Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 55
alltaf var jafn gaman að hitta
Denna, hvernig sem á stóð. En
þannig er okkur farið í kapphlaupi
tímans að stundirnar voru allt of fá-
ar, það finnur maður best og svíður
mest þegar skilnaðarstundin rennur
upp. Síðustu samverustundir okkar
voru hér á Sjúkrahúsinu á Selfossi,
hann var oft mikið þjáður en alltaf
samur við sig, stutt í glettnina og
stutt í brosið og víst var að hann var
til hinstu stundar hinn eini sanni
Denni. Megi algóður Guð styðja og
styrkja Rannveigu, börnin og fjöl-
skylduna, ættingja og vini á þessari
sáru sorgarstund.
Blessuð sé minningin um Denna.
Árni Valdimarsson.
Mig langar að fara nokkrum orð-
um um góðan dreng, Svein Magn-
ússon eða Denna eins og hann var
ávallt kallaður, sem fallinn er nú frá
langt fyrir aldur fram.
Denni hafði verið til sjós um lang-
an tíma, lengst af sem skipstjóri, en
hann kom til starfa hjá Auðbjörgu
ehf. árið 1998. Þá tók hann við
Skálafelli ÁR-50 og var með það
bæði á neta- og humarveiðum. Eftir
að hafa verið með Skálafellið í um
sjö ár tók hann við Arnarberginu
ÁR-150 sem keypt var til útgerð-
arinnar sumarið 2005 og var hann
með það á línuveiðum þangað til að
hann veiktist í febrúar 2006.
Denni var góður skipstjóri og fær
sjómaður sem fór vel með bæði skip
og menn, enda hélst honum alltaf
vel á mannskap í gegnum tíðina og
það er nú lykilatriði fyrir góðan
skipstjóra til að ná árangri.
Denni var einstakur öðlingur sem
gott var að vinna með og náði vel til
manna, eiginlega átti í mönnum
hvert bein. Hann var góður vinur og
félagi en ákveðinn ef þess þurfti
með og sem útgerðarmaður er vart
hægt að hugsa sér betri mann til að
vinna með, sérstaklega í þeim kerf-
um og regluverki sem menn þurfa
að starfa eftir í dag í sjávarútveg-
inum.
Sjúkdómur Denna tók harkalega
á honum síðustu dagana. Í erfiðum
veikindum sameinuðust fjölskylda
hans o.fl. um að vera honum við hlið
ef það gæti auðveldað honum erfið
veikindi.
Að lokum langar okkur sem unn-
um með Denna hjá Auðbjörgu,
Helgu Jóns, Ármann, Sóleyju, Össa
og Jónu að senda allri fjölskyldu
þinni innilegar samúðarkveðjur og
biðja góðan guð að blessa þau og
hugga á þessari erfiðu stund. Ég
vona að þú hafir það gott á nýjum
stað, þarna uppi, og við heyrumst
örugglega aftur, þó seinna verði.
Einar Sigurðsson
í Auðbjörgu.
Denni var af þeirri kynslóð Eyr-
bekkinga sem átti kost á ýmissi
vinnu á heimaslóð, var til sjós á
heimabátum, í slippnum, hafnar-
gerðinni og frystihúsinu, keyrði
vörubíl og gerði út gröfu. En hann
varð líka, eins og Eyrbekkingar
hafa löngum þurft að gera, að leita
annað eftir vinnu, var á togurum frá
Reykjavík, á bát í Færeyjum, veg-
hefli hjá Vegagerðinni, í pönnu-
steypu í Danmörku, í útgerð og
seinast skipstjóri í Höfninni hjá Ein-
ari Sigurðssyni. Starfsvettvangur-
inn var því fjölbreyttur. Hann var
verklaginn og gat gengið í fjölmörg
störf.
Glettni og gamansemi einkenndu
hann öðru fremur, þó að undir niðri
væri meiri alvara en hann kannski
lét í ljós. Denni var sagnamaður.
Fjölbreytt lífshlaupið varð honum
uppspretta endalausra frásagna,
oftast gamansagna. Hann hafði trútt
minni, mundi tilsvör manna og at-
burði, sá kómísku hliðarnar á hlut-
unum og gerði jafnt gys að sjálfum
sér og öðrum. Lífið sjálft varð æv-
intýralegt, stórbrotið og engu líkt í
frásögn hans. Þannig gaf hann okk-
ur hlutdeild í sjálfum sér. Sögurnar
hefðu mátt verða fleiri og ég hefði
mátt hlusta betur, þegar stundirnar
gáfust.
Það er söknuður að því að eiga
ekki eftir að sjá Denna hlæja oftar
og Rannveigu með honum, svo sam-
rýnd sem þau voru allt frá bernsku-
dögum, rétt eins og þau hafi verið
ætluð hvort öðru.
