Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 45 Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins Við styðjum Ágúst Ólaf 4. SÆTI Ágúst Ólafur Ágústssonvaraformaður Samfylkingarinnar www.agustolafur.is Sigurgeir Ólafsson formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Felix Bergsson, leikari Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í 60+ Helgi Pétursson, fyrrv. borgarfulltrúi Falasteen Abu Libdeh, skrifstofustúlka Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður og fyrrv. þingflokksformaður Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri G. Ágúst Pétursson, formaður Jafnaðar-manna í atvinnurekstri Orri Páll Dýrason trommari í Sigurrós Haukur Már Haraldsson framhaldsskólakennari Pétur Pétursson prófessor Olav Veigar Davíðsson, fyrrv. framkvæmda- stjóri þingflokks Samfylkingarinnar Jón Sigurðsson, fyrrv. ráðherra og Seðlabankastjóri Guðrún Birna le Sage de Fontenay laganemi Hörður Oddfríðarsson formaður Sundsambands Íslands Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir varaþingmaður Eva Kamilla Einarsdóttir forstöðumaður frístundaheimilis Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri Guðrún Halldórsdóttir fyrrv. skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur og fyrrv. þingkona Kvennalistans Jón Þór Sturluson, hagfræðingur Bryndís Nielsen Kynningarstjóri Listdansflokksins Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir, stuðningsfulltrúi Pétur Jónsson, fyrrv. borgarfulltrúi Arna Huld Sigurðardóttir stjórn Curator, félags hjúkrunarfræðinema við Háskóla Ísland Aðalsteinn Leifsson, lektor Hulda Guðmunda Óskarsdóttir námsráðgjafi Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur Guðrún Margrét Guðmundsson formaður stjórnar UNIFEM á Íslandi Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona Tjörvi Dýrfjörð formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi Magnús Már Guðmundsson formaður Ungra jafnaðarmanna Ari Skúlason, gjaldkeri Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð rafvirki Eysteinn Eyjólfsson formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Sigrún Elsa Smáradóttir varaborgarfulltrúi Gunnar Þórðarson Húsasmiður Aðalheiður Birgisdóttir, ritari Elín Ólafsdóttir stjórnarkona í 60+ Elín Torfadóttir fyrrv. leikskólakennari Jón Ingi Cæsarsson formaður Samfylkingarinnar á Akureyri Helena Karlsdóttir, ritari Samfylkingarinnar Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur Lára Stefánsdóttir varaþingmaður og framkvæmdastjóri Guðmundur Haraldsson Brunamálastofnun Ásgeir Runólfsson, framkvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla Íslands Höskuldur Ólafsson söngvari Ske Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Bjarni Lárus Hall, söngvari Jeff Who? Björn Brynjúlfur Björnsson, kvikmyndagerðarmaður Þorbjörn Broddason prófessor Ingólfur Margeirsson, rithöfundur Ömar Örn Hauksson söngvari Quarashi Torfi Tulinius, prófessor Dóra Sif Tynes lögfræðingur Elín Björg Jónsdóttir 2. varaformaður BSRB Tómas Meyer Sölustjóri Ása Gréta Einarsdóttir, starfsmaður félagsþjónustunnar í Reykjavík Dagný Aradóttir ritari Stúdentaráðs HÍ Hildur Edda Einarsdóttir stjórnmálafræðingur Áslaug Þórisdóttir, skrifstofumaður Hlín Daníelsdóttir, kennari Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi Kvenfélagið Heimaey heldur árlegan jólabasar sinn Nú á nýjum stað - í Kringlunni Basarinn hefst kl. 10 og er aðeins þennan eina dag, laugardaginn 11. nóvember. OPINBER skjalasöfn á Norð- urlöndum kynna