Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 71 menning GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Frosti Friðriksson leik- myndahöfundur og Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld. Þau, ásamt liðsstjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni, fást við þennan fyrripart, ortan vegna frétta um stóraukna sölu á sviðakjömmum á BSÍ í kjölfar sýningar á kvikmynd- inni Mýrinni: Aldrei höfum áður snætt slíkt ógnarmagn af sviðum. Fyrripartur síðustu viku var ortur af augljósu tilefni: Næðingssamur nóvember nístir inn að beini. Botn Davíðs Þórs þarfnast sögu- skýringa. Á þessum tíma í fyrra var varpað fram fyrripartinum: Í nóvember er nepjan mest og næðingurinn alltaf verstur. Guðmundur Andri Thorsson botnaði þá: Síðan Árelíus lést líkar mér nú enginn prestur. Davíð kinkar nú kolli til botns Guð- mundar Andra: Árelíus líkar mér, en líst ekki á Khomeini. Lísa Pálsdóttir brá fyrir sig nýyrði í þættinum: Vætusamur vetur er ég vítiskuldann reyni. Anna Kristjánsdóttir botnaði með bókmenntalegri tilvísun: Freðið nefið á mér er undir stórum steini. Hlín botnaði svo: Dásamlegur desember til dýrðar ungum sveini. Sigurþór Heimisson lætur ekki sitt eftir liggja frekar en endranær: Kremur mig í krumlum sér sem kreist sé vatn úr steini. Dimmur verður desember með dauðans angistarkveini. Dreymir mig um desember, að drekka og blóta í leyni. Pálmi R. Pétursson sendi þennan: Bráðum styttast biðin fer bljúgum eftir sveini. Á heimili Finns Sturlusonar og Ey- rúnar Birgisdóttur fóru hjónin ólík- ar leiðir. Finnur orti: Í dásamlegum desember dvelja jól í leyni. Eyrún fór aðra leið: Dvel ég ein í desember með digrum jólasveini. Þórhallur Hróðmarsson orti m.a.: Von er til þá vetra fer, að veður manninn reyni. Í gang fer mikill gerlaher, sem geymdi sig í leyni. Valdimar Lárusson m.a.: Helst þá er að hlýja sér háum undir steini. Prófkjörin ég held að hér hrindi hverju meini. Valur Óskarsson sendi þennan: Þá er gott að gamna sér og gera það í leyni. Auðunn Bragi Sveinsson sendi tvo: Bætir lítt að berja sér, bara veldur meini. En hann verður eflaust mér ekki neitt að meini. Guðmundur Guðmundsson orti þessa tvo: Kvefið þá um klakann fer, kvölum með og veini. Kverkaskítur kominn er í kok á ungum sveini. Helgi R. Einarsson átti þessa: Í ullarbol og brækur fer brosi og þrauka reyni. Hátíð ljóss að höndum fer í henni ylinn greini. Og loks Jónas Frímannsson: Lægðin yfir landið fer og lýðum veldur meini. Útvarp | Orð skulu standa Sviðakjammar Erlends Orð skulu standa Umsjónarmaður þáttarins Karl Th. Birgisson ásamt liðstjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. FYRIRSÖGNIN „Klassík við kerta- ljós“ laðaði greinilega marga að tón- leikum Tríós Reykjavíkur á sunnu- dagskvöld, enda óneitanlega lokkandi agn í aðsteðjandi skamm- degi. Að venju voru höfundar og verk munnkynnt, og hjó maður eftir því að sónöturnar þrjár í Op. 30 væru hinar fyrstu sem Beethoven samdi fyrir stærri konsertsal, ólíkt hinum undangengnu fimm við hæfi nándar „salonsins“. Hitt hefur margan áður undrað hversu létt virðist yfir settinu frá 1802, þótt samið sé í miðri sálarkreppu yfirvof- andi heyrnarmissis eins og „Heil- igenstadt-erfðaskráin“ ber átak- anlegastan vott um. Hin kínverska Danwen Jiang lék á móti