Inga Lára.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi, er Jesús má verja.
Hans vald er sama sem var það áður,
því valdi’ er særinn og stormur háður.
Hann býður: Verði blíðalogn!
„Við erum gestir og Hótel okkar
er jörðin“. Dvölin á hótelinu er okk-
ur ekki öllum jafn auðveld og slóðin
mislöng sem við mörkum í sandinn.
Elsku Denni, þú varst einn af þeim
sem dvöldu alltof stutt. Lífið er okk-
ur löngum gáta, einir fara og aðrir
koma, morgundagurinn er ekki
sjálfgefinn. Úr brúnni fórst þú í
veikindafrí en fríið varð lengra en
ætlað var. Í veikindunum barðist þú
hetjulega, hélst fast í lífið. Fram á
það síðasta spurðir þú frétta af sjón-
um, þegar við komum til þín, vildir
fylgjast með. Okkur langar með
þessum fátæklegu orðum að þakka
þér samfylgdina. „Þar sem englarn-
ir syngja sefur þú“, segir í ljóðinu
hans Bubba og með þeim orðum
kveðjum við, elsku Denni. Far þú í
friði, friður Guðs þig blessi.
Lát akkeri falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í ægi falla
ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
(Valdimar V. Snævarr)
Elsku Rannveig og fjölskylda þín.
Okkar dýpsta samúð til ykkar allra.
Guð blessi ykkur.
Böðvar og María.
læti fyrir að hafa átt hana sem mág-
konu og vináttu hennar og trygglyndi
alla tíð.
Aðstandendum öllum votta ég inni-
lega samúð.
Ólöf Hulda Ásgrímsdóttir.
Sigrún amma á Hellu er nú látin.
Sigrún, sem var amma barnanna
minna, var lengi búin að stríða við
krabbamein og með elju og þolin-
mæði tókst hún á við sjúkdóm sinn í
mörg ár en svo fór að lokum að sjúk-
dómurinn hafði betur. Sigrún var mér
mjög góð vinkona og til fyrirmyndar
um marga hluti. Hún stóð vörð um
vinskap okkar og passaði upp á að
hringja í mig þegar of langur tími var
liðinn frá því að við höfðum heyrst síð-
ast. Mér þótti alltaf sérlega vænt um
þegar Sigrún og Valur komu við hjá
mér í kaffisopa og spjall þegar þau
voru í bæjarferð.
Sigrún var mikil hannyrðakona og
það eru margar peysurnar sem hún
hefur prjónað á börnin mín og flík-
urnar sem hún hefur saumað á þau.
Alltaf var hún að hugsa um vini sína
og afkomendur og nú þegar hún lá
veik undir það síðasta talaði hún um
að sig langaði að sauma pels á barna-
barnabarnið sitt. Mikið á ég eftir að
sakna Sigrúnar og erfitt er að hugsa
um lífið án hennar. Eins er erfitt að
sjá Val fyrir sér án Sigrúnar því sam-
heldnari hjónum hef ég aldrei kynnst.
Þau voru búin að þekkjast frá því að
þau voru mjög ung, áttu sér mörg
sameiginleg áhugamál og stóðu sam-
an að flestum hlutum.
Nú þegar Sigrún er látin situr eftir
mikill söknuður en minning um frá-
bæra konu mun lifa. Ég vil senda öll-
um aðstandendum, vinum og öðrum
sem eiga um sárt að binda vegna láts
Sigrúnar, samúðarkveðjur.
Alda Agnes Sveinsdóttir.
Þegar Sigrún Bjarnadóttir á Hellu
hefur kvatt þetta jarðlíf, þá langar
okkur hjónin að minnast hennar með
fáeinum þakkarorðum. Það var árið
1972 að fyrstu kynni okkar við Sig-
rúnu hófust, er áttu eftir að verða
traust og góð í áranna rás.
Við kenndum saman við Grunn-
skólann á Hellu í rúman áratug, og
var það samstarf einkar ánægjulegt
og gefandi, þar sem Sigrún var létt í
skapi og þægileg í viðmóti. Hún var
afar fjölhæfur og duglegur kennari.
Hún kenndi aðallega handavinnu
fyrstu árin og seinna bættist tón-
menntakennslan við hjá henni. Báðar
þessar greinar fórust henni vel úr
hendi. Einnig störfuðum við saman
hjá Kvenfélagi Oddakirkju. Þar var
hún einstaklega góður félagi og taldi
ekki eftir þær stundir er fóru í þágu
sóknarinnar. Má í því sambandi
minnast þess, er tillaga kom fram, um
að setja sessur á bekki Oddakirkju,
þá tók hún henni mjög vel, og kvaðst
bara fá manninn sinn hann Val til að
vinna verkið. Það varð og niðurstaðan
að hann ásamt Arnþóri, eiginmanni
Guðríðar systur hennar, fram-
kvæmdu þetta verk, en það var all-
mikil vinna því bekkirnir eru margir.
