Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 43
isins og þeirra sveitarfélaga sem ekki eru aðilar að héraðsskjalasafni. Starf skjalasafnanna hefur á síð- ustu árum orðið sífellt markvissara í því skyni að tryggja varðveislu þeirra skjala sem hefur verið ákveð- ið að ástæða sé til að varðveita til frambúðar. Það felst til dæmis í því að kalla eftir skjölum sem á að vera búið að skila, í gerð varðveisluáætl- ana og eftirliti með skjalastjórn op- inberra aðila og að ekki sé eytt skjöl- um sem ástæða er til að varðveita til frambúðar. Þjóðskjalasafn þarf á þennan hátt að fylgjast með yfir þús- und afhendingaraðilum og Borg- arskjalasafn hefur um 200 afhend- ingaraðila innan borgarkerfisins. Þessi hluti starfsemi safnanna er mikilvægur í því skyni að heildstæð mynd þjóðarsögunnar varðveitist og að markvissar ákvarðanir séu teknar um hvaða skjöl séu varðveitt og hvaða skjölum sé óhætt að eyða. Skjöl eru varðveitt af marg- víslegum ástæðum, m.a. lagalegum, fjármálalegum, sögulegum eða vegna þess að skjölin varðveita upp- lýsingar sem einstaklingar gætu þurft að leita í. Skjalasöfnin hafa að geyma ýt- arlegar upplýsingar um líf hvers ein- staklings frá vöggu til grafar. Í raun er ótrúlegt hvað finnst af skjölum um einstaklinga í opinberum skjala- söfnun. Ástæðan fyrir varðveislu þeirra er að þau hafa oft að geyma upplýsingar um réttindi fólks eða fjalla um líf fólks og er töluvert spurt um þau. Aðgangur að slíkum skjöl- um er oftast takmarkaður og vel skilgreindur í lögum. Það hefur sést á umræðunni um svokölluð hler- unarskjöl að slík skjöl geta skipt ein- staklingana sem fjallað er um miklu máli. Skjalasöfnin varðveita líka mikið af skjölum sem fjalla um ákvarðanir stjórnvalda og aðdraganda þeirra, allt frá minni til stærri mála. Má þar til dæmis nefna skipulagsmál og byggingu opinberra bygginga. Flest skjöl um ákvarðanir stjórnvalda eru öllum opin. Eins og áður sagði, þá hefur í til- efni af norræna skjaladeginum verið opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is. Söfnin sem eru með sýningu á vefnum eru Þjóð- skjalasafn Íslands og Borg- arskjalasafn Reykjavíkur, auk hér- aðsskjalasafna Kópavogs, Mosfellsbæjar, Akraness, Borg- arfjarðar, Ísafjarðar, Skagafjarðar, Akureyrar, Þingeyinga, Austfirð- inga, Vestmannaeyja og Árnesinga. Á vefnum eru jafnframt upplýsingar um dagskrár safnanna í tilefni af deginum, auk þess sem starfsemi þeirra er kynnt. Þá er einnig á vefn- um getraun. Fólk er hvatt til að heimsækja þau söfn sem hafa opið hús eða skoða fjölbreytt efni skjala- sýningarinnar á vefnum, en þar eru mörg skjöl og ljósmyndir sem hafa ekki komið fyrir almenningssjónir áður. Þess má geta að Þjóð- skjalasafn Íslands opnar sýningu kl. 11 í lessal sínum að Laugavegi 162. Þar eru sýnd skjöl er fjalla um lagn- ingu símans 1906, vikið er að nýrri stétt símritara, sýnd skjöl um síma- gabb, úr póstreikningum árið 1900 og loks verða sýnd þar með skýr- ingum sjaldgæf frímerki sem Þjóð- skjalasafn varðveitir. Höfundur er borgarskjalavörður í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 43 ...Í SPARNAÐI - til að mæta ófyrirséðum fjárútlátum og grípa óvænt tækifæri. VARASPARNAÐUR - til að safna fyrir öllu því sem hugurinn girnist. NEYSLUSPARNAÐUR - til að byggja upp fjárhagslega velgengni í framtíðinni. LANGTÍMASPARNAÐUR Þrískiptur sparnaður Glitnis H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ný aðferð til að ná betri árangri í sparnaði. Farðu í næsta útibú eða á www.glitnir.is og kláraðu málið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.