Morgunblaðið - 28.10.2006, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 28.10.2006, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Hvernig var líf fólks á landnámsöld? Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ALLIR Á ÞESSARI PLÁNETU ELSKA KETTI OG ÞEIR SEM GERA ÞAÐ EKKI... ...ERU GEIMVERUR KALLI, OKKUR VANTAR RÁÐ FRÁ ÞÉR... SEGJUM SEM SVO AÐ EINHVER EIGI POKA MEÐ NAMMI OG ÞAÐ SÉ KÓKOS Í HELMINGNUM AF ÞVÍ... EF SÁ SEM ER AÐ FÁ NAMMI HJÁ ÞEIM SEM Á NAMMI ÞOLIR EKKI KÓKOS... VERÐUR HANN AÐ SÆTTA SIG VIÐ AÐ TAKA LÍKA MOLA SEM HONUM FINNST EKKI GÓÐIR EF AÐ HANN HELDUR AÐ HINNI MANNESKJUNNI FINNIST KÓKOS EKKI GÓÐUR ÞESSI ÁGREININGUR ER OF SIÐFERÐISLEGUR TIL ÞESS AÐ LEYSA HANN ÉG ER AÐ HUGSA MÉR TÖLU FRÁ EINUM UPP Í SEX MILLJARÐA. GETTU HVER HÚN ER FIMM? NEI, GETTU AFTUR SEX MILLJÓNIR OG FJÓRIR NEI, GETTU AFTUR HVAÐ ER AÐ!?! FINNST ÞÉR LEIKIR LEIÐINLEGIR ÉG VEIT AÐ ÉG GLEYMDI BRÚÐKAUPS- AFMÆLINU OKKAR OG ÉG VEIT AÐ ÞÚ VILT AÐ MÉR LÍÐI ILLA YFIR ÞVÍ... EN ÞARFTU... ALLAR VINKONUR ÞÍNAR TIL AÐ HJÁLPA ÞÉR VIÐ ÞAÐ? ÉG HÉLT AÐ ÞJÓÐVARNARLIÐIÐ VÆRI BARA Í ÞVÍ AÐ STAFLA SANDPOKUM ÞEGAR ÞAÐ KEMUR FLÓÐ ÞEIR GERA ÞAÐ VENJULEGA EN NÚNA ERU ÞEIR ALLIR Í ÍRAK EKKI ALLIR, EN STÓR HLUTI AF ÞEIM EN HVAÐ GERIST ÞÁ EF ÞAÐ KEMUR FLÓÐ? ÉG ER AÐ SAFNA SANDPOKUM Í KJALLARANUM ÞETTA SANNAR AÐ ÉG HAFÐI ALLAN TÍMANN RÉTT FYRIR MÉR VARÐANDI KÓNGULÓARMANNINN Í MÖRG ÁR HEF ÉG SAGT AÐ HANN SÉ GLÆPAMAÐUR EN ÞAÐ TRÚÐI MÉR ENGINN EN NÚNA ER HANN FARINN AÐ STELA ANNARRA MANNA KONUM. FÓLK Á EFTIR AÐ HATA HANN! ÞVÍ MIÐUR HELD ÉG AÐ ÞÚ HAFIR RÉTT FYRIR ÞÉR ÞAÐ STENDUR HÉR AÐ VIÐ NOTUM BARA FJÓRÐUNG AF HEILANUM Í OKKUR Í ALVÖRU? HVAÐ GERUM VIÐ ÞÁ VIÐ HINN FJÓRÐUNGINN? HJÓLIÐ SNÝST ENNÞÁ, EN HAMSTURINN ER DAUÐUR Fyrirsætan Naomi Campbell vará miðvikudagskvöld í Lund- únum vegna meintrar líkamsárásar. Campbell hefur áður komist í kast við lögin. Fyrr á árinu ákærði ráðs- kona hennar hana, sakaði hana um að hafa fleygt farsíma í höfuðið á sér. Þá hafa fréttir verið tíðar af skap- ofsa hennar og æðisköstum í versl- unum. Fólk folk@mbl.is EndurmenntunarstofnunHáskóla Íslands og Öldr-unarfræðafélag Íslandsstanda að námstefnunni Mannauður í Öldrunarþjónustu sem haldin verður 2. nóvember. Ólafur Helgi Samúelsson, sérfræð- ingur í öldrunarlækningum, skipu- lagði námstefnuna ásamt Sigrúnu Ingvarsdóttur, formanni Öldr- unarfræðafélagsins: „Öldrunarfræðafélagið hefur það meðal annars að stefnu að auka þekkingu um málefni aldraðra og hefur félagið haldið, í samstarfi við Endurmenntun HÍ, að jafnaði tvö námskeið eða námstefnur á ári,“ út- skýrir Ólafur. „Í þetta skipti beinum við sjónum okkar að því starfi sem fram fer í öldrunarþjónustu á