Það sem er okkur þó efst í huga í
þessum minningarorðum um Sigrúnu
er mikill greiði er hún og Valur gerðu
okkur á mikilvægum tímamótum í lífi
okkar, með því að taka yngsta son
okkar Björn Grétar inn á heimili sitt í
þrjá vetur, þá er við fjölskyldan höfð-
um flutt frá Odda suður í Kópavog.
Þessi sonur okkar kunni alls ekki við
sig í hinum nýja skóla í Kópavogi og
langaði mjög til að geta lokið grunn-
skólanámi sínu í Helluskóla, þar sem
hann hafði verið allan sinn skólaferil.
Af þessum sökum urðu kynni okkar
hjóna við Sigrúnu og Val enn nánari
og þróuðust í trausta vináttu er aldrei
bar hinn minnsta skugga á.
Það var einkar ánægjulegt að
heimsækja þau hjónin að Heiðvangi
10, því þar skynjaði maður andrúm
ósvikinnar gestrisni. Heimili þeirra
bar og vitni um fagurt og listrænt
handverk svo og hversu þau voru
bæði samhent um að hafa heimilið fal-
legt og aðlaðandi. Af ótalmörgum
minningum um Sigrúnu, sem leitað
hafa á hugann þessa dagana, skal að-
eins fátt eitt nefnt hér. – Vor eitt
hugðist ég sauma ferðafatnað á mig
og dóttur okkar hjóna og taldi mig
færa um það eftir að hafa verið á
saumanámskeiði hjá Sigrúnu fyrr á
því ári. Þá kom að því að ég var í vand-
ræðum og leitaði til Sigrúnar. Hún
átti alltaf góð ráð og bauð mér að
koma heim til sín og leiðbeina mér þar
– þannig var Sigrún, hún dó aldrei
ráðalaus. Á liðnu sumri leitaði ég ráða
hjá henni og gat hún leiðbeint mér
símleiðis, þótt í erfiðum sporum
stæði.
Nú þegar Sigrún hefur kvatt eftir
langt og erfitt veikindastríð, þá fær-
um við henni og Val alúðarþakkir fyr-
ir áðurnefndan greiða og öll góðu
kynnin.
Við Stefán vottum Val og börnun-
um og fjölskyldum þeirra einlæga
samúð. Veri þau öll Guði falin.
Ólöf.
Ég get ekki látið hjá líða að kveðja
góðan og sannan vin á slíkri stundu
sem þessari.
Sigrúnu Bjarnadóttur kynntist ég
árið 1989 þegar ég gekk í Harmoniku-
félag Rangæinga, sem stofnað var af
Valdimar Auðunssyni árið 1985. Sig-
rún var mikill áhugamaður um harm-
onikuleik og lék sjálf mjög vel á nikk-
una sína. Hún var nákvæm og lagði
áherslu á vandvirkni á því sviði eins
og í öllum öðrum verkum sínum.
Sumu fólki er það gefið að það hríf-
ur aðra með sér í áhugamálum sínum
og sannarlega hafði Sigrún þann kost.
Sem betur fer fyrir mig kynntist ég
þessum eiginleika hjá henni.
Hún var lífið og sálin í félagsskapn-
um og formaður um margra ára
skeið. Á því tímabili sem hún var for-
maður var mjög blómlegt félagsstarf
með reglubundnum æfingum. Oftast
voru tveir skemmtifundir á hverjum
vetri þar sem félagarnir ásamt gest-
um komu saman og áttu ánægjulegar
samverustundir. Á sumrin var venju-
lega farin ein skemmtiferð og þá
gjarnan í heimsókn til annarra harm-
onikufélaga. Ekki má svo gleyma
hefðbundnum dansleikjum sem félag-
ið hélt á þessum árum.
Á öllum þeim samkomum, ferðum
og skemmtifundum sem ég var þátt-
takandi í var Sigrún ávallt fyrst til að
nefna hvort við ættum ekki að taka
upp nikkurnar og byrja að spila. Hún
hafði smitandi áhrif á alla með sínum
brennandi áhuga og var dyggilega
studd af eiginmanni sínum, Val Har-
aldssyni sem alltaf var boðinn og bú-
inn til hjálpar.
