Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ IngimarMagnússon
fæddist í Másseli í
Jökulsárhlíð 5. ágúst
1922. Hann lést á
heimili sínu, Mið-
garði 6 á Egils-
stöðum, 5. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðrún Helga
Jóhannesdóttir, f.
10.12. 1896, d. 11.6.
1951 og Magnús
Arngrímsson, f.
21.2. 1887, d. 30.6.
1977. Systkini Ingimars voru 10 og
eru fjögur þeirra látin: 1) Jóhanna,
f. 1.3. 1917, d. 16.10. 2002. 2) Krist-
ín, f. 29.10. 1918. 3) Þorbjörn, f.
3.7.1920, d. 10.12. 1992. 4) Heiðrún
Sesselja, f. 7.1. 1924, d. 7.6. 1993. 5)
Arngrímur, f. 22.3.
1925. 6) Jónína, f.
5.1. 1927. 7) Eiríkur
Helgi, f. 15.8. 1928.
8) Valgeir, f. 13.1.
1932. 9) Hörður Már,
f. 7.4. 1933, d. 13.1.
1992 og 10) Ásta, f.
8.10. 1941.
Ingimar ólst upp á
Skeggjastöðum á
Jökuldal hjá Önnu
Grímsdóttur og Jóni
Björnssyni. Þar
hafði hann sitt heim-
ili þar til hann flutt-
ist í Egilsstaði 1983. Eftir að Ingi-
mar flutti í Egilsstði vann hann hjá
Dyngju og Brúnási.
Ingimar verður jarðsunginn frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku frændi.
Okkur systkinin langaði til að
minnast þín í nokkrum orðum. Það
var alltaf glatt á hjalla þegar þú
komst í heimsókn, margt spjallað og
mikið hlegið. Þær voru ófáar ferð-
irnar sem við fórum saman, en nú ert
þú farinn í þína hinstu ferð.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Ástarþakkir til þín fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur.
Minning þín lifir
Anna Björg, Helga,
Signa, Svala Ösp
og Gunnar
Valgeirsbörn.
Ingimar Magnússon
✝ Matthías Ingi-bergsson skip-
stjóri frá Sandfelli í
Vestmannaeyjum
fæddist 22. janúar
1933. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 31.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ingibergur
Gíslason skipstjóri,
frá Sjávargötu á
Eyrabakka, f. 16.1.
1897, d. 15.1. 1987,
og Árný Guðjóns-
dóttir, frá Sandfelli í Vestmanna-
eyjum, f. 8.9. 1906, d. 10.8. 1943.
Fósturmóðir Matthíasar var
Lovísa Guðrún Guðmundsdóttir,
f. 3.9. 1936, d. 29.5. 2000. Börn
Ingibergs og Árnýjar eru: Þor-
valdur, f. 7.10. 1926, d. 15.2. 1927,
Guðjón sjómaður, f. 25.9. 1928, d.
16.11. 1989, Jónína verkakona, f.
6.6. 1931, Matthías, sem hér er
minnst, Inga verkakona, f. 21.5.
1937, d. 11.12. 1990, og Árný, f.
20.6. 1943, d. 2.5. 1989. Dætur
Ingibergs og Lovísu eru: Guðrún,
f. 20.12. 1944, og Guðmunda, f.
2.9. 1948.
Matthías kvæntist Steinunni
Svölu Ingvadóttur, húsmóður og
verkakonu í Reykjavík, f. 9.3.
1936, d. 7.11. 2000. Þau slitu sam-
vistum. Dóttir Steinunnar og fóst-
urdóttir Matthíasar er Lilja Ósk
Þórisdóttir kennari, f. 3.6. 1954,
maki Jónatan Ingi Ásgeirsson
skipstjóri. Börn þeirra eru Sædís
María, Steinunn
Björk, Kristján Jón
og Lilja Ósk, látin.
Börn Matthíasar
eru: 1) Árný hús-
móðir og verkakona
F. 25.10. 1958, d.
15.1. 1986. Maki
Örn Kjærnested
lögreglumaður, f.
20.2. 1956, d. 15.1.
1998. Börn þeirra
eru: a) Hildur Arn-
ardóttir, f. 29.11.
1976, maki Árni Þór
Ómarsson, börn
þeirra eru Gabríela Kamí og
Anika Rós. b) Sæmundur Örn
Arnarson járnsmiður, f. 2.3. 1980,
sambýliskona Hrefna Björk Sig-
valdadóttir, dóttir þeirra er Aníta
Ósk. 2) Ingibjörg Karen Matthías-
dóttir Thomas, f. 31.5. 1962, maki
Brian Lynn Thomas, f. 29.12.
1960, börn þeirra eru: a) Egill
Lynn Thomas verkamaður, f.
