Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Bílar
100% lánamöguleiki. Subaru Im-
preza 2.0 Wagon 4WD árg. 1999.
Ek. 139 þ. km. Ásett 690 þ. Tilboð 580
þ. 100% lánamöguleiki. Meðal af-
borganir 20 þ. á mánuði.
Getum bætt bílum á plan og
skrá. Sími 567 4000.
100% lánamöguleiki. VW Passat
Sedan árg. 12/2003. Ek. 49 þ. km.
Ásett 1.690 þ. Tilboð 1.550 þ. Áhvíl-
andi 1.480 þ. Afborganir 22 þús. á
mánuði.
Getum bætt bílum á plan og
skrá. Sími 567 4000.
Golf ´99. Fallegur Golf árg. ‘ 99,
þarfnast smá viðgerðar á húddi, rúðu
og nýja dempara, fæst á aðeins 350
þ. Listaverð 650 þ. Áhugas. hafa
samband í s. 669 9398 eftir kl. 3.
Hyundai árg. '05, ek. 15.000 km. Til
sölu Getz, 4 dyra, lítur mjög vel út.
Fæst gegn yfirtöku á láni.Upplýsingar
í síma 565 9574, 895 6274, Erna.
Hyundai Santa FE GRDI 12/2005
Díselbíll sem nýr, sjálfsk., cruise, ál f.,
ek. aðeins 11 þ. km. Verð 3.390 þ.
Bílalán.
Litla Bílasalan s. 587 7777.
Hyundai Tucson LUX V6 2700cc,
sjsk., 8/05. Til sölu fallegur, reyklaus
bíll, ekinn 16 þús. km. LUX pakkinn,
plús fjarstart, vindskeið, krókur, negld
vetrardekk á álfelgum. Ásett verð
2.900 þús. Sími 893 4648.
Toyota RAV4 árg. '02, ek. 67 þús.
km. Til sölu fallegur Toyota RAV4
4WD. 2.0 150 h. 5 dyra, sjálfsk.,
dráttark. Engin skipti. Uppl. í síma
861 5303 og 895 6300.
Bílavörur
Hjólbarðar/Felgur. Til sölu 4 nýjar
stálfelgur undan Suzuki Grand Vitara.
Verð 20.000 kr. Sími 893 4957/Ólafur.
Hjólbarðar
Insa Turbo negld vetradekk
4 stk 185/65 R 15 + vinna kr. 27.900.
4 stk. 175/70 R 13 + vinna kr. 24.900.
Kaldasel ehf ,
Dalvegur 16 b, Kópavogur
s. 544 4333.
Insa Turbo negld vetradekk.
4 stk. 205/70 R 15 + vinna 38.000 kr.
Kaldasel ehf. ,
Dalvegur 16b, Kópavogur,
s. 544 4333.
Matador ný vetrardekk. Tilboð
4 stk. 195/65 R 15 + vinna 31.900 kr.
Kaldasel ehf. ,
Dalvegur 16b, Kópavogur,
s. 544 4333.
Matador vetradekk tilboð
4 stk. 31x10.5 R 15 + vinna kr. 59.600.
4 stk 215/70 R 16 + vinna kr. 51.900.
4 stk 225/70 R 16 + vinna kr. 59.600.
4 stk. 215/65 R 16 + vinna kr. 55.900.
Kaldasel ehf, Dalvegur 16 b,
Kópavogur, s. 544 4333.
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið,
Subaru Impreza 2006, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla - akstursmat.
Snorri Bjarnason
BMW 116i,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Vélsleðar
YAMAHA RX 1 ónotaður. Til sölu
YAMAHA RX 1 árg. 2003, ek. aðeins
1.000 km, lítur úr sem nýr. Vél fjór-
gengis 1000cc. 140 hp. Verð 590 þús.
stgr. Ath! Engin skipti! Uppl. í síma
896 8882.
