Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 64

Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning „HERRA Kolbert er um venjulegt fólk í óvenjulegum kringumstæð- um,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leik- stjóri spurður út í innihald leik- verksins Herra Kolbert sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Ak- ureyrar í kvöld. „Þetta er kvöld- stund í lífi fimm manneskja. Sam- býlingarnir Ralf og Sara hafa boðið fólki í mat til sín en þau eru í frek- ar annarlegu ástandi, loftið er lævi blandið í þessu matarboði og það kemur í ljós að þau hafa óhreint mjöl í pokahorninu, upp úr því byrjar mikill hamagangur og í lok- in eru þau breyttar manneskjur.“ Jón Páll segir Herra Kolbert vera um fólk á fertugsaldri sem á nóg af öllu og býr í hönnuðum heimi sem er sléttur og felldur en einhver tómleiki og doði liggur yfir þeim. „Þetta kvöld skipuleggja þau sér- staklega til að geta upplifað og orð- ið fyrir einhvers konar lífsreynslu sem gæti breytt lífi þeirra,“ segir Jón Páll og bætir við að þunga- miðjan í verkinu sé að þetta fólk búi í heimi þar sem ekki er pláss fyrir manneskjuna og veikleika hennar. „Í þessum heimi eru mis- tök að vera mannlegur, í honum af- hjúpar þú ekki veikleika þína því ef þú gerir það ertu dauðans matur.“ Gamansamur spennutryllir Aðspurður hvort þarna sé farsi á ferð svarar Jón Páll neitandi. „Þetta er ekki eiginlegur farsi þótt hann gæti litið út sem slíkur, þetta er frekar einhvers konar gaman- spennutryllir.“ Hann segir verkið líklega eiga eftir að höfða mjög sterkt til þeirrar kynslóðar sem það fjallar um. „Það er kynslóðin sem á alla réttu hlutina en finnur samt til tómleika vegna þess að til að öðlast alla þessa hluti hefur fólkið þurft að deyfa niður eig- inleika sem gerir það að mann- eskjum. Ef við látum undan þess- um tilbúnu gildum sem uppfylla ekki dýpri frumþörf, þá er spurn- ingin hversu langt við göngum þeg- ar allt dótið er komið, hvað gerum við þá til að upplifa spennu og til- finningar? Í verkinu búa þau sér til kringumstæður til að geta upp- lifað.“ Jón Páll segir verkið hafa talað til sín því það eigi mikið erindi til nútímans. „Galdur skáldskaparins er að David Gieselmann, höfundur verksins, hefur sett þessa nútíma- kvöl í búning sem er aðgengilegur fyrir áhorfendur; hann er heillandi, slær þig létt utanundir, kitlar þig, gengur aðeins fram af þér og hann setur áhorfendur í sömu spor og Ralf og Söru.“ Ungir og öflugir leikarar Þetta er annað sinn sem Jón Páll leikstýrir hjá Leikfélagi Akureyrar, en hann leikstýrði uppsetningu LA á Maríubjöllunni í fyrra. „Ég hef verið það heppinn að mér hefur boðist verk sem heilla mig og ég brenn fyrir og Herra Kolbert er engin undantekning. Mér finnst yndislegt á Akureyri, þetta er fal- legur bær og það er annar taktur hér, það virðast allir vera minna að flýta sér en fyrir sunnan,“ segir Jón Páll sem er pollrólegur fyrir frumsýninguna. Leikarahópurinn samanstendur af fimm ungum leikurum og standa þau sig með stakri prýði að sögn Jóns Páls. „Þetta er ungt og öflugt fólk. Verkið gengur mjög nærri leikurunum, þau eru inni á sviðinu nærri því allan tímann, það er mik- ið að gerast og kringumstæðurnar eru ákafar.“ ingveldur@mbl.is Um venjulegt fólk í óvenju- legum kring- umstæðum Vinsælt Herra Kolbert er verk sem hefur farið víða frá því það var frumsýnt við góðar viðtökur í Royal Court- leikhúsinu í London árið 2000. Verkið er frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld. Kolbert Leikritið gerist í matarboði sem ungt par heldur til að krydda tóma tilveru sína. Hér er Edda Björg Eyjólfsdóttir í hlutverki sínu. eftir David Gieselmann í þýðingu Bjarna Jónssonar Leikmynd og búningar: Íris Egg- ertsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson Tónlist og hljóðmynd: Hallur Ing- ólfsson Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Guðjón Dav- íð Karlsson, Ólafur Steinn Ingunn- arson og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson Herra Kolbert Leikhús | Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld leikverkið Herra Kolbert eftir David Gieselmann. Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri, sagði Ingveldi Geirsdóttur að Herra Kolbert væri gamanþrung- inn spennutryllir sem slægi áhorfendur utanund- ir, kitlaði þá og gengi aðeins fram af þeim. GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Dofri Her- mannsson og Sveinbjörn I. Bald- vinsson. Þeir ásamt liðstjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart, ortan vegna prófkjörsvertíðar- innar: Viltu ekki, vinur minn, velja mig á lista? Hlustendur geta sent sína botna á netfangið ord@ruv.is eða bréf- leiðis til Orð skulu standa, Ríkis- útvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Fyrripartur síðustu viku var ortur um hurðarhúninn fræga á Höfða sem var klukkutímum sam- an eina fréttaefnið þegar leiðtoga- fundurinn fór fram árið 1986: Á þennan litla hurðarhún horfði fólk og gapti. Linda Vilhjálmsdóttir botnaði svo: Hér á heimsins ystu brún héldu allir kjafti. Davíð Þór rifjaði upp hæfileika Ingva Hrafns Jónssonar: Ingva Hrafni ei brá í brún og beitti fimur kjafti. Hlustendur sendu að vanda marga botna, m.a. Arnþór Helga- son: Margur þegn með þunga brún þögull fréttir lapti. Valur Óskarsson: Ingvi Hrafn með ygglibrún, öllu lýsti af krafti. Þorgils V. Stefánsson sendi þennan: Hvort heimsmálanna raunarún þeir réðu og leystu af krafti. Sigmar Hróbjartsson botnaði svo: Kaldastríðsins römmu rún Rússagrýlan skapti. Auðunn Bragi Sveinsson sendi m.a. þessa: Inni, meður ygglibrún, ýtar héldu kjafti. Frægir gistu föðurtún, fylltir vísdómskrafti. Daníel Viðarsson limruskaut botn um endalausar „ekki-fréttir“ af fundinum: Í brunni frétta fulltæmdum fannst einn dropi Reagan um frétt sem Ingvi lapti. Þórhallur Hróðmarsson orti m.a.: meðan Herrann hafs við brún heimsmynd nýja skapti. Valdimar Lárusson botnaði m.a.: Beið, og þótti þungt á brún, en þurfti að halda kjafti. Viltu velja mig ? Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Í HÚSI Júlíu heitir nýútkomin skáldsaga eftir hinn þekkta rithöf- und Fríðu Á. Sigurðardóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar í átta ár en smásagnasafnið Sumarblús kom út árið 2000. „Það er alltaf þannig að þegar maður er búinn með bók þá þykist maður vita eftir á að maður hefði getað gert betur,“ segir Fríða þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé ekki ánægð með að bókin sé komin út. „Maður dæmir sig víst alltaf harðast sjálfur,“ bætir hún svo við glettin. „En nú er bókin búin og ég og persónurnar erum skildar að skiptum.“ Spurð hvort hún sé þá ekki byrjuð á næstu bók segist Fríða vera að skrifa smásögur. „Ég er feg- in að vera búin með Í húsi Júlíu og hafa aftur tíma fyrir smásögurnar. Það er miklu erfiðara að skrifa smá- sögur en skáldsögur, þær gera meiri kröfur eins og ljóðið. Það einfalda er alltaf erfiðara.“ Í húsi Júlíu segir frá tveimur systrum og stormasömum sam- skiptum þeirra. „Þegar Lena kemur heim öllum að óvörum eftir áratuga- langa dvöl í útlöndum og sest að í húsi Júlíu fara þau hjól að snúast sem bjóða hættunni heim,“ segir í innihaldslýsingu á bókarkápunni. „Sagan hefur tekið endalausum breytingum frá því á henni var byrj- að. Hún byrjaði sem bók um ellina en varð síðan á endanum m.a. íhug- un um þetta fyrirbæri sem er kallað fórnarlund kvenna, og vonandi margt fleira,“ segir Fríða og bætir við að sagan gerist í samtímanum að miklu leyti en hlaupi til fortíðar og jafnvel alla leið aftur til aldamótanna 1800. „Bókin byggir á reynslu kyn- slóðanna en hvort það hefur tekist hjá mér er annarra að dæma.“ Fríða byrjaði á bókinni árið 2001 en vegna heilsubrests þurftu skriftir að sitja á hakanum um tíma. „Ég veit ekki hvað ég byrjaði oft á þess- ari sögu, það var ótal sinnum, en síð- ustu þrjú ár hef ég unnið í henni af hörku,“ segir Fríða sem ætlar ekki að fylgja bókinni eftir út um allar trissur. „Ef bók getur ekki staðið án höfundar þegar hún er komin út þá verður hún bara að falla,“ segir hún að lokum og hlær. Íhugun um fórnarlund kvenna og margt fleira Fríða Á. Sigurðardóttir Ný bók eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.