og þú fékkst dásamlega fallegt hlut- verk sem þú skilaðir af þér 100%. Öll fjölskyldan, börnin og barnabörn bera það með sér. Ég er hamingjusöm að hafa hitt Halldór, ástina mína, á lífs- leið minni og verða þeirrar lukku að- njótandi að kynnast fjölskyldunni þinni. Ég hef alltaf fundið hversu mik- ið traust, styrk og góðan hug öll fjöl- skyldan ber með sér. Ég kveð þig með sárum söknuði og trúi því að við eigum eftir að hittast seinna. Hlæja saman, brosa og klár- lega skiptast á góðum ráðum. Tóma- rúmið í fjölskyldunni er mikið, kæri tengdapabbi, en minningar um þig lifa og styrkja okkur á þessum erfiða tíma. Ég vil að lokum þakka þér fyrir all- ar þær yndislegu samverustundir sem þú hefur gefið fjölskyldu minni og stelpunum okkar Söru Linneth og Evu Huld. Við elskum þig endalaust. Þín tengdadóttir Lovisa G. Ásgeirsdóttir. Elsku besti afi minn. Ég veit að þú ert núna uppi á himnum hjá Guði og ég veit líka að Guð er góður og passar allt fólkið sem býr hjá honum. Mig langar svo mikið að þú finnir Týru mína og leikir við hana og að þið pass- ið hvort annað. Þið getið kannski verið vinir eins og ég á fullt af vinum í leik- skólanum mínum. Mér er búið að vera svolítið illt í hjartanu mínu því mér finnst svo leið- inlegt að geta ekki knúsað þig og kysst þegar mig langar til. Ég var svo heppin að eiga svona góðan afa eins og þig og ég á aldrei eftir að gleyma þér. Ég á heldur aldrei eftir að hætta að elska þig því ég get alveg elskað þig áfram þó svo að þú sért ekki leng- ur hjá mér. Amma er búin að senda mér mynd af okkur saman og á kvöld- in hjálpar mamma mér að kveikja á kertinu sem er hjá myndinni. Alltaf þegar ég hugsa til þín þá get ég horft á myndina og séð okkur saman, þá líð- ur mér miklu betur. Á kvöldin þegar ég fer með faðirvorið þá sendi ég þér fingurkoss áður en ég loka augunum og fer að sofa. Elska þig alla leið til tunglsins og til baka, afi minn. Ég skal passa ömmu fyrir þig. Þín Eva Huld. Elsku Gulli bróðir, mágur og frændi. Söknuðurinn er sár. Svo svip- legur missir. Þú elsku Gulli, trausti kletturinn í fjölskyldunni sem alltaf varst til staðar hvort sem var í gleði eða sorg. Svo yfirvegaður, rólegur, þolinmóður og fallega brosið þitt allt- af til staðar. Börnin okkar elskuðu þig og virtu og þegar von var á ykkur Dóru í bústaðinn urðu þau og við alltaf svo spennt. Við munum alltaf varð- veita minninguna um innilegt og hlýtt faðmlag þitt sem þú varst svo óspar á. Glettnin og stríðnin var alltaf skammt undan, ásamt umhyggjunni fyrir öll- um í stórfjölskyldunni. Gulli og Dóra voru sérstaklega samrýnd hjón og alltaf talað um þau í sama orðinu. Ástin, væntumþykjan og virðingin einkenndi þau, saman deildu þau öllu bæði í leik og starfi. Þau byggðu sér sumarhús hjá okkur á Grjóteyri sem varð þeirra sælureitur, þaðan á fjölskyldan og vinir margar minningar um notalegar og skemmti- legar stundir. Aldrei hallmælti Gulli nokkrum manni, hann var hjálpsamur með af- brigðum og greiðvikinn, hann var viskubrunnur heim að sækja á flest- um sviðum og aldrei skipti hann skapi en var þó ákveðinn þegar svo bar und- ir. Elsku Dóra, Bóbó, Jóhanna, Hall- dór, makar og barnabörn, guð gefi ykkur styrk og kraft á þessari sorg- arstundu. Elsku Gulli, þér er víst ætlað mik- ilvægara verkefni á öðrum stað, minn- ingarnar munu ylja okkur og styrkja í sorginni. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hildur, Kristján og fjölskylda. Þá er elsku bróðir minn og mágur búinn að kveðja. Svo snögglega að við erum enn að reyna að skilja það og meðtaka.Við vorum ekki tilbúin, við héldum að við ættum miklu meiri tíma saman, mörg jólaboð, fleiri áramót og marga góða daga og ár. Það átti ekki fyrir okkur að liggja, besti bróðir og kletturinn okkar allra hrifsaður burt á svipstundu. Gulli var sá sem við gát- um alltaf leitað til, svo einlægur og yf- irvegaður. Hann var alltaf til staðar, tilbúinn til þess að opna sinn stóra góða faðm. Gulli var einstaklega barn- góður og börnin elskuðu hann. Þau fundu strax að hann fylgdist með þeim og hvað þau tóku sér fyrir hend- ur. Elsku bróðir, við þökkum þér allt það góða og alla þá hjálp sem þú veitt- ir okkur. Þegar það komu stundir sem ekki var alltaf auðvelt að kljúfa, þá voru Gulli og Dóra alltaf til staðar til að styðja okkur á allan hátt. Við þökk- um þér, elsku bróðir, fyrir ánægju- legar samverustundir í gegnum lífið. Elsku Dóra, Bóbó, Jóhanna, Hall- dór og fjölskyldur, Guð veri með ykk- ur og gefi ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum Kristrún og Sigmar. Gunnlaugur frændi okkar var ein- staklega sterkur en jafnframt ljúfur persónuleiki. Einmitt þess vegna er svo undarlegt og óraunverulegt að tala um hann í þátíð. Hinn 16. október síðastliðinn barst okkur sú harma- fregn að þessi sterki persónuleiki hefði á skammri stundu verið frá okk- ur hrifinn, á brott úr þessum heimi. Það var erfitt fyrir skilningarvitin að meðtaka þessa fregn og útilokað að geta skilið þetta, ekki síst þegar síð- ustu samverustundir okkar standa okkur svo ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Á æskuárunum var líf okkar allra mjög samtvinnað. Heimilin þrjú, Kirkjuvegur 67, Kirkjuhvoll, heimili ömmu og Ellu og heimili okkar í Mið- stræti 14 virtust mynda eina órjúfan- lega kærleikskeðju. En þá hittumst við bræðrabörnin sem bjuggum í Vestmannaeyjum svo til daglega og á þeim árum mynduðust sterk tengsl, sem haldist hafa til þessa dags. Ég og fjölskylda mín fluttum frá Eyjum þegar ég var 12 ára og eftir það hittumst við sjaldan en það virtist engu skipta. Sá kærleiksgrundvöllur sem myndaðist á æskuárunum stóð sterkur og óhaggaður. Svo það var fyrirhafnarlaust, þrátt fyrir stopult samband, að taka upp þráðinn að nýju þegar að því kom að við hittumst oft- ar. Á síðastliðnu ári lá leið okkar til Eyja við kveðjustund Ellu föðursyst- ur okkar. Þá opnuðu ættingjar okkar Gulli frændi, Dóra hans, Kristrún frænka, Bói og fjölskyldur þeirra, hjörtu sín og heimili fyrir okkur á ógleymanlegan hátt. Í ársbyrjun á þessu ári var haldið fyrsta niðjamót Önnu og Halldórs Gunnlaugssonar. Segja má að Krist- rún frænka hafi stuðlað að þessu og ættingjarnir fyrir sunnan unnu að því að það yrði að veruleika, að sameina sem flest okkar