Peter í A-dúr-sónötunni og tókst sá samleikur með miklum þokka. Að vísu hefði mátt örla á meiri skaphita, fyrir utan hvassara stakkató hjá báðum og kannski að- eins færri loftnótur í píanóvíravirki vinstri handar, auk þess sem fínall- inn (III) bar ekki alltaf með sér næga samæfingu, sízt í 3. tilbrigði. En inntakið skilað sér samt í meg- inatriðum, fallegast í syngjandi mið- þættinum. Fjórþætt Sónata Prokofjevs fyrir tvær fiðlur frá 1932 var aðeins ári yngri en 44 fiðludúó Bartóks og freistaði í fljótu bragði til að gruna Rússann um þá fyrirmynd, jafnvel þótt hér færi öllu meiri úrvinnsla en í ungversku örstykkjasvítunni. Enda kvaðst Prokofjev hafa fengið hug- myndina þegar afleitt verk fyrir sömu áhöfn hvatti hann til að bæta um betur. Fiðlurnar bráðnuðu ljúf- lega saman í I. þætti, í hvassri and- stöðu við vígtenntan II. og þjóðlegt hergöngulan lokaþáttinn. Þeirra á milli flaut III sem fíngert brön- ugras. Flest var þetta skemmtilega útfært af þeim stöllum – að frátöldu ófyrirskrifuðu fótastappi í hraðþátt- unum er magnaðist óvart um helm- ing af holrými upphækkaða sviðsins. Alltaf er spennandi að heyra til- tölulega sjaldflutta perlu sem þessa, er skv. mínum gögnum var hér síð- ast leikin í hitteðfyrra. Sama mátti enn frekar segja um fjórþætt loka- atriðið eftir Schumann, því eftir sömu heimildum fór það síðast á loft 2002. Það þykir hafa staðið í skugga hins frægari Píanókvintetts að ófyr- irsynju; hugsanlega fyrir heim- ilislegra yfirbragð sitt. Varla þó nema í fyrstu þrem þáttum, því magnaður fúgató-rondó-fínallinn stendur sízt lokaþætti kvintettsins á sporði að glæsileika. Né heldur dofnuðu hlustir við skelmisglettinn 6/8 Jónsmessunæturdansinn (II) og fölskvalausan ástarvals III. þáttar, þökk sé funheitri spilamennsku þeirra fjórmenninga. Funheit heimilistónlist TÓNLIST Hafnarborg Beethoven: Fiðlusónata nr. 6 í A Op. 30,1. Prokofjev: Sónata Op. 56 fyrir fið- ludúó. Schumann: Píanókvartett í Es Op. 47. Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmunds- dóttir fiðla/víóla, Gunnar Kvaran selló og Peter Máté píanó). Gestur: Danweng Ji- an fiðla. Sunnudaginn 5. nóvember kl. 20. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson GERÐUBERG www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá kl. 11 -17 og um helgar frá kl. 13 - 16 Gerðuberg • sími 575 7700 Ljóðatónleikar Gerðubergs Söngperlur Sigvalda Kaldalóns Í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs sunnudagskvöldið 12. nóvember kl. 20 Miðasalan er hafin á www.salurinn.is Aðgangseyrir: Kr. 3.000, eldri borgarar kr. 2.500 Í samstarfi við Salinn, Tónlistarhús Kópavogs Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran Gunnar Guðbjörnsson, tenór Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran Jónas Ingimundarson, píanóleikari Flytjendur: Auður Gunnarsdóttir, sópran Bergþór Pálsson, baritón Eyjólfur Eyjólfsson, tenór Hugarheimar Guðrún Bergsdóttir Sýning á útsaumsverkum og tússmyndum Síðasta sýningarhelgi Flóðhestar og framakonur Afrískir minjagripir á Íslandi Reykjavík - Úr launsátri Ljósmyndasýning Ara Sigvaldasonar                                                !         "          #     $             $     !    %!  $    $                  &  '   Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.