Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 69

Morgunblaðið - 28.10.2006, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 69 dægradvöl Tölvuborð Lítil borð Eikarb Skrifstofubo SKRIFBORÐ Í ÚRVALI Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 Kirsube Barnabo Stór borð Í barnaherbergið Í unglingaherbergið Borðstofustólar Skrifborð OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. Rf3 cxd4 5. Rxd4 e6 6. Bd3 Rc6 7. Rxc6 bxc6 8. 0–0 Re7 9. c4 Rg6 10. f4 Bc5+ 11. Kh1 0–0 12. Rd2 a5 13. Da4 Bd7 14. Rb3 Bb6 15. c5 Bc7 16. Bd2 f6 17. exf6 Hxf6 18. Rd4 e5 19. Bxg6 Hxg6 20. fxe5 Bxe5 21. Rf3 Bxb2 22. Hab1 Bf6 23. Bf4 Bf5 24. Hb6 Be4 25. Bg3 d4 26. Hd1 h5 27. Rxd4 De8 28. Rf3 h4 29. He1 Hg4 30. h3 Hxg3 31. Hxe4 Dg6 32. Dc4+ Kh7 33. Hxc6 Df5 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Fü- gen í Austurríki. Rúmenski ofurst- órmeistarinn Liviu-Dieter Nisipeanu (2.690) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Kiik Kalle (2.444) frá Eistlandi. 34. Hxh4+! og svartur gafst upp enda fátt um fína drætti eftir t.d. 34. … Kg6 35. Hf4. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Lengri leiðin. Norður ♠D542 ♥Á542 ♦10 ♣7653 Vestur Austur ♠G109 ♠– ♥– ♥KD9873 ♦G65432 ♦K987 ♣ÁK109 ♣842 Suður ♠ÁK8763 ♥G106 ♦ÁD ♣DG Suður spilar 4♠. Vestur tekur á ÁK í laufi og skiptir yfir í spaðagosa í þriðja slag. Austur hafði opnað á veikum tveimur í hjarta, svo staðan í litnum er sagnhafa ljós og sú hugmynd kviknar fljótt að endaspila austur í hjarta. Slíkt hefði verið einfalt í 2–1-tromplegu. Þá mætti hreinsa upp láglitina og skilja eftir tromp á báðum höndum. Spila loks hjartagosa og dúkka til austurs. En þegar austur hendir í spaðagosann verður að fara aðra og lengri leið: Sagnhafi notar inn- komur blinds á trompdrottningu og hund til að stinga eitt lauf og svína tíguldrottningu. Spilar svo öllum trompunum, en geymir tígulásinn. Ef austur heldur eftir KDx í hjarta og ein- um tígli tekur suður á tígulás og dúkk- ar hjarta, en ef austur fer niður á hjón- in blönk má fría úrslitaslaginn á hjarta. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 ber með sér, 4 grískur bókstafur, 7 sam- viskubit, 8 kuskið, 9 hol, 11 líkamshlutinn, 13 vangi, 14 styrkir, 15 skraut, 17 haka, 20 skel, 22 ilmur, 23 galsi, 24 þrá- stagast á, 25 kvendýrið. Lóðrétt | 1 síli, 2 nálægt, 3 vitlaus, 4 þref, 5 bögg- ull, 6 tóman, 10 kraft- urinn, 12 veiðarfæri, 13 knæpa, 15 strákpatta, 16 svertingi, 18 afferming, 19 eldstæði, 20 kven- mannsnafn, 21 korna. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 moðhausar, 8 semur, 9 dapur, 10 ani, 11 rýran, 13 nærri, 15 skalf, 18 strók, 21 lóm, 22 látna, 23 árnar, 24 krakkanum. Lóðrétt: 2 ormur, 3 hýran, 4 undin, 5 aspir, 6 æsir, 7 krói, 12 afl. 14 ætt, 15 salt, 16 aftur, 17 flakk, 18 smána, 19 runnu, 20 kyrr. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Forsvarsmenn Grindavíkurbæjarhrukku upp við þann vonda draum að eigendur mikils lands í kringum bæinn höfðu selt það fyr- irtæki á svæðinu. Hvaða fyrirtæki er það? 2 Persónuvernd er að láta kannasvokallaða rafræna vöktun fyr- irtækja, t.d. með notkun eftirlits- myndavéla. Hver er forstjóri Persónu- verndar? 3 Pétur Kr. Hafstein var kjörinn for-seti Kirkjuþings sem lauk á fimmtudag. Hvaða stöðu gegndi hann síðast? 4 Hver var gestur síðasta þáttar íþáttaröð sjónvarpsins, Tíu fing- ur? Svör við spurningum gærdagsins: 1 Bandarísk flugvél lenti hér svonefndri ör- yggislendingu. Frá hvaða flugfélagi var vél- in? Continental. 2. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði mælir ekki með því að Íslend- ingar taki upp evru. Hvað heitir hann? Ro- bert Mundell. 3. Bókin Ein til frásagnar lýsir lífsreynslu Immaculée Ilibagiza á tím- um útrýmingarherferðar Hútúa á hendur Tútsum. Í hvaða landi? Rúanda.4. Hver leikur aðalhlutverkið í Sigtinu? Gunnar Hansson. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    ÞAÐ kann að vera að nafnið söng- lagabræðingur hljómi í eyrum sumra eins og verið sé að bræða saman einhverja flutningsmáta sönglaga þar sem aðdáendur hvers máta fái einhvern graut sem ekki nái að uppfylla fyrirfram ákveðinn máta í að njóta. Þannig gætu unnendur ís- lenska einsöngslagsins sett fyrir sig að Ingibjörg væri ekki leidd af sí- gildu píanóspili og aðrir fundið að því að frábærir djassarar væru að dandalast með klassíska söngkonu. En fordómar heita þetta og hvort sem það voru þeir eða annað voru allt of margir sem létu sig vanta á einstaklega skemmtilega og vandaða tónleika, sem hér eru til umfjöllunar. Ég sakna oft sárlega þeirra sem eru í forsvari samfélagsins og svo oft verða að meta hvernig og hvar fjár- munum til tónlistarinnar sé best varið. Tónlistarmennirnir völdu þá áhrifamiklu leið í túlkun að hver þeirra var sínum besta leikmáta trúr. Ingibjörg söng lögin á sinn klass- íska söngmáta þar sem góð tækni hennar, vönduð túlkun og raddgæði nutu sín til fullnustu. Má þar nefna einstaka túlkun hennar á „Ég lít í anda liðna tíð“ þar sem hún söng fyrsta erindið án undirleiks og einn- ig var upphafið í „Svanasöng á heiði“ með henni einni og Matthíasi á trommur einkar áhrifamikið. Ekki get ég látið hjá líða að nefna hrifn- ingu mína yfir að fá tækifæri að hlýða á Guðjónssystkinin saman á sviði. Þeir bræður Ómar og Óskar hafa verið alltíðir og dáðir gestir á djasstónleiknum hér og færni þeirra á hljóðfæri og einstakri innlifun í tónlistina er viðbrugðið. Ingibjörg brást heldur ekki bræðrum sínum að þessu leyti. Söngur hennar er bæði einlægur og hlaðinn tilfinningum án þess að verða nokkurn tímann væm- inn. Efnisskráin var mjög falleg oft dálítið angurvær, tónlist sem ég myndi gjarnan velja kertalýsingu við í stofunni svo maður tali ekki um fleira sem maður vildi hafa við hönd- ina. Matthías og Tómas R. voru skrautfjaðrir í hatti systkinanna og tveir fallegir ópusar úr ball- öðusmiðju Tómasar glöddu sér- staklega eyru mín. Einnig voru flutt tvö ljómandi góð sönglög eftir Ómar. Í lagi Ómars „Sem dropi titrandi“ var diskantröddun Ingibjargar heillandi í lokin. Einnig fannst mér þriggja takta hendingar í sönglínu lags hans „Bið“ hljóma mjög hressi- lega. Sem aukalag hljómaði „Sum- mertime“ Gershwins þar sem allir á sviðinu fóru á kostum. Ekki ama- legur endir það. Vonandi fáum við fleiri tækifæri til að heyra í þessum góða flokki í framtíðinni og þá fyrir fullu húsi eins og hann verðskuldar. Sönglagabræðingur TÓNLEIKAR Laugarborg Ingibjörg Guðjónsdóttir messósópran, Ómar Guðjónsson á gítar, Óskar Guð- jónsson á saxófóna, Matthías Hemstock á trommur og Tómas R. Einarsson á kontrabassa. Sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Þórarinsson, Ómar Guð- jónsson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Tómas R. Einarsson og Tryggva M. Baldvinsson. Sunnudaginn 22. október 2006. Ingibjörg Guðjónsdóttir og djasssveit Jón Hlöðver Áskelsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.