á einum stað. Gunn- laugur frændi, þessi mikli fjölskyldu- maður, fór síðan létt með að halda ut- an um þennan stóra hóp, með myndugleika sínum, hjartahlýju og skopskyni sem fylgdi honum alla tíð. Ekki skrýtið þótt afabörnin hans settu upp sólskinsbros þegar þau komu auga á hann. Elsku frændi, við minnumst þín með virðingu og þökk. Við höfðum vonað að við myndum hittast úti í Eyj- um fljótlega á ný en vorum þess í stað minnt á hve lífið er hverfult, við- kvæmt og dýrmætt. Elsku Dóra mín, börnin og fjöl- skyldur ykkar og aðrir ástvinir. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Ljúfi frændi, minningin um hlýju faðmlögin þín og brosin munu fylgja okkur öllum um ókomna tíð. Minning þín lifir. Ella Dóra Ólafsdóttir og fjölskylda. Látinn er langt um aldur fram ná- frændi minn og vinur Gunnlaugur Ax- elsson. Við ólumst upp í stórum hópi frændsystkina á sömu þúfunni við Kirkjuveginn. Lítill aldursmunur og dagleg samvist við leik og í skóla myndar einlægt samband sem aldrei rofnar þótt leiðir skilji snemma í líf- inu. Þannig var það um okkur Gulla og systkini hans. Einnig kom þar til mikil vinátta foreldra okkar, en Sig- urbjörg móðir Gulla og Sigurður faðir minn voru systkini. Margt var brallað saman á upp- vaxtarárunum en að því kom að ég fluttist til Reykjavíkur. Síðar á lífs- leiðinni komum við ekki svo til Eyja að ekki væri litið inn hjá Gulla og Fríðu. Þar var tekinn upp þráðurinn frá unglingsárunum eins og verið hefði í gær þótt áratugir væru liðnir. Gestrisni var í hávegum höfð á því heimili og þar ríkti glaðværð og sam- heldni þeirra hjóna var einstök. Þang- að var gott að koma og var Gulli jafn- an hrókur alls fagnaðar við slík tækifæri og Fríða frábær kokkur og fyrirmyndar húsmóðir. Það mun taka langan tíma að átta sig á því að Gulli sé ekki lengur meðal okkar svo lifandi sem hann lifði lífinu. Einlæg sorg og söknuður fyllir nú hug okkar og mun tíminn einn geta lækn- að þau sár. Skyndilegt slys og andlát Gulla er öllum óskiljanlegt. Við Finn- ur og fjölskylda okkar biðjum algóðan Guð að blessa þig, Fríða mín, fjöl- skyldur ykkar og afkomendur alla. Minningin um góðan dreng, hann Gulla, lifir um ókomna tíð. Þórunn. Það voru ömurlegar fréttir sem við fengum mánudaginn 16. október s.l. þegar mamma sagði okkur frá skelfi- legu bílslysi sem Gulli og Dóra lentu í. Öll eigum við systkinin yndislegar minningar um hann frænda okkar. Þar ber hæst frábæru áramótaveisl- urnar á heimili þeirra á Kirkjuveg- inum þar sem Dóra töfraði fram veisluhlaðborð og Gulli kveikti í sprengjunum með vindlinum sínum. Þessi samkoma var hátindur ársins og stóð alltaf undir væntingum ár eft- ir ár. Það var viðmót þeirra Gulla og Dóru sem gerði þetta allt ógleyman- legt því þau lögðu alltaf mikið uppúr því að gera þetta kvöld einstakt fyrir okkur krakkana. Við fengum fín glös eins og fullorðna fólkið, oft var sér- staklega lagt á borð fyrir okkur krakkana og krakkaveisluborðið gerði þetta enn glæsilegra. Gulli var einstakur maður með sitt glaðværa bros, sitt stóra hjarta og hlýja faðm. Hann var handlaginn, úrræðagóður og sérstaklega skynsamur