Bílar aukahlutir
HÖGGDEYFAR
Fyrir bílinn: Gabriel höggdeyfar,
gormar, stýrisliðir, vatnsdælur,
sætaáklæði, sætahlífar fyrir
hesta- og veiðimenn, burðarbog-
ar, aðalljós, stefnuljós, ASIM
kúplingssett.
GS varahlutir,
Bíldshöfða, sími 567 6744.
Fornbílar
Dýrðlingsbílar, 2 st. Til sölu 2 st.
Volvo sportbílar til uppgerðar. Annar
er S1963 og hinn E1970. Verðtilboð.
Upplýsingar og myndir á
www.studioverk.com. Sími 844 2068.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
RÚSSAR halda þessa dagana
minningarmót um töframanninn
frá Ríga, Mikhail Tal, sem hefði
orðið sjötugur þann 9. nóvember
sl. hefði honum enst aldur til.
Hann lést hins vegar langt fyrir
aldur fram árið 1992. Þegar þetta
er ritað leiðir Ruslan Ponomariov
mótið með 2½ vinningi af 3
mögulegum. Í 2.–3. sæti eru Pet-
er Svidler og Boris Gelfand með
2 vinninga, Shirov, Leko, Mame-
dyarov og Aronian eru í 4.–7.
sæti með 1½ vinning, Grischuk
og Magnús Carlesen eru í 8.–9.
sæti með 1 vinning og Moroze-
vich rekur lestina með ½ vinning.
Mótið fer fram í Moskvu.
Mikhail Tal er sennilega eitt
merkasta fyrirbæri skáksögunn-
ar og það er sennilega ekki fjarri
lagi sem einhver skrifaði að mað-
urinn virtist vera í „sérstökum
leiðangri“. Hann kom inn í skák-
ina með meiri krafti en dæmi eru
til um; lagði heiminn bókstaflega
að fótum sér á árunum 1957–
1960. Þegar hann vann Sovét-
meistaramótið í fyrsta sinn árið
1957 kvaðst Mark Taimanov
myndu éta hattinn sinn ef Tal
sigraði aftur. Með komu Tal á
sjónarsviðið var eins og sleginn
væri nýr tónn; leiftrandi fórn-
arskákir í anda Morphys áttu þá
ekki upp á pallborðið í sovéska
skákskólanum, eða réttara sagt
Botvinnik-skólanum.
Tal var ungur og glæsilegur
fulltrúi nýs tíma. Á hinu há-
dramatíska Sovétmeistaramóti
’58, sem lauk með frægri við-
ureign Tals og Spasskíjs, varð
Tal Sovétmeistari aftur.
Tal-fórnir voru skyndilega á
hvers manns vörum. Tal vann
síðan millisvæðamótið í Portoroz
’58 og 1959 varð hann efstur í
áskorendamótinu í Júgóslavíu.
Hann tefldi svo við Mikhael Botv-
innik um heimsmeistaratitilinn
árið 1960 og vann, 12½:8½, og
stóð þá á hátindi ferils síns,
heimsmeistari aðeins 23 ára gam-
all.
En næstu ár voru Tal erfið.
Kom þar til lélegt heilsufar, Tal
var nýrnaveikur og þurfti hvað
eftir annað að gangast undir upp-
skurði og ánetjaðist upp úr því
sterkum verkjalyfjum, hann
drakk of mikið og reykti eins og
strompur. Á hann vantaði tvo
fingur hægri handar; hann var
bæði hárprúður og sköllóttur í
senn. Blaðamaður sem lagði leið
sína á Loftleiðahótelið á Reykja-
víkurmótinu 1986 lét þess að get-
ið að Tal væri sennilega „fótógen-
ískasti“ maður sem hann hefði
séð. Þess var getið í grein nýlega
að Tal hefði einhverju sinni verið
boðið hlutverk prófessors Wo-
lands í uppfærslu á Meistaranum
og Margarítu eftir Búlgakov. Tal
lagði stund á bókmenntir við há-
skólann í Ríga og að sögn Bents
Larsens kynnti hann sér verk
Halldórs Laxness alveg sérstak-
lega. Fundum þeirra bar saman
þegar Tal tefldi á fyrsta Reykja-
víkurskákmótinu árið 1964.