1982, sambýliskona Linda Pálma-
dóttir, dóttir þeirra er Ingibjörg
Sara Thomas, b) Lilja Charlene
Thomas nemi, f. 1985, og c) Karel
Eugene Thomas, f. 1999.
Seinni kona Matthíasar, frá
1970, er Margrét Magnúsdóttir, f.
8.1. 1932. Synir hennar eru
Jóhann bílasali, f. 20.2. 1950,
Erlendur sjómaður, f. 15.2. 1957,
og Magnús verkamaður, f. 9.5.
1966, Þórissynir.
Matthías verður jarðsunginn
frá Landakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Vegir lífsins eru óútreiknanlegir,
svo mikið er víst. Mig hefði ekki
grunað fyrir nokkrum mánuðum að
ég ætti eftir að skrifa minningagrein
um afa minn, Matthías Ingibergs-
son, svo fljótt sem raun ber vitni.
Þessi stóri og sterki maður þurfti að
lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómi sem
á ótrúlega skömmum tíma dró úr
honum mátt og hafði að lokum sigur.
Upp í hugann koma margar góðar
minningar. Þegar ég hugsa tilbaka
verð ég sífellt þakklátari fyrir að
hafa kynnst Matta afa eins vel og
raun varð á. Þrátt fyrir að hafa ekki
tengst honum blóðböndum fann ég
vel fyrir þeirri væntumþykju og
hlýju í minn garð sem ætíð frá hon-
um streymdi. Hann hafði þann eig-
inleika að láta manni alltaf líða vel í
návist sinni og ég sótti mikið í að
vera hjá honum. Það var alltaf hátíð í
bæ þegar amma og afi komu til okk-
ar í Réttarholtið og gistu í nokkra,
allt of stutta, daga, að manni fannst.
Endalaus uppspretta af lífi og fjöri,
því afi hafði einstakt lag á því að hafa
skemmtilegt í kringum sig.
Fyndnari mann er vart hægt að
hugsa sér. Hann var sögumaður
mikill eins og viðurnefnið gaf til
kynna og var sífellt með skemmti-
legar sögur á takteinum. Ótrúlegar
margar hverjar, en sagðar af þvílíkri
frásagnar- og kímnigáfu að unun var
á að hlýða. Þegar maður komst til
vits og ára þroskuðust sögurnar og
ég fór að átta mig á því hversu næm-
ur afi var fyrir því skondna í um-
hverfinu. Hann hafði þann einstaka
hæfileika að koma með réttu setn-
inguna á hárréttu augnabliki og
koma henni þannig frá sér að þeir
sem á hlýddu veltust um af hlátri.
Það er eiginleiki sem fáum er gefinn.
Við urðum góðir félagar og eydd-
um mörgum góðum stundum saman.
Hann hvatti mig til að lesa bækur og
ljóð því afi hafði mjög gaman af
bókalestri. Fór með heilu ljóðabálk-
ana ef sá gállinn var á honum. Það
skipti ekki máli hvort það voru
teiknimyndasögur, skáldsögur,
fræðirit eða ævisögur, afi hafði gam-
an af þeim langflestum. Las og hló
upphátt. En Góði dátinn Sveik var þó
í mestu uppáhaldi
Við afi áttum gott samtal fljótlega
eftir að hann hóf glímuna við sjúk-
dóminn illvíga. Þá sagðist hann vera
þokkalega bjartsýnn á að vinna þá
glímu, það hefði oft gefið á bátinn og
ekki stæði annað til en að sigla milli
skerja í þetta sinn eins og áður. En
hann sagðist jafnframt vera búinn að
velta lífinu og tilverunni mikið fyrir
sér og fullyrti við mig að eftir þetta
líf væri önnur veröld sem við færum
til. Það væri því ekkert að óttast, því
að hann þekkti marga góða menn
„hinum megin“ og þangað færi hann
þegar hans tími kæmi. Það væri bara
hluti af lífinu og hann vildi frekar
fara þangað en að dvelja hérna meg-
in við slæma heilsu. Stríðið tók fljótt
af og afi hélt í ferðina löngu í októ-
berlok. Góða ferð, afi minn, og takk
fyrir allt.
Þórir Jóhannsson.
Matthías Ingibergsson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Þökkum auðsýnda vináttu og samúð vegna
andláts
GUNNLAUGS JÓNS ÓLAFS AXELSSONAR,
mánudaginn 16. október sl.
Aðstandendur og vinir.
✝
Hjartkær bróðir okkar, frændi og vinur,
INGIMAR MAGNÚSSON
frá Skeggjastöðum,
Jökuldal,
sem lést á heimili sínu Miðgarði 6, Egilsstöðum,
sunnudaginn 5. nóvember, verður jarðsunginn frá
Egilsstaðakirkju laugardaginn 11. nóvember
kl. 14.00.
Systkini og aðrir aðstandendur.