og yfirveg- aður þegar erfiðleikar komu upp. Með þessa kosti var hann í hugum okkar höfuð fjölskyldunnar. Það er mjög erfitt að kveðja svo fljótt en minningin um góðan mann mun ylja okkur á erfiðri stundu. Elsku frændi, þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og veitt í gegnum tíðina. Elsku Dóra, Bóbó, Jóhanna, Hall- dór og fjölskyldur, Guð veri með ykk- ur. Berglind, Unnur, Pálmi og Hildur. Gunnlaugur Axelsson er látinn, hann lést í hörmulegu bílslysi langt um aldur fram. Sem ungur drengur fór ég oft einn til Vestmannaeyja í heimsókn til ömmu og Ellu að Kirkjuhvoli. Gunn- laugur frændi minn, en við vorum bræðrasynir, bjó í næsta húsi við Kirkjuhvol með foreldrum sínum og systkinum, en hann bjó síðar fjöl- skyldu sinni heimili í þessu sama húsi. Ég naut þessara ferða og hændist strax mjög að frænda mínum, sem alltaf gaf sér tíma til að leika við mig, kenndi mér m.a. að spranga. Við fór- um saman í bíó og notuðum til þess aðgangsmiðana hennar ömmu okkar, en hún rak verslun í Eyjum og fékk fría miða í bíó vegna þess að hún aug- lýsti bíómyndirnar í verslunarglugg- um sínum. Ein ferðin er mér sérlega minnisstæð en þá fór ég sem sérlegur sendiherra foreldra minna til að vera viðstaddur fermingu Gunnlaugs og þótti mér þetta ábyrgð mikil. Frændi minn var hvers manns hug- ljúfi, var sérlega laglegur drengur sem síðar óx og þroskaðist og varð glæsimenni mikið svo eftir var tekið. Tíminn leið og Gunnlaugur festi ráð sitt. Hann eignaðist Dóru sína og eftir það voru þau alltaf nefnd í sömu and- ránni. Svo komu börnin og barna- börnin eins og lögmál lífsins kveður á um. Á lífsleiðinni höfum við alltaf hist af og til og okkur þótti gaman að spjalla um gamla daga. Það var sannarlega gaman að njóta gestrisni þeirra hjóna, þau voru höfðingjar heim að sækja. Eldgosið í Helgafelli eða Eldfelli breytti mörgu. Gunnlaugur var þá forstjóri fyrir Völundi og slóst ég í hópinn nokkrum sinnum til Eyja til að flytja tól og tæki fyrirtækisins upp á land. Aldrei kom annað til greina í huga frænda míns en að flytja aftur út í Eyjar ef þar yrði á annað borð bú- andi. Það lýsir honum best að varla var lokið við að tengja síðustu vélina á fastalandinu þegar farið var að vinna að því að flytja fyrirtækið aftur út í Eyjar. Ég ætla mér ekki að tíunda frekar hvað Gunnlaugur afrekaði í sínu lífi, það munu aðrir mér færari gera, en eitt er víst að þeir eru margir sem sakna hans. Fjölskyldu sinni og vin- um hefur hann reynst sá klettur í lífs- rótinu sem gott er að minnast. Við Inga Lóa biðjum almættið að styrkja þig, elsku Dóra, og fjölskyld- una alla. Guð blessi minningu Gunnlaugs Axelssonar. Jón Gunnar Gunnlaugsson. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Erum við einungis sem blaktandi strá í vindi þar sem tilviljun ein ræður líftíma okkar eða eru okkur öllum ætl- uð fyrirfram mótuð örlög sem enginn fær breytt? Ekki datt mér það í hug þegar við Gunnlaugur kvöddumst eft- ir fund sem við sátum saman, að það yrði okkar síðasta samverustund í þessu lífi. Það lá vel á Gulla, enda var Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.