Skáksaga Íslendinga væri
stórum fátækari hefði Tal ekki
notið við. Hann kom fyrst til Ís-
lands árið 1957 á heimsmeistara-
mót stúdenta. Tveir verðandi
heimsmeistarar voru í sigurliði
Sovétmanna, Tal og Boris Spass-
kíj. Á Reykjavíkurmótinu gerði
Tal jafntefli við Guðmund Pálma-
son en vann aðrar skákir og hlaut
12½ vinning af 13 mögulegum.
Hann kom næst 22 árum síðar á
Reykjavíkurmótið 1986 og varð í
2. sæti. Á IBM–mótinu 1987 varð
hann aftur í 2. sæti, og þriðji á
heimsbikarmótinu 1988. Þar tap-
aði hann sinni einu skák á Ís-
landi, fyrir Alexander Beljavskíj
sem varð annar á eftir Kasparov.
Upp úr 1972 hófst nýtt tímabil
í lífi Tals, hin síðari sigurganga,
sem hratt af stað bollaleggingum
um að hann yrði jafnvel næsti
áskorandi heimsmeistarans sem
þá var Bobby Fischer. Tal vann
hvert mótið á fætur öðru og tefldi
á köflum 50–60 skákir án taps. Á
millisvæðamótinu í Leníngrad ’73
var sigurganga hans hins vegar
stöðvuð. Sex árum síðar í Ríga
vann hann aftur millisvæðamót
og með miklum yfirburðum, hlaut
14 vinninga af 17 mögulegum.
Hann tapaði í fyrstu hrinu áskor-
endakeppninnar fyrir Polugajevs-
kíj og hafði ekki sama kraft og á
gullaldarárunum.
Síðasta sigur á skáksviðinu
vann hann gegn ermska stór-
meistaranum Akopjan í Barce-
lona 1992, nokkrum vikum áður
en hann lést. Þá skák má telja
tæra snilld. Næmt auga hans fyr-
ir leikfléttum er greinilegt, t.d.
fléttan 32. De5+ ásamt 33. Hd8+
Jafnframt má finna hárfínt jafn-
vægi í vörn og sókn, 21. Da7, 26.
Kf2, 29. Hd4 og 31. Rg5. Þetta
var tvímælalaust ein af bestu
skákum Tals.
Barcelona 1992:
Mikhail Tal – Vladimir Akopj-
an
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6
4. 0–0 Bd7 5. He1 Rf6 6. c3 a6 7.
Ba4 c4 8. d4 cxd3 9. Bg5 e6 10.
Dxd3 Be7 11. Bxf6 gxf6 12. Bxc6
Bxc6 13. c4 0–0 14. Rc3 Kh8 15.
Had1 Hg8 16. De3 Df8 17. Rd4
Hc8 18. f4 Bd7 19. b3 Bd8 20.
Rf3 b5 21. Da7 Bc7 22. Dxa6
bxc4 23. b4 Dg7 24. g3 d5 25.
exd5 Bxf4 26. Kf2 f5 27. gxf4
Dxc3 28. Dd6 Ba4 29. Hd4 Hg7
30. dxe6 Bc6 31. Rg5 Hxg5
32. De5 Hg7 33. Hd8 Hxd8 34.
Dxc3 f6 35. e7 Ha8 36. Dxf6 Be4
37. Hg1 Hxa2 38. Ke1 – og
Akopjan gafst upp.