Þó svo að Sigrún hafi ekki verið for-
maður síðustu árin þá var hún samt
drifkrafturinn í spilarahópnum og
boðaði reglulega til æfinga. Alltaf var
heimili þeirra Vals og hennar opið og
tilbúið að taka á móti æfingahópnum.
Sigrún var eitt kjörtímabil formað-
ur Sambands íslenskra harmoniku-
unnenda og fórst henni það vel úr
hendi eins og allt annað sem hún tók
að sér. Dugnaður hennar og áhugi var
slíkur að það sem hægt var að gera
þann daginn var ekki látið bíða til
næsta dags, það var hennar stíll.
Á þessum tímamótum er skarð fyr-
ir skildi hjá Harmonikufélagi Rang-
æinga og það skarð verður seint fyllt
svo ekki sé meira sagt.
Við hjónin minnumst yndislegra
samverustunda með Sigrúnu og biðj-
um Guð að blessa okkar kæra vin,
Val, og hans fjölskyldu.
Stefán Ármann Þórðarson.
Það er með nokkrum orðum sem ég
vil minnast Sigrúnar Bjarnadóttur.
Það var að hausti 1989 sem ég kom í
fóstur til hennar og eiginmanns henn-
ar Vals Haraldssonar til þess að
stunda áfram nám við Grunnskólann
á Hellu. Í allt urðu þetta nær þrír vet-
ur sem ég bjó hjá þeim eða þar til ég
lauk skólaskyldu vor 1992. Það er í
stuttu máli hægt að segja að þessi
tími hafi verið mjög góður, Sigrún sá
alltaf um að mig vanhagaði aldrei um
neitt.
Það eru fjöldamörg atvik sem ég
gæti talið upp um góðmennsku Sig-
rúnar, eitt sem ég man alltaf eftir var
þegar harmonikufélagarnir komu í
heimsókn. Þá hafði Sigrún alltaf veit-
ingar á borðum og hún passaði alltaf
upp á að ég fengi mér eitthvað af
þeim.
Hún kallaði mig ansi oft fóstur-
barnið sitt og sagði að hún ætti nú
einhvern smá part í mér, og það má
með sanni segja að ég eigi í mikilli
þakkarskuld við hana og Val.
Næstu ár á eftir urðu annasöm hjá
mér bæði við nám og vinnu og því
miður gafst ekki oft tími til að heim-
sækja þau, en alltaf fékk maður hlýjar
móttökur og Sigrún passaði alltaf upp
á það að ég færi ekki þaðan með tóm-
an maga.
Það var síðast núna í september
sem ég hitti þau hjónin í Reykjavík,
áður en ég hélt til Danmerkur þar
sem ég er nú búsettur. Ekki bjóst ég
þá við að þetta yrði í síðasta skipti
sem ég sæi hana á lífi, en það var ekki
að sjá að um fárveika manneskju væri
að ræða enda kveinkaði hún sér sára-
sjaldan.
Eiginmanni hennar Vali og fjöl-
skyldu sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Björn G. Stefansson.
Ég var að fá þær sorglegu fréttir að
þú værir dáin, Sigrún. Ég vissi vel að
þú værir búin að vera mikið veik, en
ég reiknaði alltaf með því að þú mynd-
ir hressast aftur.
Þú varst sá allra besti handavinnu-
kennari sem ég hef haft, þú kenndir
mér að sauma á saumavél og allt ann-
að sem kallast hannyrðir. Þú leitaðir
uppi nýjungar til að leyfa okkur að
kynnast sem flestu í þeim efnum. Ég
var svo heppin að búa í húsinu á ská á
móti þér og lék mér oft við Ellu og það
sem við fengum alltaf að fara í sauma-
vélina þína og sauma föt á Barbie-
dúkkuna og dúkkurnar okkar.
Ég var tíu ára þegar þú treystir
mér til að sauma á mig mína fyrstu
flík, og veistu hvað, ég á hana ennþá.
Það var nú ekki út af engu sem þú
varst kölluð Sigrún saumó. Þú saum-
aðir allt sem þér datt í hug, það var
nóg að koma með erlenda pöntunar-
lista og benda á hvaða flík sem var og
segja: Mig langar í svona, og það var
ekkert vandamál, þú bara bjóst til
snið og saumaðir flíkina. Svo ég minn-
ist nú ekki á öll jólafötin sem þú saum-
aðir á mig líka.
Ég skal nú bara segja þér það, Sig-
rún, að ég nota meira saumavélina
heldur en bakaraofninn á mínu heim-
ili nú á dögum. Og það er þér að
þakka.
Elsku Sigrún, takk fyrir allt sem þú
kenndir mér.
Ég bið góðan guð að styrkja Val,
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
SteinsmiðjanMOSAIK
Hamarshöfða 4 – sími 587 1960
www.mosaik.is