Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 62

Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 62
|laugardagur|28. 10. 2006| mbl.is Staðurstund Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld leikritið Herra Kolbert í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfs- sonar. Hann segir verkið fjalla um venjulegt fólk í óvenjulegum kringumstæðum. » 64 leikhús Að þessu sinni verður ort um yfirvofandi prófkjör í útvarps- þættinum Orð skulu standa. Gestir þáttarins eru Dofri Her- mannsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. » 64 útvarp Tökur standa yfir á framhalds- mynd Hostel og verða ein- hverjar senur teknar upp hér- lendis. Leikstjórinn Eli Roth og félagar eru því væntanlegir til landsins í næstu viku. » 65 kvikmyndir „Það er hjákátlegt að hreykja sér yfir allri orkunni þegar hvergi er staður til að hleypa henni út.“ Arnar Eggert Thor- oddsen veltir vöngum í kjölfar Airwaves. » 65 af listum Michael J. Fox berst við park- insonsveiki og hefur lagt lóð sín á vogarskálar þeirra sem berjast fyrir stofnfrumurannsóknum meðal annars með því að koma fram í auglýsingum. » 66 fólk Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is S njóbretti eru óneitanlega óvanalegt viðfangsefni á vettvangi sjónlista á Ís- landi. Á sýningu sem nú stendur yfir í galleríi i8 getur þó að líta raðir slíkra bretta sem hönnuðurinn Katrín Péturs- dóttir Young notar sem grunn fyrir draumkennd myndverk af fant- asíuheimum og óræðum fígúrum. Verkefnið fjallar um tengslin og mörkin milli hönnunar, íþrótta, tísku og lista. „Mér fannst einfaldlega áhugavert að sýna myndir mínar á snjóbrettum frekar en á flötum myndum,“ út- skýrir Katrín sem telur sig „ferða- lang á landamærum myndlistar og hönnunar“. Brettin segir hún falla undir skilgreininguna „hlutur sem er framleiddur í takmörkuðu upplagi“. Öll sköpun er skyld „Mörkin millli greinanna eru að verða óljósari,“ heldur Katrín áfram, en hún lærði vöruhönnun í París og stýrði sviði þrívíðrar hönnunar við Listaháskóla Íslands frá stofnun hönnunardeildarinnar fram til 2004. „Þessi þróun helgast sumpart af því hvað markaðsumhverfið er orðið fjöl- breytt og þeim væntingum sem margir neytendur hafa í dag um að eignast hluti sem hafa upp á eitthvað sérstakt að bjóða og höfða t.d. til til- finninga fremur en notagildis, eins óljóst og persónubundið og það hug- tak getur verið. Þannig hefur það færst í aukana að svokallaðar „örlín- ur“ séu framleiddar bæði af lista- mönnum og hönnuðum. Þörfin að baki sköpun hefur með umhverfi okkar og sjálf okkur að gera og leitina að skilningi og til- gangi í gegnum tjáningu. Mér finnst því ekki skipta máli hvort við setjum einstakan hlut undir hatt hönnunar eða listar. Það sem skiptir máli er að hluturinn hafi gildi fyrir þann sem upplifir hann. Þetta er spurning um tilfinningalegt, sögulegt og um- hverfislegt gildi og getur að sjálf- sögðu átt við hvort sem um er að ræða hönnun eða list.“ Barnæskan bakland Í verkum Katrínar gætir fjöl- þættra áhrifa sem hún segir af- sprengi eðlislægrar forvitni sinnar og áhuga á náttúrunni, fígúrum, teiknimyndum, fantasíu, formfræði, fortíð og framtíð. Eins eru róm- antísk gotnesk áhrif áberandi og þá skín sömuleiðis í gegn áhugi Katr- ínar á afstæði forma og stærða. Hún segist einnig sækja margt til barn- æsku sinnar og þeirra fjársjóða sem þar finnast. „Bækur og kvikmyndir sem ég komst í tæri við sem krakki hafa mikil ítök í mér. Eins sú staðreynd að ég ólst upp á Íslandi og var svona mikið utandyra eins og íslenskir krakkar eru. Þannig kynntist ég náttúrunni. Eftir því sem ég eldist og ferðast meira um heiminn leita ég í huganum sífellt meira til barnæsk- unnar. Hún er mitt bakland.“ Teiknað með tölvu Katrín hefur þróað myndmál sitt markvisst síðustu 10–15 árin, eða frá því að hún fór að vinna með tölvu. Tölvuna segir hún hafa mikil áhrif á það hvernig hún vinnur. „Tölvan er verkfæri en fyrir mér á hún jafnvel meira sameiginlegt með hljóðfæri en striga og pensli. Í tölv- unni er efnisheimurinn fjarlægur svo maður er ekki að velta fyrir sér áferðum og efni. Ég upplifi það sem mikið frelsi,“ útskýrir Katrín sem segir verk sín sköpuð af innsæi frem- ur en rökhugsun; nær sé að tala um ósjálfráða skoðun á eigin hugsunum en úthugsað verkferli. „Ég skoða hugsanir mínar og reyni að teikna ferðalag þeirra.“ Morgunblaðið/Ómar Baklandið „Eftir því sem ég eldist og ferðast meira um heiminn leita ég í huganum meira til barnæskunnar.“ Teiknar ferðalag hugsana sinna Óljós mörk Verkefnið fjallar um tengslin og mörkin milli hönnunar, íþrótta, tísku og lista. Katrín Pétursdóttir Young sýnir snjóbretti og hjálma í galleríi i8 SÝNING á verkum málarans og læri- meistarans Sigurðar Sigurðarsonar verður opnuð í Smiðjunni – listhúsi í Ármúla 36 á sunnudaginn. Um er að ræða nokkur myndverk sem spanna svo til allan feril listamannsins og koma þau öll úr dánarbúi Sigurðar og Önnu konu hans en eru nú í eigu Stellu dóttur þeirra. Sigurður lést árið 1996 en hefði orð- ið níræður hinn 29. október næstkom- andi. Hann þótti frekar óframfærinn málari á meðan hann lifði en hann helgaði sig að miklu leyti starfi sínu sem yfirkennari í Myndlistar- og hand- íðaskólanum. Olíu- og vatnslitamyndir Á sýningunni verða um tuttugu mál- verk til sýnis sem öll voru máluð á tímabilinu frá 1940 til 1977. Mest eru þetta olíumyndir en einnig nokkrar vatnslitamyndir. Sigurður var aka- demískur málari af gamla skólanum og mjög fær, á sýningunni verða að- allega uppstillingar og nokkrar mynd- ir frá Sauðárkróki auk tveggja lands- lagsmynda og portretta. Hafsteinn Austmann listmálari valdi myndirnar á sýninguna og Bragi Ásgeirsson skrifar æviágrip Sigurðar í sýning- arbækling. Allar myndirnar verða til sölu og er þetta að öllum líkindum í síðasta sinn sem sölusýning er haldin á verkum Sigurðar en yfirlitssýning var í Gerð- arsafni nokkru áður en hann lést. Sýningin í í Smiðjunni-Listhúsi stendur til 12. nóvember. Óframfærinn listmálari af gamla skólanum Fagurt Á sýningunni í Smiðjunni-Listhúsi verða til sýnis og sölu um tuttugu málverk Sigurðar unnin með olíu og vatnslitum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.