starfsemi sína ár- lega á sameiginlegum kynning- ardegi sem er annar laugardagur í nóvember. Mörg skjalasöfn opna hús sín sérstaklega fyrir almenningi á þessum degi og vekja athygli á stafsemi sinni og taka til sýningar tiltekin skjöl, heimildir um liðna tíð. Íslensku skjalasöfnin setja árlega upp sýningar á vefnum www.skjala- dagur.is „Á ferð“ Í ár er skjaladagurinn helgaður samgöngum á Íslandi undir slagorð- inu „Á ferð“. Samgöngur og sam- skipti skipa stóran sess í lífi allra. Frá örófi alda hafa menn rutt braut- ir og lagt vegi eða komið boðum milli sín með einhverjum hætti. Nú er svo komið að óhugsandi er að vera án nútímasamgöngutækja og -tækni. Reyndar er hversdagslegt að ná langt á skömmum tíma, hvort sem farið er í bíl, flugvél eða talað í síma. Nær allir eru með lítið, flókið fjar- skiptatæki í vasanum. Slíkt var óhugsandi fyrir fáum árum. Sam- göngubyltingar hafa ítrekað breytt heimsmyndinni. Lagning símans ár- ið 1906 var ein slík hér á landi. Þjóðskjalasafn minnist upphafs pósts og síma Þjóðskjalasafn Íslands fjallar um upphaf pósts og síma, samnefnda stofnun þekktu flestir Íslendingar. Síminn á aldarafmæli, en 230 ár eru liðin frá upphafi opinberra póstferða um landið. Þjóðskjalasafn fjallar um skjöl og sögu þessara samgöngustofnana. Annars vegar er sýning á skjölum þessara stofnana á lestrarsal safns- ins að Laugavegi 162. Sýningin verð- ur opnuð í dag, kl. 11. Hins vegar sýnir safnið myndir af skjölum á sér- stökum vef www.skjaladagur.is og setur í sögulegt samhengi. Þar eru sýnd skjöl er fjalla um lagningu sím- ans 1906, vikið er að nýrri stétt sím- ritara, sýnd skjöl um símagabb, sýnt er úr póstreikningum árið 1900 og loks eru þar sýnd sjaldgæf frímerki sem Þjóðskjalasafn varðveitir. Lagning símans sumarið 1906 Koma símans 1906 olli deilum. En þrátt fyrir talsverð mótmæli sam- þykkti Alþingi árið 1905 samning sem Hannes Hafstein ráðherra gerði við Stóra norræna ritsíma- félagið um lagningu sæsíma til landsins. Samgöngubyltingin fyrir Íslendinga fólst svo í hinu mikla verkefni sem lagning símalínu milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur var. Það verk unnu norskir menn en Ís- lendingar tóku að sér efnisflutninga. Það er næsta ótrúlegt en vinnuteikn- ingar og verksamningar eru til frá þessum framkvæmdum og má sjá á vefnum, skjaladagur.is. Upphaf póstferða – fágæt frímerki Opinber póstþjónusta hófst á Ís- landi með póstreglugerð frá 13. maí 1776. Póstferðir hófust þó ekki fyrr en 1782. Með tilskipun um póstmál 1872 voru frímerki innleidd hér- lendis. Fyrstu íslensku frímerkin tóku gildi 1. janúar 1873. Besta safn þessara elstu frímerkja er í vörslu Þjóðskjalasafns. Allnokkur fágæt frímerki eru til sýnis á vefnum og er það fyrsta vef- sýning á þeim. Þessi frumsýning á vefnum á vafalaust eftir að gleðja marga áhugamenn um frímerki. Öll frímerki á vefsýningunni eru á bréf- um, bréfspjöldum eða umslögum og því einstök. Á Skjaladagsvefnum (skjaladag- ur.is) er auk efnis frá Þjóð- skjalasafni margvíslegt efni frá Borgarskjalasafni Reykjavíkur og héraðsskjalasöfnunum. Gestir geta tekið þátt í getraun á vefnum og unnið til verðlauna. Fyrstu verðlaun eru auðvitað glæsilegur farsími. Á ferð – Skjöl um samgöngur og samskipti Eiríkur G. Guðmundsson skrifar í tilefni af Norrænum skjaladegi » Í ár er skjaladag-urinn helgaður sam- göngum á Íslandi undir slagorðinu „Á ferð“. Eiríkur G. Guðmundsson Höfundur er sviðsstjóri á Þjóð- skjalasafni Íslands Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.