Ís- landi. Við viljum velta upp þeirri spurningu hvað þarf að gera til að öldrunarþjónusta á Íslandi verði framúrskarandi. Mikil og holl um- ræða hefur verið undanfarin misseri um hvar má gera betur og augljóst að mörg sóknarfæri eru í öldr- unarþjónustu og mikil þróun sem átt hefur sér stað á síðustu árum og ára- tugum. Nú langar okkur að líta til þess sem vel er gert og huga sér- staklega að fólkinu sem vinnur störf- in: hvernig má bæta aðstöðu þessa fólks í starfi og gera betur í starfinu. Öldrunarþjónusta á Íslandi býr að miklum mannauði og fjölmargir sem starfa við aðhlynningu aldraðra leggja sig langtum meira fram í starfi en ætlast er til af þeim, hafa mikinn metnað í starfi og bera ein- læga umhyggju fyrir skjólstæð- ingum sínum.“ Mönnun og menntun Námstefnan hefst kl. 9 og stendur til 16 og munu 11 fyrirlesarar úr ýmsum stéttum í öldrunarþjónustu flytja erindi: „Meðal fyrirlesara má nefna fulltrúa aðstandenda, fulltrúa stjórnenda í öldrunarþjónustu og fulltrúa starfsmanna. Fjallað verður um hlutverk félagsþjónustunnar og áhrif fjölmiðla svo nefnd séu nokkur dæmi,“ segir Ólafur. „Meðal þeirra málefna sem fyrirlesararnir taka fyr- ir í erindum sínum eru vandamál við mönnun í öldrunarþjónustu á Íslandi í dag, hlutverk aukinnar menntunar og samskipti á vinnustað. Einnig verða aðstæður erlendra starfs- manna gerðar að umræðuefni, en fjölmargir útlendingar starfa í umönnunarstörfum hérlendis.“ Öldrunarfræðafélag Íslands var stofnað 1973 og er félag áhugafólks um aukna þekkingu á málefnum aldraðra og eflingu rannsókna í öldr- unarfræðum. Félagið er opinberum aðilum til ráðuneytis um málefni aldraðra og gefur út tímaritið Öldrun tvisvar á ári, en meðlimir Öldr- unarfræðafélagsins eru á fjórða hundrað. Félagið veitir árlega styrki úr vísindasjóð til rannsóknarverk- efna á sviði öldrunarfræða. Nánari upplýsingar um starf Öldr- unarfræðafélags Íslands má finna á vefsíðunni www.oldrun.net. Námstefnan 2. október er öllum opin. Nánari upplýsingar um dagskrá námstefnunnar og þátttökugjöld má finna á heimasíðu Endurmenntunar Háskóla Íslands á slóðinni www.end- urmenntun.is. Menntun | Námstefna hjá Endurmenntun Háskóla Íslands 2. nóvember frá 9 til 16 Mannauður í öldrunarþjónustu  Ólafur Helgi Samúelsson fæddist í Reykja- vík 1966. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1986, almennu lækna- prófi frá Háskóla Íslands 1992, og lauk sérfræðinámi í öldrunarlækningum frá Östra sjúkrahúsinu í Gautaborg 2000. Ólafur hefur starfað við Landspít- alann og Hjúkrunarheimilið Eir síð- an 2000. Ólafur er kvæntur Elínu Ragnhildi Jónsdóttur efnaverk- fræðingi og eiga þau tvær dætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.