Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 72

Morgunblaðið - 28.10.2006, Side 72
72 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919 Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins BYGGÐ Á METSÖLUBÓK ARNALDAR INDRIÐASONAR eeee SV, MBL eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM eee EGB, TOPP5.IS NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI. eee ROLLING STONE eeee EMPIRE eee BBC eeee TOPP5.IS HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. eeeee H.J. MBL eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – Morgunblaðið MÝRIN kl. 3 - 5 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára. THE DEPARTED kl. 3 - 6 - 9 B.i. 16.ára. WORLD TRADE CENTER kl. 10:30 B.i. 12.ára. THE QUEEN kl. 3:40 - 5:50 - 8 B.i. 12.ára. AN INCONVENIENT TRUTH kl. 6 - 10:10 LEYFÐ BÖRN kl. 3:40 - 8 B.i.12.ára. eee Ó.H.T. RÁS2 eeee HEIÐA MBLBÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA „THE DEPARTED ER EÐAL GLÆPAMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR OG ER ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGAT SCORSESES.“ eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA eeee DV inni? Það getur ekki verið. Þær hljóta að trúa á styrk málefna- legrar sannfæringar. Hvers vegna eru kon- ur yfirleitt að mála sig? Er ekki kominn tími til að þær hætti því og hætti að láta tízkuiðn- aðinn og snyrtivörufyr- irtækin draga sig á asnaeyrum? Víkverji ber virðingu fyrir málefnabaráttu flestra þessara kvenna. En ekki því að þær láti nota sig í fáránlegri markaðssetningu, sem er eitt af því sem tröllr- íður þessu þjóðfélagi. „Markaðs- setning“ er að verða eitt mesta böl þessa samfélags. Hún fer hvað eftir annað út fyrir öll skynsamleg mörk. En kannski hefur hún gert gagn í þessu tilviki vegna þess að hún vekur þessa spurningu: Hvers vegna eru konur að mála sig? Það er ástæða til að vara konur við hinni „heildrænu meðferð“ tízku- teymanna og afleiðingum slíkrar meðferðar fyrir þær sjálfar. Hafi einhverjir áhuga á að útskýra þetta er dálkur Víkverja opinn fyrir slíkum svörum eða athugasemdum við að þessi spurning skuli hafa verið sett fram. Hvers vegna erukonur að mála sig? Víkverji fór að velta þessari spurningu fyrir sér eftir að skoða opnu í Morgunblaðinu í gær, sem bar fyrirsögn- ina: Tízkuþrautir stjórnmálakvenna. Í inngangi að þessari umfjöllun segir m.a.: „Síðustu helgi léðu nokkrar stjórn- málakonur tízkuteym- um Samtaka iðnaðarins liðstyrk sinn á tízku- sýningu Konunnar í Laugardalshöllinni. Fékk hver og ein þeirra heildræna meðferð tízkuteymis frá toppi til táar.“ Víkverji þekkir flestar þessara kvenna, þó ekki allar. Þetta eru allt glæsilegar konur og sterkir persónu- leikar. Að mati Víkverja hefur hin „heildræna meðferð“ tízkuteymis svipt þær persónuleika sínum og sterkri nærveru. Hvers vegna eru þessar konur, sem allar starfa að mikilvægum mál- um, að láta eitthvert „tízkuteymi“ fara svona með sig? Hvers vegna eru þær að láta „teymið“ gera sig að ein- hverjum fyrirbærum? Trúa þær því, að þessi leik- araskapur hjálpi þeim á framabraut-       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Í dag er laugardagur 28. október, 301. dagur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Er verið að klúðra leikritinu Amadeus? ÉG er mikill aðdáandi tónlistar tón- skáldsins mikla Wolfgang Amadeus Mozart og hef jafnframt mjög gaman af kvikmyndinni Amadeus, sem byggist á samnefndu leikriti eftir Pet- er Shaffer. Ég sá ekki leikritið þegar það var sett upp hér á landi í fyrra sinn, en nú er verið að sýna þetta leik- rit í Borgarleikhúsinu. Ég hafði hlakkað mikið til að sjá þessa upp- setningu og er reyndar búinn að panta miða á sýningu í nóvember. Miðað við þá slöku dóma sem upp- færslan fær hjá leiklistargagnrýn- endum er tilhlökkunin því miður ekki nægilega mikil. Óspennandi breyt- ingar á verkinu virðast hafa átt sér stað í leikgerð Stefáns Baldurssonar í þá átt að auka þátt Salieris bæði í leikgerðinni og svo tónlistinni. Það er raunar bagalegt, því ekki má gera ráð fyrir því að Salieri eigi sér marga aðdáendur, hvorki sem persóna né tónskáld. Vissulega byggjast leikritið og kvikmyndin nokkuð mikið á sögu Salieris og kynnum hans af meistara Mozart, en það er þó algjör óþarfi að auka hans þátt á nokkurn hátt. Í mín- um huga er það nánast guðlast að skera niður tónlist Mozarts í þessari leikgerð, jafnvel þó að tónlist eftir Salieri kunni að vera frambærileg. Borgarleikhúsið á þó bestu þakkir skilið fyrir að setja verkið upp núna. Stefán Guðmundsson. Eins og vargar kringum bráð Er hugmyndin um stærstu viðskipta- hugmynd Íslendinga fyrir bí? Nú hefur komið í ljós að nokkrir aðilar gera kröfu til utanríkisráðu- neytis um að fá aðstöðu á flugvall- arsvæðinu. Það getur að sjálfsögðu eyðilagt þá hugmynd að koma þarna upp alþjóðlegri starfsemi, eins og heilsurækt, skattfrjálsri alþjóðlegri verslun, alþjóðlegri menningar- starfsemi og vörusýningum. Einnig sölu á íbúðum til þeirra sem setjast þarna að með skattfrelsi, með það í huga að stofna þarna fríríki. Ekki hefur frést af stofnun félags um svæðið. Ég spyr: Á virkilega að eyðileggja þessar hugmyndir? Árni Björn Guðjónsson. MP3-spilari týndist í Sporthúsinu MP3-spilari týndist í Sporthúsinu 23. október síðastliðinn. Hann er grár með svörtum röndum og frekar lítill. Án heyrnartóla. Skilvís finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 868- 9237. Hjól týndist frá Haðarstíg ÉG týndi hjólinu mínu. Það er með- alstórt, svart og rautt Mongoose (rokadile). Það var skilið eftir í porti á Haðarstíg 19. október sl. Þeir sem hafa séð hjólið eða vita um það eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band í síma 848-8817 eða 694-7899. Hyndla er týnd HYNDLA er eins árs norskur skóg- arköttur, blíð og skemmtileg læða og á heima í Unufelli í Breiðholti. Henn- ar er sárt saknað. Þeir sem geta gef- ið upplýsingar um ferðir hennar vin- samlegast hafi samband við Önnu Friðriksdóttur í síma 557-1709 eða með sms í síma 861-1089. Morgunblaðið/Ómar árnað heilla ritstjorn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. 40ára afmæli.4. nóvember nk. verður fertug Ingibjörg L.S. Jóns- dóttir, Grund- arlandi 17. Hún fagnar afmælinu í dag, 28. október, með fjölskyldu og vinum í Bústöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.