Lenka efst á Íslandsmóti
kvenna
Stórmeistari kvenna, Lenka
Ptácníková, leiðir með fullu húsi
þegar þremur umferðum er lokið
á Íslandsmóti kvenna. Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir er önnur með
2,5 vinninga, og hin unga og efni-
lega skákkona Hallgerður Helga
Þorsteinsdóttir er þriðja með 2
vinninga. Margar ungar skákon-
ur sækja nú hratt fram á skáksv-
iðinu. Af átta þátttakendum á Ís-
landsmótinu eru fimm 17 ára eða
yngri. Þær eru auk Hallgerðar
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir,
Tinna Kristín Finnbogadóttir úr
Borgarfirði, sem er stúlknameist-
ari Íslands, Sigríður Björg
Helgadóttir og Elsa María Þor-
finnsdóttir.
Hin unga og efnilega Hrund
Hauksdóttir sigraði í B-flokki
sem lauk um síðustu helgi. Í 2.
sæti varð Ulker Gasanova og
þriðja var Birta Össurardóttir.
Af töframanninum frá Ríga
SKÁK
Moskva, Rússlandi
Minningarmót um Mikhail Tal
5. nóvember – 19. nóvember
helol@simnet.is
Helgi Ólafsson
Töframaðurinn frá Riga,
Mikhael Tal.
Góð þátttaka hjá
Bridsfélagi Borgarfjarðar
Mánudaginn 6. nóvember hófu
Borgfirðingar að spila aðaltví-
menning félagsins með þátttöku 24
para. Keppnin er jöfn og spenn-
andi og ljóst að salurinn hefur
jafnast mikið. Kópakallinn er einn
af okkar félögum sem trúir því að
flókin sagnkerfi séu ekki „leiðin til
lífsins“. Miklu nær sé að treysta á
eigið hyggjuvit og borðtilfinningu.
Það mátti glöggt sjá þegar hann
mætti þeim félögum Sveinbirni og
Lárusi á fyrsta kvöldinu. Kópa-
kallinn hóf sagnir á millisterku
grandi og Jói á Steinum (sem alla
jafna er jarðbundinn spilari) svar-
aði jákvætt á tveimur hjörtum. Því
var umsvifalaust lyft í fjögur en þá
setti Jóa hljóðan um stund en
skömmu seinna hækkaði hann í
sex hjörtu. Þá færðist bros yfir
Kópakallinn sem bætti um betur
og sagði sjö hjörtu. Engin leið að
hnekkja þeim og uppskeran góð að
vonum. Annars er það formað-
urinn sem fer fyrir sínu fólki og
leiðir en skammt á eftir lúra mestu
tvímennishaukar félagsins, þeir
Magnús í Birkihlíð og Sveinn á
Vatnshömrum. Staðan að loknu
fyrsta kvöldi af sex er annars sem
hér segir:
Jón Eyjólfsson – Baldur Á. Björnsson 50
Sveinn Hallgrímss.– Magnús Magnúss. 49
Sindri Sigurgeirss. – Egill Kristinsson 39
Alfreð Kristjánss. – Einar Guðm.s. 36
Stefán Kalmannss. – Sigurður Einars. 31
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson | norir@mbl.is
Örstutt frá
Bridsfélagi Hafnarfjarðar
Spilaður var eins kvölds tvímenn-
ingur mánudaginn 6. nóvember.
Efstu pör urðu:
Magnús Sverriss. - Jörundur Þórðars. 103
Sigurjón Harðarson - Sveinn Valdimarss. 89
Kristján Kristjánss. - Garðar Garðarsson 85
Hrund Einarsd. - Dröfn Guðmundsd. 83
Næsta mánudag, þann 13.nóvem-
ber verður einnig spilaður eins
kvölds tvímenningur en síðan hefst
aðaltvímenningur BH.
Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar á
mánudögum kl. 19:30 í Hampiðju-
húsinu, Flatahrauni 3 (Hraunsel).
Alltaf heitt á könnunni í boði BH.
Nánari upplýsingar veitir Hafþór í s.
899-7590.