Mánudagskvöldið
16. október 2006 lest
Rúnar Pétursson á Sjúkrahúsi Akra-
ness. Hann var fæddur á Miðfossum í
Andakílshreppi, Borgarfjarðarsýslu,
23. júlí 1937. Hann var sonur hinna
þekktu heiðurshjóna; sem voru fræg
fyrir gestrisni og höfðingsskap, svo
sem lesa má í minningu um þau hjón
ritaðri af næsta granna, og bændur
góðir; Péturs Þorsteinssonar af hinni
kunnu Grundarætt og k.h. Guðfinnu
Guðmundsdóttur, er fædd var austur
Rúnar Pétursson
✝ GuðmundurRúnar Péturs-
son fæddist á Mið-
Fossum í Andakíl
23. júlí 1937. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 16. októ-
ber síðastliðinn. Út-
för Rúnars var gerð
frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 26.
október síðastlið-
inn.
í Landeyjum, á Hvíta-
nesi. Hún hafði orð fyr-
ir að vera gæðakona og
dugleg. Ég minnist
þess þegar við vorum
nokkur í smá hóp á
ferð á íþróttamót við
Hvítá. Vegurinn lá um
hlaðið á Miðfossum, og
fjöldi fólks kominn þar
í kaffi og meðlæti.
Ekki að nefna annað
en að þiggja hressingu.
Ég man hve konan
hafði mikið að gera, og
mundi hafa mikla þörf
fyrir hvíld að loknum degi. Þetta mun
hafa verið algengt, af því eru til sagn-
ir. Einnig að þarna komu landsþekkt-
ir hestamenn og stoppuðu einhverja
daga. Eitt er víst, að hjónin á Mið-
fossum áttu marga góða vini.
Á þessu myndarlega heimili var
Rúnar, í góðu dálæti sinna góðu for-
eldra og fjölskyldu. Hann sagði mér
að hann hefði numið barnfræðsluna í
Barnaskóla Hvanneyrar, næst fór
hann í Héraðsskólann í Reykholti og
lýkur góðum prófum úr þeim báðum,
þá kom að því að hann fer í verklegt
nám í Vélsmiðju Þorgeirs & Ellerts á
Akranesi. Hann lauk vélsmíðinni þar
og hélt næst í Vélstjóraskóla Íslands
og lauk fullu námi þar. Þá fyrst var
settu marki náð og mér er sagt með
fullri sæmd. Þessu næst varð hann
vélstjóri á ýmsum skipum. Þrjú skip
báru nafnið Akraborg, og voru í ferð-
um Akranes – Reykjavík. Rúnar mun
hafa verið á öllum þessum skipum
mislengi. Rúnar kom víða við, hann
var héraðslögregla í heimabyggð á
Akranesi og víðar. Hann var um tíma
skurðgröfumaður. Af eigin reynslu
get ég lofað hans verk þar, það var
prýðisvel unnið, þó oft við erfiðar að-
stæður í fúamýrum. Eitt er víst að
hann ávann sér gott mannorð og
eignaðist vinafólk á bæjunum þar
sem hann vann á gröfunni. Öllum bar
saman um að Rúnar væri einstakt
valmenni í allri viðkynningu og dugn-
aðarmaður. Rúnar var kappfullur,
verklaginn og þrautseigur, mér féll
vel við þennan síglaða öðling, hann
þurrkaði mikið af votu landi upp hjá
mér á Eystra-Miðfelli, allt vel af
hendi leyst og ber meistaranum vitni.
Þegar við hjón hættum búskap í
sveitinni og fluttum á Akranes, þá
bauð hann okkur vinnu við prjóna-
stofu sem hann rak ásamt fleirum.
Þetta fyrirtæki skaffaði mörgu fólki
vinnu, sem líkaði vel þegar allt gekk
vel. Þegar dró mjög úr markaði lok-
aði þetta fyrirtæki, eins og fleiri þeg-
ar svo er komið. Við hjón vorum
ánægð í þessari vinnu, svona smá
sprettur undir starfslok. Næst fór
Rúnar sem vélstjóri á aflaskipið Vík-
ing AK 100 og var þar samfellt í 15 ár,
og lauk þar sínu lífsstarfi. Ég held
segja megi að hann hafi staðið langa
vakt og stundum stranga en skilað
öllu af sér með fullri sæmd. Rúnar
var glæsilegur Borgfirðingur, eins og
hann átti kyn til. Hann var úrvals
drengur, glaður og góður, í allri við-
kynningu. Höfðingi heim að sækja og
sannur vinur vina sinna, sem eru
margir. Hann var hamingjumaður í
einkalífi. Barngóður og úrvals eigin-
maður. Hann er kvaddur með kærri
þökk fyrir allt. Ástvinum eru færðar
hugheilar samúðarkveðjur. Góður
vinur kveður í Guðsfriði.
Valgarður L. Jónsson,
Guðný Þorvaldsdóttir
og fjölskylda.